Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 42

Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 ✝ BenediktRagnar Löv- dahl fæddist 5. október 1953. Hann lést 30. októ- ber 2020. Foreldrar Bene- dikts voru Hulda Benediktsdóttir Lövdahl, f. 1916, d. 1998, og Ragnar Kornelíus Lövdahl, f. 1910, d. 1979. Systkini Benedikts eru Ed- vard Lövdahl, f. 1937, d. 2018, Una Lövdahl, f. 1940, Jóhanna Lövdahl, f. 1947, og Marten Lövdahl, f. 1958. Sonur Benedikts sem hann eignaðist með fyrri eiginkonu sinni, Ásu Hildi Baldvinsdóttur, er Pétur Þór Benediktsson, f. 1976, maki Anna Kristín Guð- mundsdóttir, f. 1979. Þeirra dætur eru Ása Diljá, f. 2000, og Dagbjört Lóa, f. 2008. Benedikt kvæntist hinn 3. skeið. Hann tók síðar við bíla- leigu Karnabæjar, InterRent. Á níunda áratugnum hóf hann störf hjá Skrifstofuvélum og þar starfaði hann þar til hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Umfang hf., árið 1990 ásamt þremur samstarfsfélögum. Þeir sérhæfðu sig í sölu og við- haldi ljósritunarvéla. Hann seldi sinn hlut í fyrirtækinu ár- ið 2003. Benedikt átti sér mörg og fjölbreytt áhugamál. Hann stundaði siglingar á sínum yngri árum og stofnaði Sigl- ingaklúbbinn Ými árið 1971 ásamt nokkrum vinum. Stanga- veiði stundaði hann til fjölda ára ásamt gæsa- og rjúpna- veiði. Hann hafði yndi af tónlist og af lestri góðra bóka. Bene- dikt var listrænn og málaði margar fallegar myndir. Útför Benedikts verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 12. nóvember 2020, kl. 13. Í ljósi aðstæðna verða eingöngu nán- ustu aðstandendur viðstaddir. Útförinni verður streymt á https://www.benediktlovdahl.is Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat mars 1984 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Lóu May Bjarnadóttur, f. 31. maí 1950. For- eldrar Lóu voru Guðrún Jónsdóttir, f. 1921, d. 2012, og Bjarni Guðjónsson, f. 1915, d. 2017. Sonur Lóu og Benedikts er Bjarni Benedikts- son, f. 1984, maki Ireti El- isabeth Akinroyeje, f. 1989. Benedikt ólst upp í Kópavogi og lauk þar skólagöngu sinni. Hann var mörg sumur í sveit í Selkoti undir Eyjafjöllum þar sem hann undi hag sínum vel. Hann byrjaði ungur að vinna og starfaði meðal annars hjá Völundi og hjá Eimskip þar sem hann vann bæði í landi og á sjó. Benedikt hóf störf hjá Karnabæ á áttunda áratugnum og vann þar um nokkurra ára Einn sumarmorguninn erum við pabbi vaknaðir eldsnemma. Við erum á leiðinni til Raufarhafnar að hitta Clive og son hans Daniel. Til- gangur ferðarinnar var að veiða fisk en fyrst þurftum við að keyra þangað á einum degi. Pabbi hafði áhyggjur af því að bílferðin yrði löng, þreytandi og óbærileg fyrir mig og gaf mér því hlutverk plötu- snúðs í bílnum. Ég mátti spila hvað sem var! Ég kynnti hann því fyrir hljómsveitum eins og The Prodigy og hann kenndi mér að bandarísk- ir rapparar væru gjarnir á að fá laglínur lánaðar frá gömlum rokk- urum eins og Jimmy Page úr Led Zeppelin. Þessi ferð lýsir pabba ótrúlega vel. Honum var umhugað um líðan mína í erfiðu ferðalagi en nýtti tímann til að sinna sameig- inlegu áhugamáli okkar sem var tónlist. Meira en 20 árum síðar mætti hann á danstónlistarkvöld sem ég hélt með vinum í miðbæ Reykjavíkur. Hann var eini pabb- inn sem mætti og fékk að heyra frá öllum að hann væri langsvalasti pabbinn. Pabbi vann sig upp úr engu og náði árangri á eigin spýtur. Hann fór snemma að vinna á sjó og síð- ustu ár ferilsins sérhæfði hann sig í sölu og viðhaldi á skrifstofubún- aði. Hann naut mikillar virðingar meðal samstarfsfólks og sérstak- lega þeirra sem störfuðu erlendis. Veiðifélagar hans litu einnig upp til hans og til merkis um það fékk hann viðurnefnið ljónatemjari vegna