Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Blaðsíða 8
L æknirinn Robin Carhart- Harris er forstöðumað- ur rannsóknarseturs um vitundarvíkkandi efni hjá Imperial Coll- ege í London. Hann átti að vera hér á landi í mars að halda framsögu og stjórna umræðum um mögulega framtíð vitundarvíkkandi efna í geð- heilbrigðisþjónustu. Vegna kórónu- veirunnar var málþingi Geðhjálpar frestað þar til nú, en þriðja bylgja veirunnar kom enn í veg fyrir að læknirinn gæti mætt hingað með erindi sitt. Í staðinn verður það flutt rafrænt á netinu hinn 22. október og sent út frá Facebook-síðu Geð- hjálpar. Blaðamaður tók forskot á sæluna og sló á þráðinn til Bretlands í gegnum zoom. Carhart-Harris býð- ur góðan dag frá heimili sínu í Lond- on og leiðir svo forvitinn blaðamann í allan sannleikann um vitundarvíkk- andi lyfjameðferðir og áhrif þeirra á fólk, bæði fólk með geðraskanir sem aðra. Lyfin ekki ný af nálinni Robin Carhart-Harris fékk snemma á ferli sínum áhuga á vitundarvíkk- andi lyfjum í lækningaskyni. Hann skoðaði myndir af heilum fólks sem þjáist af þunglyndi og tekið hafði lyf- ið psilocybin, virka efnið í töfra- sveppum, og sá að virknin í heilanum var svipuð og eftir neyslu þung- lyndislyfja eða annarra hefðbund- inna lækningaleiða. „Þetta átti líka við um fólk sem ekki var þunglynt og varð það til þess að ég vildi skoða þessi mál bet- ur. En áhuginn kviknaði ekki ein- göngu við myndirnar, heldur einnig vegna þeirrar líðanar sem fólk sem lyfið tók lýsti. Fólk sagði gjarnan að sér liði eins og þungu fargi væri af því létt; það fann vellíðan sem það hafði ekki fundið áður. Ég horfði einnig til sögunnar, en á sjötta og sjöunda áratug voru geðlæknar að gera tilraunir með neyslu á vitund- arvíkkandi lyfjum. LSD var þá notað víða og margt frægt fólk, eins og Cary Grant, prófaði meðferðina. Saga þessara lyfja nær mun lengra aftur; allt aftur í fornöld, og hafa þau verið notuð við ýmsar serimóníur ættbálka víða um heim. Þetta er því ekkert nýtt; efnið úr plöntum eins og ayahuasca hefur verið notað í aldir. Ég sá fljótt margar óbeinar sann- anir sem gáfu til kynna að vitundar- víkkandi lyf gætu virkað vel á þung- lyndi,“ segir Carhart-Harris og viðurkennir að erfitt sé að fjár- magna rannsóknir á vitundarvíkk- andi lyfjum. „Peningarnir verða að koma frá einkaaðilum og það hefur sem betur fer gengið. Við fáum ekkert frá rík- inu.“ Það breytist eitthvað „Í gegnum vinnu okkar höfum við meðhöndlað fimmtíu manns með þunglyndi með psilocybin. Á heims- vísu eru þetta líklega um þúsund manns. Það sem við höfum séð er að 70% fólks bregðast vel við þessari meðferð og ef það er borið saman við meðferð með hefðbundnum geðlyfj- um er það betra hlutfall, því geðlyf virka aðeins í helmingi tilvika. Okk- ur finnst við vera með eitthvað nýtt og betra í höndunum,“ segir hann. Carhart-Harris segir lítið mál að finna fólk sem er til í að prófa lyfið psilocybin við þunglyndi. „Fleiri vilja komast að en við get- um tekið á móti. Ég fæ margar fyrir- spurnir frá fólki sem vill koma í með- ferð til okkar.“ Varðandi langtímavirkni á lyfinu skoðaði Carhart-Harris sjúklinga sína tólf mánuðum eftir meðferð og svo nokkrum árum síðar. „Áhrifin fyrirfundust enn. Við þurfum auðvitað að vera raunsæ; þunglyndi er í eðli sínu þannig að fólki getur batnað og versnað. En við skoðuðum fólk sem hafði þjáðst af þunglyndi öll sín fullorðinsár og sáum að fjórum árum eftir meðferð hjá okkur leið því enn vel,“ segir hann og segir að meðferðin virki þannig að fólk fái einn heilan skammt af efninu á einum degi, og mögulega minni skammt einu sinni eða tvisvar í viðbót. „Þetta er í raun stórmerkilegt. Við gerðum eina tilraun þar sem annar hópurinn fékk 43 skammta af hefðbundnum geðlyfjum en hinn hópurinn tvo skammta af psilocybin. Það er of snemmt að segja opinber- lega frá niðurstöðunum en þær eru virkilega spennandi og munu setja rannsóknir okkar í samhengi.