Morgunblaðið - 06.11.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 06.11.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 er bæði spennandi og ógnvekjandi Bókin fæst í Eymundsson UNGMENNABÓKIN Yfir eitt þúsund fulltrúar eru skráðir á tveggja daga rafrænan landsfund Samfylkingarinnar sem hefst í dag. Mikil spenna er í kringum kjör vara- formanns en Helga Vala Helgadóttir alþingismaður býður sig fram gegn núverandi varaformanni, Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarfulltrúa. Fundurinn hefst kl. 16 með setn- ingarræðu Loga Einarssonar for- manns. Kosningar til forystusveit- arinnar hefjast síðdegis og eiga úrslit í kjöri varaformanns að vera ljós fyrir hádegi á morgun. „Aðalatriðið er að efla innra starfið í Samfylkingunni. Það verkefni er á borði varaformanns og þar hef ég mjög mikinn metnað. Ég tel að það skipti sköpum fyrir gengi flokksins í þing- og sveitarstjórnarkosningum að innra starfið verði eflt og að við göngum í það með kröftugum hætti. Ég hef sett plan um hvernig ég vil gera það ef ég verð fyrir valinu. Stóra markmiðið er svo að Samfylkingin vinni stóran sigur í næstu þingkosn- ingum,“ segir Helga Vala. Hún segir tilgang framboðsins að gefa flokksfólki val og markmiðið sé ekki að vinna að stefnubreytingu því það sé grasrótin í flokknum sem móti stefnu Samfylkingarinnar og þeir sem veljast til forystu séu málsvarar þeirrar stefnu. Heiða Björg segist hafa sem vara- formaður tekið þátt í að byggja flokk- inn upp á ný með öðrum í forystunni að undanförnu og hún vilji fá tæki- færi til að halda því góða starfi áfram. „Mér finnst mikilvægt að það sé breidd í forystu Samfylkingarinnar, að þar sé ólíkt fólk sem starfar á mis- munandi vettvangi að sama mark- miði, þannig að við getum nálgast málin út frá mismunandi sjón- arhornum og með mismunandi reynslu og áherslur. Þar hefur tekist vel til hjá mér og Loga, þar sem við erum ólíkir einstaklingar og störfum hvort á sínum vettvanginum. Mér hefur fundist það mikilvægt og það hefur gefið góða raun að við getum starfað þar saman og náð með því meiri heildarsýn,“ segir hún. Þær taka ekki undir að kosninga- baráttan sé til marks um átök milli fylkinga eða arma. Heiða Björg segir að á síðustu árum sem hún hefur starfað í forystunni hafi hún ekki orð- ið vör við þá arma eða fylkingar sem talað hafi verið um að væru í Sam- fylkingunni. „Ég mun vanda mig við að ýta ekki undir að neitt slíkt verði til,“ segir Heiða Björg. „Ég tel að framboð mitt hafi hleypt ákveðnu lífi í flokkinn og það má m.a. sjá af þeim fjölda framboða sem hafa komið fram að undanförnu,“ segir Helga Vala. „Það hefur ekki verið jafn mikill áhugi á landsfundi lengi. Formaðurinn okkar er mjög vinsæll og það hefur töluvert að segja um ár- angurinn. Hann eykur gleðina í kringum sig og ég held að það hafi mjög mikil áhrif á þá stemningu sem er núna í aðdraganda landsfund- arins,“ segir hún. Margir lýsa stuðningi Fjölmargir hafa lýst stuðningi við frambjóðendurna á facebooksíðum þeirra. Meðal þeirra sem lýsa stuðn- ingi við Heiðu Björgu eru Jóhanna Sigurðardóttir fv. forsætisráðherra, Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur, Ellert B. Schram fv. alþingismaður, Gerður Kristný rithöfundur, Ólína Þorvarðardóttir fv. þingmaður og Rannveig Guðmundsdóttir fv. ráð- herra. Meðal stuðningsmanna Helgu Völu eru Margrét Frímannsdóttir fv. þingm., Illugi Jökulsson blaðamaður, Andri Snær Magnason rithöfundur, Jóhann Ársælsson fv. þingm., Mar- grét Sverrisdóttir fv. borgarfulltrúi, Ólafur Darri Ólafsson leikari og Ótt- arr Proppé fv. ráðherra. omfr@mbl.is Spenna í kring- um kosningu varaformanns  Yfir þúsund fulltrúar skráðir á raf- rænan landsfund Samfylkingarinnar Landsfundur » Sanna Marin, forsætis- ráðherra Finnlands og formaður Jafnaðarmannaflokksins í Finn- landi, flytur ávarp á setningar- hátíðinni síðdegis í dag. » Yfirskrift fundarins er „Vinna, velferð og græn framtíð“. Heiða Björg Hilmisdóttir Helga Vala Helgadóttir Alls 25 ný smit af Covid-19 greind- ust á landinu í fyrradag og af þeim voru 80% meðal fólks í sóttkví. Nú eru 762 í einangrun sýktir af kór- ónuveirunni en voru 798 á miðviku- dag. Á sjúkrahúsum landsins er 71 sjúklingur með kórónuveiruna, þrír á gjörgæslu. Á Landspítalanum eru tveir í öndunarvél. Alls 1.538 manns eru í sóttkví og 1.447 í skimunarsóttkví, samtals 2.985. Í síðarnefnda hópn- um er fólk sem þarf að fara í sóttkví á milli skimana á landamærunum. Tekin voru sýni úr tæplega 2.200 