Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Qupperneq 17
stjórnlagaráð, þótt hann rísi ekki undir því, tönglast á því að málatilbúnaður hans hafi gengið til þjóðar- atkvæðis! Það er ekki heil brú í því. Þetta meinta „þjóðaratkvæði“ uppfyllti ekki þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til lökustu útfærslu af skoðanakönn- un. Nokkur óljós atriði voru nefnd sérstakalega af rúmlega hundrað og látið eins og þar með væri búið að fjalla um „stjórnarskrána“ og leggja blessun sína yfir hana alla. Þessi atkvæðagreiðsla var endaleysa og hugsuð af skötuhjúunum til að kaupa sér frið frá hávaðaflokki út kjörtímbilið. Þingið hafði þó ekki af- greitt vitleysuna og var þó þingheimur skrítilega samansettur þá, allt þar til að kjósendur hreinsuðu út við fyrsta tækifæri. Á sínum tíma var ákveðið að senda „tillögur stjórnlagráðs“ til yfirlestrar hjá Fen- eyjanefnd Evrópuráðsins. Eins og Björn Bjarnason benti á fékk samsetningur trallara hreina falleinkunn og var raunverulega hleginn út af borðinu. Ruglið sökk í síkið „Tvöföld falleinkunn frá Feneyjanefnd Í nýja álitinu er vísað til þess sem sagði um texta stjórnlagaráðs í áliti nefndarinnar frá árinu 2013. Falleinkunn Feneyjanefndarinnar um „nýju stjórn- arskrána“ er tvöföld. Einkenni málflutnings í þágu „nýju stjórnarskrár- innar“ er að aldrei er rætt um efni málsins heldur að- ferðina við að smíða skjalið og hún er fegruð með því að vísa til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012. Minnihluti kjósenda greiddi atkvæði um nokk- ur efnisákvæði og skjal frá stjórnlagaráði með ósam- rýmanlegum og hráum málamiðlunartillögum í löngum óskýrum texta. Sjálf skipan þessa ráðs var utan alls sem skynsamlegt var en hæstiréttur dæmdi kosningar til þess ógildar. Eftir að þessi texti hafði fengið falleinkunn hjá Feneyjanefndinni, sérfræðinganefnd Evrópuráðsins um stjórnarskrármál, í mars 2013 vísaði alþingi þess- um texta til hliðar og mótaði nýja stefnu.“ Þetta er auðvitað mjög afgerandi. Kominn tími á punkt Umræða trallara og bakradda, eins og fréttastofu ríkisins, snýst nú orðið um aukaatriði. Enginn spyr sig lengur efnisspurninga eftir að bæði Jóhönnu- stjórnin, sem gerði eiginlega alla vitleysu sem hún nálgaðist að sinni, en gafst þó upp á þessari, eða evr- ópsk umsagnarnefnd, sem kallar ekki allt ömmu sína, vildi ekki leggja nafn sitt við ruglið. Það er núverandi ríkisstjórn ekki til sóma eða framgangs að vera að hringla sjálf í stjórnarskrá landsins í framhaldi af ríkisstjórninni 2009-’13 sem fékk einhverja verstu útreið sem nokkur slík hefur fengið eftir aðeins eitt kjörtímabil. Forsenda fyrir ruglinu nú er sögð vera að samstaða yrði á milli forystu allra flokka til þeirra verka. Nú liggur fyrir að slík samstaða er ekki fyrir hendi. Eftir hverju er beðið? Það eykur ekki trúverðugleika for- sætisráðherrans og ríkisstjórnar að gera úr sér geng- inn málatilbúnað að sínum. Gengur á ýmsu Þetta spjall hófst á endurminningum um fyrstu skref í fjölmiðlum, forðum tíð. Þar eins og víðast hefur flest breyst. Morgunblaðið 107 ára hefur séð þær margar. Fyrstu áratugina var það í hjarta borgarinnar og helstu stofnanir og höfuðstöðvar fyrirtækja innan seilingar. Blaðið þurfti lengi vel að hafa prentsmiðju sína hið næsta sér. Nú getur hún verið hvar sem er, þótt ekki sé lakara að hafa fullkomnustu prentsmiðju landsins svo nærri. Blað og prentsmiðja eru ekki lengur einn og sami líkami. Öflugasti vefur landsins er þar og hratt vaxandi útvarpsrekstur er nú hluti af liðsheild. Fjölmiðill lýtur þó áfram svipuðum meginlög- málum og fyrr. Hann þarf frjótt og kjarkað starfsfólk og öflugar tengingar út á við. Hraðinn skiptir meiru en nokkru sinni. Stórfrétt í dag er stundum skugginn af sjálfri sér daginn eftir og jafnvel innan dags. Lúta þarf mörgum herrum í einum. Lesendum blaðs og vefjar og hlustendum og er þá er verið að tala um þorra landsmanna. Hraðinn má ekki verða á kostnað trúverðugleikans. Heimildir verða að vera traustar. Og koma úr ýmsum áttum. Frétt ýtir ekki öllu burt. Margra þátta verður að horfa til og koma frétt frá án þess að of hart sé gengið fram. Tíminn er naumur og það fjölgar hættunum. Fréttin og innihald hennar skipta mestu, var stund- um sagt á þessum slóðum. En fyrirsögnin er fyrsta kveðjan til lesandans og hlustandans. Fyrirsagnafár Frétt án fyrirsagnar við hæfi er ferð án fyrirheits. Stundum varð mönnum á og tóku ekki eftir því fyrr en um seinan. Í hópi lesenda voru og eru menn með augu fyrir því kúnstuga og var Magnús borgarlögmaður einn sá beittasti. Hann rak augun í þessar: „Fjórir látnir lausir að lokinni krufningu“ og „Ingrid Bergman reið löndum sínum“ og loks „Verið að opna leið til að loka hegningarhúsinu“. Jafnvel smávægileg leiðrétting aftarlega í blaði slapp ekki, þótt ekki lægi í augum uppi hvað væri fyndið við hana: „Röng fyrirsögn! Röng fyrirsögn var á þætti sr. Árelíusar Níelssonar „Við gluggann“ hér í blaðinu í gær. Heiti þáttarins átti að vera: „Hvar er altarið þitt?“ en ekki: „Vofur á vetrarkvöldi nútímans.“ Höfundur er beðinn velvirðingar á mistökunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg 18.10. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.