Morgunblaðið - 12.11.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Aðsókn að námi í iðn- og tækni- fræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) hefur aukist hratt og er deild- in nú orðin sú fjórða stærsta við skólann. Þar stunda um 500 manns nám í iðnfræði, tæknifræði og byggingafræði. Einnig er boðið upp á styttra nám, upplýs- ingatækni í mannvirkjagerð og rekstrarfræði. Lilja Björk Hauksdóttir, verkefnastjóri við iðn- og tækni- fræðideild HR, kynnti námið í há- degisfyrirlestri sem var streymt á netinu í gær. Þar kemur m.a. fram að HR, Samtök iðnaðarins, Tækniskólinn, IÐAN fræðslusetur og Rafmennt séu í samstarfi um tækifæri á há- skólanámi með atvinnutengd loka- markmið eftir iðnnám og aðra starfsmenntun. Námið fékk strax góðar viðtökur og hefur fjöldi um- sókna tvöfaldast á tveimur árum. Haustið 2018 bárust 98 umsóknir en nú í haust voru þær 227. Lilja segir í samtali við Morg- unblaðið að iðnfræðin sé kennd í fjarnámi og flestir nemendur stundi námið með vinnu. Diplómanám í upplýsingatækni í mannvirkjagerð og nám í rekstr- arfræði er kennt samhliða vinnu og fer kennslan fram utan vinnutíma. Tæknifræði er hins vegar kennd í dagskóla þar sem nemendur mæta í skólann. Lilja segir að margar fyr- irspurnir berist frá fyrirtækjum um útskrifaða tæknifræðinga. Svo virð- ist sem ekki séu útskrifaðir nægi- lega margir tæknifræðingar til að mæta þörfinni. Námsbrautir deildarinnar hafa verið bornar saman við námsbrautir til sveinsprófs. Með því á að tryggja að háskólanemar með iðnmenntun þurfi ekki að sækja aftur námskeið sem eru sambærileg við þau sem þeir hafa þegar lokið. Iðnfræðingar hafa ýmist áður lokið sveinsprófi eða burtfararprófi í iðngrein. Að loknu námi í iðnfræði þurfa þeir að taka eina önn í háskólagrunni vilji þeir fá inngöngu í nám í tæknifræði. Útskrifaðir iðnfræðingar geta feng- ið allt að 41 einingu af námi sínu metna inn í nám í tæknifræði. Iðn- meistarar sem hafa lokið A- og B- hluta meistaranáms við Tækniskól- ann geta nú fengið þrjú námskeið metin í iðnfræði við HR. Auk þess eru ákveðin námskeið í IÐUNNI fræðslusetri metin inn í nám í iðn- fræði. Lilja segir að meðalaldur nem- enda við iðn- og tæknifræðideildina sé hærri en í öðrum deildum HR. Það á sérstaklega við um fjarnámið og annað utanskólanám. Meðalald- urinn í deildinni er þó að lækka vegna þess að fleiri yngri nemendur eru komnir til náms í tæknifræði og byggingafræði. En hvernig er kynjaskiptingin í deildinni? „Það hallar verulega á konur en þó erum við að fá aðeins fleiri stelp- ur til okkar,“ segir Lilja. Hún segir að kynjahlutföllin séu misjöfn eftir brautum. Á vélasviði eru karlar í af- gerandi meirihluta en á bygg- ingasviði er allt að fjórðungur nem- enda á sumum brautum konur. Nemendur koma úr öllum áttum og á meðal þeirra eru iðnmeistarar sem hafa starfað við sína iðn í fjölda ára og yngra fólk sem kemur beint úr framhaldsskóla. Innan tæknifræðinnar og iðn- fræðinnar eru ákveðin fagsvið sem eru rafmagnssvið, byggingasvið og véla- og orkutæknisvið. Nemendur eru margir með iðnmenntun á við- komandi sviði. Sömu reglur gilda um þetta nám og annað nám í HR og sama gjald- skrá. Miðað er við einingar varðandi námskostnaðinn og er verðskráin aðgengileg á heimasíðu HR (ru.is). Mikil fjölgun í iðn- og tækni- fræðinámi  HR býður upp á háskólanám eftir iðnnám og aðra starfsmenntun Morgunblaðið/Ómar Óskarsson HR Deildin er á skömmum tíma orð- in sú fjórða stærsta við HR. Lilja Björk Hauksdóttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samþykkt var með 11 samhljóða at- kvæðum á fundi bæjarstjórnar Kópa- vogs í fyrrakvöld að ráðast í útboð á byggingu nýs Kársnesskóla. Bygg- ingin er ætluð fyrir leikskóla og yngri deildir grunnskóla, þ.e. börn á aldr- inum eins til níu ára. Verklok eru áætluð í júlí 2023 og er fyrirhugað að hefja þar kennslu haustið 2023, að sögn Margrétar Friðriks- dóttur, forseta bæj- arstjórnar og for- manns menntaráðs. Hún segir að fjölgað hafi í Kársnesskóla síðustu ár og væntir þess að áfram fjölgi á Kársnesi á