Morgunblaðið - 12.11.2020, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 12.11.2020, Qupperneq 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 Það eru allnokkur tíðindi þegar Listahátíð í Reykjavík er hvorki meira né minna en fimmtíu ára. Ýmsum þykir kannski sem hún hafi alltaf verið til, öðr- um að hún hafi hafist í gær. Flestir munu þó sammála um að hún hafi hresst upp á tilveru okkar, ung eða gömul. Nokkuð hljótt hefur verið um þetta afmæli og þarf ekki að útskýra það nánar. Aðdáunarvert er þó að stjórn- endum skuli hafa tekist að halda há- tíðinni á floti eins og árar. Hins vegar er ekki úr hæfi á þessum tímamótum að rifja upp eitthvað af þessari við- burðaríku sögu, þó ekki væri nema hvernig allt fór af stað. Margoft hefur verið tíundað að þremur stoðum var rennt undir hug- myndina. Í fyrsta lagi hafði Bandalag íslenskra listamanna nokkrum sinn- um efnt til listahátíða og dreymt um að koma þeim á varanlegri fætur. Fyrirmyndir voru víða að skjóta upp kollinum, til dæmis í Edinborg. Í ann- an stað var Norræna húsið nýkomið til sögunnar og fyrsti forstjóri þess, Ivar Eskeland, sá þegar möguleikana sem opnuðust þar til að bjóða hingað norrænum listamönnum; hann benti á hversu vel hafði tekist til með Björgvinjarhátíðina. Í þriðja lagi hafði tengdasonur Íslands, Vladimir Ashkenazy, sem þá var búsettur hér- lendis, viðrað hugmynd um tónlist- arhátíð, þar sem vinir hans í tónlist- arheiminum tylltu sér hér á skerinu og auðguðu okkur af upplifunum. Ashkenazy kom hins vegar ekki að hinni formlegu stofnun, þar skáru á hnútinn Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra og Geir Hallgrímsson borgar- stjóri, heiður þeim sem heiður ber. Engum datt í hug að slík hátíð gæti borið sig fjárhagslega og því gerðu ríki og borg með sér helmingasamn- ing og deildu ábyrgðinni. Stofnað var fulltrúaráð þar sem samtök lista- manna og listastofnanir áttu sína fulltrúa og var frá upphafi gengið út frá því að allar listgreinar ættu þar sína rödd, enda skyldi þeim öllum sinnt. Fimm manna fram- kvæmdastjórn var skipuð og skyldu fulltrúar borgar og ríkis gegna for- mennsku til skiptis, en hinir þrír voru kosnir af hálfu listamanna. Það fór vel á því að formaður Bandalagsins, Hannes Davíðsson, var einn af þeim. En þar sem ég mun einn á lífi af þeim sem sátu í fyrstu stjórninni, og sat þar reyndar oft síðar, er mér ljúft og skylt að rifja hér upp eitthvað af þessum fyrstu dögum hátíðarinnar þegar stefnan var mótuð. Norræna húsið lagði mikið af mörkum, fyrsti fram- kvæmdastjórinn var Eskeland og í húsinu hafði hátíðin aðstöðu og sitt fyrsta aðsetur. Líkt og ræturnar voru þrjár, þá blöstu við frá upphafi þrír megin- þættir. Það var Ashkenazy að þakka að þegar á fyrstu hátíðunum komu fram nokkrir tónlistarmenn og söngv- arar úr efstu lögum og breiddu út orð- spor hátíðarinnar. Frá Norðurlöndum streymdu einnig fremstu listamenn af flestum toga. Framkvæmdastjórnin hafði líka forgöngu um t.d. myndlist- arsýningar og leiksýningar að utan; oft vitnað til Led Zeppelin á fyrstu há- tíðinni, þegar gestir sátu flötum bein- um í fullskipaðri Laugardalshöllinni. Allt var það innblástur. En ekki skipti þó síður máli, að há- tíðin varð til að örva skapandi öflin innanlands. Leikhúsin