Morgunblaðið - 06.11.2020, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020
Þegar stórt er spurt
er oft fátt um svör og
ekki heldur sama hver
svarar. Síðastliðin 30
ár hef ég horft upp á
framkvæmdir og opn-
un jarðganga á hlið-
arlínunni og þó ekki. Í
þessari grein og ætla
ég að fara í grófum
dráttum yfir öryggis-
mál jarðganga eða
vöntun á öryggi fyrir vegfarendur
og viðbragðsaðila. Mín skoðun er
að það þurfi mikið að laga og sér-
staklega innan sjálfrar Vegagerð-
arinnar.
Á almenningur ekki að geta
gengið út frá að fyllsta öryggis sé
gætt í jarðgöngum sem og öðrum
mannvirkjum? Svarið er jú og
Vegagerðin á að sjá til þess en ekki
reyna að komast undan öryggis-
málum. Síðustu tvenn jarðgöng
voru opnuð fyrir umferð ári áður
en þau voru tilbúin. Öryggismálin
ekki höfð í fyrirrúmi. Tveimur vik-
um áður en jarðgöng eru tekin í
notkun eiga björgunaraðilar að
halda æfingu í samræmi við við-
bragðsáætlun sem á að útbúa sam-
hliða hönnun jarðganga.
Vegagerðin reynir ítrekað að
taka ekki þátt í kostnaði í tengslum
við brunavarnir og viðbragð í jarð-
göngum. Í dag fellur augljóslega
töluverður viðbótarkostnaður á
sveitarfélögin sem tengist beint
brunavörnum og öryggi í jarðgöng-
unum. Þá hefur Vegagerðin ekki
tekið þátt í kostnaði við sérhæfðan
búnað slökkviliðsmanna (slökkvi-
liða), viðbragðsæfingar eða við
þjálfun vegna slysa eða elds í jarð-
göngum nema að litlu leyti.
Samkvæmt 5. mgr. 4. gr. reglu-
gerðar nr. 614/2004 um brunavarn-
ir í samgöngumannvirkjum skal
endurskoða brunahönnun og
áhættumat samgöngumannvirkis á
fimm ára fresti og
endurskoða á fimm
ára fresti og ef veru-
legar breytingar verða
á forsendum bruna-
hönnunar.
Í fæstum jarð-
göngum er útvarp og
GSM. Í Hvalfjarð-
argöngum er allur
pakkinn ásamt mynda-
vélakerfi en hver er að
horfa? Útvarp, GSM
og Tetra er í örfáum
göngum. Þar sem ekki
er útvarp eða GSM er ekki hægt að
koma upplýsingum til ökumanna.
Er það ásættanlegt öryggi? Norð-
menn hafa sett sem skilyrði að öll
jarðgöng yfir 500 m að lengd séu
tengd útvarpssendingum, óháð um-
ferð og aldri mannvirkis. Hér er
ekkert gert eða mjög lítið. Hver
ber ábyrgð, er það Vegagerðin,
samgöngumálaráðherra eða Al-
þingi?
Hvernig eru svo merkingar og
lýsing? Stutta svarið er: bágborið.
Má lýsa því sem rökkri. Í raun þarf
að bæta almenna lýsingu um 100%.
Leiðarlýsing fyrir fólk er líka held-
ur fátækleg. Í raun er engin leið-
arlýsing fyrir gangandi svo þeir
geti bjargað sér út úr göngunum
þegar rafmagn hverfur við bruna.
Merkingar eru líka bágbornar. Þær
fyrirfinnast í stærð venjulegra um-
ferðarmerkja. Í raun eru þessi
merki svo lítil og oft svo skítug að
ökumenn sjá þau ekki því þau eru
eins og frímerki miðað við merk-
ingar í Evrópu.
Slökkvitæki og öryggissímar eru
í öllum göngum. Almennt eiga að
vera 125 m að slökkvitæki og síma.
Þessar staðsetningar eru merktar
en merkingum er oftast ábótavant,
þ.e. merkin eru lítil. Heyrði ég að
starfsmaður Vegagerðarinnar hefði
óskað eftir því við þáverandi for-
stjóra árið 2010 að fá undanþágu
frá þeim kröfum sem eru í norsku
reglugerðinni, sem Vegagerðin not-
ar. Þáverandi vegamálastjóri veitti
undanþáguna um að auka fjarlægð
á milli slökkvitækja og síma í 250
m auk þess að takmarka leiðarlýs-
ingu. Hvað þá að hafa fengið tvær
stórar verkfræðistofur til að skrifa
álit um að þetta væri í lagi.