þess hve fimlega hann sveiflaði veiðistöng. Ég vil meina að yfirvaraskeggið hafi hjálpað til við að festa viðurnefnið. Hann sá alltaf til þess að fjöl- skyldan hefði það gott. Við áttum flotta bíla, nýjustu græjur og hann ferðaðist með okkur til útlanda. Hann kenndi mér snemma á pen- inga með því að ráða mig í vinnu við hin ýmsu húsverk. Í hvert skipti sem einhver þurfti hjálp þá var hann til staðar. Snyrti- mennska var honum alltaf ofar- lega í huga og hann sagði mér að passa það að lykta alltaf vel. Hann var fluggáfaður og lagði mikla áherslu á að við bræðurnir klár- uðum stúdentspróf þótt hann hefði ekki gert það sjálfur. Þegar Ireti kom inn í líf mitt sá pabbi til þess að hún væri velkomin í fjölskyld- una og hafði oft orð á því hversu góð hún væri. Pabbi var ungur í anda alla ævi – áreynslulaust og án tilgerðar. Þegar hann var á sextugsaldri keypti hann öfluga tölvu fyrir heimilið. Sölumaðurinn gerði ráð fyrir að pabbi væri arkitekt sem þyrfti mulningsvél fyrir grafíska vinnslu en svo var ekki. Hann ætl- aði að spila tölvuleiki í sem mest- um gæðum. Elsku pabbi. Við fórum saman í gegnum nokkur lífsskeið og þau eru nokkur eftir sem ég hefði vilj- að upplifa með þér. Í staðinn mun ég hugsa til þín og halda minningu þinni á lofti. Takk fyrir samveruna, þú varst langflottastur. Bjarni Benediktsson. Elsku dýrmæti vinur okkar Benni (ljónatemjari). Á þessari stundu er ekki hægt að segja ann- að en hjörtu okkar eru brotin í þúsund mola. Orð geta ekki lýst því hversu sorgmædd við erum eftir þær hræðilegu fréttir að þú værir dáinn. Allt stoppar og við náum varla andanum því tilfinn- ingarnar eru svo yfirþyrmandi djúpar og sárar. Lífið er svo hverfult og breytist á einu and- artaki, eftir sitjum við algjörlega vanmáttug. Bara ef þú hefðir … eru orð sem fara í gegnum hug- ann aftur og aftur. Þessi dagur er án efa sá erfiðasti og átakanleg- asti sem við höfum upplifað. Það er svo margt sem okkur langar að segja þér elsku Benni og við áttum eftir að gera svo margt saman. Að horfast í augu við fráfall þitt er svo þungbært að engin orð fá því lýst. Við sitjum hér í stofunni hjá okkur og minn- umst allra góðu stundanna sem við áttum hér saman, kveikjum á kerti og hugsum til þín. Á veggn- um er glæsilegt málverk eftir þig sem þú færðir okkur á góðum degi. Þessi mynd og ótal aðrar myndir sem þú hefur málað um- vefja heimili okkar og minna á dýrmæta vináttu þína og ástúð. Það er svo margt að þakka, margs að minnast í gegnum öll þau ár sem við höfum verið vinir. Allar veiðiferðirnar, sumarbú- staðaferðirnar, siglingarnar. Þú varst einstakur vinur, traustur, glettinn, með góðan húmor og listamaður af guðs náð. Við kveðj- um þig en vitum að við eigum eftir að hittast aftur og munum þá sigla með himinskautum. Traustir vinir eru ekki sjálfgefnir, þeir eru Guðs gjöf. Englar sem létta undir og geta skipt sköpum um líðan fólks. Einkum í hremmingum, þegar heilsan svíkur eða á efri árum þegar fjaðrirnar taka að reytast af hver af annarri. Þá fyrst kemur í ljós hverjir eru vinir í raun. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku Lóa, Pétur og Bjarni og fjölskyldur og vinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessum erfiða tíma. Guð blessi ykkur öll. Elskum þig Benni okkar. Svavar og Berglind. Elsku Benni okkar. Fjöl- skylduvinur og besti vinur pabba okkar er fallinn frá. Þvílík sorg, harmur og missir. Pabbi og Benni kynntust fyrst í gegnum Siglinga- klúbbin Ými í Kópavogi fyrir tæp- um 50 árum en Benni var einn af stofnendum siglingaklúbbsins og sigldu þeir mikið saman. Síðan unnu þeir saman þegar fyrirtæki sem pabbi var aðili að keypti bílaleiguna Geysi af Gulla í Karnabæ þar sem