Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 24

Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 24
í 35 ár,“ sagði Páll. Geislun frá sólinni hefur hins vegar verið lítið breytileg síðustu tvær aldir. Lengri ísaldir koma á jörðinni með reglulegu millibili og nú er þeirri síð- ustu lokið. Breytt afstaða jarðar til sólar veldur ísöldunum. „Ef afstaða jarðar og sólar veldur því að sólar nýt- ur tiltölulega mikið á norðurhveli þá verður hlýtt en þegar hennar nýtur síður þar þá verður tiltölulega kalt um alla jörð. Sú sveifla tekur ákaflega langan tíma eða allt að því 100 þúsund ár,“ sagði Páll. „Norðurhvelið hlýnar tiltölulega mikið í 10-20 þúsund ár á þessu tímabili og þá kemur hlýskeið en annars er kalt á jörðinni þess á milli.“ Páll sagði að fyrir um 12 þús- und árum hefði skipt úr síðustu ísöld í hlýskeið sem stendur enn. Spurningin er hvað það varir lengi. Ljóst er að það eru hlutfallslega afar stutt tímabil sem menn geta almennt haft það gott hér á jörðu. Á ísöldum er Ísland lengst af að mestu þakið snjó og jökli. Þá verðum við að flytja suður. Sturlungaöld afleiðing kulda Ísaldarjökullinn er miklu meiri á suðurhveli en norðurhveli, að sögn Páls. Hann er þar mjög stöðugur og breytist lítið á löngum tíma. Það er geysimikið hálendi og jökull allt árið á Suðurskautslandinu. Suðurhvel er annars að mestu hulið sjó. Hafið er seint að bregðast við hitabreytingum og jafnar þær meira út á suðurhveli en á norðurhveli þar sem eru miklu stærri landsvæði. Efsta lagið á norðurhveli gleypir þess vegna í sig mikið af hitageislum sólar. Yfirborð jarðar hitnar því meira á norðurhveli en á suðurhveli. Þess vegna verður heitara þar að jafnaði en á suðurhveli. Páll sagði að á okkar tíma hefðum við bæði 70 ára sveiflur í lofthitanum, það er tvö 35 ára skeið hlýnunar og kólnunar, og einnig miklu lengri sveiflur, en þó styttri en ísaldir. Að jafnaði virðast þær sveiflur gjarnan vara í allt að því 1.000 ár, auk ísald- anna löngu. Til dæmis var tiltölulega hlýtt á landnámsöldinni okkar fyrir um það bil tíu öldum, og sú sveifla virðist hafa oft endurtekið sig síðan á ísöldinni sjálfri. „Ég tel líka hugsanlegt að mann- fjölgunin hafi haft talsverð áhrif til hlýnunar. Maðurinn tók upp á því fyr- ir ekki svo löngu, aðallega á 18. og 19. öld, að grafa upp þessi ósköp af kolum og olíu og brenna. Það jók sennilega hlýnun og mannfjölgun, umbreytingu frá þeim mikla kulda sem var áður, það er frá því um árið 1200 og fram undir árið 1900 eða þar um bil. Það var kallað litla ísöld en þá var töluvert kaldara en áður hafði verið,“ sagði Páll. „Ég held að Sturlungaöldin hafi verið mikið til afleiðing af kulda, hafís og minni gróðri og minni velmegun sem fylgdi kuldanum. Þá varð tölu- vert mikil mannfækkun og þessir miklu kuldar áttu líklega mestan þátt í henni. Þetta olli mikilli baráttu Sturl- unga um lífsgæði, og var líklega meðal annars orsök þess að Gissur jarl taldi hyggilegast að sameinast Noregi. Eftir Sturlungaöldina var áfram kalt og líklega kaldast á 17. öldinni eða þar um bil. Ef til vill hefur 19. öld- in orðið eitthvað skárri en ella vegna þess að þá var farið að brenna kolum og olíu og gasi.