Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 35

Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 35
FRÉTTIR 35Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Heilsufarsstofnun Evrópusam- bandsins (ESB) sagði í gær að fyrstu Evrópubúarnir til að fá bólu- efni gegn kórónuveirunni yrðu að öllum líkindum sprautaðir á fyrsta fjórðungi næsta árs, 2021, að sögn yfirmanns stofnunarinnar, Andreu Ammon. „Í bjartsýni segi ég einhvern tíma á fyrstu þremur mánuðunum en nánar get ég ekki skilgreint það,“ sagði Ammon í samtali við AFP- fréttastofuna í Stokkhólmi í gær en þar er aðsetur evrópsku sjúkdóms- varnastofnunarinnar (ECDC). Evrópskur heimildamaður tjáði AFP á þriðjudag að leyfi yrði vænt- anlega fengið fyrir notkun bóluefn- isins „snemma árs 2012“. Það sagði hann rétt eftir fyrstu frétt af bólu- efni bandaríska lyfjarisans Pfizer og þýska líftæknifyrirtækisins BioN- Tech, sem sýnt hefði 90% skilvirkni á þriðja og síðasta stigi lyfjatil- rauna. „Vitaskuld lofar þetta góðu,“ sagði Ammon. Til þess að mega brúka nýtt lyf á Evrópusambands- svæðinu þarf það að öðlast leyfi Lyfjastofnunar Evrópu (EMA). Segja Spútnik með 92% virkni Bretar munu ekki leyfa notkun neinna lyfja gegn kórónuveirunni fyrr en sérfræðingar staðfesta ör- yggi þess, að sögn háttsettra manna í London. Aðstoðarlandlæknirinn breski, Jonathan Van-Tam, segir að vísind- in séu aðeins við upphaf vegferðar hvað veiruna varðar. Rússar skýrðu frá því í gær, að bóluefnið Spútnik V hefði reynst 92% skilvirkt við prófanir. Það var þróað í Gamaleya-rannsóknarsetr- inu upp úr umbreyttri flensuveiru sem hönnuð var til að valda sýk- ingum í öndunarfærum og melting- arvegi. Keppa Rússar við vestræna keppinauta um að fullþróa bóluefni gegn kórónuveirunni. Útreikningar þeirra byggjast á útkomu 16.000 manns sem fengu sína tvo skammt- ana hver í þriðju prófanalotu. Segir stofnunin að þeir sem sprautaðir voru með Spútnik V hafi fundið til á stungusvæðinu og fengið flensu- einkenni, þar á meðal sótthita, þróttleysi, höfuðverk og almenna þreytu. Panta 300 milljónir skammta Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins (ESB) staðfesti í gær að það myndi kaupa 300 milljónir skammta af bóluefni Pfizer/BioN- Tech þegar það hefði verið úrskurð- að öruggt og skilvirkt. Hefði sam- bandið þegar skrifað undir samning við Pfizer og BioNTech. Ammon sagði það vera afar mikið áhyggjuefni hvernig kórónuveiru- faraldurinn breiddist út í Evrópu. Allar vísbendingar og mælingar um þessar mundir bentu til að ástandið ætti bara eftir að versna. Frá því veirunni laust niður upp úr síðustu áramótum hafa minnst 311.000 manns dáið af völdum henn- ar í Evrópu og rúmlega 13 milljónir sýkst. Í Evrópu geisar nú önnur sýkingarbylgjan og hefur hún slegið sér niður í mörgum ríkjanna. Amm- on sagði það geta tekið lengri tíma að ná undirtökum í glímunni við aðra bylgjuna en það tók að kæfa fyrstu bylgjuna er hún reis hæst í mars og apríl sl. Eins erfitt og það gæti annars verið hvatti hún Evr- ópubúa til að virða ráðstafanir sem yfirvöld á hverjum stað hefðu gripið til í þeim tilgangi að kveða kórón- uveiruna í kútinn. „Þeir verða að skilja að það er einkar þýðingarmik- ið að þeir leggi sitt af mörkum til glímunnar svo koma megi böndum á veiruna og stöðva faraldurinn með tiltækum ráðum.