“ Þannig að eitthvað í heilanum breytist, jafnvel til frambúðar? „Já. Í raun. Ef þú þjáist af þung- lyndi starfar heilinn á þér ekki eins og hann á að gera. Með vitundar- víkkandi lyfjum breytist eitthvað í heilanum.“ Mjög tilfinningaleg reynsla Carhart-Harris lýsir meðferðinni og segir þau velja vandlega hverjir henta í hana. „Fyrst er fólk undirbúið og þegar kemur að lyfjagjöfinni eru tveir inni í herberginu hjá sjúklingnum; oft geðlæknar. Svo er fylgst með þeim símleiðis næstu daga,“ segir Car- hart-Harris. Hvað upplifir fólk sem fær lyfið hjá þér? „Það lýsir því gjarnan að það finni í upphafi sérkennilega tilfinningu í líkamanum, eins og fiðring. Fólk sér oft myndir í huga sér, en í meðferð- inni er það með lokuð augu. Fólk liggur eða situr afslappað og það gæti farið að sjá hluti, eins og form, liti og mynstur. Eftir því sem líður á meðferðina verða sýnirnar meira lif- andi. Fólk sér stundum flóknar myndir; jafnvel annað fólk eða endurlifir gamlar minningar, tilfinn- ingar eða sambönd við annað fólk. Þetta er mjög tilfinningaleg reynsla og fólk getur orðið mjög tilfinninga- næmt við það að hlusta á tónlist. Fólk grætur oft. Það sér og skynjar gjarnan líf sitt á nýjan hátt og upp- lifir á annan hátt heiminn og gjörðir sínar,“ segir hann og segir líkamlegu einkennin oft minni en þau sálrænu. „Fólk sem tekur ayahuasca kastar nánast alltaf upp en það gildir ekki um psilocybin. Það hefur minnihátt- ar áhrif á líkamann en mun meiri á hugann.“ Varar við einkaneyslu Aðspurður segist hann hafa gert til- raunir árið 2015 með LSD og skoðað áhrif þess á heilann og einnig hefur hann gert tilraunir með önnur vit- undarvíkkandi efni. „Við höfum skoðað áhrif af aya- huasca vel, án þess að hafa sjálf staðið fyrir slíkum rannsóknum. En við höfum gert tilraunir með DNT, sem er aðalefnið í ayahuasca,“ segir hann og segist einnig hafa rann- sakað áhrif af MDMA, eða því sem kallast á götunni alsæla eða mollý. Hvað finnst þér um þessa tísku- bylgju að fólk sé að taka ayahuasca án aðkomu lækna? „Þetta er mjög öflugt lyf. Eitt af því sem ég vil leggja áherslu á er að okkar sannanir eru í gegnum vitund- arvíkkandi læknismeðferðir. Sögu- lega séð hefur inntaka á ayahuasca verið innan samfélags þar sem fólk hefur stuðning. Að nota vitundar- víkkandi lyf til gamans eða í partíum Geðlæknirinn Robin Carhart-Harris hef- ur mikla trú á vitundarvíkkandi meðferð þar sem lyfið psilocybin er notað við geð- röskunum. Hann telur að slík meðferð gæti í framtíðinni gagnast öllu fólki og jafn- vel gert það opnara og hamingjusamara. Ljósmynd/Centre for Psychedelic Research, Imperial College London Vitundarvíkkandi lausnir? Breski geðlæknirinn Robin Carhart-Harris rannsakar áhrif vitundarvíkkandi lyfja. Niðurstöður hans sýna að lyfið psilocybin gagnast vel fólki sem þjáist af þunglyndi. Hann telur að vitundarvíkkandi lyfjameðferðir geti einnig gagnast heilbrigðu fólki til að þroska sálarlíf sitt og sjá hlutina í nýju ljósi. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Fólk sér stundumflóknar myndir; jafnvelannað fólk eða endurlifirgamlar minningar, tilfinn- ingar eða sambönd við annað fólk. Þetta er mjög tilfinningaleg reynsla. HEILBRIGÐISMÁL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.