Í einbreiðum jarðgöngum eru út-
skot svo bifreiðar og vöruflutninga-
bifreiðar geti mæst. Þessi útskot
eru orðin frekar lítil eða voru það
líklega í upphafi. Í Strákagöngum
er pláss fyrir eina eða tvær bifreið-
ar en ekki fyrir vöruflutninga-
bifreið og hvað þá með 40 feta
gám. Í Múlagöngum er ástandið
eins nema útskotin eru aðeins
lengri en samt kemst varla ein
vörubifreið með 40 feta gámi í þau
eða ökumenn vilja það ekki. Í þess-
um göngum ætti að koma upp
ljósastýringu.
Hver er svo aðstaðan fyrir utan?
Fyrir utan öll göng eru lokunar-
slár. Vegagerðin, sem á að sjá um
að loka þeim, hefur ekkert til að
segja sér til um hvenær á að loka.
Göng eins og Múlagöngin geta ver-
ið stöppuð af bifreiðum eða eitt-
hvað annað komið fyrir og Vega-
gerðin veit ekkert um það. Göngum
er því ekki lokað fyrr en viðbragðs-
aðilar mæta á staðinn. Ég hef
heimildir fyrir því að það hafi kom-
ið upp að ekki hafi verið búið að
tengja lokunarslárnar eða þær hafi
ekki virkað þegar átti að setja
slárnar niður (loka). Yfirleitt vant-
ar svæði fyrir viðbragðsaðila og al-
vörustjórnstöð fyrir utan gang-
amunnana.
Í flestum jarðgöngum hefur ver-
ið sett upp klæðning til að verjast
leka. Þessi klæðning uppfyllir ekki
kröfur nema hún sé klædd með
steypu. Vegagerðin hefur ekki talið
sig þurfa að gera það í þeim ein-
breiðu göngum þar sem svo háttar
til. Þegar þessi klæðning var sett
upp fyrst í Múlagöngum kvörtuðu
slökkviliðsstjórar á Dalvík og
Ólafsfirði við Vegagerðina. Hver
niðurstaðan varð vita allir sem hafa
farið um göngin.
Nú ert það þú, lesandi góður,
sem þarft að spyrja, en ekki láta
aðra segja þér hvað er ásættanlegt
öryggi. Horfðu næst betur í kring-
um þig þegar þú ferð um jarðgöng.
Það mun margt koma þér á óvart
sem þú tókst ekki eftir áður.
Niðurstaðan er að jarðgöng á Ís-
landi uppfylla ekki þær örygg-
iskröfur sem eru almennt gerðar
um jarðgöng.
Eru jarðgöng
á Íslandi örugg?
Eftir Pétur
Valdimarsson
»Horfðu næst betur í
kringum þig þegar
þú ferð um jarðgöng.
Það mun margt koma
þér á óvart sem þú tókst
ekki eftir áður.
Pétur Valdimarsson
Höfundur er áhugamaður um öryggi
jarðganga.
Það var verulega
ánægjulegt að frétta af
því á dögunum að
rannsóknarhópur und-
ir forystu Unnar Önnu
Valdimarsdóttur, pró-
fessors í lýðheilsuvís-
indum við Háskóla Ís-
lands, hlaut 150
milljóna króna styrk
frá norrænu rann-
sóknastofnuninni
NordForsk, til rannsóknar sem
tengist áhrifum kórónuveirufarald-
ursins á geðheilsu í hinum fjórum
norrænu ríkjunum og Eistlandi.
Verkefnið var eitt af fimm nor-
rænum rannsóknarverkefnum sem
tengdust heimsfaraldrinum sem
fengu styrk en markmið þeirra er
að auka þekkingu í þágu heimsins
alls á áhrifum þessa skæða sjúk-
dóms. Rannsóknarverkefnin fimm
snerta fjölbreytt rannsóknarsvið
geðrænna þátta í orsökum og afleið-
ingum Covid-19-sjúkdómsins. Von-
ast er til að hin nýja þekking sem
hlýst út úr rannsóknunum geri nor-
rænu löndunum kleift að takast bet-
ur á við nýjar áskoranir innan heil-
brigðiskerfa landanna í kjölfar
faraldursins og faraldra framtíð-
arinnar.