“ Áhrif aukinnar hlýnunar og losunar koltvísýrings við brennslu jarðefna- eldsneytis hafa stuðlað að auknum gróðri. Páll telur að ef menn hefðu ekki haft bein áhrif á loftslagið með brennslu jarðefnaeldsneytis og mann- fjölgun gæti loftslag nú kannski verið líkara því sem það var á 19. öldinni, það er talsvert kaldara en við eigum að venjast. Hann segir að mögulega geti þessi manngerða hlýnun orðið til þess að seinka komu næstu ísaldar. Hlýnun seinkar mögulega ísöld  Páll Bergþórsson veðurfræðingur hefur skoðað langtímasveiflur í veðurfari  Ísaldir vara mun lengur en hlýskeiðin á jörðinni  Mannfjölgun og brennsla jarðefnaeldsneytis hefur valdið hlýnun 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 Páll Bergþórsson er 97 ára og þriggja mánaða gamall. Hann sagði að þessi hái aldur væri gjöf og um að gera að njóta hennar sem best. „Langlífi ligg- ur mikið í ættum. Amma mín varð 102 ára. Við vorum sjö systkinin, og fjögur hafa orðið meira en níræð og tvö af þeim eru enn á lífi. Til viðbótar náðu tvær systur níræðisaldri. Ég hef hvorki reykt né drukkið og þakka góðan aldur að einhverju leyti bindindinu. Og svo eru nokkuð mörg ár síðan ég hætti að borða kjöt. Ég var áður oft með kviðverki við og við, en batnaði alveg eftir að ég hætti því áti. Við erum nefnilega ekki sköpuð til þess,“ sagði Páll. Langlífið ligg- ur í ættum FÆDDIST ÁRIÐ 1923 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson hefur skoðað loftslag fyrri alda og hvers má líklega vænta næstu öldina. VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is Grein Páls Bergþórssonar, veð- urfræðings og fyrrverandi veð- urstofustjóra, Loftslag frá 1975 og 100 ára spá, í Morgunblaðinu fyrir viku vakti mikla athygli. Þar sýndi hann línurit um loftslag á norðurhveli, suð- urhveli, hitabeltinu og að meðaltali á jörðinni frá árinu 1875 til nútíma. Einnig spá um þróun veðurs næstu öldina. Páll sagði að Ísland væri á norður- hveli jarðar og fylgdi almennt þróun veðurs þar. En Ísland á áhrifamikinn nágranna, veðurfarslega séð. „Ég minntist ekki mikið á Græn- land í grein minni, en Ísland er undir sérstökum áhrifum frá Grænlandi,“ sagði Páll. Verði mikil bráðnun á Grænlandsjökli vegna hlýinda flæðir mikið af köldu fersku vatni, rétt um 0°C heitu, í hafið. „Þannig geta hlýindi á Grænlandi stöku sinnum valdið tímabundnum kulda hjá okkur og víð- ar, þó að oftar fari saman hlýindi þar og hér,“ sagði Páll. Samkvæmt veðurathugunum frá 1875 og til okkar tíma urðu regluleg umskipti í loftslagshita á 35 ára fresti. Þannig skiptust á skeið hlýnunar og kólnunar. Páll benti á að sama ná- kvæmni í tímasetningu sveiflnanna hefði staðið að minnsta kosti síðan fyr- ir landnám samkvæmt borkjörnum úr Grænlandsjökli. „Ég tel að skýringin sé fyrst og fremst geysimikil snjóasvæði á norð- urhveli, Síbería og Kanada. Þau lönd eru alþakin snjó mest af vetrinum en mjög breytilega mikið. Snjórinn vex á sama tíma og hafísinn. Þegar fer að hlýna minnkar vetrarsnjórinn og þá hlýnar ennþá meira. Það verður til þess að það hlýnar í 35 ár og upp fyrir meðallagið. Svo snýst þetta við og það byrjar að kólna. Snjórinn vex og það kólnar meira og niður fyrir með- allagið. Hafísinn á líka dálítinn þátt í þessu. Hann vex þegar kólnar eins og snjórinn. Þetta ferli virðist vera ákaf- lega stöðugt. Hlýnun í 35 ár og kólnun Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Kuldaskór er . Stærðir 36-42 Vatnsheldir • Innbyggðir broddar í sóla SMÁRALIND www.skornir.is Netversl un www.sko rnir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.