Morgunblaðið - 12.11.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020
Í baráttu við COVID-19
býður Donnamaska, grímur
og andlitshlífar sem eru
gæða vara frá DACH og
notuð um allan heim.
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika
Sími 555 3100 www.donna.is
Heildsöludreifing
Type II 3ja laga
medical andlitsgríma
FFP3 Respirator Comfort
andlitsgríma með ventli
FFP3 High-Risk
andlitsgríma
Andlitshlíf
móðufrí
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Lömb komu sérlega væn af fjalli og
til slátrunar í haust. Fallþungi var
að meðaltali 16,89 kíló sem er 370
grömmum meira en á síðasta ári og
meiri fallþungi en áður hefur sést.
Sláturtíð sauðfjár lauk víðast hvar
fyrir mánaðamót en í lok síðustu
viku hjá því húsi sem slátraði lengst.
Einar Kári Magnússon, fagsviðs-
stjóri hjá Matvælastofnun, segir að
blessunarlega hafi hvergi orðið rösk-
un vegna kórónuveirufaraldursins
þótt vissulega hafi takmarkanir
vegna veirunnar sett mark sitt á
sláturtíðina. Einar segir að slátur-
leyfishafar hafi gætt sín vel með
sóttvarnir. Þannig var engum utan-
aðkomandi hleypt inn í sláturhúsin,
ekki einu sinni bændum til að fram-
vísa eigin fé.
Samdráttur um 160 tonn
Slátrað var tæplega 486 þúsund
lömbum sem er rúmlega 21 þúsund
lömbum færra en árið áður. Er slát-
urlömbum því að fækka enn eitt ár-
ið. Ef litið er þrjú ár aftur í tímann,
til ársins 2017, sést að fækkað hefur
um 75 þúsund lömb.
Minni slátrun leiddi í haust ekki til
jafn mikils samdráttar í kjötfram-
leiðslu og búast hefði mátt við vegna
þess að lömbin voru mun þyngri að
meðaltali. Samdrátturinn nam þó
liðlega 160 tonnum.
Ástæðu fyrir meiri fallþunga nú
en áður má vafalaust rekja til hag-
stæðs tíðarfars til sauðfjárræktar.
Það greri frekar seint til fjalla sl. vor
og grösin stóðu lengi. Einar Kári
bendir einnig á að fækkun fjár hafi
einhver áhrif því rýmra verði í hög-
um. Þá hafi ræktunarstarfið sitt að
segja. „Það má því segja að þrátt
fyrir afkomubrest í greininni hafi
sauðfjárbændur ekki slakað á metn-
aði sínum við að skila af sér hágæða
vöru,“ segir hann.
Slátrun á fullorðnu fé var heldur
minni í haust en árið 2019 og munar
þar um það bil 3.000 skepnum. Nú
var slátrað 52.270 gripum. Svipaður
fjöldi af ásettu fé kom til slátrunar
nú og síðasta haust, eða 12,6% á móti
12,8%. Segir Einar Kári að leiða
megi líkum að því að ásettu fé muni
halda áfram að fækka næsta haust
en það komi þó ekki fyllilega í ljós
fyrr en öllum haustskýrslum hafi
verið skilað. Samkvæmt því má bú-
ast við áframhaldandi samdrætti í
framleiðslu.
Suðurland lakast í ár
Ef litið er á stöðu einstakra
sláturleyfishafa sést að fækkunin
dreifist á stóru sláturhúsin. Fækk-
unin er mest hjá Norðlenska á
Húsavík, um 10%, en samstarfsfyr-
irtæki þess á Blönduósi heldur sínu
hvað best. Mestu var slátrað hjá
Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi,
rúmlega 97 þúsund fjár, um tvö þús-
und færra en árið áður. Fækkunin
var meiri hjá Kaupfélagi Skagfirð-
inga á Sauðárkróki, eða um fimm
þúsund fjár, en þar var slátrað um
94 þúsund lömbum. Fjallalamb hélt
sínum hlut nokkuð vel.
Lömbin voru þyngst að meðaltali
hjá SAH afurðum á Blönduósi, 17,37
kg, en lökust hjá SS, 16,51 kg, eins
og sjá má á meðfylgjandi grafi.
Lömbin voru lítillega léttari hjá SS
en árið áður en verulega þyngri hjá
öllum öðrum sláturleyfishöfum.
Virðist veðráttan á Suðurlandi ekki
hafa verið jafn hagstæð fyrir sauð-
fjárræktina og í öðrum landshlutum.
