Morgunblaðið - 06.11.2020, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020
ar afskekktum stað sem ég minn-
ist nú með gleði.
Erfið ár eru að baki, veikindin
tóku mikinn toll. En mig langar að
hugsa þetta þannig að nú geti
Guðrún eins og blómið sem hún
færði mér blómstrað á ný á nýjum
stað. Blessuð sé minning hennar.
Gylfi ég votta þér og fjölskyldu
ykkar samúð mína.
Þorbjörg.
Kær vinkona okkar er fallin frá
langt um aldur fram.
Kraftar hennar sem smitsjúk-
dómalæknis hefðu sannarlega
komið að gagni á þessum farsótt-
artímum sem við lifum á en þess í
stað barðist hún síðustu mánuðina
við óvæginn sjúkdóm sem hún var
búin að glíma við undanfarin ár og
ætlaði sér svo sannarlega að sigr-
ast á. Gunna eins og hún var ávallt
kölluð tók endurteknum áföllum
af æðruleysi, kvartaði aldrei og
var frekar umhugað um heilsu
annarra en sína eigin.
Við vinahópurinn sem saman-
stendur af sex pörum kölluðum
okkur „matarklúbbinn“. Flest
kynntumst við á Suður-Skáni á tí-
unda áratugnum þar sem við
dvöldum við nám eða störf í all-
mörg ár ásamt börnum okkar. Við
tengdumst sterkum böndum eins
og fjölskylda þar sem við vorum
öll fjarri okkar eigin fjölskyldum
og vinum á Íslandi. Flest fluttum
við heim til Íslands. Þegar heim
kom hélst vinskapurinn og þróað-
ist í að haldin voru matarboð
mörgum sinnum á ári auk þess
sem við stunduðum menningarlíf-
ið saman og fórum í alls kyns
ferðalög hérlendis sem erlendis.
Gunna var mikil húsmóðir í sér.
Matargerð og hannyrðir voru
henni hugleikin. Fátt vissi hún
skemmtilegra en að útbúa mat eft-
ir flóknum uppskriftum sem við
hin í matarklúbbnum nutum góðs
af og kom sér vel þegar hvert par
um sig átti að koma með einn rétt í
matarboðið. Oft fylgdu réttunum
hennar skondnar sögur af brasi og
fyrirhöfn við að útvega rétt hrá-
efni til að fylgja uppskriftinni ná-
kvæmlega og svo hló hún bara að
sjálfri sér.
Gunna var ekki bara góður vís-
indamaður, læknir og húsmóðir,
hún var umfram allt einlæg, glað-
lynd, mikil fjölskyldukona og
traustur vinur. Hún hlúði vel að
heimili sínu og börnum en þau
Gylfi voru einstaklega samhent
hjón. Gunna var fram á síðasta
dag spennt fyrir að byggja við
sumarbústað þeirra hjóna til að öll
fjölskyldan geti í framtíðinni notið
samvista í sveitinni. Hún kemur
því miður ekki til með að njóta
þess en við erum þess fullviss að
henni hafi liðið vel við tilhugsunina
um samveru fjölskyldunnar í
þessari paradís.
Matarklúbburinn hefur brallað
margt saman. Stórt skarð er kom-
ið í hópinn sem verður aldrei fyllt.
Við munum hlúa að Gylfa okkar
sem sér nú á bak elskulegum
maka sínum og besta vini.
Við vottum Gylfa, Gullu, Fríðu,
Magnúsi og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúð.
Ásdís og Ársæll,
Erna og Ísleifur,
Harpa og Sigurður,
Helga og Sveinn,
Sigrún og Sæmundur.
Það er þyngra en tárum taki að
þurfa að horfa á eftir yndislegri
vinkonu svo langt fyrir tímann.
