Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Blaðsíða 10
HEILBRIGÐISMÁL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2020
er vestrænt fyrirbæri. Og þar eru
lyfin misnotuð og alls ekki notuð á
sama hátt og þau hafa verið notuð í
áranna rás eða eins og við erum að
nota þau á nútímalegri læknastofu í
vísindaskyni. Ungt fólk sem heyrir
af þessum lyfjum eða fólk sem
ákveður að vilja sjálft lækna sín geð-
vandamál þarf að vita að það er með-
ferðin í heild sem skilar þessum
spennandi niðurstöðum,“ segir hann
og mælir ekki með að fólk reyni lyfin
án aðstoðar fagfólks.
Fólk verður opnara
Þú nefnir að þið hafið reynt lyfið
psilocybin einnig á fólki sem ekki
þjáist af þunglyndi. Hvað kom út úr
þeim tilraunum?
„Já, við höfum reynt það á heil-
brigðum sjálfboðaliðum. Það er
mjög athyglisvert að sjá jákvæða út-
komu hjá þessum hópi líka varðandi
geðheilsu. Við skoðum ýmsa þætti
eins og sálræna vellíðan og hvernig
fólki gengur í vinnu eða í félags-
legum aðstæðum. Við spyrjum um
tilgang þess í lífinu og sjáum að lyfið
hefur jákvæð áhrif og er því ekki
bundið því að hjálpa einungis fólki
með geðsjúkdóma.“
Þú lýsir í grein að fólk virðist opn-
ara og frjálslyndara eftir inntöku
lyfsins. Má þá segja að það valdi ein-
hvers konar persónuleikabreytingu?
„Já, að einhverju leyti mætti segja
það. Oft lendir fólk á lífsleiðinni á
vegg eða staðnar. Með notkun vit-
undarvíkkandi lyfja opnast hugurinn
og veggir falla og hægt er að skoða
hluti án hamla. Fólk verður mun
opnara, forvitnara og sýnir jafnvel
minni dómhörku. Það er sú breyting
sem við sjáum.“
Er notkun þessara lyfja eitthvað
sem þú sérð fyrir þér hjá almenningi
í framtíðinni?
„Mögulega, já. Auðvitað þarf allt-
af að setja reglur og margt sem þarf
að huga að. Hvað er til dæmis hent-
ugur aldur til að neyta lyfjanna? Er
lyfið hættulegt ungu fólki? Við meg-
um ekki vera með fordóma gagnvart
lyfjunum heldur þurfum að hugsa
þetta út frá lógík og vísindum. Það
er til fólk sem er á vondum og nei-
kvæðum stað í lífinu andlega, sem
myndi ekki njóta góðs af vitundar-
víkkandi meðferð. Ef fólk vantar allt
jafnvægi í lífinu gætu lyfin magnað
upp hið neikvæða. Maður myndi
ekki vilja koma af stað geðrofi. Lík-
urnar á því virðast þó vera mjög litl-
ar en til eru sögur af slíku hjá fólki
sem misnotað hefur slík lyf og notað
þau á eigin spýtur og ekki í læknis-
fræðilegum tilgangi. Ég hef áhuga á
þeim möguleika að almenningur geti
notið góðs af vitundarvíkkandi með-
ferð og sjálfskoðun, en ég myndi
setja á það hömlur og reglur um
hver mætti taka lyfin til þess að
gæta fyllsta öryggis.“
Skammtastærðir lykilatriði
Myndirðu prófa meðferðina á fólki
með geðklofa?
„Ég myndi ekki útiloka það. Við
erum ekki komin þangað en það eru
kenningar uppi um að það gæti virk-
að vel á það fólk. Það er of snemmt
að prófa,“ segir Carhart-Harris og
bætir við að þau hafi rannsakað
hvernig lyfið gæti bætt líf fólks með
átröskun, áráttuhegðun og fíkn-
sjúkdóm.
„Við höfum séð að psilocybin hef-
ur gagnast fólki með áráttuhegðun.
Það er rannsókn í vinnslu, og einnig
eru sögulegar sannanir fyrir því, að
vitundarvíkkandi lyf geti hjálpað
fólki með fíkn. Við höfum svo nýlega
birt grein um áhrif þess á fólk með
átröskun.“
Hvernig veistu hvað er rétt magn
að gefa fólki og ertu hræddur um að
gefa fólki of stóra skammta?
„Þetta er lykilspurning í okkar
vinnu og það getur verið erfitt að
spá um hvernig fólk bregst við og þá
ákveða skammtastærðir. Það er
margt sem er ekki alveg vitað enn og
við erum alltaf að rannsaka hlutina,“
segir Carhart-Harris og bætir við að
lyfið sé ekki ávanabindandi og því
sæki fólk ekki í að taka það aftur.
