Morgunblaðið - 06.11.2020, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.11.2020, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020 ✝ Björg Ragn-heiður Sig- urjónsdóttir fædd- ist 5. maí 1928 á Skipalóni í Hörg- ársveit. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 23. október 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- urjón Kristinsson, f. 15.10. 1904, d. 27.12. 1959, og Margrét Ragna Þorsteinsdóttir, f. 28.10. 1898, d. 28.12. 1980. Systkini Bjargar eru Gunnlaug Steinunn, f. 1930, d. 2016, Erla, f. 1932, Þorsteinn, f. 1935, d. 1971, Ólína Lilja, f. 1937, d. 2019, Tómas, f. 1939, og Guðrún, f. 1940. Björg giftist 1. desember 1954 Árna Magnúsi Ingólfssyni, f. 25. júní 1927, d. 28. júlí 1998. Dætur þeirra eru: 1) Margrét, f. 1954. Fyrrverandi eiginmaður hennar er Heimir Eyfjörð Tóm- asson. Dætur þeirra eru: a) Elva Björg Jónasdóttir. Maki Daði Þór Vilhjálmsson, börn þeirra eru Sara Margrét, Brynjar og Valur. b) Lena. Maki Gestur Þórisson, börn þeirra eru Hulda Clara, Eva María og Arnar Heimir. c) Selma. Maki Kristinn Berg Gunnarsson, börn þeirra eru Arna Dögg, Hulda Rún og Elvar Berg. Dóttir Heimis er Rósa Mjöll. Maki Þórleifur Stef- án Björnsson. Börn þeirra eru Aron Örn, maki Brynja Reyn- isdóttir, sonur þeirra er Bjarmi, Katla Þöll, Þórey Edda og Björn Orri. 2) Auður, f. 1957. Fyrrver- andi eiginmaður hennar er Snæ- björn Sigurðsson. Börn þeirra eru: a) Kolbrún Sig- urlásdóttir. Maki Hlynur Kristinsson, börn þeirra eru: Auðunn Freyr, unnusta hans er Sesselía Karítas Óladóttir, dóttir hennar er Aþena Rós Helgadóttir, Andrea Björg og Daði Snær. b) Steinunn. c) Sig- urður. 3) Gunnlaug Steinunn, f. 1959. Maki Gunnar Jóhannes Jó- hannsson. Börn þeirra eru: a) Árni, f. 1985, d. 2013, dóttir hans er Katrín Faith. b) Jóhann, unnusta hans er Kolbrún Kara Pálsdóttir. Dóttir Gunnars er Jóna Björk. Börn hennar eru Elfa Guðrún, f. 2006, d. 2006, Hilmar Bjarki og Þórey Birna. Björg ólst upp á Skipalóni til 16 ára aldurs en þá flutti hún til Akureyrar þar sem hún bjó til æviloka fyrir utan einn vetur er hún stundaði nám við Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Hún starfaði við ýmis störf á Ak- ureyri, t.d. í afgreiðslu þvotta- húss Akureyrar, Hótel KEA, Hótel Varðborg, en lengst af starfaði hún hjá versluninni Am- aró á Akureyri. Útför Bjargar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 6. nóv- ember 2020, klukkan 13.30. At- höfninni verður streymt á fa- cebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - beinar út- sendingar: https://tinyurl.com/yybfk6f4 Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Okkar elsku, elsku besta amma hefur kvatt þennan heim. Það er erfið tilfinning að þurfa að kveðja ömmu. Við systur höf- um notið mikilla forréttinda að fá að alast upp með hana sem ömmu okkar. Við eigum svo margar góðar og fallegar minn- ingar. Öll jólin sem við stórfjölskyld- an héldum í Kotárgerðinu, laufa- brauðsgerð, sláturgerð, útilegur, berjatínsla, næturgistingarnar, leikir með slæður, perlufestar og sófapúða, feluleikir í kjallaran- um, bólugrautur í hádeginu og svo auðvitað sunnudagskaffið sem hefur verið fastur punktur í tilverunni frá því við munum eft- ir okkur. Fjölskyldan skipti ömmu öllu máli og var það henni kappsmál að halda fjölskyldunni samrýndri. Amma hafði einstaklega þægi- lega nærveru og tók alltaf á móti okkur opnum örmum. Persónu- leiki hennar einkenndist