Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2020 Það er bannað að tala í síma undir stýri ánþess að nota handfrjálsan búnað. Þettavita sennilega flestir og örugglega þeir sem hafa fengið háa sekt fyrir að hafa gleymt sér. Rökin eru þau að síminn trufli fólk við aksturinn, einbeiting minnki og líkurnar aukist á slysum. Það er alveg einhver skynsemi í því. En af hverju er ekki tekið fram í lögum að það sé bannað að setja glassúr og kókosmjöl á skúffu- köku undir stýri? Eða reyna að setja saman þús- und stykkja púsl? Eða lita á sér hárið? Það hlýtur að vera enn hættulegra en að svara í símann und- ir stýri. Sennilega skýringin er að það segi sig sjálft og því þurfi ekki að banna það. Það ætti engum að detta það í hug. Til vara, að til séu einhver lög eða reglur um athygli við akstur sem nái yfir slíka hegðun. Þannig er óþarfi að setja lög um hluti sem segja sig sjálfir. Með öðrum orðum: Það er óþarfi að banna allt. Um þetta hefur verið nokkur samstaða í samfélaginu. Lykilhugtök í þessu hljóta alltaf að vera hugtök á borð við reglu, frelsi, skynsemi og traust. Sam- félag okkar á að vera einhvers konar blanda af þessu. Við reynum að setja ekki reglur um alla hluti og það er óþarfi að banna það sem annað- hvort segir sig sjálft eða fellur undir almenn ákvæði í lögum. Það er líka mikilvægt að við höldum áfram að leita að frelsinu og losa okkur við bönn sem við þurfum ekki á að halda. Reynum frekar að treysta fólki til að gera hluti í sátt við samfélagið og minnka flækjur lífsins. Og þá gerist það sem mér finnst alltaf jafn merkilegt. Fólki finnst þessi mál ekki skipta máli og tíma Alþingis gæti verið betur varið í eitthvað annað en nákvæmlega þetta. Svona eins og frelsi skipti engu máli og Al- þingi geri aldrei neitt nema fara vel með tíma sinn og annarra. En sem betur fer er til fólk sem heldur áfram að færa okkur meira frjálsræði. Það fer illa í suma, og, svo undarlega sem það hljómar, jafnvel fólk sem almennt vill telja sig frjálslynt. Til dæm- is þegar kemur að því að breyta mannanafnalögum og leggja niður mannanafnanefnd. Rökin gegn því eru að þá færi bara allt í vitleysu. Sumir draga upp gamlar greinar um manninn á Englandi sem vildi skíra barnið sitt í höfuðið á öllu byrjunarliði Manchester United (við getum senni- lega verið alveg róleg yfir því þessa dagana) eða fólkið í Svíþjóð sem fannst það ákveðið listaverk að nafn barnsins þeirra væri stafrófið. Svo póstar fólk þessu og segir: Viljum við þetta? Stutta svarið er nei. Lengra svarið er að senni- lega getum við verið alveg róleg yfir þessu út af því sem við köllum samfélag. Það veitir okkur ákveðið aðhald og kemur í veg fyrir að við gerum einhverja vitleysu. Það er til dæmis ekki bannað að mæta í náttfötum í vinnuna en við gerum það sjaldnast. Önnur rök eru að þá hverfi sú íslenska hefð að kenna sig við foreldra sína. Reyndar held ég að lausleg skoðanakönnun í hópi þeirra sem halda þessu fram myndi leiða í ljós að lík- urnar á því væru engar. Venjulega er þetta eitt- hvert annað fólk sem á að láta sér detta í hug að varpa öllum hefðum fyrir róða. Og þótt einhverjum detti í hug að taka upp ættarnafn, hvað með það? Er brotið á rétti einhvers sem vill bara vera -son áfram? Og svo eru það rökin um að gömul og góð íslensk nöfn týnist og deyi út. Eins og það sé líklegt að fólk hætti að nefna börnin sín Sigríði og Jón. Það er ekkert lagaboð um að nefna eða skíra