Morgunblaðið - 06.11.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 06.11.2020, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020 ✝ Guðjón fæddistí Hnífsdal 20. ágúst 1948 en flutti með foreldrum sín- um til Bolung- arvíkur. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 25. október 2020. Foreldrar hans voru Sæunn Guðrún Guðjónsdóttir frá Hnífsdal, f. 25. nóv- ember 1925, d. 29. apríl 2006, og Kristján Þorgilsson frá Bolung- arvík, f. 8. mars 1924, d. 13. nóv- ember 1989. Systkini Guðjóns eru Ásgerður Katrín, f. 1949, d. 1953, Hrönn, f. 1952, Ásgerður og Katrín, f. 1955, og Páll Þór, f. 1962. Samfeðra þeim er Júlíus, f. 1947. Guðjón giftist 7. júlí 1974 Ólöfu Björgvinsdóttur sjúkra- liða, f. 25. nóvember 1956. For- eldrar hennar voru Arndís Þórð- ardóttir, f. 1917, d. 2007, og viðskiptafræði. Hann var kenn- ari í Barnaskóla Sandgerðis 1971-72 og í Laugalækjarskóla með námi í Háskóla Íslands 1973- 74. Þá var hann í enskudeildinni í HÍ. Síðan í Barnaskóla Sand- gerðis í fjögur ár, 1974-78. Að því búnu kenndi hann í Brekkubæj- arskóla á Akranesi í fjögur ár, 1978-82 og frá 1982-85 var hann yfirkennari. Þar á eftir, 1985, kom hann í Sandgerði og var ráðinn skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði og var þar í 21 ár til ársins 2006. Eftir það starfaði hann á bæjarskrifstofu Sand- gerðis sem skóla-, frístunda-, ferða- og menningarfulltrúi til ársins 2015 þegar hann fór í hálft starf sem fræðslu- og menning- arfulltrúi. Guðjón starfaði sam- fellt í 45 ár í fræðslumálum. Útför Guðjóns fer fram frá Sandgerðiskirkju í dag, 6. nóv- ember 2020, og hefst athöfnin klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstand- endur viðstaddir en athöfninni verður streymt á netinu. Streymt verður frá útförinni á : https://youtu.be/08bJF9XZYMM Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat Björgvin Ólafsson, f. 1926, d.1993. Börn Guðjóns og Ólafar eru: 1) Björgvin, f. 30. jan- úar 1975, maki Mar- grét Lind Stein- dórsdóttir, f. 1979. Synir þeirra eru: a) Bjarki Freyr, f. 2003, b) Breki Þór, f. 2012, og c) Bragi Hrafn, f. 2017. 2) Sæunn Guðrún, f. 15. mars 1976, maki Guðmundur Rúnar Jóns- son, f. 1975. Dætur þeirra eru: a) Kristrún Erla, f. 2004, og b) Arn- dís Ólöf, f. 2012. 3) Kristján Þor- gils, f. 7. janúar 1985, maki Hild- ur Hilmars Pálsdóttir, f. 1985. Synir þeirra eru: a) Guðjón Þor- gils, f. 2008, og b) Páll Björgvin, f. 2015. Guðjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri ár- ið 1970. Eftir stúdentsprófið fór Guðjón í Háskóla Íslands og nam Elsku bróðir minn. Með sorg í hjarta vill ég með fáum orðum þakka þér, kæri bróðir, fyrir samfylgdina í gegn um tíðina. Það voru forréttindi að fá að alast upp með þér sem yngri systir á tímum þegar uppgangur var í Bolungarvík og mikið um að vera á mörgum vígstöðvum. Ég minnist þess þegar við átt- um heima á Bökkunum þar sem við bjuggum mestan hluta æsku okkar. Minnist nálægðarinnar við hafið, þar sem við höfðum svo gott útsýni út á sjóinn. Við horfð- um á öldurnar brotna og upplifð- um ævintýralegan heim. Ég minnist góðra stunda þegar þú kynntir mér bækur eins og Prins Valiant, Ævintýrabækurnar og Fimmbækurnar, svo ég tali nú ekki um Tarsanblöðin og Sígildar sögur. Snemma kom félagslyndi þitt í ljós og hve tilbúinn þú varst að taka þátt í öllu félagslífi sem var í boði. Vil ég þá sérstaklega nefna skátastarfið, sem var þér svo hugleikið og gerði það að verkum að ekki var um annað að ræða en ég tæki einnig þátt í því ævintýri. Þú gast líka verið uppátækja- samur og prakkari en alltaf var það græskulaust sprell. En alltaf naut ég þess í leik og starfi að vera litla systir þín. Ég vil líka nefna listræna hæfileika þína en þér stóðu margar dyr opnar á því sviði, einkum þó í myndlist og leiklist. Björgvin sonur þinn orðaði það þannig í fésbókarfærslu: „Hann var listamaður, skáld, fræðingur, kennari, sáttasemjari, leikari, kokkur, klettur.