Morgunblaðið - 06.11.2020, Page 11
sem fólk fær varanlega búsetu.
Fram hafa komið fullyrðingar um
að þar séu daggjöldin 52 þúsund
þegar daggjöld hjúkrunarheimila,
án húsnæðisliðar, eru um 38 þús-
und.
Reykjavíkurborg rekur tvö
hjúkrunarheimili. Samkvæmt upp-
lýsingum Regínu Ásvaldsdóttur,
sviðsstjóra velferðarsviðs Reykja-
víkurborgar, má ekkert út af bregða
í rekstri Droplaugarstaða. Borgin
greiði með rekstrinum. Seljahlíð sé
of lítil eining og alltaf rekin með
halla. „Almennt er rekstrargrunnur
hjúkrunarheimila of lágur og alltof
lítil áhersla og fjármagn sett í fé-
lagslega virkni á heimilunum,“ segir
Regína.
Verkefnishópur seinn af stað
Skerðing á greiðslum til hjúkr-
unarheimilanna hefur verið metin
2,3 milljarðar kr. frá árinu 2018.
Misjafnt er hvernig þeir sem fara
fyrir hjúkrunarheimilunum meta
stöðuna, hvort það vanti 20, 30 eða
40% upp á daggjöldin til að endar
nái saman. En allir eru í vandræð-
um, stórir og smáir. Stóru eining-
arnar standa betur þótt það sé ekki
algilt eins og sést á því að Akur-
eyrarbær hefur þurft að greiða háar
fjárhæðir með rekstri hjúkrunar-
heimila þar í bæ.
Vonandi fæst einhver botn í þetta
með vinnu verkefnishóps heilbrigð-
isráðherra sem falið hefur verið að
greina raungögn um rekstur og
rekstrarkostnað hjúkrunarheimila.
Formaður hópsins er Gylfi Magn-
ússon prófessor en í honum sitja
einnig fulltrúar frá Samtökum fyr-
irtækja í velferðarþjónustu, Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga,
Sjúkratryggingingum Íslands og
heilbrigðisráðuneytinu. Verkefn-
ishópurinn átti að skila niðurstöðum
fyrir 1. nóvember en samkvæmt
upplýsingum blaðsins er starfið enn
á byrjunarstigi og niðurstaðna ekki
að vænta fyrr en í fyrsta lagi í febr-
úar eða mars á næsta ári. Þó hefur
KPMG verið falið að greina um-
rædd gögn.
Afleiðingarnar af „sveltistefnu“
ríkisins sem svo hefur verið kölluð
eru þær að dregið hefur verið úr
þjónustu við heimilismenn. Þar er
aðeins veitt grunnþjónusta. Það
bitnar vitaskuld á heimilisfólkinu.
Þá eru útgjöld sem geta beðið látin
sitja á hakanum, svo sem viðhald á
húsnæði. Það endar vitaskuld með
ósköpum, eins og þekkt er.
Morgunblaðið/Eggert
11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020
Hjúkrunarheimilin hafa orðið fyrir ýmsum skakkaföllum og auknum
kostnaði í kórónuveirufaraldrinum, bæði í vor og aftur nú í haust. Samtök
fyrirtækja í velferðarþjónustu áætla að aukakostnaðurinn hafi numið 312
milljónum til loka ágústmánaðar auk 140 milljóna króna tekjutaps. Ríkis-
valdið hefur ekki viljað taka þátt í þeim kostnaði þótt það styðji við sínar
eigin stofnanir. Þetta gremst forsvarsmönnum hjúkrunarheimila.
Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, segir að vegna sótt-
varna og veirusmita sé færra fólk tekið inn og það þýði minni tekjur. Hins
vegar aukist kostnaður vegna starfsfólks sem fer í veikindaleyfi eða
sóttkví og sóttvarnaráðstafana svo sem þrifa og sótthreinsunar.
Gísli Páll segir grátlegt að segja frá því að fjármunirnir séu til hjá
Sjúkratryggingum. Gert hafi verið ráð fyrir því í fjárlögum að greidd yrðu
daggjöld fyrir notkun þessara plássa en nú vilji ríkið græða á ástandinu.
Rökin séu þau að heimilin geti hugsanlega unnið þetta upp á seinni hluta
ársins en það gerist ekki í þriðju bylgju faraldursins, eins og allir eigi að
átta sig á. Smit hafa komið inn á fjögur hjúkrunarheimili í þriðju bylgju
faraldursins en aðeins eitt í vor. Þess vegna má búast við að kostnaður-
inn verði meiri í vetur en hann var á fyrri hluta ársins.
Fá engar bætur frá ríkinu
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR
Upplyfting Ýmislegt var gert til að brjóta upp dag-
inn á hjúkrunarheimilunum og lífga upp á tilveruna
hjá heimilisfólki í fyrstu bylgju kórónuveirunnar.
Sönghópurinn Lóurnar söng til dæmis fyrir utan
hjúkrunarheimilið Mörk við Suðurlandsbraut.
Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Skimun Sóttvarnir og forföll vegna Covid-19 og sóttkvíar á hjúkrunarheimilum
kostar fjármuni eins og á öðrum stofnunum og almennum vinnustöðum.
Á morgun: Flótti sveitarfélaga
frá rekstri hjúkrunarheimila og
möguleikar einkaframkvæmdar
við uppbyggingu.