Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 15
er stundum völt á fótunum. En það er fyrst núna í sumar að ég get sagt að ég sé komin með góða orku,“ segir hún, en nú eru liðin tæp tuttugu ár frá heilsutapinu. Vildi binda enda á lífið „Árið 2016 gerðust margir erfiðir hlutir. Ég tók mastersverkefnið mitt. Ég var í sjálfs- skoðun og sambandið mitt og eiginmannsins hékk á bláþræði. Því fór sem fór og ég var ást- fangin af öðrum manni og bað strax um skiln- að enda var ljóst að við vorum að sigla í strand,“ segir Beta. Hjónabandið endaði, en samband Betu við nýja manninn entist ekki. „Eigum við ekki bara að trúa því að hann hafi verið sendur inn á leiksviðið til að breyta málunum, ég veit það ekki. En þetta tvennt; skilnaður minn og þetta stutta ástarsamband, kom mér á myrkasta stað sem ég hef upplifað. Ég hafði upplifað líkamlega bugun en þarna upplifði ég algjört andlegt hrun,“ segir Beta og segist hafa farið niður í svartasta hyldýpi. „Ég gekk svo langt að það munaði litlu að ég mundi endanlega enda þetta líf. Það var ekki úthugsað en mér leið svo illa að þegar ég var að keyra niður Holtavörðuheiði upplifði ég þann dimmasta stað sem ég hef verið á og algjört helvíti, ég var ekki með sjálfri mér og ég sá bara svart. Ég fann að ég gat ekki meir. Ég ætlaði að keyra framan á stóran vörubíl. Þetta var ekki rökrétt hugsun en það var bara allt svart. En eitthvað kippti mér úr þessari hugs- un. Og ég get sagt þér það, eftir að hafa upp- lifað bæði líkamlegt og andlegt hrun, að and- legt hrun er það viðbjóðslegasta sem til er,“ segir Beta sem leitaði sér hjálpar á þessum tíma. „Ég var í mikilli sorg. Ég fór til geðlæknis, sálfræðings, á Al-Anon-fundi og leitaði til vina minna. Ég var komin í rosalega meðvirkni og andlega bugun. Eftir skilnaðinn þurfti ég að flytja, ganga frá öllu og hugsa um alla, og ég bara hrundi.“ Að opna á sársaukann Veistu hvers vegna þú varst í sorg? Var það að missa manninn þinn, nýja ástmanninn eða eitt- hvað annað? „Ég gat ekki gert mér grein fyrir því. Í raun þegar ég skrifa bókina sé ég að ég syrgði manninn minn og svo var gömul sorg sem ég þurfti að vinna með. Eitt af því var sorgin að hafa lent í náttúruhamförum og flutt frá fólkinu okkar. Ég saknaði Böddu systur mömmu sem var eins og systir mín og ég saknaði ömmu og afa í Eyjum. Við Valgeir tókum inn í söguna sögu forfeðra minna sem lentu í gríðarlegum áföllum. Núna á þessu ári gekk ég svo í gegn- um allar þessar sorgir, með skrifunum,“ segir hún. „Á móti kemur að ég geng stolt frá þessu öllu. Tel mig heppna konu og er þakklát fyrir genin mín. Þakklát að ég fékk tækifæri að kortleggja þetta allt og sjá arfleifð mína.“ Beta segir að upphafið að bókaskrifunum hafi verið að hún hafði farið í nokkur viðtöl og var í kjölfarið beðin um að skrifa bók um næringarfræði og hvernig hún hefði jafnað mig á heilsubrestinum. „En sá ritstjóri datt út. Á sama tíma hafði ég hitt Valgeir í gegnum andlegan hóp sem ég tilheyri. Eitthvað hvíslaði að mér að hafa sam- band við hann og ég hringdi í hann. Hann var þá staddur í fjallgöngu og ég spurði hvort hann vildi vera ritstjóri bókar minnar. Hann sagði bara strax já, eins og hann hefði verið að bíða