Morgunblaðið - 06.11.2020, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Forsetakosningar í Banda-ríkjunum eru í nokkruuppnámi, enda óvenju-mjótt á munum og ógjörn-
ingur að segja til um hvernig fer,
þótt úrslit séu ljós í flestum ríkjum.
Og áfram er talið og talið, en flest
bendir til að póstatkvæðin svo-
nefndu, utankjörfundaratkvæði,
muni ríða baggamuninn.
Lengst af voru utankjörfundar-
atkvæði ekki ríkur þáttur í kosn-
ingum í Bandaríkjunum. Þau hefur
mátt greiða ef nauðsyn ber til, fólk
er sannarlega ófært um að koma til
kjörfundar af ýmsum ástæðum, en
þar ræddi löngum aðallega um aldr-
aða og sjúklinga, hermenn fjarri
heimahögum, Bandaríkjamenn bú-
setta erlendis, auk fólks á ferðalög-
um og þess háttar.
Undanfarna áratugi hafa æ
fleiri kosið að nota sér utankjörfund-
aratkvæði til að komast hjá ómakinu
við að fara á kjörstað á kjördag. Um
liðin aldamót var hlutfall utankjör-
fundaratkvæða þannig 10% en
hækkaði jafnt og þétt upp í 20% í
kosningunum 2016.
Kórónuveiran breytir öllu
En nú er ekkert venjulegt ár
með heimsfaraldurinn geisandi og
það allt, svo utankjörfundar-
atkvæðum fjölgaði gegndarlaust.
Samkvæmt stofnuninni U.S.
Elections Project við Flórída-
háskóla greiddu um 36 milljónir
manna atkvæði hjá kjörstjórn fyrir
kjörfund, en liðlega 65 milljónir með
póstatkvæði, alls rúm 101 milljón at-
kvæða utan kjörfundar. Endanlegar
tölur liggja ekki fyrir, en talið er að í
kringum 60 milljónir hafi svo farið á
kjördag nú á þriðjudag. Það þýðir að
um 63% greiddu atkvæði utan kjör-
fundar og að 40% atkvæða komu
með pósti. Það er tvöföldun frá síð-
ustu forsetakosningum.
Þetta er langmesta kjörsókn á
síðari tímum eða um 67%. Til þessa
hafa fleiri póstatkvæði ekki birst í
aukinni heildarkjörsókn, sem hefur
að jafnaði verið um 55% í forseta-
kosningum vestanhafs.
Biden hefur fengið fleiri at-
kvæði í þessari kosningu en nokkur
annar (Obama átti fyrra met með
tæpar 70 milljónir atkvæða) og
sennilega fer Trump yfir Obama
líka, þegar allt er talið.
Annað hlutfall í póstkosningu
Líkt og vikið er að í dálkinum
hér til hægri er kosningafyrir-
komulag með misjöfnum hætti í ríkj-
unum 50, en það á sérstaklega við
um póstkosningu. Þar hefur hvert
ríki sína gerð kjörseðils, misjafnt er
hvenær er lokað fyrir atkvæði,
hvernig talningu er háttað, hvað telj-
ast gildir kjörseðlar o.s.frv.
Póstatkvæði auka hættu á
svindli eða óeðlilegum afskiptum af
því hvernig fólk greiðir atkvæði,
ekki síst meðal viðkvæmra hópa.
Eins sýna rannsóknir að félagsstaða
hefur áhrif á það hversu hátt hlutfall
póstatkvæða reynist ógilt. Það hefur
þó sjaldnast mikið að segja og svindl
fátítt, en gæti haft áhrif í hnífjafnri
kosningu sem þessari.
Enn frekar vegna þess hve
póstatkvæði falla mismunandi eftir
flokkum. Af einhverri ástæðu hafa
demókratar jafnan verið mun dug-
legri við að kjósa í pósti en repúblik-
anar gjarnari að fara á kjörstað. Það
er enn meira áberandi nú, enda
hvatti Biden fólk til að kjósa með
pósti, en Trump bað það um að fara
endilega á kjörstað. Þess vegna eiga
demókratar miklu meira í póst-
atkvæðunum en repúblikanar og því
geta þau breytt svo miklu á loka-
metrunum.
Póstatkvæðin kunna
að ráða úrslitum
AFP
Póstkosning Starfsmenn kjörstjórnar í Utah koma færandi hendi með
svignandi bakka, fulla af atkvæðum í forsetakosningunum til talningar.
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrir umtveimurvikum virt-
ist sem
fríverslunar-
viðræður Breta og
Evrópusambands-
ins hefðu siglt í strand, og
gengu Bretar svo langt að
segja tilgangslaust að halda
þeim áfram. „Viðræðuslitin“,
ef þau geta kallast það, höfðu
þau áhrif að Michel Barnier,
aðalsamningamaður Evrópu-
sambandsins, virtist skipta um
skoðun og hét því að ef við-
ræður hæfust aftur mætti fara
að ræða fleiri hluti en fisk-
veiðiréttindi og samkeppnis-
reglur.
Þau tvö atriði hafa enda ver-
ið ásteytingarsteinar frá upp-
hafi viðræðnanna, en ljóst var
þegar í vor, að afarkostir Evr-
ópusambandsins í þeim efnum
myndu seint leiða til niður-
stöðu sem fullvalda ríki eins og
Bretland gæti sætt sig við.
Voru nokkrar vonir bundnar
við það, að Barnier hefði loks
áttað sig á því, að Bretar væru
nú í raun aftur fullvalda, og að
því yrði reynt að finna nálgun
sem gæti þjónað báðum.
Nú, tveimur vikum síðar,
viðurkenndu hins vegar bæði
Barnier og David Frost, samn-
ingamaður Breta, að enn væri
töluverður ágreiningur á milli
aðila um þessi efni, sem og
kröfur Evrópusambandsins
um hvernig skorið yrði úr deil-
um sem upp kynnu að koma.
Var það afstaða
Barniers að án
þessara atriða yrði
ekki hægt að
semja, en Frost
benti á, að sam-
komulag yrði ekki
gert ef ekki væri tekið fullt til-
lit til fullveldis Breta.
Komið er að elleftu stundu,
eigi fríverslunarsamningur yf-
irhöfuð að nást. Það er eitt að
koma sér saman um sam-
komulagsdrög og undirrita
þau, en þá tekur við staðfest-
ingarferlið, þar sem öll Evr-
ópusambandsríkin 27 þurfa að
samþykkja samkomulagið.
Öllu þessu þarf að vera lokið
fyrir 1. janúar næstkomandi.
Satt að segja kemur á óvart,
að þegar svo skammur tími er
til stefnu, og viðræðunum hef-
ur þegar verið „slitið“ einu
sinni, að Barnier og félagar
hans berji enn höfðinu við
steininn. Ef til vill er of langt
gengið að segja að þessum
tveimur vikum hafi verið sóað,
en allar líkur eru þó á því að
undanþágutími Breta renni út
um áramótin án samnings.
Slík niðurstaða kæmi sér illa
fyrir alla, ekki síst ríki Evr-
ópusambandsins sjálf, sem og
önnur ríki sem treysta á greið
viðskipti við Breta. Þeirra á
meðal eru Íslendingar, sem
hafa þó komið sinni ár betur
fyrir borð. Áfram þarf þó að
huga vel að því að hagsmunir
okkar séu varðir í þeim ólgusjó
sem fram undan er.
Fögur fyrirheit
Barniers um bót
og betrun hafa
engu skilað}
Höfðinu barið við stein
Sigríður And-ersen alþing-
ismaður skrifar á
vefsíðu sína um
aðvaranir Jonat-
hans Sumptions, lávarðar og
fyrrverandi dómara við
hæstarétt Breta, vegna að-
gerða hins opinera gegn kór-
ónuveirunni. Tilefnið var sam-
þykkt breska þingsins á
reglum forsætisráðherra um
allsherjarlokun í Bretlandi
næstu vikur.
Sigríður hefur eftir Sump-
tion að breska ríkið hafi aldrei
áður notað aðra eins valdbeit-
ingu gegn borgurum sínum og
nú á tíma kórónuveirufarald-
ursins. Hún segir hann ekki
draga í efa að faraldurinn sé
skæður en að hann sé ekki í
neinum vafa um að þegar frá
líði verði aðgerðirnar gegn
honum minnisvarði um alls-
herjargeðshræringu og afglöp
stjórnvalda. Sumption telji
stjórnvöld hafa farið út fyrir
heimildir sínar og hætt sé við
að þó að heimildirnar verði
settar í lög vegna
kórónuveirunnar
kunni þær síðar að
verða nýttar í öðr-
um tilgangi.
Í þessu samhengi hefur Sig-
ríður eftir Sumption lávarði
að hryðjuverkalöggjöfin frá
2000 og 2006 hafi ekki aðeins
verið nýtt til baráttunnar
gegn hryðjuverkum heldur í
margvíslegum öðrum tilgangi,
meðal annars til að frysta
„eignir íslensks banka í þágu
breskra innstæðueigenda“.
Sigríður segir „áhugavert
fyrir okkur Íslendinga að
beiting hryðjuverkalaganna
gegn Landsbankanum og
raunar íslenska ríkinu sé
nefnt af fyrrum hæstarétt-
ardómara Breta sem dæmi um
hvernig valdheimildir hafi
verið nýttar í allt annað en
þeim var ætlað“.
Allt er þetta mjög umhugs-
unarvert enda verður alltaf að
fara varlega í að færa ríkis-
valdinu aukin völd á kostnað
borgaranna.