Svo rangt að hún, sem alltaf var
svo full af orku og lífsgleði, hafi
þrátt fyrir hetjulega baráttu verið
tekin frá okkur. En enginn má
sköpum renna. Ég kynntist Guð-
rúnu fyrst fyrir 20 árum, þegar
hún hóf störf á Sýklafræðideild
Landspítalans, þá nýkomin úr
Svíaríki, sprenglærð sem bæði
smitsjúkdómalæknir og sýkla-
fræðingur og byrjuð að vinna að
doktorsritgerðinni, sem hún að
sjálfsögðu lauk með glæsibrag
fáum árum síðar. Það varð strax
ljóst hvílíkur happafengur hér var
á ferð fyrir deildina: mikill skör-
ungur, eldklár og vel að sér í fræð-
unum, en líka það sem ekki var
minna virði: jákvæður, bjartsýnn
og drífandi orkubolti sem alltaf
bretti strax upp ermar og réðst
fumlaus á verkefnin, hversu um-
fangsmikil sem þau voru. Kom sér
þar vel hinn öfundsverði hæfileiki
hennar að greina aðalatriði frá
aukaatriðum þannig að alltaf náð-
ist utan um málin. Þessir eigin-
leikar nýttust ekki síður í „hinni“
vinnunni hennar, en fyrst eftir
heimkomuna deildi hún starfs-
kröftum sínum til helminga á milli
Sýklafræðideildar og Embættis
sóttvarnalæknis. Smám saman
þróuðust málin þannig að hún fór
alfarið yfir til sóttvarnalæknis.
Samband okkar hélst þó áfram,
enda mikið og náið samstarf með
þessum tveimur vinnustöðum og
svo vorum við tvær fulltrúar Ís-
lands í nefnd um matarsýkingar á
vegum Sóttvarnamiðstöðvar Evr-
ópu (ECDC), sem kallaði á sam-
vinnu okkar að ýmsum verkefnum
og sameiginlegar ferðir á nefnd-
arfundi.
Með auknum kynnum uppgötv-
aði ég smám saman hvílík gersemi
Guðrún var: auk fyrrgreindra
augljósra faglegra kosta var hún
einstök félagsvera, hjartahlý,
glaðlynd og umhyggjusöm, tók
alltaf öllum opnum örmum og
hvatti og studdi til dáða. Fyrir vik-
ið þekktu allir í fagumhverfinu,
bæði heima og heiman, Guðrúnu
og vildu allt fyrir hana gera, sem
oft kom sér vel fyrir litla Ísland
þegar leita þurfti ráða og tækni-
legrar aðstoðar út fyrir landstein-
ana, þegar mikið lá við. Örlög mín
voru því frá upphafi nokkuð fyr-
irséð: fyrr en varði vorum við sam-
starfskonurnar orðnar vinkonur
og sú vinátta hefur nú haldist út
yfir gröf og dauða. Elsku Gylfi,
Gulla, Fríða, Magnús Atli og fjöl-
skyldur: þó ég hafi bara verið
„vinnuvinkona“ Guðrúnar veit ég
hverjir voru alltaf mikilvægastir í
hennar huga og hversu þakklát
hún var fyrir ykkur öll og glöð yfir
hversu vel þið voruð að pluma
ykkur í lífinu. Megi allar góðar
vættir styrkja ykkur og styðja í
sorginni. Við Örn sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin um einstaka konu mun
lifa áfram með okkur öllum.
Hjördís Harðardóttir.
Með þessum fáu orðum kveð ég
mína kæru vinkonu, Guðrúnu Sig-
mundsdóttur. Ég kynntist Gunnu
í gagnfræðaskóla en það var fyrst
í menntaskóla sem spunnust
órjúfanleg vináttubönd. Við vor-
um þrjár stúlkur úr Vogaskóla
sem hófum nám í Menntaskólan-
um í Reykjavík haustið 1977 og frá
fyrsta skóladegi vorum við óað-
skiljanlegar, völdum okkur sömu
námsleið og sátum saman öll árin.
