Morgunblaðið - 12.11.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.11.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 Samfylkingin er um margt sér-kennilegur flokkur og af- skaplega ófarsæll. Hann var næst- um þurrkaður út af þingi eftir samfelldar árásir á hagsmuni þjóð- arinnar í fjögurra ára samstarfi við Vinstri-græna sem báðir sjá sennilega eftir þó að lítið fari fyrir iðrun eða yfir- bót. Fyrir bankahrun sleikti flokkurinn sig upp við þá sem fóru mest og ógætilegast í viðskiptum hér en ekki síður erlendis og þáði af þeim mikið fé.    Eftir bankahrun reyndi hann aðnýta efnahagsáfallið til að þröngva þjóðinni óviljugri inn í Evrópusambandið og fá hana til að samþykkja nýja stjórnarskrá í stað þeirrar sem reynst hefur vel og notið hefur mikils stuðnings alla tíð. Þetta endaði eins og fyrr segir með því að nánast allir þingmenn flokksins hrökkluðust af þingi en núverandi formaður náði þó inn og sleikti sárin.    Nú er flokkurinn farinn aðmælast aftur með nokkurt fylgi í könnunum og þá virðist hann telja rétt að blása á ný til sóknar gegn landsmönnum og það í miðjum heimsfaraldri. Logi Ein- arsson formaður sagði í gær að í stjórnarskrármálum yrði „bara hreinlega stál í stál í þinginu í vet- ur“ og boðaði í þeim efnum „bara fullt stríð“!    Á meðan stríðsdansinn dunarhjá Samfylkingu verður að binda vonir við að aðrir og ögn heilsteyptari flokkar taki höndum saman um að sinna þjóðþrifa- málum, ekki síst að koma landinu klakklaust í gegnum kórónuveiruf- araldurinn, í stað þess að sóa vetr- inum í stríðsátök Samfylkingar. Logi Einarsson Stríðsyfirlýsing Samfylkingar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Komið hefur verið á reglulegu samráði milli Íslands og Bretlands á sviði sjávarútvegsmála. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samkomulagi um framtíðarsamstarf Íslands og Bretlands í sjávarút- vegsmálum sem Kristján Þór Júlíusson, landbún- aðar- og sjávarútvegráðherra, og kollegi hans, Vict- oria Prentis, sjávarútvegsráðherra Bretlands, undirrituðu í gær. „Á hinum nýja samráðsvettvangi verða ekki sam- þykktar bindandi fiskveiðistjórnunarreglur, enda eru engir sameiginlegir fiskistofnar sem eingöngu finnast innan lögsagna Íslands og Bretlands,“ segir í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Tilgangur samráðsins er sagður vera að „við- halda og efla gott samstarf ríkjanna á sviði sjávar- útvegs eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu“. Þá munu íslenskir og breskir fulltrúar funda árlega til að viðhalda nánum tengslum og ræða leiðir til að efla samstarf tengt sjávarútvegi. Stefnt er að því að nýta vettvanginn til samstarfs „á flestum sviðum sjávarútvegs og tengdum grein- um, svo sem skipti á reynslu og þekkingu á sviði fiskveiðistjórnunar, hafrannsókna, útgerðar, fisk- vinnslu og nýsköpunar“. gso@mbl.is Samið við Breta um sjávarútveg  Engar bindandi reglur um nýtingu fiskistofna Samstarf Samkomulagið um sjávarútveg var undirritað af ráðherrunum á fjarfundi í gær. Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Það var ófögur sjón sem blasti við nemendum og starfsfólki Austur- bæjarskóla á mánudaginn. Í hjóla- geymslu við skólann höfðu ýmsar niðrandi áletranir verið krassaðar á veggi, kynþáttaníð og óhróður um samkynhneigða. Kristín Jóhann- esdóttir, skólastjóri Austurbæjar- skóla, segir að svona krot sé ekki liðið, enda hafi verið málað yfir það um leið og það uppgötvaðist. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er almenna regl- an sú að hreinsa eða mála yfir krot á byggingum borgarinnar innan 48 tíma, verk séu ávallt sett í forgang ef um er að ræða niðrandi efni eða áróður. Krot sem þetta mun ekki hafa aukist að undanförnu. Umrædd hjólageymsla er annað af tveimur skýlum á lóð Austurbæj- arskóla. Skýlið er raunar gömul kolageymsla sem hefur verið notuð sem geymslurými en auk þess hafa verið þar hjólastandar hin síðari ár. Endurbætur eru þar fyrirhugaðar, unnið verður að endurbótum á súl- um, múrverki, endurnýjun á léttum veggjum og hurðum og þak verður þétt næsta vor. hdm@mbl.is Ljósmynd/Aðsend Ógeðfellt Það var ekki falleg aðkoma í hjólageymslu Austurbæjarskóla. Ógeðfellt krot við Austurbæjarskóla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.