Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 18
Erla Dögg segir að húsið standi á mjög lít-illi lóð og því þurfti að nýta plássið vel.Þar er til dæmis ekki pláss fyrir garð og því var þaksvölum komið fyrir til þess að hægt væri að njóta útiveru í húsinu. „Lóðin er mjög lítil og því áríðandi að húsið sé hannað með það í huga. Þar var ekki pláss fyrir garð og þess vegna bjuggum við til „roof deck“ sem kemur vel út. Á sömu hæð er eldhúsið svo það sé þægilegt að ná í það sem þarf. Við sóttum innblástur í íslenska náttúru og fegurð. Við vild- um hafa björt opin rými svo sólin í Kaliforníu gæti fengið að flæða óhikað inn um rúðurnar og þar er hægt að labba út á pallinn og þannig náð- um við að láta úti- og innisvæði flæða vel sam- an.“ Eldhúsið er á þriðju hæðinni eða nálægt úti- svæðinu. „Með því að hafa eldhúsið á þriðju hæðinni var hægt að njóta útsýnisins úr því. Eldhúsið er stílhreint og mjög skandinavískt en minnir líka svolítið á íslenska náttúru. Steinninn á veggnum og á eyjunni minnir svolítið á jökla Íslands,“ segir Erla Dögg. Húsið hlaut hönnunarverðlaunin Los Angeles Architecture Awards frá Viðskiptaráði Los Angeles sem veitt hafa verið í 50 ár. Húsið hlaut verðlaunin fyrir fegurð, nýsköpun og tækni. Húsið er verðlaunað fyrir mnmMOD- byggingartæknina og segja þau að það sé mjög flott því það gefur tækninni meiri kynningu og virðingu. Þegar þau eru spurð að því hverju þau hafi viljað ná fram með hönnun hússins, segjast þau hafa viljað koma með náttúruna inn í húsið. „Við settum stóra glugga og vildum hafa rýmin björt en vildum líka hafa stórt útirými,“ segir Tryggvi. Þið sækið mikið í íslenska náttúru í hönnun- inni, er hún meira heillandi en sjórinn, sólin og sandurinn í Kaliforníu? „Ég myndi frekar segja að það væri meira Listaverkin fara vel við rauðappelsínugulu stólana. Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson reka hönn- unarfyrirtækið Minarc í Santa Monica í Kaliforníu. Þau eiga heiðurinn af hönnun þessa húss sem er í Feneyjahverfinu í Los Angeles. Húsið hlaut hönnunarverðlaunin Los Angeles Archi- tecture Awards by Los Angeles Business Council og segja Erla Dögg og Tryggvi að það sé mikil viðurkenning. Marta María mm@mbl.is Húsið er á mjög lítilli lóð og því þurfti að nota hvern einasta fermetra vel. Hér væri nú ald- eilis hægt að hafa það náðugt. Sóttu innblástur í íslenska náttúru 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2020 LÍFSSTÍLL Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. Afsláttarverð gilda til 22. nóvember eða á meðan birgðir endast Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 11 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 11 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 FLAIR HÆGINDASTÓLL, ÞRÍR LITIR LJÓSBRÚNN, GRÁR OG SVARTUR 47.992 KR. 59.990 KR. SAGA HÆGINDASTÓLL, TVEIR LITIR GRÁR OG BRONS 71.992 KR. 89.990 KR. DUAL HÆGINDASTÓLL. TVEIR LITIR Í SLÉTTFLAUELI OG SVART BONDED LEÐUR. 47.992 KR. 59.990 KR. ZED BORÐSTOFUSTÓLL. SVART ÁKLÆÐI EÐA PU-LEÐUR. 25.492 KR. 29.990 KR.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.