Skrá yfir 27 milljónir íbúa
Þegar kórónuveirufaraldurinn
reið yfir norrænu löndin í mars
samþykkti stjórn NordForsk án taf-
ar að auglýsa útboð til rannsókna á
Norðurlöndunum á Covid-19. Rann-
sóknarráð í hverju landi lagði inn
peninga í sameiginlegan sjóð til að
raungera stöðuna og tók Rannís
þátt í þeirri fjármögnun. Smám
saman bættust Eistland og Lett-
land inn í samstarfið. Frá því far-
aldurinn hófst hafa heilbrigðisyf-
irvöld á Norðurlöndunum safnað
kunnáttu og gögnum sem vistuð eru
í heilsufarsskrám. Á Norðurlönd-
unum eru 27 milljónir íbúa og því er
nú þegar til nægt magn rannsókn-
argagna um Covid-19-sjúklinga og
með samstarfi landanna í milli eru
til nægileg gögn til að útfæra góðar
rannsóknir.
Samvinna og vísindaleg gæði
Það er engum blöðum um það að
fletta að slíkur styrkur sem barst ís-
lenska rannsóknarteyminu á dög-
unum hefur gríðarmikla þýðingu,
ekki einungis hérlendis, heldur fyrir
Norðurlöndin í heild og hefði ekki
orðið að veruleika nema fyrir til-
stuðlan norrænu rannsóknastof-
unnar NordForsk. Hún var stofnuð
árið 2005 af Norrænu ráðherra-
nefndinni og er aðalmarkmiðið að
gera rannsóknarsamvinnu á Norð-
urlöndunum skilvirkari og að hún
byggi á trausti. Ákveðinn gæða-
stimpill á alþjóðavísu er á rann-
sóknum sem fjármagnaðar eru af
NordForsk sem kristallar norræn-
an virðisauka. Við val á verkefnum
sem fjármögnuð eru leggur Nord-
Forsk ætíð áherslu á vísindaleg
gæði og möguleikann á að skapa
aukið virði fyrir Norðurlöndin.
Virðið er fengið með því að krafa
er um að rannsóknaraðilar frá að
lágmarki þremur löndum starfi
saman að hverju verkefni og þegar
unnið er með ákveðin viðfangsefni,
fyrirbæri eða álitamál sem eiga sér
einungis stað á Norðurlöndunum
eins og til dæmis norræna velferð-
arlíkanið, sérstakar loftslags-
aðstæður, áskoranir varðandi sam-
félagsöryggi og við notkun á skrám
sem eru eingöngu fengnar á Norð-
urlöndunum. Aukna norræna virðið
verður einnig til þegar samvinna
rannsókna leiðir til þess að mik-
ilvæg þekking byggist upp innan
ákveðins sviðs. Þetta gerist þegar
gögn eru framkölluð sem hægt er
að nota til stefnumótunar og til
bættrar opinberrar stjórnsýslu eða
að rannsóknarniðurstöður leiða til
þess að norrænt atvinnulíf verður
sjálfbærara og samkeppnishæfara.
Kristallar nor-
rænan virðisauka
Eftir Silju Dögg
Gunnarsdóttur og
Arne Flåøyen
» Það er engum blöð-
um um það að fletta
að slíkur styrkur sem
barst íslenska rann-
sóknarteyminu á dög-
unum hefur gríðarmikla
þýðingu
Arne
Flåøyen
Silja Dögg er forseti Norð-
urlandaráðs og Arne er fram-
kvæmdastjóri NordForsk.
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
Leiðangur núverandi meirihluta
borgarstjórnar Reykjavíkur í mál-
efnum Reykjavíkurflugvallar og
þeirri stefnumörkun hans að flytja
innanlandsflugið og kennslu- og
einkaflug á flugvöll sem byggður
yrði í Hvassahrauni hefur verið
vandræðalegur og fálmkenndur.
Þar hefur ríkt algjör einstefna,
ekkert hlustað á gagnrýnisraddir og
lítið sem ekkert samráð verið haft
við rekstraraðila á svæðinu. Einnig
má nefna að hvorki formleg kynning
né viðræður hafa átt sér stað við
bæjarstjórn Hafnarfjarðar eða leit-
að álits bæjarstjórnarinnar varðandi
þetta mál.
