Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2020
LÍFSSTÍLL
Í kjallaraíbúð í Hlíðunum hafahjónakornin Guðjón Sveinssonog Ayça Eriskin hreiðrað um
sig. Lítill hvolpur að nafni Flóki tek-
ur æstur á móti gestinum og flaðrar
upp um hann glaður. Guðjón á fullt í
fangi með að ná þessum hnoðra af
blaðamanni og býður til stofu. Ayça
er þar fyrir, komin alla leið frá Ist-
anbúl en er nú sest að á Íslandi. Þau
kynntust fyrir rétt rúmu ári á Ís-
landi og voru gift níu mánuðum síðar
í Tyrklandi. Ástin bankaði nefnilega
hressilega upp á og þau vissu bæði
fljótt að þau vildu eyða ævinni sam-
an.
Ást á Menningarnótt
„Ég er frá Istanbúl en í uppvext-
inum fluttum við oft og bjuggum
víða um land, en foreldrar mínir eru
kennarar,“ segir hin 25 ára tyrk-
neska Ayça. Hún kom hingað fyrst í
ágúst í fyrra og það leið ekki á löngu
uns hún fann ástina.
„Ég hafði séð Ísland á samfélags-
miðlum og fannst það heillandi land.
Mig langaði að skoða og kynnast
landinu þannig að ég kom hingað og
var hér í þrjá mánuði. Ég kom sem
sjálfboðaliði hjá World Wide Fri-
ends í ágúst í fyrra til að læra um
umhverfismál og landbúnað. Heima
í Tyrklandi var ég í námi í fjölmiðla-
fræði og var ferðin hluti af náminu.
Við Guðjón hittumst svo á Menning-
arnótt 2019,“ segir hún.
„Við hittumst fyrst á netinu, eins
og ungt fólk gerir í dag, en ákváðum
sama dag að hittast. Ég fór að sækja
hana til Hafnarfjarðar og við fórum
svo í bíltúr í bæinn,“ segir Guðjón
Sveinsson, 25 ára hljóðmaður hjá
Exton og meðlimur í hljómsveitinni
Rings of Gyges.
„Eftir það fórum við á mörg
stefnumót,“ segir Ayça og brosir.
Var það ást við fyrstu sýn?
„Já, það má segja það. Alla vega í
lok kvöldsins pottþétt,“ segir Guð-
jón.
„Já, kannski. Ég vildi ekki viður-
kenna það í byrjun fyrir sjálfri mér
hversu fljótt hann náði að heilla
mig,“ segir Ayça og segist ekki hafa
hugsað út í að hún myndi falla fyrir
Íslendingi.
Næstu þrjá mánuði var unga par-
ið óaðskiljanlegt. Farið var á ótal
stefnumót og ástin blómstraði.
„Svo kom nóvember og þá var
komið að kveðjustund,“ segir Ayça.
„Ég held að við höfum alveg vitað
að við myndum hittast aftur,“ segir
Guðjón og Ayça segist hafa vonast
eftir að meira yrði úr sambandinu.
„Við söknuðum hvort annars mik-
ið, en mánuði seinna fór ég í fyrsta
sinn til Istanbúl og var þar í viku,“
segir hann.
Sagðir þú foreldrum þínum að þú
værir ástfangin af íslenskum manni?
„Já, svona eiginlega. Ég var frek-
ar feimin að segja þeim frá því, en
gerði það að sjálfsögðu og sýndi
þeim myndir af honum,“ segir Ayça.
Fastur í Tyrklandi
Guðjón segist strax hafa kunnað vel
við sig í Istanbúl. En eftir vikuna úti
þurfti parið aftur að skiljast.
„Ég var að reyna að telja hana á
að koma aftur til Íslands sem fyrst,
en hún var á leið í próf í janúar og
átti bráðum að útskrifast. Ég náði
samkomulagi við vinnuveitendur
mína og fór aftur út til hennar í jan-
úar. Og aftur í febrúar,“ segir Guð-
jón og hlær.
„Það getur nefnilega verið flókið
fyrir hana að koma hingað, meira
að segja á ferðamannaáritun. Það
þarf að sækja um með löngum fyr-
irvara og auk þess er það bara
tímabundið, til þriggja mánaða,“
segir Guðjón.
„Þegar þarna var komið var Covid
komið til sögunnar. Við fórum til
Grikklands á þessum tíma og sáum
ummerki þess; fólk með grímur og
takmarkanir,“ segir hann.
„Maður vissi ekkert hvað myndi
gerast, jafnvel ekki viku seinna.
Þetta var svolítið ógnvekjandi tími,“
segir hún.
„Svo í mars var farið að setja
skorður á ferðalög og ég sá í hvað
stefndi. Ég sá að allir viðburðir hjá
Guðjón Sveinsson og Ayça
Eriskin fundu ástina og kom-
ust yfir margar hindranir til
þess að geta verið saman.
„Við vildum
ekki sleppa
hvort öðru“
Guðjón Sveinsson og Ayça Eriskin fundu ást-
ina á Menningarnótt 2019. Þremur mánuðum
síðar þurfti Ayça að fara heim til Tyrklands, en
þau voru ekki tilbúin til að gleyma hvort öðru.
Guðjón var því með annan fótinn í Tyrklandi
og til að innsigla ástina giftu þau sig í Istanbúl
í lok maí. Ungu hjónin hafa nú hafið líf sitt
saman, með litla hvolpinum Flóka.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Guðjón og Ayça á brúðkaupsdaginn.
Ljósmynd/Úr einkasafni