Morgunblaðið - 06.11.2020, Page 18

Morgunblaðið - 06.11.2020, Page 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020 Heill og sæll Wer- ner. Hinn 16. október skrifar þú grein í Morgunblaðið um að- skilnað ríkis og kirkju. Ég ætla ekkert að minnast á það, sem er auðvitað argasti dóna- skapur og bið ég for- láts, en beina augum að öðru í annars vel skrifaðri grein. Það ber að taka fram að þótt ég sé guð- fræðinemi, þá tala ég ekki fyrir hönd neins innan kirkjunnar. Þú víkur máli þínu meðal annars að „ miður æskilegum trúarbrögð- um“. Nokkuð sem ég á erfitt með að skilja. Fyrir mér er trú að öllu leyti af hinu góða, þar sem hún veitir von sem er nauðsynleg í daglegu lífi þeg- ar allt virðist bresta. Trúarbrögð og iðkun þeirra er svo allt annað mál. Flest trúarbrögð hafa einhvers stað- ar skilið eftir sig blóði drifna slóð. Oftar en ekki er þar um að ræða ein- hvers konar alræðispólitík sem kem- ur trú ekki við. Kristnir eiga kross- ferðirnar, sem var blóðbað á báða bóga þangað til arabísk herkænska fór með sigur af hólmi. Auðvitað má fabúlera um að hlutverk krossferð- anna hafi verið að komast yfir hinn heilaga Gral, það hafi tekist og nú sé hann falinn, jafnvel á Íslandi. Hvað sem því líður voru krossferðirnar blóðugt stríð, byggt á stolti kónga, keisara og páfa Síðast má nefna Fil- ippus fríða sem allir frímúrarar þekkja af einu sérstöku sögulegu at- viki, þegar Jaques de Molay, æðsti maður musterisriddaranna, var brenndur árið 1314. Einnig mætti nefna hið tryllta stríð sem fór um Evrópu í kringum siðaskiptin, það var heldur en ekki geðslegt. Annað virðist þér hugleikið, en það er niðurfelling kristinfræðinnar. Sjálfum fannst mér þetta heimsku- legt um árið, en við nánari ígrundun virðist mér sem almenn trúfræðsla sé af hinu góða. Þó ekki væri nema í sagnfræðilegum skilningi. Þar má sýna fram á hvað tengir trúarbrögð- in og hvað ekki. Hvar er beitt ofbeldi og hvar ekki. Trúarbrögðin eiga nefnilega miklu fleira sammerkt en fólk heldur. Hvort sem um er að ræða íslamska eða kristna öfgabrjál- æðinga þá eiga þeir lítið sem ekkert sameiginlegt þeirri trú sem þeir segjast iðka. Kóraninn og upphaf hans sýnir virðingu kristnum og gyð- ingum og Jesús er nefndur mun oft- ar í Kóraninum en Múhameð. Sam- eiginleg trúarbragðafræðsla, með börn af ýmsu þjóðerni, gæti verið gott skref til að styrkja samhug með Íslend- ingum og fólki af öðru þjóðerni. Kirkjan glatar engu á því og þá er kom- ið að máli málanna. Staða kirkjunnar í ís- lensku þjóðfélagi. Kannski stendur kirkjan illa og fólki finnst flott að ganga úr þjóðkirkjunni. Þetta hefur fylgt Íslend- ingum frá því þeir tóku kristni, en máttu blóta goðin í leyni. Þarna er um að ræða tvískinnung sem er mjög áberandi í fari Íslendinga. Kirkjan er fín fyrir jarðarfarir og skírn og brúðkaup en að öðru leyti er eins og kirkjan komi mörgum ekki við. Þar er við margt að sakast. Vissulega hafa komið tímar þar sem kirkjan er í lægð, en höfuðborgarbúar mega stundum líta aðeins út fyrir þessa borg á gelgju- skeiði. Sveitakirkjur voru ekki bara hús fyrir skylduræknismessur held- ur staður þar sem ólíkt fólk kom saman að fá svolítið ljós í miðju skammdeginu, vonarneisti í kafalds- bylnum og myrkrinu. Íslendingar þurfa á birtu að halda yfir vetr- armánuðina, þar býður kirkjan, eða á að gera það, þreyttum skjól og öðr- um ljós. Það þarf bara stundum að auka ljósið á týrunni. Fermingin sem trúlausir