Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2020 Í vikunni lést á Íslandi þriðji mað-urinn í þessari bylgju kórónu-veirusmita. Þá hafa þrettán lát- ist af hennar völdum síðan veiran barst til landsins. Vikan byrjaði ekki vel. Neyðarstigi var lýst yfir á Landspítalanum í fyrsta sinn, eftir að hópsmit kór- ónuveirunnar uppgötvaðist í Landa- koti, en þar hafði starfsmaður haldið áfram að koma smitaður til vinnu. Um 40 gamalmenni smituðust þar, en sumir þeirra sjúklinga höfðu ver- ið fluttir á aðrar stofnanir áður en upp komst, svo þar komu einnig upp hópsmit. Á Sólvöllum á Eyrarbakka smituðust 13 vistmenn og fjórir starfsmenn, en á Reykjalundi smit- uðust fimm sjúklingar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Páll Matthíasson, forstjóri Landspít- alans, töldu á sunnudag báðir að gera yrði ráð fyrir að fleiri hefðu smitast en þeir 77, sem höfðu þá greinst. Það reyndist rétt. Aftur á móti baðst Einar Valur Krist- jánsson, framkvæmdastjóri útgerðar Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 og útsendari heimskapítalismans í Hnífsdal, afsökunar á mistökum þeg- ar smit kom upp í áhöfninni. Í öðrum fréttum að vestan voru Dýrafjarðargöng opnuð, en það gerðu Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerð- arinnar. Að vísu ekki fyrir vestan, heldur að sunnan um fjarfundar- búnað. Vestfjarðavegur styttist um rúma 27 km fyrir vikið og sam- gönguöryggi Vestfjarða eykst til muna. Dynjandisheiði er næst. Þess var minnst á Flateyri og víðar að aldarfjórðungur var liðinn frá snjóflóðinu mikla, þar sem 20 manns fórust. Eineltismál í Sjálandsskóla í Garða- bæ varð til þess að Lilja Alfreðs- dóttir lýsti yfir vilja til þess að virkja fagráð eineltismála betur. Ragnar Aðalsteinsson, mannrétt- indalögfræðingurinn mikli, kom í við- tal til Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni og hafði það helst að segja um stjórn- arskrármál að best hefði verið að gerð hefði verið bylting í kjölfar banka- hrunsins til þess að koma á nýrri stjórnarskrá. Hún hefði ekkert frekar þurft að vera blóðug eða ofbeldisfull, þó sjálfsagt hefði það ekki sakað.    Lögreglan á Vesturlandi tók til rannsóknar farandsölu á bjór hjá brugghúsinu Steðja í Flókadal, þó raunar kæmi fram að þar átti sér ekki stað farandasala. Ölið var selt á netinu og síðan komið heim til við- skiptavina. Dagbjartur Árelíusson í Steðja virtist ekki taka rannsókninni illa, hugsar sér sennilega gott til glóðarinnar að vera kominn með prófmál í hendur til þess að fara með fyrir EFTA-dómstólinn. Erlendum brugghúsum og vínkaupmönnum er heimilt að selja hingað áfenga drykki í pósti. Dómsmálaráðherra hefur lagt loka- hönd á frumvarp til breytingar á áfengislögum, sem mun leyfa bæði netverslun með vín og sölu áfengis í brugghúsum. Þá er bara að sjá hvort þingið er komið á 21. öldina líka. Samdráttur í samgöngum af völdum kórónuveirunnar birtist á margan hátt, en 100 leigubílaleyfi hafa verið lögð inn tímabundið og allnokkrir hætt fyrir fullt og allt. Samdrátt- urinn í harkinu enda rúm 80%. Lögregla á Vestfjörðum hóf rann- sókn á hópsmitinu í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, en enginn virtist hafa áhuga á sams konar rannsókn í Landakoti. Tryggvi Gunnarsson, umboðs- maður Aþingis, fann að því í bréfi til stjórnarráðsins að sóttvarnalög væru óskýr og lagaheimildir óljósar, sér í lagi varðandi aðgerðir sem reyna á stjórnarskrárvarin réttindi og fjárhagstjón vegna sótt- varnaaðgerða. Mótmæli voru haldin við pólska sendiráðið vegna nær fortakslauss banns við fóstureyðingum, sem ný- lega tók gildi þar í landi. Góðar fréttir komu fullkomlega óvænt í vikunni, þegar sagt var frá bestu síldarvertíð í áratugi, góðri síld og góðri veiði.    Tesla opnaði ofurhlað við Staðar- skála í Hrútafirði, en þar er nú öfl- ugasti rafhleðslubúnaður bíla hér- lendis og gerir leiðina norður mun greiðari og tryggari. Tesla stefnir á samskonar hlöð á Akureyri, Egils- stöðum, Höfn, Klaustri og Selfossi. Íslendingur, eftirlýstur fyrir barna- níð, var handtekinn á Spáni, liðlega hálfu ári eftir að hann hlaut 12 ára dóm í Danmörku fyrir brot gegn barnungri dóttur sinni, bæði í Dan- mörku og á Íslandi. Útgjöld til almannatrygginga hafa tvöfaldast frá árinu 2013, en nú fer um fjórðungur allra skatttekna og tryggingagjalda til almannatrygg- inga. Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra segir útgjaldavöxtinn ekki sjálfbæran og telur m.a. að hækka þurfi lífeyristökualdur í áföngum. Kórónuveirusmitum fækkaði í vik- unni, en ekki í þeim mæli sem vonast var til. Þrátt fyrir heimsfaraldurinn hélt íbúum á Íslandi áfram að fjölga í sumar og haust, þó ekki væri fjölg- unin jafnör og liðin ár. Nokkuð dró raunar úr fjölgun erlendra ríkis- borgara, en hins vegar fluttu fleiri Íslendingar heim en fluttu utan, þar á meðal sá sem hér skrifar. Margvísleg aldahvörf eru um þessar mundir. Þannig heyrir gamla pungaprófið brátt sögunni til og frí- merkjaútgáfa Íslandspósts sömu- leiðis. Fréttir voru af því sagðar að Guðni Ágústsson hefði afhent Lilju Al- freðsdóttur USB-lykil. Flugvélaframleiðandinn Boeing veltir nú fyrir sér smíði nýrrar flug- vélategundar, en farþegaflug í heim- inum er sem kunnugt er í járnum. Boeing hringdi því í Icelandair.    Samtök iðnaðarins birtu greiningu um upplýsingatækniiðnaðinn, þar sem fram kom að þrátt fyrir mikinn vöxt væri verðmætasköpun og einkaleyfi ekki í neinu samhengi við það sem gerist í nágrannalöndum. Borgarlínan er hreint ekki þjóð- hagslega hagkvæm, eins og sumir vildu lesa úr skýrslu verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækja. Ragnar Árna- son hagfræðiprófessor benti á það í grein að forsendur þeirra útreikn- inga væru óraunsæjar, en verra væri að mistök væru í skýrslunni, sem gerðu að verkum að hún væri beinlínis þjóðhagslega óhagkvæm. Samtök fyrirtækja í veitingarekstri (SFV) segja að fjölmargir veitinga- staðir, sem lokað hefur verið í plág- unni, verði ekki opnaðir aftur. Sama dag var tikynnt að Hótel Sögu yrði lokað að sinni þegar síðasti gest- urinn tékkaði sig út um helgina. Erna Sif Arnardóttir, lektor við Há- skólann í Reykjavík, og samstarfs- aðilar hafa fengið vilyrði um 2,5 milljarða króna erlendan styrk til svefnrannsókna. Hrafn Jökulsson, rithöfundur og skákfrömuður, hefur að undanförnu fengist við hreinsun strandlengj- unnar norður á Ströndum í félagi við Veraldarvini. Hann lýsir þau viljug til þess að ráðast í hreinsun allrar strandlengju landsins á næstu árum og telur að það geti þau gert hraðar, betur og ódýrar en stjórnvöld. Róbert Trausti Árnason, fv. sendi- herra, lést á líknardeild, 69 ára að aldri.    Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri skýrði frá því að Kaupfélag Skag- firðinga og dótturfyrirtæki þess myndu fram til jóla gefa kjöt, fisk og mjólkurvöru, 40.000 máltíðir alls, til fólks sem ætti í erfiðleikum vegna þjóðfélagsástandsins í heimsfaraldr- inum. Það er langmesta matargjöf sem um getur hér á landi. Mun harðari sóttvarnaaðgerðir voru kynntar á blaðamannafundi ríkis- stjórnarinnar á föstudag. Tveggja metra reglan verður áfram í gildi, með einhverjum undantekningum þó, og aukin áhersla lögð á grímunotkun. Allt íþróttastarf og sviðslistir leggjast af og sundlaugar og krár verða lok- aðar. Veitingastöðum þarf áfram að loka klukkan 21.00. Þrátt fyrir hóp- smit verður sjúkrahúsum þó ekki lok- að og útgöngubann er enn ónotað. Bylgjur og bárur frelsis Þríeyki og einum betur á upplýsingafundi um veiruna. Þaðan var fátt gott að frétta í vikunni og bylgjan koðnaði lítið. Ljósmynd/Almannavarnir 25.10.-30.10. Andrés Magnússon andres@mbl.is 510 7900 Bæjarlind 4 / 201 Kópavogur www.FASTLIND.is Sólvangsvegur 3 220 Hafnarfjörður STÆRÐ: 112,6 fm FJÖLBÝLI HERB: 2-3 OPIÐ HÚS 1. NÓV. KL. 13.30-14.00 Heyrumst Lára Þyri Löggiltur fasteignasali 899 3335 lara@fastlind.is Fyrir 60 ára og eldri. Laus til afhendingar. Björt og vel skipulögð tveggja til þriggja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi við Sólvangsveg 3 í Hafnarfirði. Rúmgott svefnherbergi, sjónvarpshol, opið rými sem hægt er að stúka af og útbúa sem vinnuherbergi. Stór og björt stofa með útgengi út á hellulagða stétt þar sem möguleiki er á að setja skjólvegg. Rúmgott þvottahús er innan íbúðar. Nýlegt parket er á opnum rýmum og í svefnherbergi. Gott hjólastólaaðgengi er í íbúðinni og við húsið. Verð: 57.900.000 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.