“ Stella Kyriakides, sem fer með heilbrigðismál í framkvæmdastjórn ESB, ítrekaði í gær, miðvikudag, að tilkoma bóluefnis yrði ekki til þess að sigur ynnist strax á veirunni. „Við verðum að átta okkur á því að jafnvel þótt við verðum komin með öruggt og skilvirkt bóluefni munum við ekki ráða örlögum Covid-19- veirunnar í einu höggi,“ sagði hún við blaðamenn. Áfram verður því að halda aðgerðum gegn veirunni áfram uns náðst hefur að bólusetja verulegan fjölda íbúanna.“ 1,3 milljónir dauðsfalla Kórónuveiran skaut fyrst upp kolli í Kína í desember sl. Á reikn- ing hennar eru skrifuð 1.275.113 dauðsföll þar til í fyrrakvöld. Sýkst hafa að minnsta kosti 51.531.660 manns en af þeim teljast að minnsta kosti 33.300.900 aftur komnir til fullrar heilsu. Í fyrradag, þriðjudag, einum og sér bættist 10.601 dauðs- fall við og 662.214 nýsýkingar um heim allan. Af hinum nýlátnu dóu 1.535 í Bandaríkjunum, 1.220 í Frakklandi og 57 í Mexíkó. Metfjöldi kórónuveirusjúklinga liggur nú á sjúkrahúsi í Bandaríkj- unum, eða 62.000 manns. Ekkert lát mun vera á sókn veirunnar þar í landi. Hefur veiran lagt 239.695 manns að velli vestra og 10.258.090 manns sýkst. Verst hafa Bandaríkin orðið úti en í öðru sæti er Brasilía með 162.829 dauðsföll, Indland með 127.571, Mexíkó með 95.842 og Bretland með 49.770 dauðsföll. Sé miðað við dauðsföll sem hlutfall íbúafjölda kemur Belgía verst út, með 117 látna á hverja 100.000 íbúa. Í öðru sæti er Perú með 106, þá Spánn með 85 og Brasilía með 77. Stríðið við kórónuveiruna hefur hvarvetna komið hart niður á efna- hagslífinu, sem eftir fréttir af bólu- efni Pfizer og BioNTech bindur miklar vonir við að betri tíð sé í vændum. Bankastjóri Evrópubank- ans, Christine Lagarde, varaði þó við of mikilli bjartsýni. Hún sagði að þrátt fyrir jákvæðar fréttir af bólu- efninu væru batahorfur fyrir evru- svæðið „óstöðugar“. Tekið gæti langan tíma að ná fullu ónæmi á svæðinu og á meðan mætti búast við áframhaldandi ráðstöfunum til að yfirbuga kórónuveiruna. Yfirmáta þreytandi Landlæknar Englands, Skot- lands, Wales og Norður-Írlands segja að fram undan sé „yfirmáta þreytandi“ vetur í glímunni við far- aldurinn. Hafa þeir hvatt lækna til að sýna sveigjanleika ef þeir yrðu kallaðir til starfa á svæðum sem eru utan þeirra starfssvæðis. Enski land- læknirinn Chris Whitty segir að önnur veirubylgjan geti hæglega dregist á langinn út veturinn. Mis- jafnt álag eftir svæðum gæti orðið þörf fyrir fulla krafta allrar lækna- stéttarinnar. „Faglega og persónu- lega verður þetta yfirmáta þreyt- andi.“ AFP Bóluefni Margir hafa tekið þátt í leitinni að bóluefni gegn kórónuveirunni, og virðist sem sú leit muni skila árangri. Byrjað að sprauta í byrjun 2021  Stefnt að því að dreifing bóluefnis hefjist innan Evrópusambandsins á fyrstu þremur mánuðum næsta árs  ESB hefur keypt 300 milljón skammta  „Þreytandi vetur“ fram undan í baráttunni ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Mynd í ferilskrá Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Förum eftir öllum sóttvarnartilmælum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.