af dugn- aði, æðruleysi, umhyggju, hlýju og kannski smá þrjósku. Við systur höfum alltaf dáðst að þrautseigju hennar og sjálfstæði og aldrei heyrðum við hana kvarta. Amma var fróð og alveg fram undir það síðasta hafði hún frábært minni og fannst gaman að fylgjast með og fá fréttir af mönnum og málefnum, vinum og fjölskyldu. Hún mun ávallt vera mikil fyrirmynd okkar. Nú þegar amma er horfin sjónum okkar munum við sakna hennar sárt og minningarnar um hana munum við varðveita sem dýrmætan arf. Það er með hlýju, ást og mikl- um söknuði sem við kveðjum ömmu okkar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði elsku amma Björg. Elva Björg, Lena og Selma. Elsku langamma mín. Nú er komið að kveðjustund. Ég hugsa um allar góðu samverustundirn- ar okkar. Það var eitt af mínum fyrstu verkum þegar ég kom norður til Akureyrar í heimsókn til ömmu og afa að heimsækja þig. Um jól og áramót varst þú alltaf með okkur heima hjá ömmu og afa en nú verða jólin og áramótin öðruvísi. Svo var alltaf farið í sunnudagskaffi til þín og þar var oft glatt á hjalla. Mér þótti það leitt að þú gast ekki komið í ferminguna mína í vor þar sem samkomutakmarkanir voru í gangi í þjóðfélaginu. Ég elska þig langamma mín og takk fyrir væntumþykjuna. Núna ertu hjá pabba mínum og mun ég allt- af minnast ykkar saman. Þín Katrín Faith Árnadóttir. Björg Ragnheiður Sigurjónsdóttir ✝ Kjartan Theo-philus Ólafsson fæddist á Látrum í Aðalvík 24. júlí 1924. Hann lést á Seltjörn 2. nóv- ember 2020. Kjart- an var fjórði í röð- inni af sjö systkin- um. Á Látrum ólst hann upp fyrstu fjögur árin áður en fjölskyldan hélt til vesturstrandar Bandaríkjanna þar sem þau bjuggu næstu fjög- ur ár. Átta ára gamall var hann aftur kominn í Aðalvíkina, nú að Stað þar sem fjölskyldan bjó næstu árin, áður en þau fluttu aftur að Látrum. Foreldrar hans voru Ólafur Helgi Hjálmarsson, fæddur í Stakkadal, 14. nóvember 1895 og dáinn í Reykjavík 17. júní 1974, útvegsbóndi og vél- virkjameistari í Reykjavík, og eiginkona hans Sigríður Jóna Þorbergsdóttir, fædd í Neðri- Miðvík í Aðalvík, 2. desember 1899, dáin í Reykjavík 20. mars 1983. Föðurforeldrar voru Hjálmar Jónsson, útvegsbóndi í Stakka- dal, og kona hans Ragnhildur Jóhannesdóttir. Móðurforeldrar voru Þorbergur Jónsson, út- vegsbóndi í Efri-Miðvík og kona hans Oddný Finnbogadóttir. Systkini Kjartans er upp komust voru Ragnhildur, Oddný, Ásta, Friðrik Steinþór, Sveinn og Helga sem ein lifir bróður sinn. fræðingur kvæntur Guðnýju Önnu Arnþórsdóttur og eiga þau tvö börn; Friðrik Gauta (faðir hans er Friðrik Guð- brandsson), hann á eina dóttur, og Freydísi Guðnýju, eigin- maður Emil Ásgrímsson, þau eiga þrjú börn. Bergdís Linda er mannauðs- sérfræðingur gift Þórði Krist- jánssyni og eiga þau tvær dæt- ur; Bylgju (faðir hennar er Árni Páll Árnason), eiginmaður Erik Brynjar Eriksson, þau eiga tvo syni, og Þórdísi Öldu, sambýlis- maður Ævar Ísak Ástþórsson. Kjartan hóf störf til sjós um fermingu og vann sjómanns- störf fyrstu tvo áratugi starfsævinnar. Um tvítugt hóf hann að afla sér menntunar á sviði vélstjórnar og málmsmíði samhliða sjómennskunni og lauk mótorprófum, vélvirkj- anámi og að endingu vél- stjórnar- og vélfræðingsprófi. Hann kom í land og gerðist vél- stjóri í Steingrímsstöð við Sog 1960, þar sem fjölskyldan bjó til 1978. Kjartan lauk starfsævinni við Írafossvirkjun 1994 og fluttu þau hjón þá niður á Sel- foss. Kjartan var áhugasamur um samfélagsmál og sat m.a. í hreppsnefnd Grafningshrepps og skólanefnd Ljósafossskóla, ásamt því að sinna trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og Frímúrararegluna. Útförin fer fram frá Foss- vogskapellu 6. nóvember 2020, klukkan 11. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstand- endur viðstaddir en athöfninni verður streymt á https://tinyurl.com/yyh4jtoq Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat Kjartan kvænt- ist þann 19. júlí 1951 Bjarneyju Ágústu Skúladótt- ur, fædd á Ísafirði 26. október 1926, dáin 4. ágúst 2008. Foreldrar hennar voru Skúli Þórðarson skipasmiður á Ísa- firði og Sigrún Laufey Finn- björnsdóttir húsmóðir og verkakona. Kjartan og Ágústa áttu fimm börn; Jökul Veigar f. 21. desem- ber 1948, Ólaf Helga f. 2. sept- ember 1953, Skúla f. 1. sept- ember 1954, Hjálmar f. 1. mars 1958 og Bergdísi Lindu f. 1. ágúst 1963. Jökull Veigar (kjörsonur Kjartans) er rafvirki og raf- eindavirki og á tvö börn; Veig- ar Frey, sem á þrjú börn, og Sigrúnu Elfu. Ólafur Helgi er lögfræðingur og stjórnsýslufræðingur kvænt- ur Þórdísi Jónsdóttur og þau eiga fjögur börn: Kristrúnu Helgu, eiginmaður Ómar Freyr Ómarsson, þau eiga einn son. Melkorku Rán, eiginmaður Seckin Erol, þau eiga tvö börn. Kolfinnu Bjarneyju, sambýlis- maður Fannar Sævarsson. Og Kjartan Thor, sambýliskona Álfrún Auður Bjarnadóttir. Skúli er rekstrarhagfræðing- ur kvæntur Nancy Barish og eiga þau tvær dætur, Hönnu og Söru. Hjálmar er rekstrarhag- Með nokkrum orðum vil ég minnast föður míns. Kjartan T. Ólafsson var í senn tenging við 19. öldina, foreldrar hans fæddir fyrir aldamótin 1900, búandi norður á Hornströndum, og einnig heims- borgari. Hann hafði sem barn farið með móður sinni og þremur eldri systrum til Point Roberts í Wash- ington-ríki í Bandaríkjunum og þar bjuggu þau í 4 ár, 1928 –1932, og upplifðu Kreppuna miklu. Faðir þeirra hafði flutt út áður. Ferða- lagið var langt og erfitt með við- komu á Ísafirði, í Reykjavík, Glas- gow og Montreal og svo lest þvert yfir Kanada. Hann minntist oft á þessa löngu og ströngu för, sem að einhverju leyti mótaði hann. En þau fluttu aftur norður í Aðalvík til föðurömmu og föðurafa sem biðu þeirra þar. Frá fermingu og næstu ríflega tvo áratugina var hann til sjós. Fyrstu minningar mínar eru frá því að hann var í smiðjunni, Hamri, að læra vélvirkjun, lesandi fyrir Iðnskólann og síðar Vélskólann. Það var forvitnilegt að fá að koma um borð í Hval 4 meðan hann starfaði þar. Hann var eðli málsins samkvæmt mikið að heiman þar til við fluttum úr Vesturbænum aust- ur að Sogi þar sem við bræðurnir nutum mikils frjálsræðis. Hann sýndi okkur mikið traust bæði á báti á Úlfljótsvatni og ferðum okk- ar um nágrennið, sem sumar væru vart í frásögur færandi nú um stundir þegar hætta blasti við. En við lærðum að bjarga okkur. Pabbi gat verið bæði strangur og ljúfur eftir því hvernig á stóð og hjálpaði til þegar skólaganga mín nálgaðist botninn með því útvega hjálp ásamt móður minni. Hann gladdist áföngum í náminu, en hafði ekki fullkomin skilning á tón- listarsmekk mínum og aðdáun á The Rolling Stones enda sjálfur liðtækur harmónikkuspilari af gamla skólanum, en gekk illa að lokka mig að nikkunni, því miður. Pabbi var mikill bóklesari og keypti margar bækur. Heimilið var eins og bókasafn, alltaf nóg að lesa. Áhugi hans á ættfræði var mikill og við gátum rætt hana, einkum seinni árin. Hann hjálpaði