Morgunblaðið - 12.11.2020, Side 13

Morgunblaðið - 12.11.2020, Side 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 mjolka.is Fylgdu okkur á Jurtalitapúsluspilið á allt í senn að vera fal-legt, fræðandi og frábær fjölskylduskemmt-un,“ segir Guðrún Bjarnadóttir. Hún stendur að Hespuhúsinu, vinnustofu í jurtalitun í Ölfusi, en áður var starfsemin lengi í Borgarfirði. Þar vinnur Guðrún margt fallegt úr íslenskri ull sem eftirtekt hefur vakið, svo sem meðal ferðafólks. „Ég flutti starfsemina á Suðurland og setti mig niður rétt hjá Selfossi, meðal annars til þess að vera við Gullna hringinn. Svo kom bakslag í ferða- þjónustuna sem allir þekkja sem ég valdi að líta á sem tækifæri. Að nú gæfist svigrúm til að gera eitthvað spennandi. Jurtalitapúsluspilið er hug- mynd sem ég átti í sarpinum og nú er afurðin komin á markað,“ tiltekur Guðrún. Jurtalitapúsluspilið er 1.000 bitar, 50,5 x 70,5 cm á stærð, og eru bitarnir í fallegum taupoka sem með mynd og bókakorni eru í fallegri öskju. Leik- urinn gengur svo út á að púsla mynd af jurtalit- uðum ullarhnyklum úr Hespuhúsinu. Á mynd sést úr hvaða jurt hver hnykill er litaður, eins og nánar má fræðast um í bókinni þar sem sögunni er skipt í litatímabil. „Bitarnir eru ekki alveg hefðbundnir; meira óreglulegir en hefðbundin púsl sem skapar meiri skemmtun og möguleika til að leita að bitum eftir lit og lögun. Hugmyndin að þessu spili hefur ann- ars verið lengi í kollinum á mér en komst ekki í framkvæmd fyrr en núna í haust þegar allir fóru að prjóna og púsla í Covid-ástandi. Samband sunn- lenskra sveitarfélaga var að veita styrki til ýmissa þeirra sem standa að smárekstri í ferðaþjónustu til að takast á við Covid-tímann og styrkurinn sem ég fékk hjálpaði mikið,“ segir Guðrún sem hefur rekið Hespuhúsið í um áratug. Inntakið í starf- seminni er framleiðsla, sala og fræðsla um jurtalit- að band til ferðamanna, eins og sést meðal annars á hespa.is. Gengur út á gamlar hefðir „Allt sem Hespuhúsið gerir gengur út á fræðslu um gamlar hefðir og handverk. Með púsluspilinu fylgir þessi fróðleikur og hægt er að velta fyrir sér hve mikilvæg náttúran er okkur og hefur verið,“ segir Guðrún um púsluspilið sem er alfarið hennar hugmynd. Öll hönnun er eftir Helgu Gerði Magn- úsdóttur. Púslbitarnir sjálfir eru prentaðir í Singa- púr í gegnum fyrirtæki í Bandaríkjunum. „Ekki neitt fyrirtæki á Íslandi prentar púsluspil því mið- ur og það var mikil vinna sem fór í að leita að góð- um framleiðanda,“ útskýrir Guðrún sem er komin með gripinn í sölu hjá Forlaginu, Spilavinum, Storknum í Reykjavík, Ullarvinnslunni á Þingborg í Flóa og hjá Vaski á Egilsstöðum. sbs@mbl.is Fallegir jurtalitirnir eru nú í 1.000 púslum Dægradvöl lita og bita. Fræðandi púsluspil og hnyklar í litum, Guðrún í Hespuhúsinu nú á nýjum slóðum með skemmtilegt dund fyrir fjölskylduna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leikur „Allt sem Hespuhúsið gerir gengur út á fræðslu um gamlar hefðir og handverk.