Hamingjurík framtíð?
Heldur þú að vitundarvíkkandi lyf
gætu verið lykillinn að lækningu við
þunglyndi í framtíðinni?
„Það gæti verið mjög gagnlegur
valmöguleiki en ég held ekki að það
verði lækning, heldur frekar góð við-
bót við annað sem hægt er að bjóða
sjúklingum,“ segir hann og segist
ekki vita hvenær lyfið verði komið á
markað.
„Það er erfitt að spá, mögulega
innan fimm ára. Ég held að það verði
áhugi í samfélaginu og vaxandi eftir-
spurn. Ég hugsa að margir myndu
vilja lyfið fram yfir til dæmis lyfið
prozac. En líklega verður þetta í
fyrstu aðeins í boði í einkageiranum.
Ég hugsa að það verði opnaðar
læknastofur með leyfi fyrir lyfinu,
sem myndu þá bjóða upp á alhliða
vitundarvíkkandi meðferð.“
Þú sagðir að þú teldir lyfið geta
gagnast öllum, einnig þeim sem ekki
þjást af geðsjúkdómum. Heldurðu
að eftir hálfa öld verðum við öll farin
að taka psilocybin til að verða ham-
ingjusamari og opnari?
„Já, það er mögulegt. Þetta gæti
verið svolítið eins og jóga eða hug-
leiðsla. Ef fordómar í garð vitundar-
víkkandi lyfja minnka og verða hluti
af menningunni gæti það gerst. Ég
er ekki svo barnalegur að halda að
það gerist án vandkvæða; það verða
alls kyns hindrandir og erfiðleikar.
Fólk mun misnota lyfið og það verð-
ur erfitt að koma því á markað. En
ég held að niðurstöður rannsókna
sýni fram á ágæti meðferða með vit-
undarvíkkandi lyfjum. Og vonandi
kemst það til skila hjá almenningi að
þetta er meðferð; þetta snýst ekki
bara um að taka vitundarvíkkandi
lyf. Ég tel að margt fólk muni finna
að meðferðin getur haft góð áhrif á
sálarþroska þess.“
Það er langt liðið á zoomviðtalið
og lítil barnsrödd heyrist í bak-
grunni. Þriggja ára sonur læknisins
þarf smá athygli.
Blaðamaður verður þó að spyrja
að lokum:
Hefurðu prófað lyfið sjálfur og ef
svo er, hvernig var sú reynsla?
„Kannski kemur sá dagur að ég
muni svara þessari spurningu en ég
hef ekki svarað henni síðustu fimm-
tán ár og ég held ég haldi mig við
það,“ segir hann og hlær.
„Það sér og skynjar gjarnan líf sitt á
nýjan hátt og upplifir á annan hátt
heiminn og gjörðir sínar,“ segir Robin
Carhart-Harris um meðferðina.
Ljósmynd/Centre for Psychedelic Research, Imperial College London
’Að nota vitundar-víkkandi lyf til gam-ans eða í partíum er vest-rænt fyrirbæri. Og þar eru
lyfin misnotuð og alls ekki
notuð á sama hátt og þau
hafa verið notuð í áranna
rás eða eins og við erum
að nota þau á nútímalegri
læknastofu í vísindaskyni.
Vitundarvíkkandi lyf (psychedelics)
eru ofskynjunarlyf og tilheyra
flokki geðlyfja. Helsta hlutverk
þeirra er að koma af stað óvenju-
legri meðvitund og vitundarvíkk-
andi reynslu. Valda þau sálrænum,
myndrænum og hljóðrænum
breytingum og oft á tíðum nýjum
víddum í meðvitund. Helstu lyf
sem teljast til þessa hóps eru mes-
kalín, LSD, psilocybin og DMT.
Lyf þessi hafa verið notuð í ár-
þúsundir, en finna má hellamyndir
frá því 5000 f. kr. þar sem töfra-
sveppur, sem inniheldur psilocybin,
kemur við sögu. Árið 1799 var
fyrst ritað um sveppinn og áhrif
hans í vísindagrein í London. Árið
1914 er í fyrsta sinn birt lýsing á
neyslu á psilocybin í vísindatímarit-
inu Science. Tilraunir lækna með
vitundarvíkkandi lyf hófust á sjötta
áratug í Bandaríkjunum. Allar göt-
ur síðan hafa vísindamenn rann-
sakað áhrif af vitundarvíkkandi lyfj-
um.
Nýjar víddir