Morgunblaðið - 12.11.2020, Síða 22
SVIÐSLJÓS
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
Þetta ár hefur verið skrítið, svo vægt
sé til orða tekið, og horfum við inn í
annan veruleika með ströngum sam-
skiptareglum og samkomubanni. Það
þarf ekki að rekja þær raunir hér en
ýmsar leiðir eru farnar til að létta
landanum lundina.
Í Vestmannaeyjum hefjast í dag
sýningar sem falla að breyttum for-
sendum í nafni Safnahelgar. Notast
verður við sjónvörp og búðarglugga í
miðbænum og hefjast sýningar kl. 18
og standa alla helgina.
Safnahelgi á sér mikla hefð í Eyj-
um. Það var árið 2004 sem Kristín
Jóhannsdóttir, þá menningar- og
ferðamálafulltrúi Vestmannaeyja og
nú forstöðumaður Eldheima, blés til
fyrstu Safnanæturinnar í Vest-
mannaeyjum. Hugmynd sem hún tók
með sér frá Þýskalandi og hefur ver-
ið árviss viðburður síðan. Sannkölluð
menningarveisla sem hefur staðið
fyrstu helgina í nóvember.
Kaupmenn til í slaginn
Hugmyndina að fyrirkomulaginu í
ár á Hörður Baldvinsson, safnstjóri
Sagnheima. Hún gengur út á að fá
verslunareigendur í lið með söfnum í
Safnahúsi sem eru með sjónvörp í
gluggum sínum þar sem sýnt er valið
efni í eigu Vestmannaeyjabæjar.
„Þeir tóku vel í þetta og eru sjónvörp
í tíu til tólf verslunum og tilvalið fyrir
bæjarbúa að labba á milli þeirra og
kíkja á gullmola úr sögu bæjarins,“
segir Hörður.
„Við höfum unnið hörðum höndum
að því að taka saman efni, kvikmynd-
ir úr sögu bæjarins, eldri ljósmyndir
og af nemendum á leikskólum bæj-
arins í dag. Þarna mætist því nýi og
gamli tíminn. Hver bútur er um tíu
mínútur og rúllar áfram. Í allt eru
þetta því yfir 100 mínútur af efni sem
boðið er upp á. Um leið er Þetta
áminning til okkar allra um að halda
til haga myndefni frá fyrri tíð sem
gæti reynst gullmoli síðar meir. Eigi
fólk myndefni í fórum sínum viljum
við endilega fá leyfi til að koma því yf-
ir á stafrænt form, fyrir börn okkar
og barnabarnabörn.“
Allt eftir settum reglum
„Ég er mjög ánægð með fólkið
okkar í Safnahúsi sem fékk þessa
hugmynd, að sýna ljósmyndir og
kvikmyndir af lífinu í Eyjum fyrr og
nú í búðargluggum í miðbænum. Við
þurfum öll á tilbreytingu að halda og
sjaldan eins og nú,“ segir Íris Ró-
bertsdóttir, bæjarstjóri um þessa út-
færslu á Safnahelgi. „Þetta er leið til
að njóta og virða um leið allar sam-
komutakmarkanir og hvetja til
gönguferða. Núna erum við að fara
inn í skammdegið og jólin handan við
hornið og þá er gott að veita birtu og
yl inn í samfélagið. Það eru kaup-
menn og starfsfólk bæjarins að gera
með þessu framtaki. Spáin er góð fyr-
ir helgina þannig að miðbærinn okk-
ar verður iðandi af fólki sem þarna
fær tilefni til að kíkja út, sýna sig og
sjá aðra en tveggja metra reglan er
að sjalfsögðu virt. Sjá hvað framboðið
í okkar verslunum er gott og skipu-
leggja jólainnkaupin,“ sagði Íris.
Ljósmyndasafn Vestmannaeyja-
bæjar er eitt það stærsta á landinu.
Þar fer fram stöðug vinna og í sumar
var mikið skannað og verða sýn-
ishorn úr þeirri vinnu sýnd að þessu
sinni. Stærsti hlutinn er safn Sig-
urgeirs Jónassonar, sem þjónað hef-
ur Morgunblaðinu í um 60 ár. Það tel-
ur ekki færri en 4 milljónir mynda.
