Morgunblaðið - 06.11.2020, Page 36

Morgunblaðið - 06.11.2020, Page 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Ákveðið hefur verið að færa sýningarsvæði Íslands á Feneyja- tvíæringnum í myndlist árið 2022 á aðalsvæði hátíðarinnar og hefur mennta- og menningarmálaráðu- neyti tryggt fjármagn til þess. Þá mun Íslandsstofa leggja fjármagn til kynningar á þátttöku Íslands í sam- vinnu við Kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar. Sigurður Guð- jónsson verður næsti fulltrúi Íslands á tvíæringnum. Feneyjatvíæringurinn er elsta og umfangsmesta sýning sem sett er upp reglulega með alþjóðlegri myndlist, og er einn elsti og virtasti listviðburður heims. Til hans var stofnað árið 1895 en Ísland hefur tekið þátt í tvíæringnum frá árinu 1960. Mörg síðustu ár hefur verið leigt húsnæði fyrir skálann úti í borginni og hann hefur því ekki ver- ið á aðalsýningasvæðinu. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, KÍM, hefur undirritað samning við skrifstofu Feneyja- tvíæringsins um nýtt húsnæði fyrir íslenska skálann á Arsenale, öðru af tveimur aðalsvæðum sýningarinnar. Í kringum sex hundruð þúsund gest- ir heimsækja að jafnaði það svæði, sem þýðir að gestafjöldi í íslenska skálanum geti nær tuttugufaldast frá því sem verið hefur. „Nú fáum við tækifæri til að vera staðsett inni í kjarna tvíæringsins og fleiri gestir geta sótt okkur heim. Það skiptir okkur gríðarlegu máli,“ segir Auður Jörundsdóttir, for- stöðumaður KÍM. Morgunblaðið/Einar Falur Þjóðarskáli Ein sýningin í þjóðarskálunum við Arsenale-sýningarhöllina á síðasta Feneyjatvíæringi, 2019. Þar verður íslenski skálinn næst. Skálinn á betri stað í Feneyjum 2022  Verður við Arsenale-sýningarhöllina Hin árlega hátíð List án landa- mæra, þar sem áhersla er lögð á list fatlaðra, er í gangi og hafa nokkrar sýningar verið opnar og eru enn, að viðhöfðum tilskildum sóttvörnum. Ákveðið var að halda hátíðina í ár sem endranær, þrátt fyrir veirufar- aldurinn, og segja aðstandendur sýninganna að sú ákvörðun endur- spegli þá elju, kraft og von sem fatl- að fólk þarf að beita í daglegu lífi sínu, og birtist gjarnan einnig í list- sköpuninni. Þær sýningar sem enn eru opnar á vegum hátíðarinnar og má skoða næstu daga eru annars vegar einkasýning Brands Bjarnasonar Karlssonar munnmálara, en hann sýnir málverk sín í Ráðhúsi Reykja- víkur og er sú sýning opin til 22. nóvember á þjónustutíma Ráðhúss- ins. Hins vegar er það sýning Hrafns Jónssonar-Krumma í Gall- erí Porti, Laugavegi 23b. Hrafn sýnir ljósmyndaverk frá 2020 en hann notar miðilinn sem sjálfs- speglun, heilunaraðferð og stuðn- ing sem líkamlega fatlaður ungur maður. Sýningin er opin miðviku- daga til sunnudaga frá 14 til 18. Sumar sýningar Listar án landamæra opnar  Endurspegla kraft og vonir fatlaðra Teikning Hluti verks eftir Helgu Matthildi Viðarsdóttur, sem er lista- maður Listar án landamæra 2020. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þetta eru mest ljóð sem ég skrifaði á unglingsaldri og upp úr tvítugu, en þá skrifaði ég hálfgerðar dagbókar- færslur, fyrst og fremst fyrir mig sjálfan. Flest skrifaði ég einhverjum árum eftir að umræddir atburðir áttu sér stað, en þetta var ákveðin leið fyr- ir mig til að fanga þessar minningar áður en þær runnu mér úr greipum. Ég var með þessum skrifum að vinna í gegnum ákveðnar tilfinningar og hugsanir. Á einhverjum tímapunkti var ég kominn með hundruð ljóða í hendurnar og ákvað að skella þessu upp í bókarform. Ég kom mér ekki í að gefa þetta út, enda held ég að þetta hafi þá staðið mér of nærri til að ég meikaði þá tilhugsun. Fyrir rúmu ári ákvað ég svo að drífa í þessu, því ég var orðinn nægilega fjarlægur efninu, nógu langur tími liðinn og ég búinn að þroskast og breytast. Mér leið eins og þetta væri ekki lengur berskjöldun, heldur fjallaði um einhvern allt annan gaur en mig,“ segir Loki Rúnarsson sem sendi nýlega frá sér ljóðabókina Tunglið er diskókúla. Bókin sú er mikil rússíbanareið þar sem lesendur fá að fylgjast með og sjá inn í huga og hjarta manns frá unga aldri og seinna þegar hann er á þvælingi um heiminn með viðkomu í mörgum hjörtum, klofum og börum. Engum er hlíft, hvorki honum sjálfum né þeim sem lesa, þarna er falleg ást, sárar tilfinn- ingar og mikill losti, en líka tilfinn- ingalausar ríðingar, lygar, ælur og einmanaleiki, svo fátt eitt sé nefnt. Loki sýnir í ljóðum sínum inn í myrkrið af einlægni en um leið af áhrifamiklu kæruleysi. „Mér fannst ég þurfa að koma þessu frá mér, ég þurfti að henda þessu út í kosmósið til að losna við þetta úr undirmeðvitundinni. Sein- ustu árin hef ég verið að reyna að vinna í sjálfum mér og þessi skrif eru hluti af því. Að líta inn á við og reyna að greina af hverju mér leið eins og mér leið og til hvaða hegðunar sú líð- an leiddi. Maður er bara alltaf að reyna að verða skárri manneskja.