mér félitlum við bílaviðgerðir, ávallt reiðubúinn til aðstoðar líkt og þegar steypa þurfti grunn und- ir húsið sem við byggðum á Sel- fossi. Í fáum orðum verður of lítið sagt af langri ævi, en hann varð hvíldinni feginn og vildi finna móð- ur mína á ný sem nú er vonandi orðið. Ég þakka honum allt gott og einkum okkar löngu og stund- um djúpu símtöl sem við áttum meðan við fjölskyldan bjuggum á Ísafirði. Ekki verður hjá því ko- mizt að nefna hversu mjög hann sinnti starfi í Frímúrareglunni, en þar eignaðist hann marga góða vini, sem gjarnan hefðu viljað kveðja hann, en aðstæður leyfa ekki. Að lifa ríflega 96 ár er langur tími og margt upplifað á þeim tíma. Margs er að minnast, bæði gleði og sorgar, en látum gleðina ráða för. Ég kveð þig pabbi minn og þakka þér allt gott og börnin okkar sömuleiðis. Ég mun skila kveðjunni sem þú baðst mig fyrir til ófædds sonar Kjartans nafna þíns og láta hann vita að þú hafir beðið honum blessunar og að þú hafir ekki átt þess kost að hitta hann. Að lokum þökkum við fyrir þá góðu umönnun og velvilja sem pabbi naut hjá starfsfólki Hjúkr- unarheimilisins Seltjarnar. Ólafur Helgi Kjartansson. Kjartan T. Ólafsson var fæddur og uppalinn að Látrum í Aðalvík. Þaðan byrjaði hann ungur að stunda sjóróðra með föður sínum. En um það leyti sem Kjartan var hálfþrítugur var sveitarfélagið Sléttuhreppur komið í auðn og lagt af. Ef til vill var sú bitra reynsla skýringin á því hve Kjart- an var óvenju frændrækinn og trygglyndur. Áður hafði fjölskylda hans átt næsta einstæða reynslu er hún fluttist vestur til Point Roberts á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna 1928 þar sem föður hans hafði tæmst arfur en fluttist síðan aftur heim að Látrum 1932, brennd af áhrifum heimskreppunnar. Kjartan mundi vel ýmislegt úr þessari fjögurra ár dvöl og heim- komunnar minntist hann þannig löngu síðar: „Upp á Látralagið komum við svo á milli kl. 5:00 og 6:00 um morguninn í fallegu júníveðri og þar var blásið í bátslúðurinn. Í sól- arupprisunni gengum við upp brekkuna, upp á Grænutóft og heimsreisu minni var þar með lok- ið, á brekkunni, þaðan sem ég fór, tæpum fjórum árum fyrr á honum Kalla-Rauð.“ Fyrri hluti starfsævi Kjartans var nær eingöngu bundinn sjó- mennsku bæði á minni og stærri skipum. Hann lauk vélstjórnar- prófi frá Vélskólanum í Reykjavík árið 1958. Árið 1960 fluttist Kjartan með konu sinni og fjölskyldu að Sogs- virkjunum í Grímsnesi og þar starfaði hann til starfsloka 1994. Kjartan tók virkan þátt í sam- félaginu í Grímsnesi, átti sæti í hreppsnefnd um skeið og sá um fjármál Ljósafossskóla um árabil. Hann var félagslyndur að eðlisfari og hvarvetna góður liðsmaður þar sem hann lét til sín taka. Kjartan gekk í Frímúrararegl- una 1962 og var meðal forgöngu- manna að stofnun Röðuls á Sel- fossi 1983. Eftir starfslokin fluttu þau Ágústa hingað á Selfoss og nutu elliáranna í nýju umhverfi. Ágústa lést árið 2008. Á þessu seinasta skeiði eignað- ist Kjartan marga nýja kunningja svo sem Húnana við Sundhöll Sel- foss og fleiri af þeim vettvangi, sem mátu hann að verðleikum og sýndu honum margháttaða vin- semd og ræktarsemi. Mér er kunnugt um að fyrir það allt var hann afar þakklátur. Sjálfur þakka ég nú við leiðar- lok alla tryggð og frændrækni hans í minn garð og minna um leið og ég sendi öllum börnum Kjart- ans og öðrum aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. Ég bið minningu Kjartans