Morgunblaðið - 06.11.2020, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 06.11.2020, Qupperneq 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Hrekkjavökuvika í Sambíóunum Sjáðu nokkrar að frægustu Hrollvekjum allra tíma Bassaleikarinn Ingibjörg E.Turchi hefur komið víðavið í íslensku tónlistarlífi ásíðustu árum. Sumir þekkja hana ef til vill úr hinni ofur- hressu ballhljómsveit Babies en einnig hefur hún tekið að sér bassa- leik með stjörnum á borð við Stuð- menn, Bubba Morthens, Soffíu Björgu og Teit Magnússon, svo eitt- hvað sé nefnt. Hennar fyrsta frum- samda tónlist kom út á þröngskíf- unni Wood/Work árið 2017 en það er hennar fyrsta breiðskífa, Meliae sem hér er til umfjöllunar og kom hún út í ár. Strax í fyrsta lagi plötunnar birt- ist þessi hlýja og mjúka bassamotta sem umvefur eyru hlustenda og býr undir skemmtilegt ferðalag með alls kyns útskotum og óvæntum uppá- komum. Fyrsta lagið, „Twin“, er inngangur að því sem koma skal á þessari níu laga tæplega 50 mínútna löngu plötu. Bassinn er rauði þráð- urinn í teppinu en samspil tromma, saxófóns, hljómborða og gítars, ásamt alls kyns ískri og hljóðum, er nauðsynlegt heildarútkomunni. Elsa smalar öllum saman og kemur á beinu brautina aftur þegar hljóð- færin hafa reikað um víðan völl og allt virðist vera að fara úr bönd- unum. Hún hefur töglin og hagld- irnar, leysir upp og bindur saman, bregst við hinu óvænta, breiðir út teppi og rekur það upp, allt eftir þörfum. Að mínu mati er Meliae engan veginn til þess fallin að hlusta á eitt og eitt lag, heldur er hún ferðalag, eða kannski samansafn af tónsögum, sem hefst með „Twin“ og lýkur með lokalaginu „Hydra“. Ingibjörg hefur lagt stund á og kennt forngrísku og því eru nöfn plötunnar og sumra laganna sótt í brunn grísku og goða- fræði. Meliae er til dæmis nafn á goðsagnakenndri veru sem verður til úr blóði Úranusar og er tengt Eskitré, sem er einmitt sama tréð og Askur Yggdrasils, og er þekkt úr norrænni goðafræði. Nafn lagsins „Elefþería“ merkir frelsi á grísku, og „Hydra“ er heiti marghöfða skepnu sem býr svo vel að á hana vaxa ný höfuð ef þau eru sneidd af. Nú veit ég ekki hversu djúpt þetta er hjá Elsu, en vel mætti setja þetta í samhengi við goðsagnir sem gjarnan eru táknmyndir fyrir hið raunverulega í mannheimum. Það gefur auga leið að ekki er hægt að leika svona tilraunakenndan djass öðruvísi en að tileinka sér frelsið og hin marghöfða skepna sem er ódrepandi því á hana vaxa ávallt ný höfuð er gott tákn fyrir það að gef- ast aldrei upp og að tileinka sér aðlögunarhæfni. Allt þetta eru þó einungis vangaveltur mínar sökum forvitni og þrá til að skyggnast und- ir yfirborðið og uppgötva. Að öllum líkindum er það kannski einmitt það sem Elsa er að benda á með því að nota óræð nöfn. Það dýpkar og bæt- ir við. Útkoman er vægast sagt framandi og spennandi en samt jarðtengd, og jafnvel umslag plöt- unnar styður við þá hugmynd þar sem sjá má tré umvafið þoku. Í ár- ferði dagsins í dag þar sem gott er að kunna að ferðast innanhúss er prýðishugmynd að skella svona verki á fóninn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ferðalag „Að mínu mati er Meliae engan veginn til þess fallin að hlusta á eitt og eitt lag, heldur er hún ferðalag, eða kannski samansafn af tónsögum, sem hefst með „Twin“ og lýkur með lokalaginu „Hydra“,“ skrifar gagnrýn- andi um fyrstu breiðskífu Ingibjargar Elsu Turchi, Meliae. Jarðbundnar og goð- sagnakenndar tónsögur Framsýnn tilraunadjass Ingibjörg Elsa Turchi –Meliae bbbbb Fyrsta breiðskífa Ingibjargar Elsu Turchi. Ingibjörg leikur á rafbassa en aðrir flytjendur eru Hróðmar Sigurðs- son á rafgítar, Magnús Trygvason Elías- sen á trommur og slagverk, Magnús Jó- hann Ragnarsson á flygil, rhodes-píanó, mellotron og víbrafón og Tumi Árnason á tenórsaxófón, klarínett og elektrónik. Upptökur fóru fram í Sundlauginni 27. – 28. september 2019 og Birgir Jón Birg- isson stjórnaði upptökum. Um hljóð- blöndun og hljómjöfnun sá Ívar Ragn- arsson. Plötuumslag var í höndum Klöru Arnalds. Reykjavík Record Shop gaf út hinn 2. júlí 2020. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Verk suðurafrísku myndlistarkonunnar Zanele Muholi hafa vakið mikla at- hygli í listheiminum á síðustu árum, meðal annars á aðalsýningu síðasta Feneyjatvíærings. Muholi vinnur með svarthvítar ljósmyndir, sem sýna hana sjálfa í ýmsum og ólíkum aðstæðum, og eru iðulega sýndar í yfir- stærðum. Stór sýning á verkum Zanele Muholi frá síðustu árum verður opnuð í dag í Tate Modern-safninu í London. Mörg verkanna eru úr myndröð sem Muholi vinnur enn að og verkin fjalla um líf svartra lesbía og hinsegin fólks í Suður-Afríku í dag. Sýning á verkum Muholi í Tate Modern AFP Aðdáun Gestir í Tate Modern í London virða fyrir sér verk eftir suðurafríska listamanninn Zanele Muholi úr myndaröðinni Somnyama Ngonyama. Ævar Þór Bene- diktsson rithöf- undur og leikari hefur í ljósi að- stæðna ákveðið að byrja aftur með daglega upplestra úr bókum sínum á facebooksíðunni Ævar vísinda- maður. Þegar fyrsta bylgja kórónu- veirufaraldursins, með tilheyer- andi samkomutakmörkunum, gekk yfir í vor las Ævar Þór upp fyrstu þrjár bækurnar af fimm í bóka- flokknum Bernskubréf Ævars vís- indamanns. Þetta eru bækurnar Risaeðlur í Reykjavík (sem lesin var í átta hlutum), Vélmenna- árásin (lesin í níu hlutum) og Gest- ir utan úr geimnum (lesin í 12 hlutum). Fyrr í vikunni hóf Ævar Þór síðan upplestur sinn úr fjórðu bók flokksins sem nefnist Ofur- hetjuvíddin. Allir upplestrarnir byrja kl. 13 daglega, en þau sem missa af beinni útsendingu geta horft á myndböndin hvenær sem er á facebooksíðu Ævars vísinda- manns. Ævar vísindamaður les upp daglega Ævar Þór Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.