eftir þessu símtali. Kvöldið sem ég hitti hann var ég illa fyrirkölluð þannig að við ákváðum að fara saman í sumarbústað um þá helgi. Á öðrum degi segir hann að bókin eigi ekki að vera um næringarfræði og batann, heldur vill hann segja mína sögu í heild. Við byrjuðum á bókinni en ég vildi hætta við hana; ég vildi ekki opna á þetta flóð, þennan sárs- auka. Mér fannst líka erfitt að það myndi halla á minn fyrrverandi mann, því ég myndi auðvit- að þurfa að tala um erfiðu árin í kringum veik- indin. En Valgeir sagði að ég myndi engan meiða; hann væri að segja mína sögu.“ Þráhyggjan var að drepa mig Á síðasta ári steig Beta skref sem hún segir hispurslaust frá í bókinni; skref sem hún segir hafa breytt lífi sínu. „Ég fór í ayahuasca-meðferð í desember. Ég vissi varla hvað þetta var þá. Þetta er hug- víkkandi efni og ég var síðust allra til þess að fara að taka þetta. En einhvern veginn hefur lífið leitt mig áfram í ótrúlegustu ævintýri,“ segir hún og segist hafa hitt fyrir tilviljun fólk sem tengist þessum meðferðum. Forvitnin vaknaði. „Á þeim tíma var ég enn alltaf með hnút í maganum, alltaf með kvíða og sé það núna að ég var haldin mikilli þráhyggju. Mér var sagt að ayahuasca-meðferð gæti hjálpað fólki að vinna úr áföllum og gæti einnig virkað vel á þráhyggju og fíkn. Ég hafði átt kærasta vet- urinn áður í sjö mánuði og var ekki alveg sátt við að hætta með honum, og endaði með þrá- hyggju af ástarsorg til hans. Þráhyggjan var að drepa mig. Ég fór á botninn og áttaði mig á því og á undarlegan hátt, eins og svo margt í lífi mínu, þá hitti ég rétta fólkið á réttum tíma og ég skráði mig í ayahuasca-meðferð,“ segir Beta og glottir yfir þessu og horfir út um gluggann, greinilega hugsi. „Þetta er athöfn sem shamanar stjórna. Það var kveikt á kertum og við sátum öll á dýnum. Öll ljós eru slökkt og maður á ekki að tala við annað fólk,“ segir Beta og segir þau hafa síðan drukkið drykk sem inniheldur ayahuasca. Ayahuasca breytti lífinu „Þetta var ótrúleg upplifun. Ég fann fyrir öll- um tilfinningum í heiminum. Ég fæ lömunina mína, ég upplifi tilfinningar tengdar eldgos- inu. Ég sá ekki sýnir en sá sjálfa mig í að- stæðum og sá nýjar víddir og liti. Fyrra kvöld- ið kýldist ég ofan í dýnuna sem lömuð og ég grét og grét og grét. Ég vissi ekki hvaðan gráturinn kom. Ég ældi mikið og leyfði mér það. Ég fór í huganum aftur á Grensás og sá alvarleikann og sá hversu hrædd ég hafði ver- ið þar. Þessi upplifun var eins konar speglun og ég fæ þarna að sjá þetta og skilja. Ég fæ að bera virðingu fyrir mér að hafa verið svona hrædd. Þarna gat ég séð hjónabandið mitt í kærleika; ég sá að þetta hafði bara verið of erfitt fyrir okkur. Við hefðum þurft meiri hjálp. Ayahuasca sýndi mér inn í sjálfa mig aftur,“ segir Beta en hún lýsir þessu vel í bók- inni: „Sársauki minn kemur til mín af miklu afli og keyrir mig niður í dýnuna. Ég engist sundur og saman af ólýsanlegri kvöl sem er ekki verkur í líkamanum heldur sársauki á einhverju sálarplani en ég hef samt þörf fyrir að gráta. Ég græt allt líf mitt. Ég sé veikindin mín, manninn minn sem ég skildi við, börnin mín; og það er eins og öll sektarkennd heims- ins sé komin til að berja á mér og mig langar að verjast þessari óvæntu árás. Hvað á það að þýða að velta þessu öllu yfir á mig? Hvað á ég að gera við allar þessar tilfinningar? Ég ræð engu. Ég er bara kona að berjast við að skapa mér hamingjusamt líf. Látið mig í friði. Öll þessi skömm. Allur þessi ótti. Ég ligg í gólfinu og bið Guð um miskunn.“ Í kjölfarið fór Beta í tvær serímóníur þar sem hún tók íslenska ofskynjunarsveppi. „Þar hélt ég áfram í þessari vinnu, að hreinsa út áföll og sorg. Í hvert skipti sem ég fór fann ég ofboðslega sorg og kvíða en labbaði út í meiri vellíðan.“ Finnur þú enn áhrifin af þessu nú mörgum mánuðum síðar? „Algjörlega. Þetta gerði mér ekki bara gott, þetta breytti lífi mínu,“ segir Beta og segist einnig þakka breytt líf vinnu sinni hjá sálfræð- ingum og Al-Anon. „Það var ótrúleg tiltekt í lífi mínu og sjálfs- skoðun. Mig langar að skilja sjálfa mig.“ Saman í stormi Bókarskrifin hófust í lok apríl og kemur bókin Svo týnist hjartarslóð út nú um helgina. Bryn- hildur Karlsdóttir var Valgeiri og Betu innan handar sem ráðgjafi. Bókarskrifin hafa þá verið mikil vegferð? „Já. Ég er búin að ganga í gegnum helvíti með því að losa þetta út, með svo góðum ár- angri að ég hef aldrei verið eins hamingjusöm. Mér hefur aldrei liðið eins vel á ævinni. Ég hef grátið í fanginu á Valgeiri. Ég hef setið með æludall fyrir framan hann. Ég hef viljað hætta þessu. Við höfum tekið alls konar dýfur en það hefur aldrei hallað á okkar samvinnu. Það er eins og við höfum unnið sem einn maður sam- an í stormi. Oft reyndi ég að fegra hlutina en Valgeir sá í gegnum mig og bað mig þá að segja mér söguna aftur, rétta,“ segir hún. „Hann vildi alls ekki skrifa ævisögu heldur vildi hann skoða inn í sál mína og fá mig til að opna dyrnar svo hann gæti skrifað heiðarlega um mína bresti, sorgir og sigra.“ Beta segir vináttu þeirra eftir skrifin vera fallega og hreina. „Hann er magnaður einstaklingur og hæfi- leikaríkur á svo margvíslegan hátt. Hann er náttúrlega frábær tónlistarmaður og svo hefur hann að geyma einstaklega fallega persónu. Hann er heilarinn minn. Valgeir er með ein- hverja aðra vídd og hefur svo næman skilning á fólki.“ Það má segja að lífi þínu hafi verið umbylt á síðustu mánuðum. Ertu mögulega enn stödd í miðri byltingu? „Já, ég er þar. Ég er enn að vinna í mér. En þráhyggjan og innri sorgin eru vonandi farin. Ég er meðvituð um að ég þarf að hlúa að mér sjálfri bæði líkamlega og andlega. Ég lifi í sátt við lífsstílinn minn og elska að mæta í vinnuna mína, þakklát fyrir það traust sem ég fæ frá mínum skjólstæðingum. Auðmjúk að fá tæki- færi til að lifa og mun halda áfram að gera mitt besta til að skilja eftir mig góðar minningar. Ef ég segi börnunum mínum heiðarlega frá öllu þá tel ég að þau muni bera minni skaða og síð- ur erfa mín áföll. Ég vil vera sönn og heiðarleg gagnvart sögu minni og vil lifa lífinu lifandi.“ „Ég fór í ayahuasca-meðferð í desem- ber. Ég vissi varla hvað þetta var þá. Þetta er hugvíkkandi efni og ég var síðust allra til þess að fara að taka þetta. En einhvern veginn hefur lífið leitt mig áfram í ótrúlegustu æv- intýri,“ segir Elísabet Reynisdóttir. Morgunblaðið/Ásdís 1.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.