Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Blaðsíða 29
sviplegt fráfall yngri sonar þeirra, Ágústs, undir lok fyrstu seríunnar en við gæðum okkur nú á þáttaröð númer tvö. Ágúst var ljúfmennið í fjölskyldunni, prestur eins og faðir hans og mátti ekkert aumt sjá, en undir niðri kraumuðu geðhvörf sem brutust fram af fullum þunga eftir að hann kom heim út stríðinu í Írak. Þau veikindi hröktu hann að lokum út í sjálfsvíg. Bróðirinn kennir sér um Vitni að þeim harmleik varð eldri bróðir hans, Kristján, sem kennir sér að vonum um. Kristján býr að miklum persónutöfrum, hugmynda- auðgi og virðist, eftir að hafa villst af leið um stund, kominn á beinu braut- ina sem fyrirlesari og rithöfundur á sviði hugarfarsþjálfunar og al- mennrar lífsleikni. Hversu vel það dugar á þó eftir að koma í ljós enda veit Kristján innst inni að hann mun aldrei hljóta sömu ást og virðingu frá hendi föður síns og bróðir hans heitinn. Ósýnilegur múr er á milli þeirra feðga og hvorugur veit hvern- ig hann skal fella. Sambýliskona Kristjáns er Amíra. Hún er af erlendu bergi brotin og ólst upp við íslamska trú og siði. Hefur nú snúið við þeim baki og deil- ir hart við barnsföður sinn, Valtý, sem vill ala dóttur þeirra, Safíu, upp sem múslima. Af þessu hlýst að von- um mikil togstreita sem reynir ekki síst á blessað barnið sem er farið að sýna af sér undarlega hegðun í skól- anum. Ekkja Ágústs, Emilía, er einnig hluti af fjölskyldunni enda ól hún soninn Anton skömmu eftir að bóndi hennar féll frá. Séra Jóhannes hend- ir tilfinningum sínum til að byrja með niður í kjallara og harðlæsir en smám saman er hann knúinn til að takast á við sorgina. Þar leikur Ant- on litli stórt hlutverk eftir að Emilía hleypir honum loks að afa sínum en hún á ekki gott með að treysta klerki; þykir hann hafa lagt of þung- ar byrðar á herðar hinum brothætta Ágústi. Allt í lífinu sé mælt út frá Jó- hannesi sjálfum og mikilfengi hans. Komin með nýjan kærasta Tæp tvö ár eru liðin frá andláti Ágústar og í síðasta þætti upplýsti Emilía tengdafjölskylduna um að hún væri kominn með nýjan kær- asta, Daníel að nafni. Og svona til að einfalda ekki flækjustigið þá var hann geðlæknir Ágústs. Af öllum mönnum. Presthjónin bjóða Daníel velkominn en Jóhannes er með böggum hildar; óttast að Anton litli verði öðru sinni tekinn af honum. Andar því strax köldu milli klerks og geðlæknisins. Fyrir utan hin per- sónulegu mál þá hefur Jóhannes stórkostlegar efasemdir um að nokkur dauðlegur maður sé þess umkominn að sjúkdómsgreina sál- ina. „Sjá þú bara um sálina, ég skal annast geðið,“ segir Daníel á fyrsta fundi þeirra félaga, Jóhannesi til takmarkaðs yndis. Hvort sem það er tilviljun eða ekki þá er Daníel á að giska helmingi lægri í loftinu en klerkurinn og standandi rökræður þeirra fyrir vikið býsna skondnar. Þess utan virðist Kristjáni og Am- íru ekkert sérstaklega skemmt yfir þessu nýja ástarsambandi, ekki síst fyrir þær sakir að Emilía kemur eig- um Ágústs í akkorði frá sér, til presthjónanna og Kristjáns. Er kon- an að bera hann út úr lífi sínu fyrir fullt og fast – í pappakössum? Hremmingar Sveins Eins og þetta sé ekki nóg þá er með- hjálparinn í kirkjunni og hálfgerður fóstursonur þeirra presthjóna, Sveinn, gamall fíkill og tekur upp á þeim ósköpum að falla eftir langt sótthlé. Honum er þó komið jafn- harðan á fætur aftur. Maður finnur til með Sveini. Fíknin rændi hann einkadótturinni þegar hún var barn að aldri og þegar allt útlit er fyrir að sambandi verði komið á að nýju þá gugnar dóttirin. Með fyrrgreindum afleiðingum. Þeir sem komust ekki við þegar dóttirin vék úr gættinni meðan aumingja Sveinn skrapp inn að sækja jólagjöfina handa henni eru hér með greindir með steinhjarta. Séra Jóhannes gekk þó í það mál af myndarskap og útlitið er mun betra núna; bæði hvað varðar samband þeirra feðgina og upplitið á Sveini al- mennt. Þannig standa leikar og senn líður að lokum Vega drottins. Þrír þættir eru ósýndir og þar með lýkur sög- unni en ekki hafa verið framleiddar fleiri þáttaraðir. Ljósmyndir/Danmarks Radio 18.10. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 SAMSKIPTI Ian Gillan, söngvari Deep Purple, segir að samband hans við Ritchie Blackmore gítar- leikara, sem yfirgaf rokkbandið goðsagnakennda fyrir 27 árum, sé þokkalegt í dag. Þetta kemur fram í viðtali við hann í breska blaðinu The Guardian. Það sé að vísu svo- lítil fyrirstaða að Blackmore noti hvorki tölvu né síma, þannig að erf- itt mun vera að ná í kappann. „En við skiptumst á skilaboðum og and- rúmsloftið er bara býsna gott,“ sagði Gillan í viðtalinu. Notar hvorki síma né tölvu Gillan gengur illa að ná í Blackmore. AFP BÓKSALA 7.-13. OKTÓBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Vetrarmein Ragnar Jónasson 2 Sykur Katrín Júlíusdóttir 3 Spegill fyrir skuggabaldur Ólína Kjerúlf Þorvarðardótti 4 Hundalíf með Theobald Þráinn Bertelsson 5 Stúlkan undir trénu Sara Blædel 6 Lygalíf fullorðinna Elena Ferrante 7 Konan sem elskaði fossinn Eyrún Ingadóttir 8 Heilsubók Jóhönnu 2 Jóhanna Vilhjálmsdóttir 9 Iðunn og afi pönk Gerður Kristný 10 Hansdætur Benný Sif Ísleifsdóttir 1 Iðunn og afi pönk Gerður Kristný 2 Svefnfiðrildin Erla Björnsdóttir 3 Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf Snæbjörn Arngrímsson 4 Ferðin á heimsenda – týnda barnið Sigrún Elíasdóttir 5 Lindís strýkur úr leikskóla Guðný Anna Annasdóttir 6 Hundmann – taumlaus Dav Pilkey 7 Brásól Brella Ásrún Magnúsdóttir 8 Ofurhetjan Hjalti Halldórsson 9 Töfralandið Bergrún Íris Sævarsdóttir 10 Litlir könnuðir – veröld dýranna Allar bækur Barnabækur Nú er ég í þeirri stöðu, eins og eflaust margir jafnaldar mínir á gervihnattaöld, að þrátt fyrir að hafa verið mikill lestrarhestur á yngri árum hef ég heldur betur misst það niður í seinni tíð. Ég veit hins vegar að ég elska að lesa, og hef því hægt og rólega verið að reyna að bæta úr því þótt enn sé langt í land. Nokkuð sem ég hef fundið fyrir er að það er þeim mun auðveldara að taka upp bók og lesa hana því styttri sem hún er. Þess vegna var heppilegt að meðal þeirra þriggja Laxnessa sem systir mín gaf mér í jólagjöf í fyrra var Barn náttúrunnar, frumraun Halldórs og hans stysta bók. Ég las hana stuttu eftir jól og finnst hún alveg yndisleg. Það er ekki nema von að það biðu eftir þessum gutta Nóbelsverðlaun fyrst honum tókst að setja þessa frá- sögn saman sextán ára. Falleg saga um fallegar en afar ófullkomnar per- sónur og sterkur en einfaldur boð- skapur bóndans; að rækta eigið land og njóta ávaxtanna. Hinir tveir Laxnessarnir voru Gerpla og Sjálfstætt fólk, fyrir áhuga- sama. Önnur kilja í styttri kantinum sem féll mér í kjöltu nýlega er Mánasteinn eftir Sjón. Hún var matreidd og snædd á tveimur kvöldum og þótti boðsgestum hún býsna góð, en umfram allt fannst mér hún áhuga- verð upp á tímann sem hún segir frá. Sagan gerist nefni- lega á Kötlugos-, spænskuveiki- og sjálfstæðisbaráttuárinu 1918 og Sjón vefur þetta viðburðaríkasta ár Íslandssögunnar meistaralega saman við meginfrásögn bókar- innar. En hvað ef mig langar svo að færa mig eitthvað yfir 150 blað- síðurnar? Jú, það vill svo til að þau skötuhjú Meistarinn og Margaríta hafa haft það huggu- legt uppi í glugga- kistu hjá mér í nokkra mánuði. Einhvern tíma hef- ur mér tekist að komast þrjá eða fjóra kafla inn í hana og get ekki beðið eftir að hætta mér lengra. Einhver tilfinn- ing undir niðri segir mér að rúss- neskar bókmenntir séu málið og þegar ég hef lokið mér af við Meistarann er spurning hvort ég haldi ekki bara áfram í þá átt; ég set þá tékkmerki við Búlgakov og vind mér kannski í Dostojevskí, en mér sýnist að mamma eigi Glæp og refsingu uppi í hillu hjá sér. HALLGRÍMUR ÁRNI ER AÐ LESA Yndisleg frumraun Hallgrímur Árni Hlynsson er nemandi við Menntaskólann í Reykjavík.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.