fram- kvæma er svo annað mál. Lítið svo sem við hana að athuga nema nafnið. Hvað eru unglingarnir að staðfesta (confirmatio)? Inngöngu í söfnuð trúlausra sem þeir hafa þá ekki verið skírðir til. Það er einhver þversögn í þessari „borgaralegu fermingu“ sem mætti alveg útskýra fyrir mér. Hvað varðar ásatrúarmenn, þá sé ég lítið athugavert við að fólk sinni þessari trú, sem í raun var trú á náttúruna og náttúruöflin og á stundum lítið sameiginlegt með því sem hinn kristni Snorri Sturluson setti á blað, með biblíulegum heims- endi og „nýrri Jerúsalem“. Fleiri mættu að ósekju vera meðvitaðri um jörðina sem við fáum að ganga á. Eins og þú sérð er þetta lett- ersbréf meira spjall en eitthvert rifr- ildi, en einmitt þannig gerast hlut- irnir. Opið svarbréf til Werners Rasmussonar Eftir Sigurð Ingólfsson Sigurður Ingólfsson » Sveitakirkjur voru ekki bara hús fyrir skylduræknismessur heldur staður þar sem ólíkt fólk kom saman Höfundur er guðfræðinemi og skáld. drsiggi@gmail.com Heiðmörk er náttúru- garður og þjóðar- gersemi. Þar hafa þús- undir sjálfboðaliða allt frá sjötta áratug síðustu aldar tekið þátt í að um- breyta uppblásnu landi í stærsta skóg á höf- uðborgarsvæðinu. Þess vegna er svæðið orðið að útivistarparadís. Í Heiðmörk hafa ung- lingar í Vinnuskóla Reykjavíkur lagt göngustíga um skóginn í áratugi. Þessir skógarstígar er merktir með sérstökum litum. Sá blái er 7,5 km langur og kallast Vatnahringur. Sá græni er 3,3 km að lengd og kallast Skógarhringur. Sá bleiki er 1,8 km langur og kallast Norðmanna- hringur. Sá appelsínuguli er 4,1 km að lengd og kallast Strípshringur. Ofar í Heiðmörkinni eru þrír aðrir merktir hringir með sína liti. Ég geng reglulega í Heiðmörk og tek þá til skiptis bláa, bleika, app- elsínugula eða græna hringinn. Það veitir mér gleði og ánægju að ganga eftir þessum skóg- arstígum og njóta feg- urðar Heiðmarkar og yndisleika þessa svæðis. En það er einn galli á gjöf Njarðar. Ég þarf alltaf að hafa varann á mér vegna hjólreiðamanna. Stundum koma þeir aftan að manni og hafa í fæstum tilfellum bjöllu á hjólum sín- um til að gera mér viðvart. Síðan koma þeir margir á móti manni á fleygiferð. Oft á tíðum eru hjólamenn að ná upp púlsi með því að hjóla af öll- um lífs- og sálarkröftum eftir þessum mjóu skógarstígum. Aldrei hefur nokkur einasti hjólreiðamaður stöðv- að hjólið sitt til þess að gefa mér færi á að ganga fram hjá honum. Ég þarf alltaf að fara út af skógarstígnum og út í móa og hleypa viðkomandi hjóla- manni fram hjá sem er yfirleitt á tölu- verðum hraða. Samkvæmt nýjum umferðarlögum sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn er reiðhjól skilgreint sem ökutæki. Í 43. grein sömu laga segir: „Hjólreiðamaður á gangstétt, göngustíg eða göngugötu skal víkja fyrir gangandi vegfarendum. Hann skal gæta ýtrustu varkárni og ekki hjóla hraðar en svo að hann geti vikið úr vegi fyrir gangandi vegfarendum sem eiga leið um. Hann skal gefa hljóðmerki þegar hann nálgast gang- andi vegfarendur ef ætla má að þeir verði hans ekki varir.