manns á miðvikudaginn. Staðan batnar því lítið eitt milli daga, sbr. að á þriðjudag voru ný smit 29 og 1.851 í sóttkví. Alls eru nú fimm börn yngri en eins árs í einangrun og 77 á aldr- inum 1-12 ára. Alls 31 eitt barn 13- 17 ára var með Covid í fyrradag. Fólk með kórónuveiruna er annars á öllum aldri, þar af 40 á níræðis- aldri og 22 yfir nírætt, skv. covid.is. Best er staðan á Austurlandi; þar eru tvö smit og einn í sóttkví. Alls 50 konur á meðgöngu hafa smitast af Covid hér á landi og eru dæmi þess að konur hafi verið með virkt smit í fæðingu. Þetta kom fram í máli Huldu Hjartardóttur, yfirlæknis fæðingarþjónustu Land- spítala, á upplýsingafundi almanna- varna í gær. Hulda sagði að ekki væri aukin hætta á smiti hjá þung- uðum konum, þótt merki væru um að þær veiktust verr en aðrar konur á barneignaaldri. Átján eru látnir Einn lést af völdum Covid sl. mið- vikudag. Viðkomandi var á tíræð- isaldri og var á Landspítalanum. Átján hafa látist af völdum Covid á Íslandi, tíu í fyrstu bylgju farald- ursins og átta í þriðju bylgjunni, þeirri sem nú gengur yfir. sbs@mbl.is 25 ný smit og 762 sýkt- ir af veiru í einangrun  Fimm börn yngri en eins árs eru í einangrun Kórónuveirusmit á Íslandi Staðfest smit frá 30. júní 5.017 staðfest smit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands 4. nóvember: 181,1 nýtt smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa Nýgengi, landamæri: 18,8 14 daga nýgengi 71 einstaklingur er á sjúkrahúsi, þar af 4 á gjörgæslu 25 ný inn an lands smit greindust 4. nóvember 1.447 í skimunarsóttkví 100 80 60 40 20 0 1.538 einstaklingar eru í sóttkví 762 eru með virkt smit og í einangrun júlí ágúst september október Fjöldi smita innanlands Fjöldi smita á landamærum18 einstaklingar eru látnir Ljósmynd/Almannavarnir Sviðsmynd Þríeykið víðfræga og góður gestur á fréttamannafundi í gær, Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans. Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Ákveðið var á fundi Veiðifélags Lax- ár í Aðaldal að áin yrði seld í heild sinni. Þá var ákveðið að breyta skipulagi veiðileyfa fyrir árið 2021 á þá leið að stöngum í ánni verði fækk- að úr 17 í 12, um 30% fækkun sem þykir umtalsverð og til þess fallin að bæta gæði veiða í ánni. Utan samstarfs þeirra jarða sem taka þátt í þessum breytingum eru jarðirnar Árbót og Jarlstaðir. Stefnt er að því að reka tvö veiðihús við ána, veiðihúsið í Nesi annars vegar og veiðihúsið Vökuholt á Laxamýri hins vegar. Gæði árinnar aukast „Gert er ráð fyrir að veiðimenn muni veiða alla ána á þremur dög- um, en um 70 ár eru síðan hægt var að veiða Æðarfossana, Mjósund, Brúarsvæðið, Núpafossbrún; Höfða- hyl, Presthyl, Vitaðsgjafa, Hólma- vaðsstíflu og Óseyrina í einum veiði- túr,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla. Þá segir einnig að horft sé til þess að bæta gæði veiðanna í ánni enda hafi veiðin verið erfið undanfarin ár. Afstaðið veiðisumar hafi þó kynt undir vonum um gott stórlaxasumar á næsta ári og því er horft til alls konar smærri framkvæmda í ánni til þess að vernda stofninn. Selja Laxá í Aðal- dal í heild sinni  Stefnt að rekstri tveggja veiðihúsa Jón Atli Benediktsson, rektor Há- skóla Íslands, hefur verið kjörinn forseti Aurora-háskólanetsins og mun leiða það næstu tvö ár. Hann tekur við forsæti af David Rich- ardson, rektor East Anglia- háskólans á Englandi. Ársfundi Aurora-netsins lauk í gær en hann fór fram með rafræn- um hætti. Netið er skipað níu evr- ópskum háskólum sem eiga það sameiginlegt að vera framúrskar- andi í rannsóknum samhliða því að leggja ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð og fjöl- breytileika nem- enda en þeir eru í heildina á þriðja hundrað þúsund, segir í tilkynningu HÍ. „Alþjóðlegt samstarf skiptir okkur í Háskóla Íslands miklu máli og höfum við notið afar góðs af Aurora- netinu á undanförnum fjórum ár- um. Ég hef setið í stjórn háskóla- netsins sl. þrjú ár og hlakka mjög til að stýra því næstu tvö árin,“ seg- ir Jón Atli í tilkynningunni. Háskólarnir í netinu eru, auk HÍ: Vrije-háskólinn í Amsterdam, East Anglia-háskólinn á Englandi, Há- skólinn í Duisburg-Essen í Þýska- landi, Háskólinn í Innsbruck í Aust- urríki, Háskólinn í Napolí – Federico II á Ítalíu, Roviri i Virgili- háskólinn í Tarragona á Spáni, Há- skólinn í Aberdeen og Háskólinn í Grenoble-Alpes í Frakklandi. Rektor Háskóla Íslands kjörinn forseti Aurora-háskólanetsins Jón Atli Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.