“ Eftir að menntaskóla lauk hjá þér bjuggum við saman einn vet- ur í Reykjavík þar sem við vorum bæði í námi. Það fór afar vel á með okkur enda varst þú einstakt ljúfmenni. Sem dæmi um hvernig þú hugs- aðir til litlu systur var að um hver mánaðamót fékk ég hluta af laununum þínum sem þú fékkst fyrir vinnu með skólanum. Einnig áttum við góðan tíma saman á Álftröðinni þar sem við bjuggum eftir að ég hafði kynnst Snævari. Guðjón minn, ég veit að það verður tekið vel á móti þér á æðri stað. Ég votta Ólöfu mágkonu minni mína dýpstu samúð en hún stóð eins og klettur við hlið þér til hins síðasta. Þá hafa börn og barnabörn misst yndislegan afa og bið ég almættið að styrkja þau í sorginni. Það var einstakur kærleiks- þráður á milli okkar minn kæri bróðir og mun ég ætíð sakna þín. Þín systir, Hrönn. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu, vinur, mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson) Þessi yndislegu orð eiga svo sannarlega við á þessum vetrar- degi, þegar Guðjón mágur og svili okkar kvaddi þessa jarðvist eftir snörp átök við erfiðan sjúk- dóm. Þegar að kveðjustund kemur hrannast upp minningar um hann, sem geymast í huga okkar eftir 47 ára kynni. Guðjón hafði einstaka lund og mjög góða nærveru. Faðmur hans var alltaf opinn og til staðar fyrir okkur, góður í að hlusta og lausnamiðaður. Við eigum eftir að sakna allra góðu stundanna með honum þar sem hann var hrókur alls fagn- aðar, listamaður og mikil fræð- ari. Góður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Missir fjölskyldunnar er mikill og það ríkir sorg og söknuður hjá öllum vegna fráfalls hans. Að leiðarlokum viljum við og fjölskyldur okkar þakka sam- fylgdina á liðnum áratugum. Elsku Ólöfu systur og mág- konu, Björgvini, Sæunni, Krist- jáni og fjölskyldum þeirra, svo og ástvinum öllum, sendum við okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Jóhanna og Valdimar, Sigfríð og Þórður. Í dag kveðjum við einstakan mann sem var hvers manns hug- ljúfi. Guðjón var maður sem hafði einstaklega góða nærveru og fullkomið traust hvar sem hann bar niður. Hann fór rólega um, tók leiðtogahlutverkið að sér þegar á þurfti að halda, gaf góð ráð og var staðfastur á sínu þeg- ar við átti. Sérstaklega klár og vitur maður með einstaka list- hæfileika. Kveðskapurinn flæddi frá honum við öll tilefni og átti hann einstaklega auðvelt með að mála fallegar myndir hvort sem það var á pappír eða á stafrænu formi. Það var ekki að ástæðulausu að við hjónin ákváðum að velja hann sem veislustjóra í brúð- kaupið okkar. Við vorum sam- mála um að hann hefði allt fram að færa sem við treystum í manni til að stýra brúðkaupsveislunni okkar. Eggert þurfti ekki langan tíma til að kynnast honum eftir að hann kom inn í fjölskylduna, til að finna þetta traust. Guðjón hafði einstakt lag á að fá fólk til að hlusta á það sem hann hafði að segja, hafði góðan húmor og frá- bært hugmyndaflug að gera góða veislu betri. Það verður skrýtið að hitta hann ekki aftur í fjölskylduboð- um og skilur hann eftir sig stórt skarð í stórfjölskylduna. Við minnumst hans sem einstaks manns sem skildi fullt af góðum ráðum og minningum eftir sig sem við erum heppin að fá að geyma í hjarta okkar. Elsku Ólöf, Björgvin, Sæunn, Kristján og fjölskyldur, við send- um ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Við hlökkum til að fá að knúsa ykkur innilega þegar að- stæður í samfélaginu leyfa. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Ingibjörg Valdimarsdóttir og fjölskylda. Hún var snörp baráttan sem frændi minn háði við ólæknandi krabbameinið. En ekki átti ég von á að hún tæki svona fljótt enda. Maður er aldrei viðbúinn fréttum af andláti náinna ætt- ingja eða vina þó vitað sé að hverju stefni. Margar mínar bestu æsku- minningar tengjast Guðjóni frænda mínum og hans fjöl- skyldu. Mamma hans, Sæunn Guðjónsdóttir, og pabbi minn voru systkini og afar náin alla tíð. Sæja frænka og fjölskylda bjuggu í Bolungarvík og við í Hnífsdal og frá árinu 1957 eftir að afi Guðjón lést átti amma okk- ar, Ásgerður Jensdóttir, heimili hjá báðum fjölskyldum okkar. Ein minning tengist heimili afa og ömmu í Hnífsdal. Við Guðjón sóttum í að leika okkur nálægt ánni sem var spölkorn frá heimili afa og ömmu. Eitt sinn sátum við saman á árbakkanum í hróka- samræðum þegar hann hrundi undan okkur og við duttum bæði í ána. Ömmu var eðlilega brugðið þegar tvö rennblaut börn komu heim og refsingin var að láta okk- ur hátta um miðjan dag. Þegar við gistum hjá ömmu og afa sváf- um við í einhvers konar kassa sem geymdur var undir rúmi þeirra og við kölluðum komm- óðuskúffuna. Það var mikil nið- urlæging að þurfa að hátta í kommóðuskúffuna um hábjartan dag. Alltaf var mikil tilhlökkun að fara til Sæju frænku og Kitta og þeirra barna. Ég öfundaði Guð- jón frænda minn og Hrönn, syst- ur hans, af því að sofa í kojum en frændi gekk gjarnan úr rúmi fyr- ir mig svo ég fengi að sofa í efri koju. Það er lýsandi fyrir hann, alltaf tilbúinn að aðstoða aðra. Ég leit alla tíð mikið upp til þessa yndislega frænda míns sem var mér og öllum sem í kringum hann voru svo góður. Hann var mikið ljúfmenni og átti gott með að umgangast fólk. Það var mikil gæfa fyrir börn á Akranesi og í Sandgerði að hann skyldi velja það ævistarf að vera kennari og skólastjórnandi. Guðjón frændi minn var lista- maður af guðs náð. Hann var áhugaleikari sem tekið var eftir, söngmaður góður en síðast en ekki síst frábær myndlistarmað- ur. Hann var mikill fjölskyldu- maður og elsku Ólöf, börnin hans þrjú, tengdabörn og barnabörn sjá nú á eftir honum allt of snemma. Þeim öllum og systk- inum hans og þeirra fjölskyldum votta ég innilega samúð. Ég hefði gjarnan viljað að leiðir okkar frænda míns hefðu legið oftar saman á fullorðinsárum en raun- in var, en hugga mig við að í hvert sinn sem við hittumst fund- um við sterka þráðinn sem á milli okkar var alla tíð. Blessuð sé minning elsku Guðjóns Þorgils Kristjánssonar. Ásgerður Ólafsdóttir. Guðjón hittum við fyrst haust- ið 1966 þegar við hófum nám við Menntaskólann á Akureyri. Í 3. bekk var kynjaskipt í bekki að hluta til og einnig var nemendum skipt eftir því hvaðan þeir komu, þannig að Akureyr- ingar/Eyfirðingar voru oftast saman í bekk en nemendur ann- ars staðar frá voru hafðir saman. Í 3. bekk var Guðjón í D-bekk, en við hinir í C-bekknum og Alrún í A-bekk. Í 4. bekk skiptist hóp- urinn síðan í þá sem fóru í stærð- fræðideild og hina sem fóru í máladeild. Við fórum öll í mála- deild og Guðjón færðist þá í C- bekkinn, strákabekk, þar sem við vorum síðan saman það sem eftir var skólatímans. Menntaskólaár- in eru talin þau ár sem móta óharðnaða unglinga hvað mest. Á þessum árum mynduðust sterk vinabönd sem aldrei hafa slitnað. Á Akureyri voru heimavistir en við bjuggum flest úti í bæ, en vorum kostgangarar á heimavist- inni. Það þýddi að við gátum stundað skemmtanalífið á Akur- eyri meira og betur en þeir sem bjuggu á vistinni og eytt tíma saman eftir að vistunum hafði verið lokað. Þetta skipti meira máli á föstudögum en öðrum dög- um þar sem vistinni var lokað kl. 10 á föstudagskvöldum, en ann- ars um kl. 11. Eiríkur bjó í Þór- unnarstræti ásamt Guðmundi Beck, rétt ofan við heimavistina og þar var yfirleitt gestkvæmt og stundum spjallað langt fram eftir kvöldi. Kaffikanna var á