næstu árum. Stórt verkefni Samkvæmt fjárhagsáætlun Kópa- vogs fyrir næsta ár, sem tekin var til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfund- inum, verður 4,1 milljarði króna varið til byggingar Kársnesskóla á næstu fjórum árum, þar af milljarði á næsta ári. Margrét segir að verkefnið sé stórt fyrir bæjarfélagið og útboðið það stærsta sem Kópavogur hafi ráð- ist í. Ákveðið hafi verið að láta gera áhættugreiningu á framkvæmdinni í heild þar sem mat hafi verið lagt á helstu þætti. Nú sé undirbúningi lok- ið og ekkert að vanbúnaði að fara í út- boð á byggingunni, en jarðvinnu- framkvæmdum lauk í byrjun þessa árs. Margrét segir að byggingin verði reist með það fyrir augum að hún nýtist á marga vegu og verði „skólinn sem miðja samfélagsins“. Í skólanum á einnig að vera aðstaða fyrir tóm- stundastarf og tónlistarnám. Kársnesskóli við Skólagerði var rýmdur vegna rakaskemmda og myglu í febrúar 2017 og var skólinn rifinn í lok árs 2018. Eftir að hafa um tíma nýtt gamlar bæjarskrifstofur Kópavogs við Fannborg voru keypt- ar 20 lausar kennslustofur og settar upp á Vallargerðisvelli í grennd við Kárssneskóla/Vallargerði. Margrét segir að þær hafi reynst mjög vel að mati starfsmanna, nem- enda og foreldra. Þær eru tengdar saman með göngum og vinnurýmum, en hver þeirra er einnig með sérinn- gang. Margrét segir að slíkt sé af- skaplega þægilegt meðan kórónufar- aldurinn sé í gangi og þannig sé hægt að afmarka hvern nemendahóp fyrir sig. Nýi skólinn verður 5.750 fermetrar á 1-3 hæðum á steyptum sökkli og botnplötu. Skólinn verður reistur úr KLT timbureiningum og verður byggingin Svansvottuð. Verkfræði- stofan Mannvit sá um heildarhönnun skólans að loknu útboði en Batteríið og Landslag ehf. voru í teyminu með Mannviti. Tölvumynd/Batteríið Kársnesskóli Taka á nýja skólann í notkun haustið 2023, en hann verður byggður úr timbureiningum. Yfir fjórir milljarðar í nýjan Kársnesskóla  Samþykkt að fara í útboð  Lausu stofurnar hafa reynst vel Sjötta árið í röð er fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2021 unnin í samstarfi allra flokka í bæjarstjórn, að því er segir á heimasíðu bæjarins. „Samstaða allra flokka í bæjarstjórn hefur verið mikilvægari en nokkru sinni við gerð fjárhagsáætlunarinnar enda hefur árið 2020 þróast með allt öðrum hætti en við gerðum ráð fyrir. Heimsfaraldurinn sem enginn sá fyrir hefur sett skýr merki á fjárhagsáætlun 2021,“ er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra. Gert er ráð fyrir 575 milljón króna rekstrarhalla á samstæðu Kópavogsbæjar árið 2021. Megin- skýringin á hallarekstri eru áhrif kórónuveikinnar, en dregið hefur mjög úr umsvifum í samfélaginu og þar með þeim tekjum sem standa að baki útsvari bæjarins. Fjárfest verður fyrir 3,9 millj- arða og vegur bygging nýs Kárs- nesskóla þyngst. Framlög til vel- ferðarmála aukast um 16%. Lagt er til að fasteignaskattur á íbúðar- húsnæði lækki úr 0,215% í 0,212% og fasteignaskattur á atvinnu- húsnæði úr 1,49% í 1,47% . Útsvar fyrir árið 2021 verður óbreytt eða 14,48%. Gert er ráð fyrir 250 milljónum í kaup á félagslegu húsnæði. Þá verður 200 milljónum varið í ný sambýli og 200 milljónum í endur- bætur í Kórnum svo hægt verði að nýta húsnæðið betur í tengslum við skólastarf. Ríflega 1,2 milljörðum verður varið í gatnagerð og tengd verk- efni. Meðal fjárfestinga við gatna- gerð eru 100 milljónir í 201 Smára, 280 milljónir á Kársnesi og 200 milljónir á Glaðheimasvæði. Þá verður 170 milljónum varið í borg- arlínuverkefni. Samstaðan mikilvæg ÁRMANN KR. ÓLAFSSON BÆJARSTJÓRI Aðalstræti 2 | s. 558 0000 SUNNUDAGSSTEIK Við eldum, þú sækir, tilbúið beint á borðið hjá þér! Takmarkað magn í boði Pantaðu í síðasta lagi föstudaginn 13. nóv. á info@matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000 Afhent milli 17.30 og 19.00 á sunnudaginn Heilt lambalæri á gamla mátann • Meðlæti: Koníaksbætt sveppa-piparsósa, kartöflugratín, rauðkál og salat • Eftirréttur: Marengsbomba Fyrir 4-6 manns Verð 12.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.