Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Blaðsíða 2
M.BENZ E 300de AMG Nýskr. 02/2019, ekinn 21 Þ.km, dísel og rafmagn (plug in hybrid) 306 hö, sjálfskiptur (9 gíra). AMG pakki, innan og utan. Glerþak, leður og alcantarasæti, skynvæddur hraðastillir, widescreen mælaborð. 18“ AMG álfelgur. 360° myndavél o.fl. Skipti á ódýrari skoðuð! Raðnúmer 251568 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is – ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 – Hvernig leggst það í þig að taka við sem um- sjónarmaður tónleikaraðar HÍ? Rosalega vel. Ég tek við góðu búi af Margréti Jónsdóttur pró- fessor sem hefur haldið utan um þessa röð undanfarna áratugi. Ég finn að mig langar að setja mitt mark á tónleikaröðina og nútímavæða hana aðeins. Þetta hefur hingað til verið mikil klass- ík en mig langar að hafa fjölbreytta tónlist; sígilda, djass, rokk, popp og rapp undir yfirskriftinni: Háskóli fyrir alla, tónlist fyrir alla. Hvers vegna er Háskóli Íslands að bjóða upp á tónleika? Það er eðlilegt að háskólar leggi rækt við menningu og mér finnst mikilvægt að þeir tali við og út til samfélagsins og endurspegli það sem er að gerast í menningunni. Þetta eiga ekki að vera fílabeins- turnar. Núna, út af Covid, finnst mér það líka ákveðið ábyrgðar- hlutverk háskólans að reyna að styðja við samfélagið, lyfta því upp og gleðja, bæta og næra. Hvernig verða tónleikarnir núna í Covid? Eftir bollaleggingar ákváðum við að best væri að blása bara til raðar- innar og hafa þetta í streymi eingöngu. Sóttvarnir eru því algerlega hundrað prósent og við verðum með flotta vefútsendingu úr glæsilegum hátíðarsal háskólans. Hver ríður á vaðið? Næsta miðvikudag í hádeginu spilar Mikael Máni og hans hljómsveit en Mikael er djassgítarleikari og alveg ótrúlegt efni. Svo í nóvember verður nútímatónlistarbandið Dymbrá sem er skipað þremur kornungum stelp- um. Við endum haustið svo með jólatónleikum um miðjan desember. Þá er það hljómsveitin Umbra en þær vinna meðal annars með miðaldalegar jólastemmur. Mjög töff allt saman! Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ARNAR EGGERT THORODDSEN SITUR FYRIR SVÖRUM Gleðja, bæta og kæta Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2020 Ástarbál eiga undir högg að sækja nú á tímum kórónuveirunnar. Það get-ur nefnilega verið erfitt að fíra undir slíkum bálum þegar fólk má varlahittast; hvað þá snertast. Ég tala nú ekki um fólkið sem er í fjar- sambandi við ástina í öðrum heimshlutum. Nú er ekkert verið að skreppa í rómantískar helgarferðir að hitta Juan, Justin eða Jasper. Ó nei. Svo er það einhleypa fólkið. Þessir fordæmalausu tímar eru ekki að hjálpa þeim að finna sér maka; að finna ástina eða hreinlega bara finna sér leikfélaga til að lífga upp á þessa óvenju gráu tilveru. Tökum dæmi af manneskju sem vill fara á deit. Vonbiðlarnir standa ekki í röðum við dyrnar; allir halda sig heima; skemmtistaðir eru lokaðir og þeir fáu sem eru á ferðinni eru með grímu. Það er voða erfitt að verða skotin(n) í mannveru með grímu. Þegar kvölda tekur og Covid- leiðinn tekur völdin geta einhleyp- ingar auðvitað flett yfir myndirnar á Tinder. Það kostar ekkert að skoða og er ágætis dægradvöl og á meðan andlitin eru einungis ljósmyndir í litlu símaappi er þetta ekkert ósvipað og að skoða flott föt á netinu. Nei, nei, nei, oj, nei takk. Þessi er nú allt í lagi, jú, bara frekar smart. Vinstri, vinstri, vinstri, vinstri, vinstri, hægri! Hinum megin bæjarins er annar einhleypingur að drepast úr leiðindum eftir að hafa setið heima allan daginn að vinna og er að fletta í gegnum myndir líka. „You got a match!“ poppar upp og hjartað tekur örlítinn kipp. Svo man ein- hleypingurinn eftir helvítis veirunni. Tveggja metra reglan er ekkert að gera fyrir einhleypa á deitum, og afar erf- itt reynist að kyssast í gegnum tvær einnota bláar sjúkrahúsgrímur. En það er ekkert bannað að hittast; það er jú ekki útgöngubann. Það er enn opið á kaffi- húsum og alltaf hægt að spjalla yfir kaffibolla. Og ástin lætur ekki að sér hæða; hún lætur ekkert oggulitla veiru eyðileggja allt fyrir sér. En það þarf að fara varlega. Yfir fyrsta grímudeitinu á Kaffi Vest er hægt að tala um smitvarnir, það skemmtilega umræðuefni. Spurningar á deitum í dag eru ekki: „Hvað finnst þér skemmtilegt að gera? Hvað áttu mörg börn?“ Heldur frekar: „Ertu dugleg(ur) að spritta þig? Hvað ertu búin(n) að hitta marga í vikunni? Þekkir þú einhvern með Covid?“ Þríeykið yrði kannski ekkert sérstaklega hrifið af snertingum ókunnugra, en lífið verður að halda áfram. Börn fæðast, gamalmenni deyja og eftir langar og ítarlegar yfirheyrslur á báða bóga er mögulega hægt að fara aðeins nær en tvo metra. Bara ekki segja Þórólfi. Og alls ekki Ölmu. Ástin á tímum kórónuveirunnar Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’„You got a match!“poppar upp og hjartaðtekur örlítinn kipp. Svoman einhleypingurinn eftir helvítis veirunni. Heiðrún Guðmundsdóttir Já, ég drekk Nespresso en bara einn bolla á dag. SPURNING DAGSINS Drekkur þú kaffi? Þórður Úlfar Ragnarsson Já, ég drekk Nespresso-kaffið. Svona þrjá bolla á dag. Jana Þórey Bergsdóttir Já. Ég drekk yfirleitt ískaffi, einn bolla á dag. Finnur Andrésson Já, ég drekk Dolce Gusto, Lungo. Svona 3-4 bolla á dag. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Fyrstu tónleikum tónleikaraðar Háskóla Íslands verður streymt beint næst- komandi miðvikudag, klukkan 12.15 á https://livestream.com/hi/haskola- tonleikarmikaelmani. Arnar Eggert Thoroddsen er nýr umsjónarmaður.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.