Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2020 Þ að vakti athygli að keppinautarnir í Bandaríkjunum héldu báðir opna fundi í Flórída fyrir þremur dögum. Ástæðan er sú að ríkið er í hópi þeirra sem tryggja flesta kjörmenn, sem síðan velja forsetann, og enn er óvíst talið á hvorn kjörmenn frá Flórída muni falla. Má taka mark núna? Önnur ríki og enn stærri í kjörmönnum talið, eins og Kalifornía og New York, hafa fyrir löngu verið færð til bókar hjá demókrötum. Þau ríki eru því ekki heimsótt. Og það eru raunar ekki síst þessi sömu stórríki sem hafa mikil áhrif á það hversu lítið er að marka kannanir á landsvísu um endanlega út- komu í slag um kjörmenn. Ástæðan er sú, að það þarf oftast hreinan meirihluta til að tryggja sér alla kjörmenn frá viðkomandi ríki. Í sumum ríkjum hafa frambjóðendur mjög ríflegt fylgi umfram það sem þarf og séu þau ríki fjölmenn verður heildarfylgi þess frambjóðanda á landsvísu einatt mjög mikið í könnunum, en hefur ekki nein umframáhrif á nið- urstöðu kosninga. Eru þær skárri? Mikið hefur verið vitnað til þess hve kannanir skutu langt fram hjá markinu 2016 og telja ýmsir ástæðu til að ætla að sama muni gerast núna. Fylgiskönn- uðir benda á tvennt sem dragi úr réttmæti þeirrar ályktunar. Sneyptir hafi menn sest rækilega yfir spár sínar og svo úrslit í kjölfar kosninganna 2016. Lagfæringar hafi því næst verið gerðar og þær hafi tryggt að spár urðu marktækari í þingkosningunum haustið 2018. Í annan stað sé munur á milli frambjóðenda meiri nú en var í fyrra tilvikinu og það sé þekkt staðreynd að skekkjur eigi sín ytri mörk. En það verður svo sem ekki haft mikið upp úr því krafsi að spá í slík spil núna. Kosningarnar bresta á eftir aðeins örfáa daga og það sem meira er; nú hef- ur nærri helmingur væntanlegra kjósenda þegar kosið og flest þeirra atkvæða væntanlega komin í hús. Flýttu sér báðir til Flórída Það vakti athygli að þeir Trump og Biden voru með fundi í Flórída sama daginn. Fjölmiðlar hafa forðast að bera þá fundi saman. Einhver hefði þó væntan- lega talið að upplit funda Trumps og Bidens í Flór- ída þætti segja nokkra sögu um stemninguna, en vel á annan tug þúsunda sóttu að sögn fundinn hjá Trump, en nærri tvö hundruð manneskjur útifund Bidens. Langflestir þeirra hafi ekki farið út úr bíl- um sínum og því erfitt að telja þá svo áreiðanlegt væri. Athyglisvert var að sjá hvernig þetta var út- listað af meðvirkum fréttamönnum. NBC viður- kennir að „þúsundir“ hafi verið á fundinum hjá Trump, en leggur áherslu á að á annan tug fund- armanna hafi verið fluttir á sjúkrahús vegna hins mikla hita og þar sem ekki nærri allir á fundinum hafi haft grímu þá hefði Trump með fjöldafundinum stuðlað að útbreiðslu kórónuveirunnar! Biden hefði með sínu fyrirkomulagi einmitt viljað tryggja að ekkert slíkt gerðist! Segja má að fá- menni fundarmanna hafi svo sem ekki gert Biden neitt til, því að markmiðið hefði verið að fá ræðu hans sjónvarpað í stöðvum ríkisins og fundarmenn því eins getað verið heima hjá sér. En miðað við „fjölda gesta“ má gefa sér að þetta hafi verið einn eða tveir frá hverri kosningaskrifstofu Bidens í hverjum bíl. En eins og fyrr segir er ekki margt sem hróflar við líklegum niðurstöðum kosninganna úr því sem komið er. Úrslitum gæti seinkað En það er óneitanlega dapurlegt að skríbentar vestra eru teknir að gefa sér að vegna hins óljósa kosningafyrirkomulags, og