Morgunblaðið - 06.11.2020, Page 30

Morgunblaðið - 06.11.2020, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020 með morgun- nu Smáauglýsingar Raðauglýsingar Tilkynningar Breyting á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og nýtt deiliskipulag – lýsing á skipulagsáætlun Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkti á fundi sínum þann 29. október sl. að auglýsa lýsingu á skipulagsáætlun fyrir breytingu á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010- 2030 og nýtt deiliskipulag í landi Hvamms í Bjarnarfirði í samræmi við 36. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða skipulagssvæði nyrst á jörðinni við Bjarnarfjarðará í námunda við fyrra brúarstæði og felst aðalskipulagsbreytingin í breytingu á landnotkun þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð (FS12) og ferðaþjónustu (VÞ5) á svæði sem er skilgreint landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir fimm frístundalóðum, einni stórri lóð fyrir ferðaþjónustu og einni íbúðarhúsalóð. Lýsingin mun hanga uppi í húsnæði Verslunarfélagsins á Drangsnesi og verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins á vefslóðinni drangsnes.is. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér lýsinguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdum skal vinsamlegast skilað til skrifstofu Kaldrananeshrepps að Holtagötu, 520 Drangsnesi eða á netfangið skipulag@dalir.is í síðasta lagi fyrir 21. nóvember 2020.     Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is ✝ Ívar LarsenHjartarson fæddist á Ísafirði 12. janúar 1926. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 2 27. október 2020. Foreldrar Ívars voru Hjörtur Ólafs- son, f. 23.7. 1897, d. 2.7. 1951, verka- maður á Ísafirði, frá Saurbæ í Dölum, og Þóra Margrét Sigurðardóttir, f. 28.5. 1896, d. 27.2. 1954, húsmóðir. Albróðir Ívars var Sigurður, f. 18. maí 1930, bakarameistari, d. 20. desember 2012. Hálf- systir Ívars, samfeðra, var Ing- unn, hún er látin. Hún var gift Þorvaldi Steinarssyni. Hálf- systkini Ívars, sammæðra, voru Matthías Í. Guðmundsson, f. 17.4. 1923, fv. bóndi á Eyri og í Hvítanesi, hann er látinn. Hann var giftur Margréti Árnadótt- ur; Sigríður Ás- geirsdóttir, f. 18.7. 1917, nú látin. Ívar ólst upp á Ísafirði. Hann lauk þar barnaskóla- námi og vann síðan ýmis störf á Ísa- firði bæði til sjós og lands. Hann flutti ung- ur til Reykjavíkur og hóf þá störf hjá Landssíma Íslands á Jörva, hann bjó alla tíð í Reykjavík, en hafði ætíð ákaflega sterkar taugar til fæðingarbæjar síns Ísafjarðar. Ívar var ókvæntur og barn- laus. Ívar verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 6. nóv- ember 2020, og hefst athöfnin klukkan 15. Vegna aðstæðna munu ein- ungis nánustu ættingjar verða viðstaddir. Elsku frændi minn hann Lassi eins og við kölluðum hann í okkar fjölskyldu hefur nú kvatt þennan heim á 95. aldursári. Lassi hélt alla tíð miklu og góðu sambandi við fjölskylduna okkar. Ég minnist þess með hlýhug sem barn að jólin voru ekki kom- in fyrr en Lassi frændi var kom- inn til að halda jólin með okkur. Síðustu jólin hans Lassa var hann hjá okkur Einari í Hraun- borgum og naut sín vel. Þú varst alltaf svo hress og vel á þig kominn og varst hrókur alls fagnaðar þegar við héldum fjöl- skylduboðin og pabbi tók nikk- una með sér og spilaði og þá varst þú alltaf fyrstur út á gólf til að dansa og dönsuðum við oft mikið saman. Svo kom að því að hann vildi hætta að búa einn og fara í þjón- ustuíbúð. Við hjónin fórum í málið fyrir hann og sóttum um í Furugerði 1 og þar fékk hann inni mjög fljót- lega. Lassi frændi var einstaklega handlaginn maður og ég minnist þess með mikilli gleði þegar við hjónin hófum að byggja bústað- inn okkar í Hraunborgum í Grímsnesi að þá bauðst Lassi til að koma austur og aðstoða okkur. Lassi frændi bjó alla tíð einn og