Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2020 É g stend grímuklæddur á tröpp- unum hjá Halldóri Armand Ás- geirssyni í einu af gömlu og grónu hverfunum í Reykjavík. Rithöf- undurinn lætur sér þó hvergi bregða og hleypir mér án vífilengja og und- anbragða inn. Ekki nema von, líklega hefði honum orðið meira um hefði ég mætt grímu- laus. Svona er blaðamennskan í dag. Ég meina, árið er 2020. Tilefni heimsóknar minnar er fjórða bók Halldórs, skáldsagan Bróðir, sem kom út fyrir helgina. Þar er hermt af systkinunum Skarp- héðni Skorra og Hrafntinnu Helenu, svipmikl- um persónum með svipmikil nöfn. Afar kært er með þeim systkinum og hann gætir hennar, sem er sjö árum yngri, sem sjáaldurs augna sinna. Síðan gerist eitthvað sem verður til þess að þau fjarlægjast og hætta á endanum að tal- ast við. Enginn veit hvað komið hefur upp á nema þau tvö en smám saman komumst við lesendur til botns í málinu. Hræðilegt leynd- armál kraumar undir niðri og ekkert verður eins og það áður var. Sagan spannar um tvo áratugi og í bakgrunninum eru meðal annars stórviðburðir í Íslandssögunni, svo sem banka- hrunið og EM í knattspyrnu 2016. Svolítið ógnvekjandi vegferð Ég hef áður lesið bækur eftir Halldór og kom því ekki á óvart að stíllinn væri lipur, hnyttinn og heimspekilegur en hinu bjóst ég ekki við, að bókin yrði svona spennandi. „Já, fannst þér hún spennandi?“ segir Hall- dór og brúnin á honum lyftist. „Það gleður mig enda tók ég meðvitaða ákvörðun um að hafa þessa bók öðruvísi og meira grípandi og spennandi en fyrri bækur mínar. Samt var ég svolítið hræddur við það enda var ég að róa á ný mið í mínum skrifum og hafði aldrei skrifað klassíska sögu sem var drifin svona áfram af plotti. En ég vildi líka einmitt gera eitthvað sem ég óttaðist. Það er vonandi leiðin til fram- fara, er það ekki? Síðan reyndist bara alveg fá- ránlega gaman að móta spennandi plott,“ út- skýrir Halldór sem er menntaður lögfræðingur. „Það er ákveðin kúnst að byggja upp spennu og mér finnst alltaf aðdáunarvert þegar höfundar ríghalda athygli manns og maður vill helst ekki leggja bókina frá sér. Margir krimmahöfundar eru snillingar í þessu.“ – Stúderaðir þú krimma þá sérstaklega? „Nei, ég er reyndar ekki vel að mér í þeim. Ég reyndi bara að fylgja innsæinu og þetta var gríðarleg klippivinna þegar kom að því að mjatla út upplýsingum. Galdurinn er að segja ekki of mikið of snemma.“ Spurður hvernig þetta ferðalag, að skrifa bók af þessu tagi, hafi verið dæsir Halldór. „Úff, mér líður eins og þetta hafi tekið 25 ár,“ svarar hann svo hlæjandi, „en þetta voru samt bara tvö ár. Mér finnst líka eins og ég hafi ver- ið að þessu allan daginn alla daga en auðvitað var það ekki þannig. En jú, þetta var alveg erf- ið fæðing. Maður hverfur inn í þennan heim meðan á skrifunum stendur og er þar mjög lengi einn síns liðs. Nú er ég hins vegar búinn að læra að það borgar sig að bera söguna undir aðra meðan á ferlinu stendur. Eftir góða ábendingu þurfti ég að endurskrifa allan síðari hluta bókarinnar; nokkuð sem ég hefði átt að fatta sjálfur. Það var allt öðruvísi að skrifa þessa bók en hinar bækurnar en á mjög já- kvæðan hátt. Ég hef auðvitað ekki hugmynd um hvernig þetta fer í fólk en sjálfur er ég öruggari gagnvart þessari bók en fyrri bókum mínum. Þetta er framfaraskref á mínum ferli. Hinar bækurnar voru meira um tíðaranda sem kannski ekki allir höfðu beina snertifleti við. Þessi ætti að hafa talsvert víðari skírskotun.“ Stef við Glæp og refsingu Hann rifjar í þessu sambandi upp umsögn konu, sem hann þekkir og starfar í Háskóla Ís- lands, um síðustu bók hans, Aftur og aftur. Hún sagði eitthvað á þá leið við frænda hans að bókin væri vel stíluð og skemmtileg en hún þekkti og skildi á hinn bóginn ekkert stafræna heiminn sem hún fjallaði um. „Ég skil alveg hvað hún er að fara og einmitt þess vegna langaði mig að fara í stærri samviskulega hluti sem fleiri geta vonandi tengt við.