Óvænt tengsl
tveggja vágesta}Icesave og kórónuveiran
A
ð gera hlutina saman er svo
miklu betra en að sitja einn að
málum. Við í stjórnarandstöð-
unni á Alþingi höfum mikið talað
fyrir samráði og hvatt ríkis-
stjórnina til þess að efna þau orð í stjórnar-
sáttmála að efla Alþingi og auka samráð milli
flokka. Því miður hefur samráðið þar helst
falist í því að ráðherrar senda okkur boð á
kynningarfundi sína og kalla það samráð en
ég held að þar megi gera betur.
Að sama skapi hef ég talað mikið fyrir
hvers konar samfélagsþátttöku og mikilvægi
hennar. Það að taka þátt í samfélagsverk-
efnum auðgar hvort tveggja líf þátttakenda
sem og samfélagið allt, hvort sem um er að
ræða þátttöku í hverfisráðum, íþrótta-
félögum, kórastarfi, leikhópum eða stjórn-
málaflokkum.
Frá því í síðasta hruni hefur umræða um stjórnmál og
stjórnmálaflokka því miður verið ansi neikvæð. Við höf-
um horft á tortryggni aukast út í það lýðræðislega starf
sem unnið er inni í stjórnmálaflokkum og jafnframt fylgst
með trausti á stjórnmálum og kjörnum fulltrúum á þingi
og sveitarstjórn minnka.
Með aukinni þátttöku almennings í hvers kyns stjórn-
málastarfi er ég handviss um að virðingin og traustið til
þessa hópverkefnis sem stjórnmálastarf er eykst. Það er
nefnilega mjög gefandi og skemmtilegt að láta sig sam-
félagsmál varða, en það er einmitt það starf sem innt er af
hendi í stjórnmálaflokkum. Þar fer fram lýðræðisleg um-
ræða um allt mögulegt er varðar samfélag okk-
ar innan lands sem utan.
Innan Samfylkingarinnar starfa fjölbreyttar
málefnanefndir en einnig ungliðahreyfing,
hreyfing eldri borgara, kvennahreyfing og
jafnvel ferðafélag svo eitthvað sé nefnt. Það
sem sameinar þessa ólíku hópa eru hugsjónir
jafnaðarmanna, sem eiga rætur langt aftur í
tímann. Jafnaðarmannahugsjónin er grunnur-
inn að öllu okkar starfi, nútíminn er svo sá
veruleiki sem við vinnum í með jafnaðarmanna-
hugsjónina að leiðarljósi fyrir framtíðina. Það
er þetta sem gerir samstarf grasrótarinnar svo
nærandi. Það er samveran og samvinnan að
þeim málefnum sem við viljum setja á oddinn
hverju sinni sem gerir þetta starf svo mik-
ilvægt. Hver einasti hlekkur starfsins skiptir
jafn miklu máli, hvort sem um er að ræða
skipulagningu og þátttöku á fundum, útbreiðslu kosn-
ingaáherslna í aðdraganda kosninga, kaffiuppáhellingar
og vöfflubakstur, samtal í málefnastarfi eða það að standa
í pontu Alþingis eða sveitarstjórnum. Við skiptumst á og
gerum þetta saman í fjölbreyttum félagsskap.
Hvort sem fólk aðhyllist stefnu Samfylkingarinnar eða
annarra stjórnmálaflokka vil ég hvetja fólk til þátttöku.
Fjarfundarformið er komið til að vera og þannig geta líka
þeir sem eiga erfiðara með að komast að heiman tekið
fullan þátt í starfi stjórnmálaflokka. Látum okkur sam-
félagið varða og tökum þátt í því. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Sam-félag
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Forsetakosningar í Bandaríkj-
unum eru ekki beinar, heldur er
kosið í hverju ríkjanna 50 (auk
Washington DC) til kjörmanna
ríkisins, sem síðan velja for-
seta. Sigurvegari í hverju ríki
(með tveimur undantekningum)
hirðir alla kjörmenn þess
Þar sem það eru ríkin sem
velja fulltrúa, þá kemur alrík-
isstjórnin ekki að skipulagi eða
framkvæmd kosninganna.
Reglur og framkvæmd geta
því verið með mjög misjöfnu
móti. Hvort sækja þarf um póst-
atkvæði, hvort gefa þurfi skýr-
ingar eða ekki (faraldurinn
dugði sem skýring nú), hvernig
atkvæðið er vottað, hvernig því
skal skilað, hvenær það þarf að
hafa borist eða verið sent, og
eins hvernig talið er, í höndum,
með vél eða blandi beggja.
Hefðir eru sömuleiðis mis-
jafnar, á vesturströndinni er
póstkosning mjög algeng en fá-
tíð í Suðurríkjunum.
Misjafnar
eftir ríkjum
PÓSTKOSNINGAR