Morgunblaðið - 06.11.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 06.11.2020, Síða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hraðinn eykst í lífi þínu á næst- unni. Haltu fast við þitt en láttu aðra um að leysa sínar deilur upp á eigin spýtur. 20. apríl - 20. maí  NautMisstu ekki sjónar á hlutunum því áður en þú veist eru þeir horfnir og sumir fyrir fullt og allt. En okkur er ekki alltaf ætlað að hafa afskipti af hlutunum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Biddu um þau úrræði sem þú þarfnast. Samstarfsmenn þínir hafa marg- ir hverjir lagt þér drjúgt lið og það skal launa þegar upp er staðið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er eitt og annað sem kemur þér á óvart þegar þú ferð að athuga mál sem þér hefur verið falið að leysa. Einhver sem þekkir ekki vel til mála mun viðra ákveðnar skoðanir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Óvenjulegt fólk hefur verið að koma inn í líf þitt að undanförnu. Mikil virðing er borin fyrir þér hvar sem þú kemur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sumir fá bestu hugmyndirnar í sturtunni. Gleymdu ekki að gefa þér tíma til að njóta þess sem þú ert að gera. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er alltaf nauðsynlegt að sjá heild- armyndina og varast að gera of mikið úr einhverjum einstökum atriðum hennar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sumir trúa því að lífið sé allt ritað niður af hinum eilífa anda. Getur maður lagt mikið á sig án þess að þjást af streitu? Algerlega. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er engin ástæða til þess að láta stundarerfiðleika draga úr sér allan mátt. Ekki hika við að koma með at- hugasemdir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Tilfinningarnar standa hátt hjá þér og þú mátt hafa þig allan við að þær beri þig ekki ofurliði. Dagur úti í náttúrunni gæti verið nóg til að byggja þig upp. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Enginn þarf að segja þér að all- ir eiga skilið að aðrir komi fram við þá eins og jafningja. Haltu þig bara við jákvæða hugsun og þá fer allt vel. 19. feb. - 20. mars Fiskar Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt og þú munt sjá að það smitar líka út frá sér. Hvíldu þig í fimm mínútur hvern klukkutíma, alveg sama hversu mikið þú vilt halda áfram að vinna. 30 ára Bjarni ólst upp í Kópavogi þar sem hann býr enn. Hann er bílasali hjá Bílalandi í Árbænum og hefur unnið með bíla í fimm ár. Helstu áhugamál Bjarna eru bílar, cross- fit og hestar. „Ég hef mjög gaman af bíl- um og núna er Range Rover Sport í uppáhaldi. Við erum með hesta í Heims- enda en vorum áður í Víðidalnum.“ Maki: Selma Rut Gestsdóttir, f. 1991, starfar í tækniþjónustu Íslandsbanka. Barn: Fjóla Sif, f. 2009. Foreldrar: Þráinn Farestveit, f. 1964, framkvæmdastjóri Verndar, og Ólöf Ásta Farestveit, f. 1969, forstöðumaður Barnahúss. Þau búa í Kópavogi. Bjarni Farestveit 30 ára Sveinn Smári ólst upp í Laugar- dalnum og býr núna í Árbænum. Hann vinn- ur í álveri Norðuráls á Grundartanga. Helstu áhugamál Sveins eru íþróttir og er fótbolt- inn þar efstur. Sveinn spilar í 4. deild á Íslandi á sumrin og stundar snjóbretti á veturna. Maki: Snædís Gerður Hlynsdóttir, f. 1991, félagsráðgjafi. Barn: Hlynur Smári, f. 2017. Foreldrar: Leifur Harðarson, f. 1957, kennari og leigubílstjóri og goðsögn í ís- lensku blaki, og Ólöf Sveinhildur Helga- dóttir, f. 1957, húsmóðir. Þau búa í Kópa- vogi. Sveinn Smári Leifsson Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is K nut Ødegård fæddist 6. nóvember 1945 í Molde í Noregi þar sem hann ólst upp. Að loknu stúdentsprófi og prófi í viðskiptagreinum lagði hann stund á guðfræði við Óslóarháskóla. Síðar stundaði hann nám í bókmenntum við Háskólann í Cambridge á Englandi. Honum var veitt heiðursdoktorsnafn- bót, Litt. D., við Háskólann í Aca- pulco, Mexíkó 1999 og var útnefndur heiðursprófessor við Ríkisháskólann í Ulaanbaatar í Mongólíu 2017. Ljóðskáldið Fyrsta ljóðabók Knuts kom út árið 1967 