Morgunblaðið - 06.11.2020, Side 1

Morgunblaðið - 06.11.2020, Side 1
F Ö S T U D A G U R 6. N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  262. tölublað  108. árgangur  VAR AÐ ÆFA MIG Í AÐ SEGJA SATT MÖRGUM SPURNINGUM ÓSVARAÐ HEFUR GEFIÐ ÚT 43 BÆKUR Á FERLINUM VEIRA Í MINKUM 6 KNUT ØDEGÅRD 32LJÓÐABÓK LOKA 36 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hans Prins, hótelstjóri á nýja Courtyard-hótelinu í Keflavík, segir útlitið bjart þrátt fyrir krefjandi að- stæður. Hótelið var opnað í byrjun október en það er fjögurra stjarna og þar eru 150 herbergi. Court- yard er eitt 30 vörumerkja sem heyra undir Marriott- hótelkeðjuna, sem er risi á alþjóðlegum hótelmarkaði. Þegar Morgunblaðið kom við á hótelinu voru hermenn úr bandaríska flughernum meðal gesta. „Reksturinn hefur gengið vel við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu. Verðið fyrir gistinguna er mjög sann- gjarnt miðað við gæði þjónustunnar,“ segir Prins. Nýja hótelið sé því vel samkeppnishæft. Staðsetningin skipti miklu máli en hótelið er stein- snar frá Keflavíkurflugvelli. Styrkir ferðaþjónustuna Þá styrki hið alþjóðlega vörumerki ferðaþjónustuna á svæðinu. „Staðsetningin er okkur afar mikil- væg. Hún á mikinn þátt í velgengni okkar fyrsta mánuðinn og mun eiga þátt í velgengni okkar í framtíðinni. Það er svo sannarlega þörf fyrir svona hótel á svæðinu,“ segir Prins og bendir á að hótelið henti m.a. sem fyrsti og síðasti dvalarstaður á ferða- lagi um Ísland. Spurður um framtíðarhorfur í rekstrinum bendir Prins á fjölgun ferðamanna fyrir faraldurinn. »12 Nýju Marriott- hóteli vel tekið  Hótelstjóri segir bjart fram undan Hans Prins Áberandi brim var við Gróttuvita á Seltjarnarnesi þegar ljós- myndari Morgunblaðsins átti þar leið um í gærkvöldi. Veður- stofan hafði gefið út gula viðvörun fyrir mestallt landið, en lægði hratt þegar leið á kvöldið. Mestur vindur var líklega á Bolungarvík þar sem hann náði 22 metrum á sekúndu um tíu- leytið. Veturinn er rétt handan við hornið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Há sjávarstaða og rok setti svip sinn á gærkvöldið víða um land Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Aukakostnaður hjúkrunarheimila vegna kórónuveirufaraldursins nam 312 milljónum króna til loka ágúst- mánaðar, samkvæmt samantekt Samtaka fyrirtækja í velferðarþjón- ustu (SFV), og að auki töpuðu þau 140 milljóna króna tekjum vegna daggjalda sem ekki fást vegna færri innlagna á heimilin. Ríkisvaldið hef- ur ekki viljað taka þátt í þessum kostnaði þótt það styðji við sínar eig- in heilbrigðisstofnanir. Þetta gagn- rýna forsvarsmenn stofnananna. Gísli Páll Pálsson, formaður SFV, segir að þessir peningar séu til hjá Sjúkratryggingum, gert hafi verið ráð fyrir því á fjárlögum að greitt yrði fyrir þessa daga. Útlit er fyrir að kostnaður og tekjutap verði meiri í þriðju bylgju kórónuveirunnar sem nú gengur yfir vegna þess að smit hafa komið inn á fjögur hjúkrunar- heimili í vetur en aðeins eitt í vor. Daggjöld ríkisins sem Sjúkra- tryggingar greiða eiga að standa undir rekstri hjúkrunarheimila en gera það ekki. Þau eru almennt rek- in með halla sem sveitarfélög og sjálfseignarstofnanir hafa ekki efni á að standa undir. Forstjórar hjúkr- unarheimila segja að ekki hafi feng- ist fullar bætur vegna aukins kostn- aðar, til dæmis launahækkana. Þá er í fjárlagafrumvarpi næsta árs boðuð hálfs prósents hagræðingarkrafa, fjórða árið í röð. Það þýðir að fram- lög til umönnunar heimilisfólks eru lækkuð sem þessu nemur. Afleiðingarnar eru þær að dregið er úr kostnaði eins og hægt er og heimilisfólkið fær aðeins grunnþjón- ustu. Þá er útgjöldum frestað, eins og til dæmis viðhaldi búnaðar og fasteigna. Starfshópur heilbrigðisráðherra sem falið var að greina raunkostnað við rekstur heimilanna er skammt á veg kominn með vinnu sína og skilar ekki niðurstöðum fyrr en í febrúar eða mars. » 10-11 Fyrsta bylgjan kostaði heimilin 450 milljónir  Daggjöld standa ekki undir kostnaði hjúkrunarheimila Ljósmynd/Landspítali-Þorkell Landakot Mikið ferli hefst þegar smit kemur upp meðal aldraðra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.