“ Um helgar er mikil umferð á skóg- arstígunum. Það er ekki bara gang- andi fólk heldur einnig hlaupandi auk margra hjóla. Sumir skokkararnir eru með tónlist í eyrunum og heyra því ekki þegar hjól koma aftan að þeim. Í skóginum eru margar blind- beygjur. Það er ekki spurning um hvort það verði slys einn daginn held- ur hvenær. Skógarstígarnir sem um ræðir eru báðum megin við Heiðarveg sem nær frá vegamótunum við Elliða- vatnsbæinn og suður að Strípsvegi. Leyfilegt er að hjóla á skógarstíg- unum sem eru austan við Heiðarveg- inn. Aftur á móti er bannað að hjóla á stígunum sem eru vestan við hann. Það er mín reynsla að hjólreiðamenn viti það ekki einhverra hluta vegna. Þeir hjóla á öllum þessum stígum. Að mínu mati gengur það ekki að leyfa hjólreiðar á þessum skóg- arstígum sem oft og einatt eru mjög mjóir, á sumum stöðum einstigi. Þeir voru upphaflega lagðir fyrir gangandi og hlaupandi fólk. Ég get vel skilið að hjólreiðamenn sækist eftir að hjóla í þessu fagra umhverfi. Stígarnir bera ekki þessar hjólreiðar. Víða eru þeir illa farnir eftir hjólin og verða eitt for- arsvað þegar rignir. Gangandi og hlaupandi fólk á að geta notið þessara skógarstíga án þess að vera sífellt hrætt um að lenda í slysi vegna hjól- reiðamanna. Slysahætta á skógarstígum í Heiðmörk Eftir Bjarna Þór Bjarnason »Að mínu mati gengur það ekki að leyfa hjólreiðar á þessum skógarstígum sem oft og einatt eru mjög mjóir, á sumum stöðum einstigi. Bjarni Þór Bjarnason Höfundur er sóknarprestur og áhugamaður um útivist. Félagshagfræðileg greining borgarlínu var gefin út fyrir nokkrum vikum en hana má nálgast á borgarlinan.is. Nið- urstaða hennar er að þjóðhagslegur ábati af framkvæmdinni er metinn tæplega 26 milljarðar kr. að nú- virði. Greiningin var framkvæmd með danska arðsemislíkaninu TERESA sem hannað var fyrir samgönguráðuneyti Danmerkur til að samræma aðferðafræði við gerð kostnaðar-ábatagreininga á sam- gönguverkefnum. Líkanið hefur m.a. verið notað fyrir uppbyggingu metrókerfisins í Kaupmannahöfn. Líkanið var þróað af samgöngu- hagfræðingum í Danmörku, út frá kröfum Evrópusambandsins um gæði kostnaðar- og ábatagrein- inga. Áhrif á alla ferðamáta skoðuð Samhliða greiningunni var útbú- ið ítarlegt samgöngulíkan fyrir höfuðborgarsvæðið og áhrif borg- arlínunnar á alla ferðamáta greind, líkt og tíðkast annars stað- ar á Norðurlöndum. Niðurstöður líkanskeyrslna með og án borg- arlínu voru að borgarlínan mun draga úr umferðartöfum frá því sem hefði orðið. Tilfærsla farþega frá einkabílum í almennings- samgöngur í líkaninu gerist vegna þess að notendur meta almenn- ingssamgöngur sem samkeppn- ishæfan ferðamáta á við einkabíl m.t.t. ferðatíma og beinna út- gjalda. Í greiningunni er tími fólks verðmetinn og ferðatímasparnaður notenda almenningssamgangna reiknast sem 94 ma.kr. ábati yfir 30 ára greiningartímabilið. Sam- kvæmt niðurstöðum samgöngu- líkansins mun ferðum með al- menningssamgöngum fjölga um 20% á dag árið 2024 vegna tilkomu borgarlínu. Hér er því um að ræða bæði núverandi og nýja notendur. Fargjöld endurspegla ábata fyrir hluta farþega Í greiningunni eru fargjöld „nú- verandi notenda“, þ.e. þeirra sem ferðuðust á áhrifasvæði borgarlín- unnar fyrir opnun hennar, með- höndluð sem tilfærslur til rekstr- araðila borgarlínunnar og teljast ekki sem ábati í lokaniðurstöðu. Útgjöld „nýrra notenda“, þ.e. þeirra sem byrja að ferðast á áhrifasvæðinu vegna tilkomu borg- arlínunnar, eru hins vegar talin til samfélagslegs ábata. Eru far- gjöldin talin endurspegla ábata nýrra notenda af borgarlínunni. Tekið er tillit til þessa í lokanið- urstöðu í samræmi við reglur „Guide to Cost Benefit Analysis of Investment Projects“ frá Evrópu- sambandinu og reglur í dönskum stöðlum. Lokavirði framkvæmdarinnar endurspeglar ábata umfram tíma