Við urðum svo smám saman hluti
af traustum vinahópi þar sem
heimili Gunnu varð einn helsti
samkomustaðurinn. Í Steinavör-
inni mátti alltaf treysta á hlýjar
viðtökur foreldra Gunnu sem
gjarnan spjölluðu við okkur á
meðan kaffi var lagað og svo var
sest niður í stofu og lífsgátan
leyst. Stundum komum við okkur
fyrir á grasþakinu, eins og þegar
við lásum undir próf í stjörnufræði
og námsefnið varð loks skiljanlegt
þar sem við virtum fyrir okkur
Vetrarbrautina.
Eftir stúdentspróf skildi leiðir,
ég hélt utan í spænskunám meðan
Gunna byrjaði í læknisfræði við
HÍ. Ári seinna fylgdi ég á eftir og
hugsaði að fyrst Gunna náði próf-
um þá hlyti ég að geta það líka. Á
ég því vinkonu minni mikið að
þakka að ég fór í læknisfræði. Í
læknadeild kynntist Gunna verð-
andi eiginmanni sínum, Gylfa, og
að námi loknu héldu þau saman til
Svíþjóðar í sérnám. Við tók mikil
vinna og stækkandi fjölskylda.
Doktorsnámið kláraði Gunna eftir
heimkomu en heim komin hóf hún
störf á sýkladeild Landspítala og
hjá sóttvarnalækni. Fjölskyldan
keypti fallegt hús í Árbænum en
síðar fylgdum við Þórhallur á eftir
þegar við stofnuðum heimili við
Elliðaárdalinn. Þannig færðumst
við nær hvor annarri aftur eftir
langt nám erlendis.
Gunna fékk í gjöf frá foreldrum
sínum ólíka eiginleika sem saman
gerðu hana að einstakri mann-
eskju. Úr móðurætt presta og
biskupa kom aldagamall virðu-
leiki, skyldurækni og fádæma
gestrisni en einnig glaðlyndi og
létt yfirbragð sem svo auðveldlega
heillaði alla nærstadda. Fátt var
auðveldara en að fá Gunnu til að
hlæja. Frá föðurnum kom hins
vegar áhuginn á læknisfræði og
hugarfar hins nákvæma vísinda-
manns. Vísindavinna lá sérlega vel
fyrir Gunnu en eftir hana liggja
yfir fimmtíu greinar í læknisfræði,
nú síðast var hún meðhöfundur að
grein sem fjallaði um útbreiðslu
covid-veirunnar á Íslandi í einu
virtasta fagtímariti læknisfræð-
innar. Gunna sinnti störfum sínum
alla tíð af ástríðu og vandvirkni
frekar en af metorðasækni, en
hvers kyns titlatog og fordild áttu
aldrei við hana.
Gunna var oft með samviskubit
yfir því að sinna þessum og hinum
ekki nógu vel í sívaxandi vina-
hópnum. Þetta voru óþarfa
áhyggjur þar sem Gunna gaf af
sér til allra sem hún umgekkst.
Gagnvart fjölskyldu sinni var þó
enga málamiðlun að finna en hún
var Gunnu allt. Ástríkið uppskar
hún ríkulega, ekki síst í þungbær-
um veikindum síðustu ár. Nú hef-
ur hún faðmað fjölskylduna í síð-
asta sinn og harmur þeirra er stór.
Við Þórhallur vottum Gylfa, börn-
um og barnabörnum okkar inni-
legustu samúð á erfiðri stund.
Gunnu kveðjum við með sárum
söknuði en eftir sitja minningar
um góða vinkonu og eilíft þakklæti
fyrir að hafa verið henni samferða.
Sif Ormarsdóttir.
Kær skólasystir og vinkona,
Guðrún Sigmundsdóttir, er látin
langt fyrir aldur fram eftir harða
baráttu við illvígan sjúkdóm. Leið-
ir okkar lágu fyrst saman í
Menntaskólanum í Reykjavík. Á
mótunarskeiði þegar ungt fólk
tekst á við nýtt hlutverk fullorð-
insáranna og lífið blasir við mynd-
ast ný vinabönd sem endast ævina
á enda.