tóku á honum stóra sínum í frumflutningi og efnt var til sýninga sem tíðindi þóttu að, bæði af gamalli og nýrri list. Listastofnanir tóku höndum saman og réðust í verk sem ofviða hefðu reynst þeim einum og sér; þannig sáu til dæmis fyrstu stóru íslensku óperusýningarnar dagsins ljós sem og metnaðarfull inn- lend dansverk. Ekkert var undan- skilið, kvikmyndir og djass, uns þær greinar höfðu eflst sjálfstætt. Listinn yfir það sem Listahátíð hefur boðið upp á í þessu fimmtíu ár er ótrúlega glæsilegur, en of langur til að tíunda hér. Verður ugglaust gert þegar saga hátíðarinnar verður skrifuð. Það ætti að verða skemmtileg lesning. Eitt lítið dæmi, þegar þeir sungu hvor sitt kvöldið í Háskólabíói Dimitri Hvor- ostovsky og Bryn Terfel; það varð eins og einvígi tveggja fremstu barítónsöngvara heims. Svo voru Renata Tebaldi, Victoria de los Ang- eles, Birgit Nilsson og heilu hljóm- sveitirnar. Ingmar Bergman, Leon- ard Cohen og allir hinir … Picasso-sýningin og íslensku yfirlits- sýningarnar. En líka það sem var að gerjast þann daginn og það árið. Hér voru það til dæmis SÚM-ararnir. Listahátíð hefur reynst gjöfult uppátæki og róluvöllur fyrir sköpun- argleði og fjölbreytni. Borgin hefur iðað af lífi og risaeðlur og heimslista- hopparar hafa lífgað upp á hátíðar- braginn og víkkað sjóndeildarhring- inn. Mestu hafa þó skipt þau korn sem sáð hefur verið til að efla inn- lenda sköpun og gleðja þjóðina á mis- jöfnum tímum. Hátíðin stendur eins og oft áður á tímamótum og þarf að greina enn og upp á nýtt innviði sína, samfélags- hlutverk sitt og listræn viðmið. Hún er ekki menningarnótt þar sem fjöldi atriða skiptir meira máli en gæði, en hún er heldur ekki neinn liðsforingja- klúbbur innvígðra. Hún á ekki að vera æfingavöllur þeirra listamannsefna, sem eru að stíga sín fyrstu skref; til þess eru aðrar hátíðir. Né heldur á hún eingöngu að vera viðkomustaður stjarnanna, þó að nógu gaman sé að sjá þær blika á himninum og skilja eftir ljúfa minningu. Listahátíðin á að taka mið af þeim nýja heimi sem við lifum í, víkka sjón- deildarhringinn með því að minna á fjölbreytileika menningarinnar í okk- ar kaupskaparvædda heimi (sem hún hefur reyndar oft gert). Umfram allt á hún að vera aflvaki þess sem við sjálf getum lagt af mörkum til þess fjölbreytileika. Hún á að vera mót- vægi við þá yfirborðsspennu sem net- flix nútímans skemmtir okkur við. Ríkisútvarpið var frá fyrstu tíð öfl- ugt í samverkum við Listahátíð. Mik- ið efni er (eða á að vera) til í sarpnum því til sönnunar. Því er það tillaga mín, að Sjónvarpið útbúi nú mynd- arlega dagskrá til að samgleðjast há- tíðinni og okkur öllum á þessu erfiða afmælisári og brugðið sé upp mynd- um af þessari 50 ára listaveislu sem að baki er, af myndlistarsýningum, leik- sýningum, tónleikum, danssýningum, umræðuþáttum, öllu þessu sem var svo skemmtilegt og sem verður aftur svo skemmtilegt þegar við höfum veiruna að baki. Listahátíð í Reykjavík fimmtíu ára Eftir Svein Einarsson » Listahátíð hefur reynst gjöfult uppá- tæki og róluvöllur fyrir sköpunargleði og fjöl- breytni. Sveinn Einarsson Höfundur er leikstjóri. Listahátíð 1970 Jimmy Page, gítarleikari Led Zeppelin, á sviðinu í Höllinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.