herberg- inu og óspart hellt upp á. Einn af þeim sem sóttu í kaffið og fé- lagsskapinn var Guðjón. Hann var hrókur alls fagnaðar og oft var gantast þarna langt fram á nótt og var þá stundum erfitt að vakna morguninn eftir. Gesta- bækurnar bera vott um hæfileika Guðjóns á fleiri sviðum en teikn- un og málun. Hann gat hent í vís- ur þegar hann vildi, og eru þær allnokkrar í gestabókunum. Myndirnar sem til eru frá þess- um tíma bera svo vott um mikinn galsa og þar á Guðjón ekki sístan þátt. Hann tók mikinn þátt í leik- félagi MA og lék þar hlutverk og kom að leikmynd öll árin, því listamaður var hann á mörgum sviðum. Eftir menntaskólaárin breyt- ist margt. Við komum suður til Reykjavíkur og hófum fram- haldsnám. Þá teygist á vinabönd- unum, vinirnir flytjast út á land og stofna fjölskyldur. Þá gefst minni tími til að hugsa um gömlu félagana. Guðjón fór upp á Skaga og var þar kennari í nokkur ár, en flutti síðan í Sandgerði og gerðist skólastjóri, Gísli og Alrún voru á Eskifirði, en Eiríkur og Villi voru hér fyrir sunnan. Við höfðum ekki mikið samband í langan tíma en vissum ávallt hvert af öðru. Eftir því sem árin liðu og börnin uxu úr grasi gafst meiri tími til að hittast. Árgang- urinn hefur verið duglegur að hittast, bæði á stúdentsafmælum og við ýmis önnur tækifæri. Síð- ustu 15 ár hefur árgangurinn haldið árleg þorrablót. Guðjón kom ekki í þau fyrstu, en hann var ásamt Ólöfu konu sinni á síð- asta þorrablótinu, í febrúar sl., þar sem hann lék á als oddi þótt hann gengi ekki heill til skógar. Við söknum nú látins vinar og félaga en minningarnar lifa með okkur. Við vottum Ólöfu konu hans, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum innilega samúð okkar. Eiríkur og Anna, Vilmundur og Þórhildur, Gísli og Alrún. Mörgum okkar kom á óvart sviplegt andlát Guðjóns heitins – og svo koma minningarnar. Ekki er oft sem maður kynnist fólki sem hiklaust fær hæstu einkunn en í tilfelli Guðjóns heitins er það vissulega svo. Hann var einstak- ur maður sem vildi öllum vel, dró ekki af sér og var alltaf reiðubú- inn til að hjálpa, fyrirgaf enda- laust grín og hrekki. Hann hafði sterkar skoðanir og var fylginn sér – aðallega í því að gera öðrum gott. Það er mannbætandi og guðsþakkarvert að hafa kynnst og unnið með slíku staðföstu ljúf- menni. Guð blessi fjölskyldu og ást- vini Guðjóns. Hann hafi þökk fyr- ir samfylgdina og allar góðu stundirnar í skólanum, á knatt- spyrnuvellinum og annars stað- ar. Einar Valgeir Arason. Mín fyrstu kynni af Guðjóni voru þegar hann réð sig sem kennara við Sandgerðisskóla í þá gömlu góðu daga þegar ég var pjakkur. Það myndaðist strax gott samband á milli okkar því Guðjón var þannig gerður að hans eigin áhugi á námsefninu var svo mikill að hann smitaðist til okkar krakkana. Svo var alltaf mjög stutt í húmorinn hjá hon- um. Sem dæmi um það þá mætti ég snemma í tíma í sjóvinnu einn daginn, þar var kennd netagerð, splæsingar, ýmsir hnútar o.s.frv. Guðjón sýndi mér hvernig við gætum platað hina strákana til að halda að hann myndi rífa mig upp á eyrunum. Þegar hópurinn kom svo inn í stofuna greip Guð- jón um eyrun á mér, ég hélt í úln- liðina á honum og spyrnti mér upp og öskraði. Svipurinn á strákunum staðfesti að vel hefði tekist til. Leiðir okkar lágu saman á ný í Karlakór Keflavíkur fyrir nokkr- um árum og mér varð strax ljóst að Guðjón hafði akkúrat ekkert breyst. Ennþá sami brennandi áhug- inn á öllu sem hann tók sér fyrir hendur og óheftur vilji til að miðla sinni þekkingu til annarra. Þegar hann byrjaði sjálfur í kórnum leið ekki langur tími þar til hann var búinn að gefa kost á sér í stjórn kórsins og tók að sér embætti meðstjórnanda, ritara og varaformanns í gegnum tíðina og leysti þau verkefni með mikl- um sóma. Hann