Að vori 1981 útskrifaðist glað-
vær og bjartsýnn hópur nýstúd-
enta, tilbúinn að takast á við ný
tækifæri og áskoranir sem lífið
hafði upp á að bjóða. Þar var
Gunna sannur vinur sem veitti
gleði og jákvæðni í hverja sam-
verustund.
Sum okkar urðu samferða í há-
skólanámi þar sem vinaböndin
treystust enn frekar. Á þessum
árum kynnti Gunna til sögunnar
verðandi eiginmann sinn, Gylfa
Óskarsson, sem varð strax eins og
hluti af útskriftarárganginum.
Gunna og Gylfi voru eitt. Leiðin lá
til Svíþjóðar í framhaldsnám.
Gunna aflaði sér breiðrar mennt-
unar á sviði smitsjúkdómalækn-
inga og sýkla- og örverufræði.
Hún lauk doktorsprófi í læknavís-
indum og aflaði sér menntunar í
faraldsfræði smitsjúkdóma. Þessi
menntun átti eftir að nýtast henni
vel í starfi bæði hér á landi og er-
lendis þar sem hún varð yfirlækn-
ir sóttvarnarsviðs hjá Embætti
landlæknis. Gunna sóttist þó ekki
eftir vegtyllum í starfi en lét þess í
stað verkin tala. Með hógværð og
lítillæti vann hún að sóttvörnum
landsmanna allt þar til starfsþrek
hennar þraut.
Við minnumst Gunnu fyrir
glaðværð, jákvæðni, heiðarleika
og manngæsku. Aldrei heyrðist
hún hallmæla nokkrum manni en
sá alltaf það góða í hverjum og ein-
um. Hún bar með sér birtu og
hlýju hvar sem hún kom.
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
um hvíta jökulkinn.
Þú klæðir allt í gull og glans,
þú glæðir allar vonir manns,
og hvar sem tárin kvika á kinn,
þau kyssa geislann þinn.
Þú fyllir dalinn fuglasöng,
nú finnast ekki dægrin löng,
og heim í sveitir sendirðu æ
úr suðrinu hlýjan blæ.
(Páll Ólafsson)
Veikindin bar óvænt að. Gunna
tókst á við þau með stuðningi
Gylfa sem var alla tíð stoð hennar
og stytta, vakinn og sofinn yfir því
að hún næði heilsu. Um tíma virt-
ist sigur vera í augsýn. En þegar
öll sund lokuðust og ljóst varð að
hverju stefndi var einstakt að sjá
hvað vinir okkar mættu þeim ör-
lögum af mikilli yfirvegun og
æðruleysi.
Samhent eins og jafnan áður
lögðu þau alla áherslu á að eiga
góðan tíma saman hvort með öðru,
fjölskyldu sinni og ástvinum.
Með sorg í hjarta kveðjum við
kæra vinkonu og vottum aðstand-
endum öllum okkar dýpstu sam-
úð.
Karl Andersen og Lóa
Sveinbjörnsdóttir.
Guðrún Sigmundsdóttir, náin
samstarfskona mín til hartnær
tuttugu ára, er látin um aldur
fram.
Síðustu árin barðist hún við ill-
vígt krabbamein og um tíma leit
út fyrir að hún kæmist yfir það en
allt kom fyrir ekki.
Guðrún kom til starfa hjá sótt-
varnalækni við landlæknisemb-
ættið um aldamótin síðustu en um
það leyti vorum við að glíma við al-
varlegar matvælasýkingar hér á
landi af völdum kampýlóbakter
sem bárust með ferskum kjúk-
lingum og salmonellu sem barst
með innfluttu jöklasalati. Kom þá
þegar í ljós hversu öflugur starfs-
maður Guðrún var í baráttunni við
farsóttir í landinu. Upphaflega var
hún í hlutastarfi hjá sóttvarna-
lækni og hjá sýklafræðideild
Landspítalans en kom svo alfarið
til starfa hjá sóttvarnalækni. Hún
hlaut framhaldsmenntun sína í
læknisfræði við Háskólasjúkra-
húsið í Lundi í Svíþjóð og varð sér-
fræðingur í smitsjúkdómum og
sýklafræði. Þaðan lauk hún dokt-
orsprófi eftir að hún hafði flust
heim til Íslands sem segir nokkuð
um þrautseigju hennar.
Á ýmsu hefur gengið síðustu
tvo áratugi, farsóttir og hópsýk-
ingar dunið yfir hvað eftir annað.
Guðrún átti sinn mikilvæga sess
við uppbyggingu sóttvarna hér á
landi og ekki síður við að efla
tengslin við Sóttvarnastofnun
Evrópusambandsins. Þau sam-
skipti gátu verið krefjandi en skil-
uðu jafnframt miklum árangri.
Guðrún var í forsvari fyrir
gagnkvæmri upplýsingamiðlun
stofnananna, sat sameiginlega
fundi og námskeið. Norrænir sótt-
varnalæknar hafa ávallt haft náið
samstarf og þar var hún virkur
þátttakandi. Meginhlutverk Guð-
rúnar hjá sóttvarnalækni var far-
sóttagreining sem er afgerandi
forsenda allra sóttvarnaráðstaf-
ana.
Hún var hugmyndarík og skap-
andi í sínu starfi. Einkar minnis-
stæð er frumleg rafræn aðferð
hennar við að skrá nánast í raun-
tíma fjölda tilfella af svínainflú-
ensunni, sem reið yfir árið 2009.
Grúskað var í ýmsu, til dæmis
hvernig hægt væri að nýta sér
upplýsingar um farsímanotkun í
samfélaginu til að greina óvænta
atburði. Hún stýrði um árabil sér-
stakri samstarfsnefnd um sótt-
varnir en nefndin er samstarfs-
vettvangur þeirra stofnana sem
koma að aðgerðum gegn smit-
hættu og eiturefna- og geisla-
mengun.
Guðrún var alla jafna glaðleg í
starfi og ósérhlífin. Hún hafði þó
skap til að bera og ákveðnar skoð-
anir á ýmsu sem að starfinu laut.
Mál voru rædd og niðurstaða
fundin. Guðrún var hagmælt og
kom það sér oft vel þegar slegið
var á létta strengi, enda gat hún
verið hrókur alls fagnaðar. Það er
mikil gæfa að eiga gott samstarfs-
fólk. Ég tel mig gæfumann að hafa
átt þetta langa og farsæla sam-
starf við Guðrúnu.
Fjölskylda Guðrúnar var henni
ávallt ofarlega í huga. Gylfi Ósk-
arsson, eiginmaður hennar, og
börn þeirra voru henni mjög kær,
það fann maður. Guðrúnar er sárt
saknað af öllum sem með henni
störfuðu.
Ég og kona mín, Snjólaug,
sendum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur til Gylfa, barna þeirra
Guðrúnar og fjölskyldu.
Haraldur Briem.
Nú er skarð fyrir skildi hjá
embætti landlæknis því látin er
langt um aldur fram, samstarfs-
kona okkar, Guðrún Sigmunds-
dóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði.
Guðrún hóf störf hjá embætti
landlæknis fyrir tuttugu árum og
var það stofnuninni mikið happ.
Hún var einstakur fagmaður enda
vel menntuð í smitsjúkdómalækn-
ingum og með doktorspróf á því
sviði. Þar að auki hafði hún ein-
stakan áhuga á faraldsfræði, töl-
fræði, faglegri gagnasöfnun og
gagnagreiningu. Hún átti auðvelt
með að aðlagast nýrri tækni og
átti stærstan hlut að nútímavæð-
ingu skráningar smitsjúkdóma.