og síðan hafa komið út 43 bækur með skáldskap hans, ljóðabækur, skáldsögur, leikrit, barnabækur og fræðibækur. Knut er þekktastur sem ljóðskáld og ljóðabækur hans hafa komið út á 42 tungumálum, fleiri mál- um en nokkurt annað norskt ljóð- skáld okkar tíma. Síðasta ljóðabók hans, Sirkusdirektøren, kom út núna í haust og hefur fengið mjög góða dóma og sumir sagt hana sterkustu ljóðabók Knuts. „Það er gaman, fyrir eldra skáld, að heyra að maður hafi ennþá kraftinn. Í bókinni er ég að yrkja út frá minni stöðu í dag – frá mínu sjónarhorni sem 75 ára manns, sem kannast við sjúkdóma, við ellina, sem hefur séð vini fá alzheimer og kannast við dauðann og að missa vini mína. En á sama tíma er ég líka að yrkja um ástina. Ást á milli eldra fólks er ekki minni en hjá ungling- unum. Við Þorgerður erum með plómutré í Molde og plómurnar eru sætastar á haustin. Þannig er það líka hjá okkur mönnunum.“ Þýðandinn Sem þýðandi hefur Knut sérstak- lega einbeitt sér að þýðingum á ís- lenskum bókmenntum, bæði í bundnu og óbundnu máli, allt frá miðöldum til okkar daga. Meðal margra þýðinga hans á eldri íslenskum ritverkum má nefna Lilju Eysteins Ásgrímssonar og Geisla eftir Einar Skúlason. Á ár- unum 2013-2016 komu eddukvæðin út í þýðingu Knuts með ítarlegum skýringum í fjögurra binda útgáfu. Meðal skálda okkar tíma sem hann hefur þýtt má nefna Thor Vilhjálms- son, Matthías Johannessen, Stefán Hörð Grímsson, Einar Braga, Ólaf Jóhann Sigurðsson, Jóhann Hjálm- arsson, Einar Má Guðmundsson, Gyrði Elíasson og Gerði Kristnýju. Forstjóri Norræna hússins Meðfram ritstörfunum hefur Knut stundað önnur störf. Hann var m.a. útgáfustjóri fyrir Norges Boklag og menningarstjóri í Þrændalögum og árið 1984 var hann ráðinn forstjóri Norræna hússins í Reykjavík. Í sinni stjórnartíð átti hann frumkvæðið að Bókmenntahátíðinni í Reykjavík og stjórnaði henni fyrstu árin í náinni samvinnu við Thor Vilhjálmsson og Einar Braga. Allt frá 1968 hefur Knut starfað sem bókmenntagagnrýnandi, fyrir Aftenposten og Vårt Land í Ósló. Knut, ásamt Herði Áskelssyni og Sigurbirni Einarssyni biskupi, átti frumkvæðið að stofnun Listvina- félags Hallgrímskirkju og sat í stjórn þess í upphafi. Árið 1992 stofnaði Knut fyrstu al- þjóðlegu bókmenntahátíðina í Nor- egi, Bjørnsonfestivalen, og var forseti hennar í 10 ár og íslenskum skáldum og rithöfundum var boðið þangað öll þau ár. Einnig átti Knut frumkvæðið að stofnun norsku bókmennta- akademíunnar Bjørnstjerne Bjørn- son-Akademiet árið 2003 og stýrði henni í tólf ár. Þá stofnaði hann fyrstu ljóðlistarhátíð Noregs, Rolf Jacobsen-dagene, og var listrænn stjórnandi hennar fyrstu árin. Knut var ræðismaður fyrir Slóvakíu í Nor- egi í nokkur ár en er nú aðal- ræðismaður lýðveldisins Norður- Makedóníu. Íslendingurinn Knut hefur verið búsettur á Íslandi í nærri 40 ár en hann og Þorgerður eiga gamla ættarhús fjölskyldu hans í Molde. Þar dvelur hann oft og vinnur mikið að verkefnum fyrir Noreg. Knut hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir skáldskap sinn og störf að menningarmálum, meðal þeirra eru: stórriddarakross með stjörnu Hinnar íslensku fálkaorðu, stórriddarakross Hinnar páfalegu reglu riddara hinnar heilögu grafar í Jerúsalem og riddarakross Hinnar konunglegu norsku heiðursorðu. Árið 1989 veitti norska þingið honum starfslaun fyrir skáldskap og framlag sitt til menningartengsla milli Íslands og Noregs. Þá má nefna fjölmörg verðlaun sem Knut hefur hlotið, m.a. stærstu menningarverðlaun Noregs, Anders Jahres Kulturpris, Dobloug- verðlaunin frá sænsku akademíunni, Bastian-verðlaunin – sem eru mesta viðurkenning í Noregi fyrir þýðingu á erlendum bókmenntum – fyrir þýð- inguna á skáldsögu Thors Vilhjálms- sonar Fljótt, fljótt sagði fuglinn. Hann hefur hlotið æðstu alþjóðlegu ljóðlistarverðlaun í Slóvakíu, Serbíu, Rúmeníu, Mongólíu, Kósovó og Taív- an. Knut Ødegård skáld – 75 ára Plómurnar sætastar á haustin Skáldið Knut hefur gefið út 43 bækur og ljóð hans verið þýdd á 42 tungumál. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.