hélt fallegt heimili og sá alveg um sig sjálfur fram undir nírætt, en þá fórum við Einar maðurinn minn að að- stoða hann vikulega varðandi matarinnkaup og eins að aðstoða hann varðandi það að sækja sér læknisaðstoð og fleira. Vikulega fórum við í „ísferðir“ með móður minni Báru og Lassa og þá var einnig farinn rúntur um borgina. Þessar ferðir elskuðu þau bæði. Lassi frændi átti góða vin- konu, Dýrleif, til margra ára og fóru þau oft til Kanaríeyja og dvöldu þar nokkrar vikur á ári. Dýrleif lést fyrir nokkrum árum. Eitt sinn þegar við vorum í heimsókn hjá Lassa spurði hann okkur Einar hvort við værum til í að fara eina ferð með honum til Kanaríeyja. Við gengum frá ferð til Kanarí og fórum með honum út í 15 daga. Lassi ljómaði þegar við vorum tilbúin til fararinnar og má segja að hann hafi brosað allan hring- inn meðan á ferðinni stóð. Ferðin gerði honum mjög gott og var hann alsæll þegar heim kom og gat sagt samferðafólki sínu í Múlabæ frá ferðinni. Eins og áður hefur komið fram hafði Lassi frændi mikinn áhuga á dansi og alltaf þegar boðið var upp á harmonikkuleik og dans í Múlabæ var hann fyrstur til að bjóða dömu upp í dans. Eftir að veikindi fóru að gera vart við sig hjá Lassa kom að því að hann þurfti frekari umönnun sem ekki var í boði í Furugerði 1 og sótti ég þá um fyrir hann að komast að í hjúkrunarheimilinu í Sóltúni 2 og komst hann þar inn fljótlega. Í Sóltúni leið Lassa ákaflega vel og minntist hann ávallt á það við okkur hjónin þegar við kom- um til hans í heimsókn, hve umönnunarfólkið væri yndislegt. Síðustu dagana veiktist Lassi en hann hafði átt í erfiðleikum vegna hjartabilunar og að morgni 27. október kvaddi hann þennan heim og hjá honum á þessari stundu var yndislegt starfsfólk Sóltúns, sem hann hélt svo mikið upp á og hafði haft umsjón með honum. Ég kveð Lassa frænda minn með miklum söknuði, en einnig mörgum góðum minningum. Nú ertu kominn til fólksins þíns sem er farið og veit ég að með ykkur verða fagnaðarfundir. Ég vil þakka hjartanlega öllu starfsfólki í Furugerði 1, Múlabæ og Sóltúni 2 fyrir frábæra umönnun. Takk, kæri frændi, fyrir samferðina og blessuð sé minning þín. Þín frænka, Þóra Margrét Sigurðardóttir. Ívar Larsen Hjartarson ✝ GunnlaugurMarteinn Sím- onarson fæddist í Keflavík 29 júní 1952. Hann lést á heimili sínu 6. októ- ber 2020. Foreldrar hans eru Símon Pauli Lilaa Jóhannsson, sjómaður og fyrr- verandi verkstjóri hjá Hafskip, f. í Leirvík í Færeyjum 25. júní 1925, d. 31 janúar 2007. For- eldrar hans voru hjónin Jóhann Pauli Lilaa útgerðarbóndi og kona hans Jóhanna María Óli- vina í Leirvík. Heimilisfaðirinn lést fyrir aldur fram, systk- inahópurinn var stór. Fyrir átti Símon soninn Hrein Sævar Sím- onarson húsasmíðameistara á Akureyri, f. 23 janúar 1951, d 31. október 1995. Móðir Gunnlaugs var Björg Svava Gunnlaugsdóttir kaup- maður, f. 18. september 1927 í Svefneyjum, Flatey á Breiða- firði, d. 7. febrúar 2009. For- eldrar Bjargar voru Borghildur Aradóttir, f. 10. ágúst 1891, d. 20. nóv. 1941, og Gunnlaugur Marteinn Gunnlaugsson sjómað- ur, f. 15. ágúst 1906, d. 16. jan- úar 1979. Björg Svava Gunnlaugsdóttir kaupmaður giftist Símoni Pauli Lilaa Jóhannessyni. Þau slitu samvistum. Seinni maður Bjarg- ar var Hafsteinn Halldórsson, f. 4. júlí 1933, d. 1. ágúst 1990. Þau áttu saman 3 börn, þau eru auk Gunnlaugs Jóhann Páll Símonarson, fv. farmaður hjá Eimskip, f. 11. apríl 1951, kvæntur Viktoríu Hólm Gunnarsdóttur, fv. starfsmanni á Rönt- gendeild Landspít- alans í Fossvogi. Borghildur Símonardóttir kaupmaður, f. 27. febrúar 1958, gift Þorgeiri Daníelssyni kaupmanni. Samæðra systkin: Guðbergur Guðmundsson, f. 1. ágúst 1943, Anton Sigurðsson, f. 22. mars 1947, Sigrún Borghildur Magn- úsdóttir, f. 11. maí 1949. Börn Gunnlaugs eru: Guðrún Rut Gunnlaugsdóttir, f. 15. maí 1971, móðir Sigrún Magn- úsdóttir, f. 1953, þau