Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Blaðsíða 19
Heimilið mitt er hlýlegt, mér líður best þegar þaðer mikil hreyfing í húsinu. Krakkarnir með vinisína heima eða fjölskyldan í mat,“ segir Sólveig
þegar hún er beðin um að lýsa sínu heimili. Hún segir þó
alltaf gott að fá ró og næði inn á milli. Þá finnst henni best
að hreiðra um sig í stofusófanum. Í sófanum finnst henni
gott að fara yfir daginn með kaffibolla í hendinni.
Sólveig Andrea segir að heimili hennar endurspegli
ekki endilega það sem hún hannar fyrir viðskiptavini sína.
„Hönnunin endurspeglar kúnnann, það er hann sem
ræður ferðinni. Ég aðstoða við að ná sem bestu út úr
hverju verkefni fyrir sig með faglegri aðstoð og auðvitað
hafa viðskiptavinirnir mikið um þetta að segja.“
Fólk er með hugann við heimilið
Sólveig segir að kórónuveiran hafi ekki haft mikil áhrif
á hennar stétt. Ástæðan er einföld – fólk er mun meira
heima hjá sér þessi misserin og er ekki að ferðast. Þar af
leiðandi er meiri áhersla á lögð á heimilin.
„Fólk er að taka í gegn hjá sér sér eldhús og baðher-
bergi, það sem löngu var kominn tími á en hefur ekki verið
tími í. Fólk hefur kannski notað „Spánarpeningana“ í eld-
húsið. Ég held að við höfum verið það mikið inni í
„COVID“ og dagarnir snerust um hvað ætti að vera í mat-
inn. Það hefur verið mikil bið eftir innréttingum á smíða-
verkstæðum og í verslunum enda mikið að gera hjá öllum í
þessum geira.
Eins var ekki hægt að koma eins miklu til landsins af
húsgögnum og öðrum vörum, svo komu sumarfrí inn í.
Þegar löndin opnuðu loksins hafði myndast smá bið eftir
húsgögnum og öðru. En það er allt að komast á rétta
braut núna og búðir ná að sinna eftirspurn. Þetta hefur
verið mjög skemmtilegur tími og fólk hefur verið tilbúið
með öllum ráðstöfunum og tveggja metra reglunni að fá
mig inn á heimili sín til að aðstoða sig. Mér finnst mjög
gaman að koma í innlit hjá fólki og ráðleggja þeim – ég
elska að koma inn á heimili og hitta skemmtilegt fólk.“
Hvaða straumar eru að koma sterkir inn í vetur?
„Sterkir straumar í vetur eru klárlega heitir litir, hlýir
jarðtónar og jarðlitir. Beis er klárlega liturinn sem verður
í vetur og er þegar kominn inn á mjög mörg heimili. Brave
liturinn frá Sérefni er litur ársins og er mjög fallegur. Við
erum að fara úr köldum gráum litum sem eru búnir að
vera svo lengi og erum að gera heimili okkar hlýlegri. Ís-
lendingar eiga svo falleg heimili, hugsa vel um þau og eru
klárlega með á nótunum með það nýjasta. Svartar innrétt-
ingar og marmaraborðplötur hafa verið mjög vinsælar
lengi. Þær eru enn inni enda svart alltaf í tísku og klass-
ískur litur. Þá er ég að tala um svartbæsaða eik sem ég er
hrifnari af en alveg svörtu, mér finnst fallegra þegar við-
urinn sést. Það er líka mikið verið að taka súkku-
laðibrúnar innréttingar.
Íslendingar eru að setja sinn persónulega stíl á heimilin
sín og blanda saman hlýjum tónum við þetta svarta. Bast
er mikið í tísku núna og ég persónulega elska bast. Svo er
haustið minn uppáhaldstími. Ég er mikil kertakona og
elska þegar það er ekki bjart allan sólahringinn,“ segir
Sólveig.
Gerði upp fallegt hús í Hafnarfirði
„Ég hef verið svo heppin að fá að gera fullt af skemmti-
legum og fallegum verkefnum í gegnum tíðina. Í vor klár-
aði ég að gera einbýlishús í Hafnarfirði þar sem ég fékk
mjög frjálsar hendur í hönnun og húsgagnavali. Í húsinu
var allt hreinsað út og nýtt sett inn í staðinn. Til þess að
fullkomna verkið voru gerðar smá tilfærslur á veggjum og
veggir teknir niður.“
Sólveig segir það mjög skemmtilegt að hanna allt frá
Morgunblaðið/Eggert
Hér er ekkert höldu-
fyllerí heldur eru
höldurnar fræstar í
innréttinguna.
„Ég elska að koma inn
á heimili og hitta
skemmtilegt fólk“
Sólveig Andrea Jónsdóttir útskrifaðist sem innanhússarkitekt frá Istituto
Superiore di Architettura e Design í Mílanó árið 1998. Í dag starfar
Sólveig sjálfstætt, hún elskar að ráða tíma sínum sjálf og hjálpa
viðskiptavinum sínum við að gera heimili þeirra fallegri.
Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is
Sólveig Andrea
Jónsdóttir innan-
hússarkitekt.
Morgunblaðið/Eggert
18.10. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
SÓFAR
TAXFREE
Allir sófar á
taxfree tilboði*
Reykjavík
Bíldshöfði 20
Akureyri
Dalsbraut 1
Ísafirði
Skeiði 1
SÓFAR
TAX
FREE
PETRI
2,5 og 3ja sæta,
meira á bls. 2 og 3
www.husgagnahollin.isS
END U M F R
ÍT
T
V
E F
V E R S L U N
* Taxfree tilboðið gildir a
f öllum sófum nema sér
pöntunum og jafngildir
19,35% afslætti.
Að sjálfsögðu fær ríkissj
óður virðisaukaskatt af s
öluverði. Afslátturinn er
alfarið á kostnað Húsga
gnahallarinnar. * Taxfree tilboðið gildir af öllum sófum nema sérpöntunum og jafngildir
19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði.
Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar.