Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2020
08.00 Strumparnir
08.20 Blíða og Blær
08.45 Brúðubíllinn
09.10 Mæja býfluga
09.25 Adda klóka
09.45 Zigby
09.55 Mia og ég
10.20 Lína langsokkur
10.45 Latibær
11.10 Lukku láki
11.30 Ævintýri Tinna
12.00 Nágrannar
12.20 Nágrannar
12.40 Nágrannar
13.05 Nágrannar
13.25 Nágrannar
13.50 Impractical Jokers
14.10 Supernanny
14.55 Kviss
15.45 Kevin McCloud’s Ro-
ugh Guide to the Fut-
ure
16.35 60 Minutes
17.20 Víglínan
18.10 Fréttir Stöðvar 2
18.19 Sportpakkinnn
18.28 Veður
18.30 Fréttayfirlit
18.35 UEFA Nations League
2020-2022
20.40 The Sandhamn Mur-
ders
22.15 Western Stars
23.35 Wentworth
00.30 Shameless
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 93,5
Omega
Stöð 2
Hringbraut
14.00 Omega
15.00 Joel Osteen
15.30 Charles Stanley
16.00 Trúarlíf
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
21.00 Blönduð dagskrá
22.30 Gegnumbrot
23.30 Tónlist
24.00 Joyce Meyer
18.00 21 – Úrval á föstudegi
18.30 Atvinnulífið
19.00 Matur og heimili
19.30 Þjóðleikhúsið í 70 ár
20.00 Mannamál – sígildur
þáttur (e)
20.30 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
21.00 Eldhugar: Sería 2
21.30 Sólheimar 90 ára
10.25 The Block
11.25 The Block
12.30 Dr. Phil
13.15 Dr. Phil
14.00 Dr. Phil
14.45 Carol’s Second Act
15.10 90210
16.30 Family Guy
16.50 The King of Queens
17.10 Everybody Loves Ray-
mond
17.35 Kevin (Probably) Saves
The World
18.20 This Is Us
19.15 Hver ertu?
20.00 The Block
21.20 Cobra
22.15 Billions
23.10 Love Island
00.05 Blue Bloods
06.55 Bæn og orð dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Á tónsviðinu.
09.00 Fréttir.
09.03 Svona er þetta.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Nes-
kirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
12.40 Veðurfregnir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Glans.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Úr tónlistarlífinu: Reyk-
holtshátíð 2020 – II.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Píanógoðsagnir.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Orð um bækur.
20.35 Gestaboð.
21.30 Fólk og fræði.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp Rásar 1.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Tulipop
07.19 Kalli og Lóa
07.30 Klingjur
07.41 Lalli
07.48 Friðþjófur forvitni
08.10 Nellý og Nóra
08.17 Robbi og Skrímsli
08.39 Hæ Sámur
08.46 Unnar og vinur
09.09 Flugskólinn
09.31 Múmínálfarnir
09.53 Millý spyr
10.05 Vísindatónleikar Ævars
10.55 Svipmyndir frá Noregi
11.00 Silfrið
12.10 Mamma mín
12.25 Vögguvísa úr öðrum
heimi – Saga brasilíuf-
aranna
13.20 Ella kannar Suður-Ítalíu
13.50 Fólkið mitt og fleiri dýr
14.35 Ásgeir Trausti á tón-
leikum
15.45 Poirot – Eftir útförina
17.20 Menningin – samantekt
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Lífsins lystisemdir
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir á sunnudegi
19.40 Veður
19.50 Landinn
20.25 Ráðherrann
21.20 Snilligáfa Einsteins
22.10 Evrópskir bíódagar:
Slava
22.15 Slava
23.55 Silfrið
12 til 16 Þór Bæring Besta blandan af tónlist á
sunnudegi og létt spjall með Þór Bæring. Hækkaðu í
gleðinni með K100.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 með Dj Dóru Júlíu. Einn
vinsælasti plötusnúður landsins kynnir 40 vinsælustu
lög landsins á hverjum einasta sunnudegi. Tónlistinn
er eini opinberi vinsældalisti landsins.
18 til 00 K100 tónlist Besta tónlistin dunar í allt
kvöld.
Baldur Þórhallsson og eiginmaður hans Felix Bergs-
son standa um þessar mundir í veseni við skipulags-
fulltrúa Reykjavíkur vegna fjögurra hæna sem þeir fá
ekki leyfi til þess að halda. Þau Kristín Sif, Ásgeir Páll
og Jón Axel slógu á þráðinn hjá Baldri í morgunþætt-
inum Ísland vaknar og fengu að heyra nánar um málið
sem Baldur telur vera misskilning hjá Reykjavík-
urborg. Nánar um málið á K100.is.
Fá ekki að eiga fjórar hænur
París. AFP. | Hvernig ber að líta á
börn, sem slá í gegn á YouTube eða
Instagram? Eru þau börn í vinnu?
Og hver á að hafa umsjón með pen-
ingunum, sem þau vinna sér inn? Á
þriðjudag voru samþykkt lög í
Frakklandi þar sem tilraun er gerð
til að svara þessum spurningum.