greiningarinnar Lokavirði mannvirkisins endur- speglar hagrænt virði þess í lok greiningartímans, m.a. í formi nú- virts ábata umfram tíma greining- arinnar. Mannvirkið hefur enda verið í góðu viðhaldi á greiningar- tímanum og gert ráð fyrir að það muni nýtast borgarbúum um ókomna tíð. Í þessu sambandi má nefna að Hvalfjarðargöng eru nú yfir 20 ára gömul en hagrænt virði ganganna, sem m.a. felst í núvirt- um ábata vegstyttingarinnar næstu áratugi, er enn mikið. Að setja lokavirði jafnt og 0 er ekki í samræmi við gildandi reglur í kostnaðar- og ábatagreiningum. Lokavirðið er samgæði íbúa höfuð- borgarsvæðisins, þ.e. fjárfesting í framtíðarlífsgæðum. Gert ráð fyrir áhættu í útreikningum Til að taka tillit til áhættu og meta áreiðanleika greiningarinnar var gerð næmnigreining á ákveðnum þáttum, til viðbótar við 50% óvissuálag á framkvæmda- kostnað. Næmnigreiningin sýndi að verkefnið heldur samfélags- legum ábata þrátt fyrir talsverðar breytingar á helstu kostnaðar- liðum og öðrum forsendum. Samræmd aðferðafræði og tilmæli OECD Jákvætt er að félagshagfræðileg greining borgarlínu hafi verið gerð og lykilatriði er að haldið verði áfram að gera slíkar greiningar á samgönguverkefnum, með sam- ræmdri aðferðafræði, til að fá samanburð á verkefnum. Nið- urstöður slíkra greininga geta ver- ið ráðgefandi fyrir forgangsröðun framkvæmda þótt önnur atriði geti einnig ráðið för, m.a. byggða- og umhverfissjónarmið. Það hefur ekki tíðkast hérlendis að fram- kvæma slíkar greiningar fyrir samgönguinnviði og í efnahags- legri greiningu OECD á Íslandi 2019 var ein helsta ráðleggingin til að bæta opinberar fjárfestingar sú að framkvæma ítarlegar fé- lagshagfræðilegar greiningar áður en ráðist er í stór innviðaverkefni. Borgarlínan hluti af margþættri lausn Borgarlínan er niðurstaða ára- langs samstarfs ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu: Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Reykja- víkur og Seltjarnarness. Í sam- göngusáttmála ríkisins og sveitar- félaganna er gert ráð fyrir að borgarlínan verði hluti af marg- þættri lausn sem felur einnig í sér fjárfestingu í vegamannvirkjum og aukna áherslu á virkar sam- göngur. Meginmarkmiðið með borgarlínunni er að skapa sam- keppnishæfan og umhverfisvænan valkost við einkabíla með stórauk- inni þjónustu, aukinni tíðni, hrað- ari ferðum og bættu aðgengi og samspili almenningssamgangna og skipulags. Íbúum höfuðborgarsvæðisins mun fjölga mikið á næstu áratug- um. Niðurstöður samgöngulíkans benda til að umferðartafir myndu aukast til muna á næstu áratugum þó að fjárfest yrði eingöngu í inn- viðum fyrir bílaumferð. Margþætt lausn í samgöngum og þétting byggðar varð því fyrir valinu í sviðsmyndagreiningu svæð- isskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Lausnin fælist í fjöl- breyttum samgönguvalkostum sem auka afköst í samgöngum og gæði hins byggða umhverfis. Félagshagfræðileg greining borgarlínu Eftir Ólöfu Krist- jánsdóttur og Metu Reimer Brödsted » Í greiningunni er tími fólks verðmet- inn og ferðatímasparn- aður notenda almenn- ingssamgangna reiknast sem 94 ma.kr. ábati yfir 30 ára grein- ingartímabilið Ólöf Kristjánsdóttir Greinarhöfundar eru verk- og hag- fræðingar Mannvits hf. og COWI A/S sem eru höfundar félagshagfræði- legrar greiningar borgarlínu. olof@mannvit.is og mrbr@cowi.com Meta Reimer Brödsted

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.