slitu sam- vistum. Eiginmaður Guðrúnar er Kári Þórisson rennismiður, f. 1967. Eiga þau tvær dætur: Ing- unni Þóru, f. 1987, gift Kristni Frey Vídó Þórssyni og eiga þau fjögur börn. Þórdís Rún, f. 1996. Jóhann Gunnlaugsson, f. 4. des. 1980, móðir Dagný Jóhanns- dóttir, f. 12. ágúst 1954. Þau slitu samvistum. Jóhann er giftur Ingu Rut Gunnarsdóttur, f. 1980, og eiga þau 2 börn, þau Dagnýju, f. 2011, og Gunnar Vilja, f. 2012. Útförin fór fram í kyrrþey. Lífið er skrýtið, það endar á sama stað hvað okkur öll varðar, en við komumst ekki frá því að fara þessa leið. Gunnlaugur Mar- teinn Símonarson, elskulegur bróðir minn, hefur kvatt okkur öll og tekið flugið í sumarlandið. Maður spyr sig hverju ráðum við, hvaða öfl ráða innra með okkur í tilveru fólks þar sem við höfum ekkert um það að segja þegar við urðum til. Gulli var afburðavel greindur drengur, þar sem bókin réð ríkj- um, um fræðigreinar sérfræð- inga um allan heim, þar sem hann hafði svo gaman af að tala við fólk, segja frá málefnum líð- andi stundar. Hann lauk námi frá Vogaskólanum í Reykjavík árið 1970. Hóf nám í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík og lauk 1.-2. stigi á tveimur árum árið 1982, 3. stigi ári síðar. Hóf störf við farmennsku hjá Eim- skip, var trillusjómaður og vann önnur störf sem tengd voru haf- inu. Hann var snjall á rithöndina, var með puttann á málefnum um alvarlega þróun stýrimannastétt- arinnar. Gunnlaugur var ritstjóri nemendablaðsins Kompáss vet- urinn 1982-1983. Orð Gunnlaugs vöktu ráðamenn á þeim tíma af værum blundi þegar hann nefndi fækkun nemenda sem stunduðu nám fyrir 37 árum, staðan er svipuð í dag árið 2020. Hefur sú þróun haldið áfram með litlum breytingum sem siglingaþjóð, þótt miklar breytingar hafi átt sér stað í skipaflota landsmanna. Gunnlaugur hafði á orði: „Á með- an bólgna aðrar menntastofnanir svo út að til vandræða horfir og þá helst í þeim greinum sem skila alls engum arði til þjóðar- búsins. Hér er mjög alvarleg þróun í menntamálum skip- stjórnarmanna að eiga sér stað … áður en skaðinn verður óbæri- legur.“ Eftir stendur bærinn okkar Keflavík og Kirkjuvegurinn þar sem við bræður erum fæddir hvor í sínu húsinu. Reykjavík var næsti bær í uppeldi okkar, þar sem við ólumst upp til dæmis Sólheimum og gamla Árbænum þar sem götur voru kallaðir Ár- bæjarblettir. Þar voru öll síma- samtöl í gegnum miðstöð sem Aðalbjörn símstöðvarstjóri stýrði. Kerfið virkaði á þann veg að hægt var að hlusta á öll símtöl í Árbænum eins og í sveitum; ein stutt, ein löng eða fjórar langar, þegar símar hringdu. Kristín Stefánsdóttur í Stínuskógi var frábær kona, sem okkur bræðr- um þótti vænt um, og komum við oft í heimsókn til hennar með trjágreinar sem eldivið til upp- hitunar. Um fermingu fluttum við í höfuðstað Gufuness þar sem Þorgeir Jónsson bóndi átti heima. Vorum báðir fermdir í Neskirkju hjá séra Jóni Thor- arensen. Frá mörgu er hægt að segja í ævisögu okkar beggja. Eftir stendur þú sjálfur sem varst frá- bær bróðir minn með gott hjarta, boðinn og búinn að hjálpa öllum nema sjálfum þér. Talaðir aldrei illa um neinn. Varst vanmetinn maður sem hafðir svo mikla hæfileika sem fræðimaður. En svona er lífið, enginn getur ákveðið fyrirfram hvað hann ger- ir eða stefnir að nema hann vilji það sjálfur. Megi minning um bróður minn Gunnlaug Martein Símonarson lifa um aldir alda. Elsku Jóhann, Guðrún og börn, megi guð umvefja ykkur og fjöl- skyldu ykkar í sorginni. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Jóhann Páll Símonarson. Gunnlaugur Mar- teinn Símonarson Morgunblaðið birtir minningargreinar end- urgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfar- ardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morg- unblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvað- an og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.