“ – Er ekki óhætt að skilgreina Bróður sem fjölskyldusögu? „Jú, það má alveg gera það. Það var samt ekki hugsunin frá upphafi. Bókin átti að vera um hugsjónamann sem gengur vel og vill vel en gerir eitthvað hræðilegt sem dregur dilk á eftir sér. Sú eina sem veit af því er systir hans og eðli málsins samkvæmt leiðir það til tog- streitu milli þeirra. Aðrar persónur komu seinna inn; mér fannst til dæmis mjög gaman að skrifa föðurinn og ákvað fyrir vikið að gefa honum meira vægi.“ Halldór segir að sagan sé stef við Glæp og refsingu eftir Dostojevskí og bækur fleiri nítjándu aldar höfunda. „Eftir að ég kláraði mína síðustu bók 2017 fór ég markvisst að lesa klassík; Shakespeare, Rússana, forn- grísku skáldin og Joseph Conrad, svo dæmi séu tekin. Ég skammaðist mín líka fyrir að hafa ekki lesið Hómerskviður sem marka upphaf vestrænna bókmennta og gerði því dauðaleit að frábærri þýðingu Sveinbjörns Egilssonar. Komst á endanum yfir verkið raf- rænt og las það í símanum mínum. Mér fannst ég verða að gera þetta og lesturinn kom mér ánægjulega á óvart. Heimurinn er eitthvað svo klikkaður í dag, upplausnin mikil og fortíðin í vissum skilningi vöknuð úr dvala. Fyrir vikið er við hæfi að leita í upprunann og mannkynssöguna. Ég var sumsé með hausinn fullan af klassík meðan ég skrifaði þessa bók.“ Hann hlær. Hefur fullorðnast hægt Örlög og leyndarmál eru klassísk stef í bók- menntum og Halldóri finnst hann fyrst nú hafa hugrekkið og getuna til að róa á þau mið. „Kannski er það einkenni á minni kynslóð en mér líður allavega eins og ég hafi fullorðnast hægt og seint og af ýmsum ástæðum var ég ekki tilbúinn fyrr en nú að skrifa sögu af þess- um toga.“ – Þýðir það að þú munt halda áfram á sömu braut eða hverfa aftur til skrifa í anda þinna fyrri bóka? „Mér finnst líklegt að ég haldi áfram á þess- ari braut. Eftir þessa eldskírn er ég óhræddari að segja dramatískar sögur.“ Sagan er á víxl sögð í fyrstu og þriðju per- sónu, auk þess sem kveðskap og einræður persónanna er að finna. „Ég er mjög heillaður af stakhendum og fimmliðuhætti eins og hann er hjá Shakespeare, mörg leikrit eru í þessum stíl, og prófaði mig áfram með þetta án þess að vera viss um að það ætti erindi í bókina. Það var mjög áhugaverð og skemmtileg glíma. Allt snýst þetta um ákveðinn ryþma og þegar maður hittir á hann gerist eitthvað magískt.“ Halldór velti aftur á bak og áfram fyrir sér hvort hann ætti að hafa þennan kveðskap í bókinni en barst hjálp úr óvæntri átt. Bókin er að mestu skrifuð í Berlín, þar sem Halldór bjó um tíma, meðal annars á kaffihúsi nokkru, þar sem hann undi sér vel við skriftir. „Út undan mér veitti ég athygli manni sem var að lesa bók og nóteraði hjá sér með blýanti. Fyrir framan hann á borðinu lá eldgamall sími, örugglega frá 2005 eða eitthvað. Þegar ég var búinn að sjá hann tvisvar eða þrisvar ákvað ég að spyrja hvað hann væri að lesa og reyndist það vera einhver heimspekibók frá 1920, eða þar um bil. Og að hverju ertu að leita? spurði ég manninn sem var grískur. Þá leit hann dreyminn á svip í augu mín og svaraði hægt og yfirvegað bara eins og véfrétt: „The origins of thought are poetical.“ [Uppruni hugsunar- innar er skáldlegur.] Þessari setningu mun ég aldrei gleyma. Ef þetta var ekki græna ljósið sem ég var að bíða eftir þá veit ég ekki hvað! Þremur mánuðum síðar mætti ég þessum sama manni á götu og tjáði honum þá að ég hefði hugsað mikið um þessa setningu sem hann sagði við mig. Hann kinkaði bara kolli, brosti laumulega og þagði. Útskýrði mál sitt ekkert frekar. Ég get svo svarið að mér leið eins og ég væri að horfa framan í forngríska véfrétt. Svona getur lífið verið makalaust.