“ Ég varð alveg dofinn Í bókinni er þó nokkur fortíðarþrá eftir æskunni og glötuðu sakleysi, og í upphafi bókar má glögglega sjá að Loki hefur verið næmur drengur. „Ég var mjög viðkvæmt barn og tilfinningaríkur, ég grét mikið og var oft í mínum eigin heimi. Ég átti mjög erfitt með mótlæti og stríðni og þeg- ar ég fór inn í unglingsárin og færðist frá því að vera drengur yfir í að vera ungur maður, þá var allt í umhverf- inu að reyna að berja úr manni þessa viðkvæmni. Maður gerir það líka sjálfur, og að einhverju leyti er það nauðsynlegt til að takast á við hinn harða heim sem mætir manni eftir að flogið er úr hreiðrinu. En að ein- hverju leyti er það mjög skaðlegt og eitrað fyrir marga unga karlmenn. Eins og kemur fram í bókinni þá sveiflaðist pendúllinn hjá mér kannski of langt í hina áttina á ákveðnu tímabili, og ég hætti að kunna að finna fyrir tilfinningum og skilja þær. Ég varð alveg dofinn, sér- staklega í rómantískum samskiptum. Partur af mínum skrifum var að læra að finna til upp á nýtt, að gefa tilfinn- ingunum pláss. Að skrifa þessa bók á sínum tíma var kannski örvænting- arfull tilraun til að halda í fortíðina, en á einhverjum tímapunkti fattaði ég að fyrir vikið komst ekkert nýtt að hjá mér. Að gefa þetta út er tilraun til að sleppa loksins tökum á fortíðinni.“ Fannst heimurinn ekki nóg Þótt ljóð Loka innihaldi bersögli í orðum og gjörðum, umbúðalausar og gróteskar lýsingar, þá er þar á sama tíma tilfinningadýpt, opið inn að kviku. Var hann ekkert hræddur við að sýna og segja fólki frá slíkum hlut- um úr sínu einkalífi og opinbera innstu tilfinningar? „Nei, þetta var einmitt æfing í að gera það. Ég hef alltaf verið mjög prívat maður og sem barn var ég nánast lygasjúkur og átti mjög erfitt með sannleikann og að segja satt. Þetta háði mér lengi vel, mér fannst heimurinn ekki nóg eins og hann er, mér fannst ég sífellt þurfa að skreyta hann og gera hann að meira ævintýri. Flestir nota skáldskap til að virkja ímyndunaraflið en ég var fyrst og fremst að skrifa til að æfa mig í að segja satt, hvernig sem mér hefur svo tekist það. Ég hef engar sér- stakar áhyggjur af því hvað fólki finnst um mig eða efni þessarar bók- ar, en ég er skíthræddur um að mamma fái taugaáfall þegar hún les hana.“ Morgunblaðið/Eggert Loki „Ég lít inn á við og reyni að greina af hverju mér leið eins og mér leið og til hvaða hegðunar sú líðan leiddi.“ Alltaf að reyna að verða skárri manneskja  Loki Rúnarsson sendir frá sér ljóðabók  „Partur af mínum skrifum var að læra að finna til upp á nýtt.“ Eitur hér erum við fimm árum seinna hún búin að endurbyggja brýrnar til mín til þess eins að ég geti brennt þær niður aftur Söknuður ég er búinn að baða mig þrisvar síðan hún fór notaði meira að segja sápu samt anga ég ennþá af píkunni hennar Tvö ljóð úr bókinni Tunglið er diskókúla Stjórn Miðstöðar íslenskra bók- mennta (MÍB) út- hlutaði á árinu styrkjum til þýð- inga íslenskra verka á erlend mál fyrir tæpar 24 milljónir króna. Umsóknir voru 147 talsins, þar af 31 til þýðinga á norræn mál. Veittir voru styrkir til 111 þýðinga á 28 tungumál, flestir til þýðinga á dönsku (13), ensku (9), þýsku (8) og frönsku (7). Til samanburðar má geta þess að næstmesti fjöldi um- sókna til þýðinga á erlend mál var árið 2017 en þá voru umsóknir 119, þar af 21 til þýðinga á norræn mál. Þessa aukningu má að hluta til rekja til norræns átaks sem blásið var til í kjölfar heimsfaraldursins en einnig má sjá greinilegan og sí- fellt meiri áhuga á íslenskum bók- menntum erlendis, segir í tilkynn- ingu MÍB. Þegar skoðaður er listinn yfir þær þýðingar sem styrktar eru kemur í ljós að veittir eru styrkir til þýðinga á bók Andra Snæs Magna- sonar, Um tímann og vatnið, á 14 tungumál. Þá voru til að mynda sjö styrkir veittir vegna þýðinga á sög- um eftir Jón Kalman Stefánsson og Ragnar Jónasson, fimm til þýðinga á sögum eftir Yrsu Sigurðardóttur, fimm vegna þýðinga á sögum eftir Arnald Indriðason og fjórir vegna þýðinga á sögum eftir Auði Övu Ólafsdóttur. 111 erlendar þýðingar á íslenskum bókum styrktar á árinu Andri Snær Magnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.