fjölda „póstatkvæða“ til viðbótar við hefðbundin utankjörfundaratkvæði, geti talning dregist í allmarga daga og jafnvel vikur. Bent hefur verið á það varðandi póstatkvæðin, að sé ekki vinnandi vegur að tryggja af öryggi að það sé í raun kjósandinn sem pantar atkvæðaseðil heim, fyll- ir hann út og kemur í póstkassa. Það er þekkt vandamál vestra að kjósendur í háskólabæjum kjósi þar og fari svo heim til pabba og mömmu og kjósi aftur þar. Og enn er sá vandi að krafa um persónu- skilríki hefur ekki náð fram að ganga enn sem kom- ið er. En hvað sem þessu líður ættu menn að verða nokkru nær þegar líður á kosninganóttina. Forsetanum kennt um veiruna Í fyrrnefndum kosningum hefur það helst verið haft gegn forsetanum, sem leitar endurkjörs, að hann eigi sérstaka sök vegna kórónuveirunnar. Kosninga- barátta demókrata snýst ekki um Biden enda ekki auðvelt að ná upp stemningu um hann. Kosningin snýst að mati þeirra um að losna við Trump og náist að koma Trump frá, þá fylgi það að Biden kemst að. Hversu ómögulegur sem hann sé, sem varla er deilt um, þá yfirskyggir þörfin á að losna við Trump allt slíkt. Það er þá ekki að undra að reynt sé að klína veir- unni á Trump. Hann reyndar fékk veiruna og spár fjölmiðla um að meira en 90 prósent líkur stæðu til þess að hann myndi ekki lifa áfallið af fóru sömu leið og spár þeirra 2016. En í þeirri umræðu að Trump hafi reynst skemmdarverkamaður í faraldr- inum, sem er meira en vafasöm kenning, forðast bandarískir fjölmiðlar eins og heitan eldinn að nefna hvernig ástandið er um þessar mundir í Evrópu. Þeir gætu varla kennt Trump um það. Mistök hafa orðið en leit að sök er ekki svarið Hvert Evrópuríkið af öðru er að missa tök á við- brögðum sínum við faraldrinum. Í stórríkjum á borð við Þýskaland, Frakkland og Bretland, að ógleymd- um Spáni, Ítalíu, Póllandi og Danmörku, er haft á orði að um margt séu horfurnar nú lakari en var í upphafi veirufársins, þótt þjóðirnar hafi verið í mis- mikilli sóttkví allar götur síðan, og goldið sjálfum sér hrikalegt efnahagslegt högg. Öll hafa þessi ríki réttilega kallað til sín færustu sérfræðinga á sviðum faraldra og hvergi hefur stjórnmálaforysta reynt að hrifsa til sín máls- meðferðina án þess að áhrif slíkra liggi fyrir og helst opinberlega, svo að almenningur geti vitað hvað lá fyrir og hvað ekki þegar ákvarðanir um höft og lokanir voru teknar. Og ekki verður heldur um það deilt að þetta tafl var allan tímann mikil hrað- skák, því að vandinn vatt upp á sig og breyttist ógn- arhratt og fæst varð eins og sérfræðingarnir höfðu giskað á. Og það þekkir skákþjóðin að gera verður ráð fyrir því að iðulega tapist bestu leikirnir þegar naumur tími er til umhugsunar. Reynsla skáklistarinnar Við, sem höfum gaman af því, gefist tóm til, að fara yfir skákir á borði, þekkjum þetta. Og þótt hrað- skákir séu ekki allar geymdar eins og hefðbundnu Hann bað að heilsa okkur ’Bent hefur verið á það varðandi póst-atkvæðin, að sé ekki vinnandi vegur aðtryggja af öryggi að það sé í raun kjósandinnsem pantar atkvæðaseðil heim, fyllir hann út og kemur í póstkassa. Það er þekkt vandamál vestra að kjósendur í háskólabæjum kjósi þar og fari svo heim til pabba og mömmu og kjósi aftur þar. Og enn er sá vandi að krafa um persónuskilríki hefur ekki náð fram að ganga enn sem komið er. Reykjavíkurbréf30.10.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.