T. Ólafssonar blessunar hins hæsta höfuðsmiðs. Óli Þ. Guðbjartsson. Góður félagi og vinur hefur nú fengið kærkomna hvíld og eigum við vinir hans í Húnahópnum á Selfossi eftir að sakna vinar í stað, það verður ekki oftar hlaupið með kjötsúpu yfir Hellisheiði. Kjartan var sannur heimsborgari, alinn upp á vesturströnd Bandaríkj- anna og Hornströndum, hann var eftirtektarverð persóna, hár, grannur og spengilegur, dökkur yfirlitum, litríkt glæsimenni. Það var ekki hægt að láta sér leiðast í nærveru Kjartans, hann var skemmtilegur félagi með ákveðnar skoðanir, sérvitur á ýmsa lund og sérstaklega mat- vandur en framúrskarandi gest- gjafi, það var aldrei lognmolla í hans nálægð. Kjartani mínum kynntist ég þegar ég var tekin inn í sundhóp sem hékk á húninum á Sundhöll Selfossi eldsnemma á morgnana. Hann var félagi í þess- um hóp og tók hann mér strax eins og týndu dótturinni og kynnti mig mjög fljótlega fyrir sinni elsku- legu eiginkonu Ágústu sem varð mikil og góð vinkona mín, en hún lést eftir stutt en erfið veikindi því miður of fljótt frá þessum skemmtilega félagsskap, en fé- lagar ásamt mökum náðu að gera margt skemmtilegt saman, farið var í mörg ferðalög innanlands og ekki síður nokkur skemmtileg ferðalög erlendis. Eftir að Ágústa féll frá hélt Kjartan hennar merkjum á lofti og vílaði ekki fyrir sér að halda flottar veislur fyrir okkur félaga sína, bæði meðan hann var enn til heimilis á Selfossi og eins eftir að hann flutti í Kópa- voginn. Aldurinn færðist yfir og heilsan tók að bila, hann seldi hús- ið sitt og flutti í eigin þjónustuíbúð í Boðaþingi í Kópavogi og sam- verustundir okkar urðu færri, í rúmt ár hefur hann dvalið í Sel- tjörn á Seltjarnarnesi og hitti ég hann þar síðast á 96 ára afmæli- degi hans, 24. júlí sl. Nú er komið að leiðarlokum, samverustundir verða ekki fleiri í þessari tilveru, ég þakka mínum góða vini fyrir samfylgdina og óska honum góðrar heimkomu í sumarlandið þar sem ég er fullviss um að vel hefur verið tekið á móti honum. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo sterkur einlægur og hlýr. Örlög þín ráðin – mig setur í hljóða við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Fyrir hönd Húnanna sendi ég aðstandendum hans samúðar- kveðjur og munum að minningin er ljós sem lifir. Sigríður J. Guðmundsdóttir (Sirrý). Ég kveð góðan vin til margra ára með þessu ljóði sem ég flutti á níræðisafmæli hans. Standbjörgin vestfirsku, Straumnes og Ritur, ströndum við Aðalvík, öruggir verðir. Norðvestan stórviðri, næðingur bitur er náttúruaflið sem mannsbarnið herðir. Fiskisæld miðanna fengsæla drengi fljótlega gerir þá athafnaglaða. Á vertíð með föðurnum var hann ei lengi, sem veiðikló þekkti hann til bestu staða. Við vélfræðinámið þá var ekki tafið, vélsmiðjan afgreidd og bóklestri lokið. Fram undan vinnan og heillandi hafið á Hermóð og togara tafarlaust rokið. Raforkuöryggi er albesta gengi við allharðar kröfur til starfsmanna ger- um. Kjartan T. var þarna á vaktinni lengi við verkstjórn og gæslu í raforkuverum. Ef horft er á lífshlaupið lítið eitt innar, hvað líklega hamingju mun hafa valdið. Hann var aðstoðarmaður hennar Ágústu sinnar við uppeldi barna og heimilishaldið. Það er gegn og góður siður, góða vini að kveðja. Hinn hæsti höfuðsmiður mun heiðursmanninn gleðja. Samúðarkveðjur til fjölskyld- unnar. Hjörtur Þórarinsson. Kjartan Theophi- lus Ólafsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.