hefð- bundnum nöfnum. Samkvæmt úrskurði manna- nafnanefndar gætum við rekist á systkini sem heita Ljótur Kaktus og Hugljúf Stjarna. En ég man svo sem ekki eftir því. En það gæti gerst sam- kvæmt því kerfi sem er við lýði í dag. En við höfum val. Við getum bannað allt eða reynt að hafa skynsamlegar reglur og treyst fólki til að gera vel við börnin sín og gefa þeim nöfn sem þau geta borið með reisn. Við eigum ekki að þurfa nefnd til þess. Og ég get lofað ykkur því, sem afkomandi Kveld- úlfs Brundbjálfasonar og Salbjargar Berðlu- Káradóttur, að fyrr myndi ég henda í góða skúffu- köku undir stýri en að láta barnið mitt burðast með nafn sem það stendur ekki undir. ’En af hverju er ekki tekiðfram í lögum að það sé bann-að að setja glassúr og kókosmjölá skúffuköku undir stýri? Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Frelsi, skynsemi og nöfn Ferðaþjónustan gegndi lykilhlut-verki við að reisa efnahagslífokkar við fyrir tæpum áratug og skapa í kjölfarið eitt lengsta hag- vaxtarskeið lýðveldissögunnar. Fjöldi ferðamanna fjórfaldaðist á örfáum árum sem styrkti gjaldmiðil okkar, jók kaupmátt, fjölgaði störfum og bætti lífskjör. Vöxtur útflutnings og kaupmáttar skilaði sér í aukinni neyslu og fjár- festingu. Hagvöxtur var meiri hér á þessu tímabili en í flestum vestræn- um ríkjum, sem líklega má einkum rekja til blómlegrar ferðaþjónustu. Hún skapaði einnig þriðja hvert nýtt starf sem varð til á Íslandi á tíma- bilinu 2015-2019. Ferðaþjónustan lagði í fyrra um 8% til landsframleiðslu okkar sem er mjög hátt hlutfall í alþjóðlegu sam- hengi. Engin hinna Norðurlandaþjóð- anna reiðir sig jafnmikið á ferðaþjón- ustu. Norðmenn koma næstir með helmingi lægra hlutfall. Mikilvægið er enn meira þegar horft er á vinnu- markaðinn. Hvergi innan OECD var á liðnum árum hærra hlutfall starfa í ferðaþjónustu en á Íslandi. Fleiri jákvæð áhrif Óbein jákvæð áhrif greinarinnar eru líka mikilvæg. Dæmi um þau er hinn mikli fjöldi áfangastaða sem Íslend- ingum stendur alla jafna til boða í al- þjóðaflugi. Góðar flugsamgöngur gegna einnig mik- ilvægu hlutverki í vöruflutningum og stuðla að auknum viðskiptatengslum. Byggðaáhrif eru annað dæmi. Ferðaþjónustan hefur stuðlað að mikilli grósku víða um land, skapað bæði atvinnutækifæri og fjölbreyttari þjónustu, menningu og afþreyingu, sem eykur ekki bara lífs- kjör heldur lífsgæði. Ferðaþjónustan hefur því bæði lagt heiminn að fótum Íslendinga og dregið heimsbyggðina út á land, ef svo mætti segja. 80% tapaðra starfa eru í ferðaþjónustu Óhætt er að fullyrða að heimsfar- aldur kórónuveirunnar hafi bitnað meira á ferðaþjónustu en öðrum at- vinnugreinum. Tekjur hennar hafa nánast horfið í einni svipan. Fjögur af hverjum fimm störfum sem höfðu tapast á Íslandi um mitt ár (miðað við sama tíma í fyrra) voru í ferðaþjón- ustu, eða um 10.500 af alls 13.500. Á sama tíma og réttilega var kallað eftir sértækum aðgerðum fyrir grein- ina var því ljóst að hún naut öðrum greinum fremur góðs af mótvægis- aðgerðum stjórnvalda. Til viðbótar komu sértækar aðgerðir eins og viða- mikið markaðsátak bæði innanlands og erlendis, ferðagjöf og aukið fé til framkvæmda á ferðamannastöðum. Fleiri aðgerðir hafa verið til skoð- unar með hliðsjón af þróun mála, ekki síst til að stuðla að því að greinin verði sem best í stakk búin til að taka við sér á ný. Þá er verið að athuga með ýmsa möguleika á móttöku fólks, svo sem að viðurkenna