Alvarlegar aðvaranir hunsaðar
Meirihlutinn hefur aldrei hlustað
á viðvaranir flugmanna og helstu
sérfræðinga þjóðarinnar í flug-
málum um að Hvassahraunið væri
afar varhugavert sem flugvall-
arstæði, bæði vegna veðurfars og
jarðskjálftahættu.
Stórfelld jarð-
skjálftahrina mjög
nálægt fyrirhuguðu
flugvallastæði í
Hvassahrauni hefur
séð til þess að meiri-
hlutinn neyðist til að
hlusta. Nú verður
ekki lengur hægt að
hunsa alvarlegar
viðvaranir fyrr-
greindra aðila á
þeim hættulegu að-
stæðum sem þetta
svæði býr við.
Sú stefna að flytja innanlands-
flugið á flugvöll í Hvassahrauni, sem
áætlað er að kosti skattgreiðendur
44 milljarða króna, er nú í ljósi stórs
jarðskjálfta, 5,6 stig, skammt frá
fyrirhuguðu flugvallarstæði í
Hvassahrauni, lítils virði og merk-
ingarlaus.
Það sem skynsamlegast væri að
gera nú, ekki síst í ljósi síðustu at-
burða, væri að hverfa frá öllum
áformum um flugvöll fyr-
ir innanlandsflugið í
Hvassahrauni og spara
skattgreiðendum í nútíð
og framtíð marga tugi
milljarða.
Vegferðin hófst 2001
Öll vegferð vinstri-
manna í borgarstjórn
Reykjavíkur allt frá 2001
um að flytja flugvöllinn
eitthvað annað, nú í
Hvassahraun, hefur kost-
að borgarsjóð hundruð
milljóna króna. Enn
fremur hefur sífelldur hringlanda-
háttur í málefnum Reykja-
víkurflugvallar frestað byggingu
nýrrar flugstöðvar í áratugi og auk
þess valdið margvíslegum erf-
iðleikum í rekstri flugvallarins.
Þessi vegferð hófst árið 2001 með
almennri kosningu íbúa Reykjavík-
ur. Kosningareglur voru þær að
75% atkvæðisbærra kjósenda í
Reykjavík yrðu að kjósa eða yfir
50% þátttakenda í kosningunni
tækju sömu afstöðu til að kosning-
arnar yrðu gildar. Hvorugt gerðist,
en samt hefur verið haldið áfram 20
ára óvissuferð með flugvöllinn.
Einungis rúm 37% atkvæð-
isbærra kjósenda í Reykjavík kusu.
Af þeim 30.219 sem tóku þátt í kosn-
ingunni vildu 14.913 eða 49,3% að
flugvöllurinn yrði fluttur annað, en
14.529 eða 48,1% að flugvöllurinn
yrði áfram í Vatnsmýrinni.
Nú, 20 árum síðar, er enn byggt á
þessari niðurstöðu, en í nýlegum
drögum að breytingum á aðalskipu-
lagi Reykjavíkur segir m.a.: „Metið
verður hvort ástæða er til að endur-
skoða tímaákvæðin (þ.e. vegna tíma-
bundinnar heimildar um starfsemi
flugvallar í Vatnsmýri) þegar fyrri
áfanga rannsókna í Hvassahrauni er
lokið í lok ársins 2022 og svo aftur í
lok árs 2024 þegar fullnægjandi
rannsóknir og frumhönnun nýs flug-
vallar liggur fyrir, sbr. 5. grein sam-
komulags um byggingu nýs flug-
vallar í Hvassahrauni.“
Líklegt er að nú mæli fáir með því
að flugvöllur fyrir innanlandsflug
verði byggður í Hvassahrauni, nema
þá helst borgarfulltrúar meirihlut-
ans í Reykjavík og einhverjir áhang-
endur hans, sem styðja meirihlut-
ann í þessu máli.
Fróðlegt verður að fylgjast með
því á næstu mánuðum hvernig
meirihlutinn í Reykjavík ætlar að
telja kjósendum trú um að flug-
völlur í Hvassahrauni sé góður
kostur.
Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson » „Stórfelld jarð-
skjálftahrina mjög
nálægt fyrirhuguðu
flugvallarstæði i
Hvassahrauni hefur séð
til þess að meirihlutinn
neyðist til að hlusta“
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Höfundur er fv. borgarstjóri.
Tillaga um flugvöll í Hvassahrauni – rautt spjald
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?