varð fljótt einn af mátt- arstólpum kórsins og þær voru ófáar stundirnar sem hann fórn- aði fyrir hann. Honum tókst með hjálp fleiri góðra manna að lokka mig til stjórnarsetu sem síðan leiddi til þess að ég tók að mér formennsku. Það einfaldaði mína vinnu heilmikið sem formaður að hafa mann eins og Guðjón með í stjórninni þar sem hann var stöð- ugt að gefa af sér til okkar hinna og óþrjótandi brunnur góðra hugmynda. Svo nýttist hans listræna auga kórnum vel þegar kom að útgáfu söngskráa og annarri útgáfu- starfsemi og segja má að hann hafi verið grafískur hönnuður kórsins. Í þeim málum naut hann (og kórinn) einnig dyggrar að- stoðar Björgvins sonar síns. Einnig er óhætt að halda því fram að Guðjón hafi verið hirð- skáld kórsins þar sem hann var ótæmandi uppspretta ljóða og limra sem oftar en ekki voru upp- full af hárbeittum húmor. Það var svo á síðasta ári sem hann baðst undan stjórnarsetu þar sem hann þyrfti að fara í meðferð vegna krabbameins. Það er gott merki um hans brennandi áhuga fyrir kórnum að hann harkaði af sér og mætti á æfingar í miðri meðferðinni. Hann ætlaði aldrei að gefast upp. Það kom okkur strákunum í kórnum nokk- uð á óvart þegar við fréttum af andláti okkar kæra félaga. Mér segir svo hugur að hann hafi ekki sagt okkur allan sann- leikann um veikindi sín. Það er mikill missir fyrir fé- lagsskap eins og okkar að sjá á bak svona öflugum félaga. Skarð hans verður seint fyllt. Elsku Ólöf, Björgvin, Sæunn og Kristján. Við félagarnir í Karlakór Keflavíkur verðum æv- inlega þakklátir fyrir að hafa not- ið félagsskapar ykkar yndislega fjölskylduföður. Minning hans mun lifa í hjarta okkar um ókom- in ár. Guð styrki ykkur og fjölskyld- ur ykkar í að takast á við sorgina sem fylgir því að kveðja þennan einstaka mann. Fyrir hönd Karlakórs Kefla- víkur, Jón Ragnar Gunnarsson formaður. Guðjón Þorgils Kristjánsson var gott dæmi um einstakling sem gaf mikið af sér til sam- félagsins og tók virkan þátt í því. Hann var lífsglaður og fjölhæfur Bolvíkingur sem kom fyrst til Sandgerðis sem ungur kennari. Sneri síðan til starfa annars stað- ar en sneri aftur og réðst sem skólastjóri Sandgerðisskóla, sem hann sinnti með miklum sóma um 20 ára skeið. Hann var dáður skólastjóri og leiddi skólann með manngæsku að leiðarljósi. Guðjón færði sig úr starfi skólastjóra árið 2005 og starfaði síðar um árabil hjá Sand- gerðisbæ, sem fræðslu- og menn- ingarfulltrúi og hélt einnig utan um íþrótta- og æskulýðsmál um tíma. Sem fyrr vann Guðjón að öll- um sínum verkefnum með mikl- um sóma. Meðal verkefna sem hann sinnti af alúð og ábyrgð var að hann ritaði fundargerðir bæjar- ráðs og bæjarstjórnar Sandgerð- isbæjar um árabil, þar sem hann átti trúnað allra sem að komu. Eftir að Suðurnesjabær tók til starfa um mitt ár 2018 sá Guðjón um fundaritun bæjarráðs og bæj- arstjórnar fyrstu mánuðina. Á sinn hægláta máta átti Guðjón oft mikinn þátt í að leiða erfið mál til lykta og sá til þess að bók- anir bæjarstjórnar væru öllum til sóma. Það var gott að eiga Guðjón að þegar nýtt sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfé- lagsins Garðs var að feta sín fyrstu spor. Þekking hans og reynsla kom sér vel og sem fyrr lagði hann sig fram af alúð og heiðarleika til þess að leysa sem best úr þeim málum sem biðu úrlausnar hverju sinni. Guðjón lét af störf- um hjá Suðurnesjabæ fyrir um ári, eftir áratuga störf og framlag í þágu samfélagsins. Guðjón var þægilegur og af- burðagóður samstarfsmaður. Hann var vel liðinn í samfélag- inu, jákvæður og hjartahlýr. Guðjón tók virkan þátt í félags- og menningarlífi, var mikill söng- maður og söng í kórum og við ýmis tækifæri. Eitt af einkennum Guðjóns Guðjón Þorgils Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.