Covid-skimun frá heimalandi, taka upp hraðskimun og mögulegt fyrirkomulag við að taka á móti fólki með öruggum hætti þeg- ar aðstæður leyfa. Sóknarfæri Engum dylst að áherslur stjórnvalda beinast nú mjög að nýsköpun. Á sama tíma er ljóst að þegar aðstæður leyfa verður ferðaþjónustan sú atvinnu- grein sem er líklegust til að skapa störf og styðja við eftirspurn í hag- kerfinu tiltölulega hratt. Ljóst er að kostir Íslands sem áfangastaðar fyrir erlenda ferðamenn eru að minnsta kosti jafnmiklir og fyrir Covid og sennilega meiri. Við ætlum að vera tilbúin í nýja sókn þegar þar að kemur. Upphaf markaðs- átaks stjórnvalda og Íslandsstofu fyrr á árinu vakti mikla athygli erlendis og skilaði verulegum mælanlegum árangri í auknum áhuga á Íslandi, þó að aðeins einum fimmta af ráðstöfunarfénu hafi verið eytt. Bróðurparturinn er því enn til ráðstöfunar til að sækja kröftuglega fram þegar sá tími kemur. Í millitíðinni verður leitast við að kynna Ísland með þeim leiðum sem henta við núverandi aðstæður, eins og samstarf átaksins við Iceland Airwaves er gott dæmi um. Hvað gerum við öðruvísi núna? Ísland er miklu betur í stakk búið til að taka við örum vexti ferðaþjónust- unnar en fyrir nokkrum árum. Millj- örðum hefur verið varið í að bæta inn- viði á fjölmörgum stöðum, meðal annars í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða. Allir sem ferðast um landið hafa orðið varir við framþróun á þessu sviði og við höldum áfram á þeirri vegferð. Þá hafa sýn og áherslur í ferða- þjónustu verið mótaðar bæði á landsvísu og svæðisbundið. Markvissari stýring er á dagskrá, eins og nýlegir samningar Vatnajök- ulsþjóðgarðs við ferðasala eru til marks um, sem og boðað frumvarp fjármálaráðherra um útgáfu sérleyf- issamninga vegna afnota af landi í eigu ríkisins. Við höfum innleitt mat á álagi af ferðaþjónustu á margvíslega innviði landsins en þar skiptir bæði máli að skoða landið í heild og ein- staka áfangastaði. Oft er rætt um að laða hingað bet- ur borgandi ferðamenn. Íslandsstofa hefur greint markhópa okkar vel og hagar landkynningu eftir því. Við stýrum þó aldrei fullkomlega hverjir hingað koma. Þar ræður flugframboð miklu. Líka má nefna að verðlag á Ís- landi hefur verið hátt í alþjóðlegum samanburði og reynt á þolmörk ferðamanna gagnvart verðlagningu; við höfum því tæplega verið ofarlega á blaði hjá þeim sem leggja mesta áherslu á lágt verðlag. Líklega hefur engin önnur atvinnu- grein skilað Íslandi eins skjótum ávinn- ingi af viðlíka stærðargráðu og ferða- þjónustan gerði á undanförnum áratug eða svo. Ný sókn verður þó að vera sjálfbær, eins og nýleg framtíðarsýn stjórnvalda og greinarinnar kveður á um. Sú sýn er í fullu gildi. Á þeim grunni munum við sækja fram að nýju ásamt þeim þúsundum einstaklinga í greininni sem hafa með þrotlausri vinnu, hugkvæmni og metnaði hagnýtt og auðgað þá stórkostlegu auðlind sem er áfangastaðurinn Ísland. Vægi ferðaþjónustu Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’Líklega hefur enginönnur atvinnugreinskilað Íslandi eins skjót-um ávinningi af viðlíka stærðargráðu og ferða- þjónustan gerði á undan- förnum áratug eða svo. Pantið tíma í einkaskoðun í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími 570 4824 hakon@valfell.is | valfell.is STILLHOLT 21 - AKRANESI Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð. Aðeins örfáar íbúðir eftir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.