Þeim börnum fer fjölgandi sem
eiga stóra hópa fylgjenda á félags-
miðlum. Oft bjóða þeir áhorfendum
inn á gafl hjá fjölskyldum sínum eða
að fylgjast með lífinu í skólanum á
meðan þau ræða allt frá einelti til
tónlistar eða veita umsagnir um allt
frá leikjum til snyrtivara.
Áhyggjur af
ýtnum foreldrum
Barnungir áhrifavaldar geta aflað
sér talsverðra tekna og vitað er um
börn, sem þéna milljónir dollara á
ári. Þetta hefur vakið áhyggjur af
að ýtnir foreldrar hvetji börn sín til
að verja meiri tíma í að setja
færslur á netið en yfir námsbók-
unum.
Að sögn franska þingmannsins
Brunos Studers, sem var flutnings-
maður laganna, er ekkert regluverk
fyrir hendi í flestum ríkjum um
þessi mál sem ná yfir allt frá frið-
helgi einkalífs barna til vinnuréttar.
„Barnavinna er bönnuð í Frakk-
landi nema það séu sérstakar ráð-
stafanir og það á líka við á netinu,“
sagði Studer á þriðjudag eftir að
þingið hafði afgreitt lögin og þau
biðu staðfestingar Emmanuels Mac-
rons forseta.
Adrien Tacquet, barna- og fjöl-
skyldumálaráðherra Frakklands,
hrósaði lögunum og sagði þau „ná-
kvæm og yfirveguð“. „Frá 2017 hef-
ur ríkisstjórnin ítrekað einsett sér
að bæta regluverkið í hinum staf-
ræna heimi þannig að allir njóti þar
meiri verndar,“ bætti hann við.
Með setningu laganna ná vernd-
arákvæði, sem taka til barna sem
koma fram og sitja fyrir, nú einnig
til áhrifavalda á netinu. Það þýðir
að tekjur þeirra verða geymdar á
sérstökum bankareikningi þar til
þau ná 16 ára aldri.
Lögin hafa einnig í för með sér að
fyrirtæki, sem vill ráða áhrifavald á
barnsaldri, þarf að sækja um leyfi
hjá yfirvöldum á staðnum til að þau
megi vinna. Án leyfis eiga fyrir-
tækin á hættu að verða sótt til saka.
Í þriðja lagi veita nýju lögin börn-
unum „rétt til að gleymast“. Það
þýðir að samfélagsmiðlarnir verða
að fjarlægja efnið verði þeir beðnir
um það.
Nýju reglurnar ná aðeins til
barna sem verja talsverðum tíma í
vinnu sem telst í ábataskyni og veit-
ir tekjur.
Gríðarlegar tekjur
Notkun áhrifavalda í auglýsinga-
skyni hefur snaraukist á undan-
förnum árum. Fyrirtæki láta not-
endur félagsmiðla með marga
fylgjendur hafa peninga og vörur í
staðinn fyrir kynningu á vörunum.
Samkvæmt samantekt frá fag-
félaginu Influencer Marketing Hub
er búist við að fyrirtæki muni verja
tæpum tíu milljörðum bandaríkja-
dollara (1.380 milljörðum króna) í
„markaðssetningu gegnum áhrifa-
valda“ á þessu ári. Í fyrra var upp-
hæðin 6,5 milljarðar dollara.
Auglýsingatekjur vinsælustu rás-
anna á síðum á borð við YouTube
geta einnig hlaupið á milljónum
dollara.
Samkvæmt tilkynningu frá You-
Tube, sem er í eigu Google, var
Ryan Kaji tekjuhæsti einstakling-
urinn á miðlinum í fyrra. Kaji er
átta ára drengur. Árið 2019 voru
tekjurnar af rásinni hans, Ryan’s
World, 26 milljónir dollara (3,6
milljarðar króna).
Foreldrar hans stofnuðu rásina í
Texas og í upphafi hét hún Ryan
ToysReview. Flest myndskeiðin á
rásinni sýndu Ryan taka umbúðir
utan af leikföngum og leika sér með
þau.
Rúmlega einn milljarður manna
hefur horft á sum af myndskeiðun-
um hans og rásin hefur fengið hátt í
35 milljarða áhorfa frá stofnun sam-
kvæmt tölum frá greiningar-
vefsíðunni Social Blade.
Í þriðja sæti á lista YouTube frá
því í fyrra var önnur barnastjarna,
Anastasía Radsinskaja frá Rúss-
landi. Hún er aðeins fimm ára og
þénaði 18 milljónir dollara.
Rásirnar hennar „Like Nastia
Vlog“ og „Funny Stacy“ eru sam-
tals með næstum 70 milljón áskrif-
endur og myndskeiðin eru á rúss-
nesku, ensku og spænsku.
Samkvæmt könnun rannsóknar-
stofnunarinnar Pew leyfir 81%
bandarískra foreldra barna 11 ára
og yngri þeim að horfa á myndskeið
á YouTube. Ein af hverjum þremur,
sem svöruðu könnun Pew, sögðu að
þau horfðu reglulega á efni á You-
Tube.
Hinn átta ára Ryan Kaji frá Texas er sagður hafa þén-
að 3,6 milljarða króna á rás sinni á YouTube í fyrra.
Skjáskot af YouTube
FRÖNSK LÖG TIL VERNDAR BÖRNUM Á NETINU
Æ fleiri börn
áhrifavaldar