Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2020
STAN model 3035
L 170 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,-
L 206 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,-
DUCA model 2959
L 215 cm Leður ct. 10 Verð 529.000,-
L 241 cm Leður ct. 10 Verð 549.000,-
ESTRO model 3042
L 164cm Leður ct. 10 Verð 339.000,-
L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,-
GOLF model 2945
L 176 cm Áklæði ct. 70 Verð 239.000,-
L 216 cm Áklæði ct. 70 Verð 259.000,-
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
AVANA model 2570
L 224 cm Leður ct. 10 Verð 459.000,-
L 244 cm Leður ct. 10 Verð 489.000,-
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur
(meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Hvað gerist þegar heitasti framherjinn í ensku knattspyrnunni
reynir sig við eina köldustu vörnina í fyrsta leik helgarinnar í
ensku úrvalsdeildinni? Dominic Calvert-Lewin hefur skorað níu
mörk fyrir Everton í aðeins sex leikjum á leiktíðinni, þar af sex
mörk í fjórum úrvalsdeildarleikjum en lið hans hefur unnið þá
alla. Þeir karmellungar sitja einir og afslappaðir á toppi deild-
arinnar með tólf stig, annað tveggja taplausra liða. Hitt er Aston
Villa sem rótburstaði meistara Liverpool 7:2 í síðustu umferð.
Það þýðir að Rauði herinn hefur fengið á sig ellefu mörk í fyrstu
fjórum leikjum vetrarins; aðeins West Bromwich Albion hefur
gengið verr, hefur sótt tuðruna þrettán sinnum í netið.
Leikurinn hefur alla burði til að verða góður mælikvarði á
getu spútnikliðs Everton en Liverpool hefur ábyggilega fast-
mótuð áform um að rífa sig upp úr grassverðinum. Flautað verð-
ur til leiks stundvíslega klukkan 11:30 á laugardag.
Dominic Calvert-Lewin
skorar eitt af níu mörkum
sínum fyrir Everton í haust.
AFP
Calvert-aldrei-Lewin
Virgil van Dijk og félagar í Liverpool-vörninni þurfa
að gyrða sig í brók ætli þeir sér að leggja Everton.
AFP
Topplið Everton tekur á móti Englands-
meisturum Liverpool í grannaslag.
„Með þessari sýningu er ég að
horfast í augu við fortíðina og á
fortíðinni byggir maður framtíð-
ina. Ég vona að ég eigi eftir að
mála af fullum krafti í þrjátíu og
þrjú ár í viðbót, þetta eru engin
endamörk hjá mér, miklu frem-
ur miðbaugur, og ég hlakka til
þess að halda áfram, enda fullur
af starfskrafti og nýjum hug-
myndum. Kvíði engu og iðrast
einskis. Mönnum finnst þetta
stór sýning, en mér finnst mik-
ilvægt að þora að hugsa stórt í
litlu landi.“
Þetta sagði Bragi Ásgeirsson
listmálari í samtali við Morgun-
blaðið fyrir fjörutíu árum, 18.
október 1980, en tilefnið var
opnun sýningar hans á Kjarvals-
stöðum, Heimur augans, sem
blaðið sagði að væri líklega
stærsta einkasýning sem haldin
hefði verið hér á landi.
Spurður um það hvað hefði
komið honum mest á óvart við
að sjá allar þessar myndir uppi
við sagði Bragi: „Mest kom mér
á óvart að sjá ekki þær myndir
sem mig langaði til að mála, en
málaði aldrei.“
Bragi Ásgeirsson lést árið
2016 og málaði fram í andlátið, í
önnur 33 ár og þremur betur.
GAMLA FRÉTTIN
Hugsað
stórt í litlu
landi
Bragi Ásgeirsson við eitt verka sinna á Kjarvalsstöðum haustið 1980.
Morgunblaðið/RAX
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Páll Sigurðsson
salsakóngur
Ragnar Þór Ingólfsson
formaður VR
Sólmundur Hólm
skemmtikraftur