Þá var hún alltaf reiðubúin að að-
stoða samstarfsfólk sitt, svo og
fagaðila víða um land, enda var
mikið til hennar leitað.
Guðrún var gáfuð kona, fjölfróð
og gaman að spjalla við hana um
heima og geima. Þau lýsingarorð
sem samstarfsfólk taldi upp á
minningarstund voru að Guðrún
var hlý, traust, samviskusöm, úr-
ræðagóð, réttsýn og forvitin um
aðra á jákvæðan hátt. Hún hafði
góða nærveru, var sposk, bros-
mild, með gott skopskyn og öll
munum við minnast smitandi hlát-
ursins. Guðrún átti marga góða
vini innan embættisins sem hún
ræddi oft við um lífið og tilveruna.
Árið 2017 lenti Guðrún í alvar-
legu umferðarslysi sem kallaði á
stranga endurhæfingu sem hún
tókst á við með æðruleysi og
dyggum stuðningi frá fjölskyldu
sinni. Rúmu ári eftir slysið kom
annað reiðarslag þegar hún
greindist með krabbamein. Við
tóku erfiðir tímar en Guðrún tókst
á við veikindi sín, allt til enda, af
fádæma yfirvegun og reisn. Hún
sneri aftur til starfa, full af eld-
móði og jákvæðni eins og hennar
var von og vísa.
Þegar faraldur COVID-19 skall
á stóð Guðrún í stafni með sótt-
varnalækni og samstarfsfólki
enda hafði hún tekið þátt í að þróa
viðbragðsáætlanir og verkferla.
Henni var fengið það vanda-
sama hlutverk að leiða vinnuna
þegar fyrstu tilfellin greindust og
sem svo varð að vinnu rakninga-
teymis. Hún tók þátt í að skapa
gagnagrunn um sjúkdóminn og að
koma á laggirnar heimasíðunni co-
vid.is. En svo tók sjúkdómurinn
sig upp og Guðrún varð frá að
hverfa. Hún reyndi þó að liðsinna
þar til starfsþrekið þraut.
Guðrún var mikil fjölskyldu-
kona, vinamörg og hafði brenn-
andi áhuga á útivist og sumarhúsi
sem þau hjón voru að stækka svo
stórfjölskyldan gæti notið sín í
sveitinni.
Missir eiginmannsins Gylfa,
stolts hennar, barnanna Guðlaug-
ar, Hólmfríðar og Magnúsar,
barnabarnanna tveggja og
tengdabarna er mikill og vottum
við þeim okkar dýpstu samúð.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um, viljum við, samstarfsfólk hjá
embætti landlæknis, þakka fyrir
farsælt og skemmtilegt samstarf
og kveðjum með ljóði samstarfs-
konu.
Dýrmætt er hvers dags að njóta,
dægrin ei þá framhjá þjóta.
Þakklæti lát hug þinn móta.
Þel sé ætíð friðsælt þitt.
Mundu æ að gefa og gleðjast gullið mitt.
Birtu skaltu öðrum bera.
Blessun þeim þú reynast vera.
Góðverk er þér gott að gera,
þá gleði fyllist lífið þitt.
Mundu æ að gefa og gleðjast gullið mitt.
(Laura Sch. Thorsteinsson)
Blessuð sé minning Guðrúnar
Sigmundsdóttur, hennar verður
sárt saknað.
Fyrir hönd embættis landlækn-
is,
Alma D. Möller.
Ég man eins og það hefði gerst í
gær. Á læknaráðstefnu á Íslandi á
árinu 2000 vatt sér að mér ungur,
myndarlegur og glaðlegur kven-
maður og kynnti sig sem Gunnu,
systur hennar Sirrýjar. Sirrý
hafði ég þekkt lengi því synir okk-
ar voru bestu vinir til margra ára.