“ Guðrún Bjarnadóttir hér með púsluspilið góða og fylgidót þess. nýjar leiðir til að nýta útsauminn, hún hefur líka saumað gamlar útsaums- myndir í rúmteppi. „Ég er ekki í fjöldaframleiðslu, ég geri þetta í hjá- verkum því ég er í fullri vinnu. En ég er mikil handavinnukona og ég hef ríka sköpunarþörf, ég prjóna mikið lopapeysur fyrir Rammagerðina og yfirleitt prjóna ég alltaf upp úr mér. Hármissir, verkir og fleira Í framhaldi af því að Sigrún greind- ist með brjóstakrabbamein fyrir þrem- ur árum fengu endurgerðu útsaums- hlutirnir hennar nýjan tilgang. „Ég komst yfir krabbameinið og í þakklætisskyni fyrir þá lækningu sem ég fékk, þá bið ég fólk sem kaupir af mér kolla eða annað sem ég bý til úr gömlum útsaum að leggja andvirði hlutarins inn á Ljósið, endurhæfingar- miðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Þetta er mín leið til að gefa samfélag- inu til baka og Ljósið er frábært, það hefur hjálpað mörgum. Ég veit af eigin reynslu hvernig er að fara í gegnum krabbameinsmeðferð með öllu því sem fylgir, hármissi, verkjum og öðru. Í vor eru þrjú ár síðan ég greindist og ég er þakklát fyrir að hafa náð fullum bata.“ Stálu tíma af nætursvefni sínum Sigrún segist kaupa gömlu út- saumsmyndirnar í Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu. „Ég fer þangað reglulega og þar er alveg ótrúlega mikið til af bæði út- saumsmyndum, klukkustrengjum og öðru. Kollarnir sjálfir eru líka gamlir, ég finn þá í Góða hirðinum og klæði þá, þetta er því að öllu leyti endurunnið. Ég nota líka gömul belti í handföng á töskurnar, það er ekkert mál að finna hlutum nýtt hlutverk. Mér finnst svo mikil synd að þessu fallega handverki sé hent, því margt af þessu er hrein- lega listaverk, andlitin og fleira í myndunum er ekki á allra færi að sauma svona fallega út. Gríðarleg vinna liggur í útsaumi þess- ara kvenna sem gerðu þetta, margar þeirra stálust til að taka tíma af sínum nætursvefni, því þessar myndir urðu ekki til á einum degi. Þær voru eflaust líka með fullt hús af börnum. Mér finnst við þurfa að bjarga þessu með einhverjum hætti, af virðingu við þær. Leyfa þessu að öðlast nýtt líf,“ segir Sigrún sem vill gjarnan taka á móti út- saumsverkum sem fólk vill losa sig við. „Ég get alltaf gert eitt- hvað við þetta.“ Laila Arnþórs- dóttir vinkona Sig- rúnar safnar hand- verki fyrir hana, en henni finnst svaka- legt hversu mikið af handverki mæðra okkar og formæðra glatast. „Nytja- markaðirnir eru full- ir af útsaumsmyndum sem margar enda í urðun, af því það vill enginn kaupa þær. Ég og maðurinn minn, sem hefur verið að bólstra, erum á fullu að safna útsaumsverkum svo við getum haldið áfram að bjarga þessum verðmætum með því að endurnýta. Þú vilt kannski ekki hengja allar þessar myndir upp heima hjá þér sem amma þín saumaði, en þú gætir mögulega hugsað þér að eiga svona koll, sem geymir myndina. Myndirnar mega vera hálfkláraðar, það er alveg hægt að nýta slíkt. Ég hef verið að safna myndum fyrir systurdætur mínar.“ Taska Hér hefur Sigrún notað gamalt belti sem axlarband. Upphaf Sófinn sem Sigrún yfirdekkti með útsaumsmyndum.Kollur Þeir sóma sér vel hvar sem er kollar Sigrúnar. Áhugasamir geta sent Sigrúnu póst: verksmidja@gmail.comLitríkar Tvær töskur úr endur- vinnslusmiðju Sigrúnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.