Þá má nefna safn Eyjafrétta sem er
talið í hundruðum þúsunda.
Sýndar verða kvikmyndir frá Vest-
mannaeyjum sem eru í vörslu Kvik-
myndasafns Íslands. Safnið hefur yf-
irfarið myndirnar, lagfært og
hreinsað og eru þær í fullkomnum
gæðum. Er þar margt sem á eftir að
koma á óvart, myndir frá Þjóðhátíð,
17. júní á Stakkó og dansiballi í Höll-
inni. Algjör gullkorn þar sem sjá má
margt fólk sem setti svip á Vest-
mannaeyjar á síðustu öld.
Ótrúlega mikil gæði
„Þetta eru kvikmyndir frá því fyrir
1930 en líka myndir sem teknar voru
af félögum í Vestmannaeyingafélag-
inu Heimakletti sem stofnað var 2.
október 1949 af áhugamönnum um
menningararf Vestmannaeyja,“ segir
Kári Bjarnason, forstöðumaður
Safnahúss. „Einn liður í starfseminni
var að taka myndir af mannlífi, at-
vinnu og náttúru Eyjanna. Við eigum
myndir frá 1950 og síðar sem Sveinn
Ársælsson og Friðrik Jesson tóku.
Allt frábærar myndir sem í allt eru
um níu klukkutímar. Einnig eigum
við eldri myndir, frá því um 1930 og
síðar sem Kjartan Guðmundsson og
Ísleifur Högnason tóku. Allt myndir í
ótrúlega miklum gæðum.“
Þarna er ekki staðar numið og er
mikið verk fram undan. „Takmarkið
er að nafnsetja sem mest af þessu
efni í samstarfi við Kvikmyndasafnið
sem gefur myndunum enn meira
gildi. Það verður að vinnast fljótt og
vel og fyrsta skrefið eru sýningarnar
um helgina. Þar fær fólk að sjá sjálft
sig, foreldra og afa og ömmu og það
munum við nýta okkur,“ sagði Kári
að endingu.
Brugðist við breyttum aðstæðum
Safnahelgi hefst í Vestmannaeyjum í dag Gullkorn úr sögu Eyjanna í búðargluggum í miðbænum
Sjónvörp og myndir í gluggum frá kl. 18 alla helgina Unnið í nánu samstarfi við kaupmenn
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Safnahelgi Útvegsbændafélag Vestmannaeyja gaf Sagnheimum 86 tommu sjónvarp í vikunni sem verður notað um
helgina. Starfsfólk Safnahúss, sem undirbjó sýningarnar, talið frá vinstri: Gunnar Geir Stefánsson, Hörður Bald-
vinsson, Viktor Jónsson, Hrefna Guðmundsdóttir, Guðmundur Jónsson og Kári Bjarnason.
Ljósmynd/Sigurgeir
Þjóðhátíð Halli Steini, Haraldur Þorsteinn Gunnarsson, í góðum gír á
þjóðhátíð 1977. Dæmi um þann fjölda mynda sem verða til sýnis.
Ljósmynd/Sigurgeir
Mannlíf Þorbjörn Guðjónsson, bóndi á Kirkjubæ, að keyra út mjólk 1969.
Fjórum árum síðar, í Heimaeyjargosinu 1973, missti hann bú og bústofn.
Ljósmynd/Eyjafréttir
Sjómenn Nýkomnir úr netaróðri; Ólafur Andersen, Þorvaldur Heiðarsson,
Ólafur Guðjónsson, Guðlaugur Friðþórsson og guttinn Guðjón Ólafsson.
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020
Ryðfrítt vinnsluborð
og bandsagarblað
Vinnsluhæð: 240 mm
Vinnslubreidd: 250 mm
Færanlegt vinnsluborð 47
Mótor: 550 w
Hæð: 1.470 mm
Þyngd: 58 kg
Verð aðeins87
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, RE
DYNAMIX
Frábær k
með hakk
ARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
0x6
.9
YKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFN
jö
a
s
00 mm
00 kr.
tsög
fs.i