Gunna hafði fram til þess tíma
verið í framhaldsnámi í Svíþjóð
þar sem hún lagði stund á smit-
sjúkdóma- og sýklafræði. Til Ís-
lands fluttist hún svo með fjöl-
skyldu sinni á árinu 2000 og hóf
strax störf hjá sóttvarnalækni þar
sem hún starfaði til dauðadags en
um tíma starfaði hún jafnframt á
sýklafræðideild Landspítalans.
Leiðir okkar lágu síðan saman
þegar ég hóf störf hjá sóttvarna-
lækni á árinu 2002.
Gunna var góður starfsmaður,
vel að sér í fræðunum, atorkusöm
og ósérhlífin.
Hún hafði sérstakan áhuga á
gagnasöfnun og framsetningu
gagna og er óhætt að segja að hún
hafi átt stærstan þátt í rafrænni
uppbyggingu gagnagrunna hjá
sóttvarnalækni. Jafnframt gegndi
hún lykilhlutverki við gerð við-
bragðsáætlana sem hafa verið
þungamiðjan í viðbrögðum við
COVID-19-faraldrinum hér á
landi. Þá var hún fulltrúi Íslands í
samstarfi við margar erlendar
stofnanir um hina ýmsu smitsjúk-
dóma, tók þar virkan þátt og var
vel kynnt.
Mestu kostir Gunnu voru hins
vegar hennar mannlega hlýja,
glaðværð og jákvæðni. Alltaf
reyndi hún að leysa mál með mála-
miðlunum en gat þegar það átti
við verið ákveðin og hélt sínum
hlut.
Síðustu árin voru Gunnu erfið
eftir að sjúkdómurinn sem varð
henni að aldurtila tók að láta á sér
kræla. Hún tók hins vegar örlög-
um sínum af miklu æðruleysi og
lýsandi fyrir hana var síðasta sam-
tal okkar þar sem hún baðst afsök-
unar á því að hafa ekki getað tekið
meiri þátt í baráttunni við CO-
VID-19.
Ég svaraði að hennar þáttur í
öllum undirbúningi og vinnunni á
meðan hennar naut við hefði verið
ómetanlegur.
Ég vil fyrir hönd starfsmanna
sóttvarnasviðs embættis land-
læknis þakka Gunnu fyrir ómet-
anlega samleið og vináttu. Gylfa,
Gullu, Fríðu og Magnúsi sem og
öllum aðstandendum sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Þórólfur Guðnason.
Með andláti Guðrúnar Sig-
mundsdóttir læknis er fallegu lífi
lokið. Hún barðist síðustu árin við
illvígt og ólæknandi krabbamein
af aðdáanlegu æðruleysi, en bros-
ið og gæðin skína af ásjónu hennar
til hinstu stundar. Fréttin af veik-
indum hennar kom eins og reið-
arslag. Yngst af þremur börnum
Laugu föðursystur okkar og Sig-
mundar læknis munum við hana
brosandi, en íbyggin var hún og
vandvirk. Það var eins og mann-
kostir foreldra hennar kæmu
saman í henni á hennar einstaka
hátt. Pétur, sem var heimagangur
hjá Laugu og Sigmundi á háskóla-
árum sínum, var stundum að
hjálpa krökkunum með heimalær-
dóminn, en það þurfti ekki að
hjálpa Gunnu, hún var búin að öllu
og virtist ekki þurfa að hafa fyrir
neinu. Öll voru og eru þau systk-
inin gegnumheilar og góðar
manneskjur og alltaf glatt á hjalla
hjá þeim. Þetta andrúmsloft flutti
Gunna inn á sitt eigið heimili og
börnin hennar þrjú eru yndislegar
útgáfur af mömmu sinni hvert á
sinn persónulega hátt. Guð blessi
minningarnar um Gunnu og styrki
Gylfa og börnin þeirra í sorginni
og Sirrý og Sigurgeir systkini
hennar.
Pétur, Kristín og Sólveig.