Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 29
ekki tilfinningarnar beinlínis utan á sér en hugsar sitt. Henni er svo sem ekkert illa tekið. Umsjónarkonan er ljúf á manninn og Beth eignast strax vinkonu í hinni klúryrtu Joleen sem kveðst bæði vera „of gömul“ og „of svört“ til að geta gert sér vonir um að verða ættleidd og eignast alvöru- heimili. Stúlkunum á munaðarleysingja- heimilinu eru gefnar pillur sem snemma kemur í ljós að eiga að hafa sljóvgandi áhrif. Beth kann strax að meta áhrifin, sérstaklega þegar hún safnar nokkrum pillum saman og hvolfir þeim í sig fyrir svefninn, eftir ráðum Joleen. Lyfjafíkill stígur sín fyrstu spor á hálli braut. Skák er ekki fyrir stelpur Í kjallaranum situr húsvörðurinn og teflir við sjálfan sig. Dag einn er Beth send þangað niður og forvitni hennar er vakin. Hvaða leik er mað- urinn að fást við? Húsvörðurinn harðneitar í fyrstu að hleypa henni að taflborðinu; skák sé ekki fyrir stelpur, en með eljunni tekst Beth að telja honum hughvarf. Upp frá því á skákin hug hennar allan, hún teflir öllum stundum, mest þó í hug- anum með taflmönnum sem hún sér fyrir sér í lofti svefnherbergisins. Ekki líður á löngu þangað til Beth er farin að máta húsvörðinn eins og að drekka vatn. Hann kallar til skák- kennara úr nálægum skóla og allt fer á sama veg – Beth valtar yfir hann. Hún er látin tefla fjöltefli við hóp drengja úr skólanum, sem allir eru mörgum árum eldri en hún, og mátar þá alla á rúmri klukkustund. Barnið býr augljóslega að snilligáfu sem sýna þarf heiminum. Lengra er ég ekki kominn í Gam- bít eða Drottningarbragði (e. The Queen’s Gambit), smáseríu í sjö þáttum sem kom inn á efnisveituna Netflix á dögunum. Kannski eins gott, ég væri alveg líklegur til að kjafta miklu meiru í ykkur og eyði- leggja þannig fyrir ykkur upplif- unina. Og mögulega líf ykkar í víð- ara samhengi. Við erum ekki að tala um sanna sögu, Beth Harmon var aldrei til af holdi og blóði, heldur er hún hugar- fóstur rithöfundarins Walters Tevis, sem sendi skáldsöguna Drottningar- bragð frá sér árið 1983. Féll hún strax í frjóa jörð en Tevis naut þess ekki lengi því hann lést ári síðar, að- eins 56 ára að aldri. Banamein hans var lungnakrabbi. Tevis er einnig þekktur fyrir skáldsögurnar The Hustler, The Color of Money og The Man Who Fell to Earth sem allar voru kvikmyndaðar. Byggt á eigin reynslu Í samtali við The New York Times árið 1983 kvaðst Tevis byggja sög- una að einhverju leyti á eigin reynslu en hann kolféll ungur fyrir skáklistinni. Fannst þó alltaf erfitt að mæta andstæðingum sínum undir fjögur augu og stökk því hæð sína í loft upp í fullum herklæðum þegar skáktölvur komu fram á sjónar- sviðið. Eftir það tefldi hann mest við þær. „Þá get ég alltaf kippt úr sam- bandi,“ sagði hann við The New York Times. Sjálfur ánetjaðist hann lyfjum sem barn eftir að hafa greinst með hjartakvilla. Í viðtalinu viðurkennir hann að sá þáttur sögunnar hafi tek- ið verulega á en um leið verið hreins- andi fyrir sig. Tevis leit á Drottningarbragð sem virðingarvott við klárar konur. „Ég kann að meta Beth vegna hugrekkis hennar og gáfna. Sú var tíðin að margar konur þurftu að fela gáfur sínar en ekki lengur.“ Frá því skömmu eftir að bókin kom út hefur staðið til að kvikmynda Drottningarbragð en aldrei orðið af því af ýmsum ástæðum – fyrr en nú. Sagan átti til að mynda að verða frumraun Heaths Ledgers á leik- stjórastóli en ekki varð af því vegna sviplegs fráfalls hans árið 2008. Ledger ætlaði sjálfur að leika í myndinni ásamt Ellen Page, sem átti að fara með hlutverk Beth Harmon. Ledger er sagður hafa tengt vel við söguhetjuna enda mik- ill áhugamaður um skáklistina – og forfallinn fíkill. Maðurinn á bak við smáseríuna nú heitir Scott Frank en hann lætur sér ekki nægja að leikstýra heldur fram- leiðir líka og skrifar handritið. Hann hafði sama hátt á með aðra netflix- seríu, Godless, fyrir þremur árum. Ekki má reikna með framhaldi á Drottningarbragði enda er bókinni fylgt allt til enda í þessari seríu. Beth Harmon í sínu besta pússi við skákborðið, þar sem hæfi- leikar hennar njóta sín best. Netflix 1.