Lömbin aldrei verið þyngri en í haust
Slátrun sauðfjár lokið Framleiðslan heldur áfram að
minnka Fækkað um 75 þúsund lömb á þremur árum
17,0 kg
16,5 kg
16,0 kg
15,5 kg
15,0 kg
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Sauðfjárslátrun 2020
Meðalvigt sláturlamba 2011-2020
Heimild: Mast
2019 2020 Breyting 2019-2020
Heildarfjöldi sláturlamba 507.165 485.701 -21.464 -4,2%
Innvegið (kg) 8.364.892 8.203.490 -161.402 -1,9%
Meðalvigt (kg) 16,52 16,89 +0,37 kg +2,2%
15,77
16,28
15,99
16,32
16,18
16,70
16,52
16,89
16,41
16,56
Fjöldi Meðalvigt (kg)
2020 2019 2020
Kaupfélag Skagfi rðinga 94.121 16,54 16,90
Sláturfélag Suðurlands 97.406 16,57 16,51
Sláturfélag Vopnfi rðinga 27.211 16,01 16,56
Sláturhús Norðlenska 80.488 16,30 16,99
Fjallalamb 24.264 16,25 16,89
Sláturhús KVH ehf. 88.528 16,98 17,37
SAH afurðir ehf. 72.335 16,37 16,81
Sláturhús Vesturlands 885 17,63 17,42
Sláturfélagið Búi 155 17,62 17,67
Sláturhús Seglbúðum 308 18,07 18,35
Alls 485.701 16,52 16,89
Morgunblaðið/RAX
Úr sláturhúsi Störfin í sláturhúsum gengu vel. Sóttvarnaráðstafanir töfðu
eitthvað fyrir en hvergi stöðvaðist slátrun vegna sýkingar í starfsfólki.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Kristín Soffía Jónsdóttir, stjórnar-
formaður Faxaflóahafna og borgar-
fulltrúi Samfylkingar, fór í gær
hörðum orðum um áform kaupsýslu-
mannsins Tans Sri Vincents Tans
um byggingu hótels á Miðbakkanum
í Reykjavík, sem greint var frá í Við-
skiptaMogganum í gær, en hún
sagði í samtali við mbl.is að áform
hans væru langt umfram skipulag
og gildandi skipulagslýsingu.
„Að Geirsgötu 11 undanskilinni er
Miðbakkinn í eigu hafnarinnar og
Vincent Tan hefur ekki sótt um út-
hlutun á lóð til hafnarinnar. Hann
hefur engin vilyrði fyrir því að hann
geti byggt á Miðbakkanum. Það sem
áformin snúast um er langt umfram
skipulag, langt umfram gildandi
skipulagslýsingu og það er enginn
samningur til á milli hans og hafn-
arinnar,“ sagði Kristín Soffía.
Engin vilyrði gefin
Tryggvi Þór Herbertsson, sem
heldur utan um verkefnið, sagði í
samtali við ViðskiptaMoggann að 40
milljarða fjármögnun verkefnisins
væri tryggð. Vincent Tan hefur þeg-
ar keypt lóð á Miðbakkanum sem
áður hýsti skemmur Brims. Áformin
sem um ræðir ná hins vegar inn á
lóð Faxaflóahafna á Miðbakkanum
við Geirsgötu. Um er að ræða 30
þúsund fermetra hótelbyggingu.
Búið er að fara með málið fyrir
skipulagsfulltrúa til umsagnar. Seg-
ir Tryggvi að enn eigi eftir að hnýta
lausa enda. Kristín Soffía gagnrýndi
hins vegar það orðalag og sagði það
líkast því að vilja byggja á lóð ná-
grannans án þess að hafa nokkurt
vilyrði þess efnis. „Það eru eflaust
margir sem vilja byggja á Miðbakk-
anum. En hann hefur ekkert með
sér sem gefur til kynna að hann
muni nokkurn tímann fá að byggja
þar,“ sagði Kristín Soffía, og bætti
við að hún sæi ekki fyrir sér, ef upp-
bygging yrði á Miðbakka, að honum
yrði beinlínis úthlutað til eins einka-
aðila án þess að fram færu þarfa-
greining, hugmyndasamkeppni og
útboð.
Kristín telur að byrjað hafi verið á
röngum enda þegar óskað var eftir
umsögn í skipulagsráði um breyt-
ingu á lóðinni. Eðlilegra hefði verið
að tala við Faxaflóahafnir fyrst.
„Það er furðulegt að sækja um
breytingu á skipulagi á lóð sem þú
hefur ekki til umráða,“ segir Kristín.
Umsögn skilað án umræðu
Hinn 27. október skiluðu Faxa-
flóahafnir neikvæðri umsögn sinni
til skipulagsfulltrúa. Marta Guð-
jónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokks, situr einnig í stjórn Faxa-
flóahafna, en hún segist ekki hafa
vitað af málinu fyrr en hún las um
það í fjölmiðlum. Er hún ósammála
Kristínu Soffíu um að fyrirhuguð
uppbygging hefði átt að fara fyrst í
gegnum Faxaflóahafnir. „Það er al-
veg eðlileg leið að fara fyrst með
málið fyrir skipulagsfulltrúa en auð-
vitað er aðalmálið að eðlileg leið
hefði verið að fara með umsögnina
fyrir stjórnina í stað þess að frétta
af umsögn um málið í fjölmiðlum,“
segir Marta.
Segir engan samning
við Tan til staðar
Segir áformin langt umfram skipulag Málið ekki rætt
Miðbakki Skiptar skoðanir eru um uppbyggingu hótels á Miðbakka.
Kristín Soffía
Jónsdóttir
Marta
Guðjónsdóttir