“ Fluttur heim aftur Talandi um Berlín þá er Halldór fluttur heim aftur eftir að hafa verið með annan fótinn í heimsborginni í nokkur ár og búið þar alfarið í hálft þriðja ár. Kórónuveirufaraldurinn spilar sína rullu í því. „Ég kom heim út af faraldr- inum í mars en fór aftur út um mánaðamótin ágúst/september til að losa mig við íbúðina og ganga frá fleiri málum. Ég á alveg eins von á því að ég sé alkominn heim en á eflaust eftir að verða eitthvað í Berlín líka á komandi árum og misserum.“ Eins og fyrr segir kemur Halldór inn á hrunið í Bróður, nokkuð sem hann segir óhjá- kvæmilegt úr því sagan spannar bróðurpart aldarinnar. „Sjálfur var ég rúmlega tvítugur á þessum tíma og að byrja að opna augun fyrir lífinu. Það var erfitt að láta hrunið vera í þess- ari bók enda eru þau vatnaskil í lífi þjóð- arinnar þrátt fyrir allt óuppgerð.“ – Ef eitthvað er þá lifum við undarlegri tíma núna en í hruninu. Sérðu fyrir þér að það eigi eftir að skila sér í skáldskap á næstu árum og misserum? „Það er ekki nokkur spurning; þess mun án efa sjá strax merki á þessari jólavertíð. Annars hef ég ekki hugmynd, frekar en aðrir, um það hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn kemur til með að hafa á líf okkar til lengri tíma litið. Né heldur hvað tekur við. Ef að líkum lætur mun mjög margt breytast varanlega. Hvernig það kemur til með að hafa áhrif á höfunda er erfitt að segja.“ Eins og aðrir höfundar rennir Halldór blint í sjóinn fyrir jólin við þessar óvenjulegu að- stæður í þjóðfélaginu. Engin leið sé að segja til um hvort fólk komi til með að kaupa minna eða meira af bókum en venjulega. Minna vegna þess að það vill ekki vera í verslunum í fjöl- menni eða meira vegna þess að það hefur meiri tíma til að lesa en áður. „Forsölutilboð eru ókannað land á Íslandi og engin leið að átta sig á því hversu margir nýta sér þau. Ekki er hægt að halda útgáfuhóf og engir upplestrar eru skipulagðir. Það er mjög skrýtið að standa í því að kynna bækur gegnum netið.“ Kvíði vegna óvissunnar Hann viðurkennir að hann upplifi kvíða vegna óvissunnar, sem hann hafi ekki gert áður vegna útgáfu sinna bóka. „Það tekur alveg á að gerast „sölumaður“ og fylgja bókinni eftir. Ég verð kvíðinn og kvíðanum fylgir sjálfsefi sem breytist í sjálfhverfu og alls konar ruglaðar hugsanir um að ég sé nú svo ómögulegur eða að enginn muni hafa áhuga á því sem ég skrifa, bókin ekki seljast neitt og svo framvegis. Mað- ur er ekki mjög sexí í þessu ástandi og ég geri náttúrulega vini mína og vinkonur brjáluð með símtölunum,“ segir hann hlæjandi. „Covid virðist hins vegar gera svona kvíða verri. Mig grunar að ég sé ekki einn um þetta, covid er rosaleg olía á eld sem er fyrir hjá fólki víða um heim, oft ómeðvitað. Búið er að snúa lífi okkar á hvolf og maðurinn er nú einu sinni þannig forritaður að hann ræður illa við óvissu. Sjálf- ur er ég ekkert hræddur við veiruna sem slíka en ég óttast áhrif hennar, til dæmis þá gíg- antísku efnahagskreppu sem þjóðin og heim- urinn allur standa frammi fyrir. Svo veit mað- ur ekkert hvenær þessu ástandi lýkur.“ Hann hefur verið að lesa mikið af gamalli stóuspeki undanfarið og tengir nú við hana sem aldrei fyrr. „Ég hef lesið þetta oft áður en Bóklestur er hin eina sanna róttækni Það kveður við nýjan tón í fjórðu bók Halldórs Armands Ásgeirssonar, skáldsögunni Bróður, en höfundur leggur þar meiri áherslu á plott og spennu en áður. Hann upplifir Bróður sem framfaraskref á sínum ferli en finnur þó fyrir meiri kvíða í tengslum við sína bókaútgáfu en áður. Það tengir hann kórónuveirufaraldrinum sem hafi virkað sem olía á eld víða um heim enda láti manneskjunni flest betur en að kljást við óvissu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.