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is BULL Wolfgang Van Halen, sonur Eddies heitins, hefur skotið niður vangaveltur þess efnis að til standi að endurvekja bandið hans, Van Halen, með Wolfgang sjálfum á gítar í stað föður síns. „Allir sem eru að velta þess- ari vitleysu fyrir sér eru ekki aðeins að skaða aðdáendurna heldur ekki síður mig og fjölskyldu mína,“ sagði Wolf- gang á Facebook en hann lék á bassa í Van Halen undir það síðasta. Sam- kvæmt kenningunni áttu David Lee Roth, Alex Van Halen og Michael Ant- hony einnig að vera í bandinu. Ekkert Van Halen án Eddies Eddie Van Halen lést á dögunum. AFP BÓKSALA 21.-27. SEPTEMBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 SilfurvængirCamilla Läckberg 2 DauðabókinStefán Máni 3 Gata mæðrannaKristín Marja Baldursdóttir 4 Vampírur, vesen og annaðRut Guðnadóttir 5 PapaJesper Stein 6 ÍsskrímsliðDavid Walliams 7 VetrarmeinRagnar Jónasson 8 SykurKatrín Júlíusdóttir 9 Bakað með Elenoru RósElenora Rós Georgesdóttir 10 107 Reykjavík Auður Jónsdóttir/ Birna Anna Björnsdóttir 1 ÍsskrímsliðDavid Walliams 2 GullráðgátanMartin Wildmark 3 BarnaræninginnGunnar Helgason 4 Randver – geggjað ævintýriJeff Kinney 5 HetjaBjörk Jakobsdóttir 6 Systkinabókin JónaValborg Árnadóttir/ Elsa Nielsen 7 Vertu þú! Ingileif Friðriksdóttir/ María Rut Kristinsdóttir 8 Tommi KlúðurStephan Pastis 9 Krakkalögin okkarJón Ólafsson/Úlfur Logason 10 Fíllinn fljúgandiÞorgrímur Þráinsson Allar bækur Barnabækur Fyrir fjórum öldum settist séra Robert Burton niður og yddaði blýant. Hann þjáðist mjög af þunglyndi og til að skrifa sig út úr því ákvað hann að setja saman bók sem fékk titilinn The Anatomy of Melancholy. Á litlum 1.500 blað- síðum þylur Bur- ton upp hvorki meira né minna en allt sem hrjáð getur mannskepnuna (og læknað), með óteljandi út- úrdúrum og tilvitnunum í allar fræðigreinar og bókmenntir sem hann þekkti. Og hann þekkti allt. Þessi bók, ef bók skal kalla, hefur setið í ýmsum hillum hjá mér síðustu tvo áratugi, nær al- gjörlega ósnortin. En nú eru for- dæmalausir tímar og ég er byrj- aður að stauta. Sjáum hvað setur. En það þurfa ekki allir að skrifa þúsund blaðsíður til að mark sé á þeim tekið. Skáldið Anthony Etherin gaf í fyrra út Stray Arts, safn ljóða sem flestöll eru skrifuð eftir svo þröngum reglum að sléttubönd og dróttkvæði blikna í samanburði: ljóð þar sem hver lína er stafarugl af ann- arri, langar samhverfur sem þar að auki byggjast á aukastöfum í pí eða gullinsniði. Það er engin leið að lýsa þessu. Flettið honum upp á netinu og sjáið sjálf. The Case Against Reality eftir sálfræðinginn Donald Hoffman greip athygli mína í bókabúð um daginn. Ég er reyndar ekki nema hálfnaður en Hoff- man er nú þegar búinn að reikna út líkurnar á því að við mannfólk get- um skynjað heim- inn eins og hann er í raun og veru. Þær eru víst núll. Hug- myndin um að veruleikinn sé ekki eins og hann er séður er auðvitað ævaforn en framsetn- ingin er skemmtileg og bókin læsileg. Og talandi um veruleikafirr- ingu, þá langar mig einnig að mæla með Surviving Autocracy. Hér rekur Masha Gessen for- setatíð Donalds Trump frá upp- hafi og alveg að viðbrögðum hans við Covid. Mér hefur fund- ist mjög erfitt að halda áttum í flóðinu af dægurhneykslum sem hafa dunið yfir undanfarin miss- eri og svona yfirlit er mjög hjálplegt í óreiðunni. Gessen rifjar upp söguna og greinir ástand- ið af yfirvegun og skarpskyggni, sér- staklega það sem snertir breyt- ingar á tungumálinu. Þótt jólabókaflóðið eigi vafa- laust eftir að setja strik í reikn- inginn, þá hef ég einna helst augastað á skáldsögunni Piranesi eftir Susanna Clarke næst. EIRÍKUR GAUTI ER AÐ LESA Útilokað að skynja heiminn eins og hann er Eiríkur Gauti Kristjánsson er fornfræðingur og mennta- skólakennari.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.