Benni var framkvæmdastjóri. Pabbi og Benni urðu mjög fljótlega bestu vinir og áttu mörg sameiginleg áhugamál, þar má nefna laxveiði, siglingar, rjúpna- og gæsaveiði. Saman veiddu þeir í mörgum góð- um ám svo sem Norðurá, Grímsá, Laxá í Aðaldal og Langá. Þegar pabbi okkar varð 50 ára var haldið upp á afmælið með því að fara í Laxá á Ásum, eina bestu á á land- inu. Eftirminnilegt atvik úr veiðinni sem Benni sagði okkur frá var þegar pabbi var búinn að vera að veiða í Langá í þrjá daga þegar Benni kom upp eftir af því þeir áttu þrjá daga til viðbótar. Pabbi var orðinn þreyttur og lagði sig á árbakkanum meðan þeir voru að bíða eftir því að það myndi flæða upp í fossinn og laxinn gengi upp í ána, svo þegar pabbi vaknar þá er hann með fangið fullt af laxi. Þá hafði Benni grallarinn byrjað bara á að veiða og veitt svakalega, þar sem ganga af fiski kom upp ána og Benni veiddi og veiddi og henti svo fiskinum yfir pabba sem vaknaði í haugi af laxi. Við höfum oft hlegið mikið að þessari góðu sögu. Alltaf fyrir veiðitúrana kom Benni heim til okkar og þeir pabbi fóru yfir veiðigræjurnar saman og nýjustu flugurnar sem Benni hafði verið búinn að hnýta, en hann var mikill áhugamaður um fluguhnýtingar. Benni var ein- stakur, tryggur pabba okkar og góður fjölskylduvinur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Guð blessi minningu þína. Helga Dís, Sigurbjörg Halla og Jóhann Egill. Á yndislegu lognkvöldi við Eyrina var ekkert sem truflaði hugljúfan nið Laxfoss annað en taktfastir svipuslættir Stóru- Bertu á Brotinu. Okkur hafði ver- ið skipað til svæðis með eigand- anum Benna, snaggaralegum manni með yfirskegg, og Lóu eig- inkonu hans. Nú horfðum við yfir ána og dásömuðum köstin. Lax- inn var hættur að stökkva. Var hann taminn? Við hættum snemma. Höfðum samflot með hjónunum upp á Rjúpnahæð. Benni bar á bakinu úrtökugóðan grágrænan laxapoka gjörðan úr strigaefni en slíka poka áttu ein- ungis lengra komnir veiðimenn. Þetta var á ofanverðri síðustu öld þegar veiðimenn í Stanga- veiðifélaginu fjölmenntu til júní- veiða í Norðurá og var alveg sama um það hvaða veiðimenn væru aðrir við veiðar. Það réðst einfald- lega af úthlutun nefndarinnar um veturinn. Aldrei datt nokkrum manni í hug að hafa með sér leið- sögumann, allt agn var leyfilegt og óþekkt að nokkur sleppti vilj- andi fönguðum laxi. Veitt á dag- inn og drukkið af nóttina. Eftir kvöldverðinn var sest nið- ur og málin rædd. Við vorum að- allega maðka- og spúnamenn eins og flestir í húsinu og þótti lítið til fluguveiða koma. Stóra-Berta var Hardy-veiðistöng af lengstu og þyngstu gerð, oftast búin langri og þungri línu með stórri túpu á endanum, frances eða annarri sambærilegri. Eigandinn fékk orðið: Hann sagði að laxinn væri eins og ljónið, annaðhvort alfa- eða ómegadýr. Það þyrfti að ná sambandi með stöng og línu rétt eins og ljónatemjarinn þyrfti að ná sambandi við ljónið með svip- unni. Hann hefði lært það eftir að hafa numið í Konunglega ljóna- temjaraskólanum í Tékkóslóvakíu og síðan starfað við fagið um alla Evrópu og víðar. Okkur setti hljóða og agndofa hlustuðum við á hann. Þetta var Benni ljónatemj- ari. Það kom ekki annað til greina en að fara í veiðiferðir með mann- inum, aftur og aftur eftir þetta. Benni stjórnaði umsóknum og við náðum í nokkur ár að fylla í holl í Norðurá með yndislegu fólki. Þær gleðistundir töpuðust þegar reglugerðarmenn tóku að leggja á ýmis veiðibönn og náðu nýjum hæðum í okri á veiðileyfum. Við kynntumst ljónatemjaranum nán- ar og áttum með honum og Lóu margar gæðastundir á bökkunum og annars staðar næstu árin. Benni ljónatemjari var andríkur maður. Fátt var honum óviðkom- andi og honum var margt til lista lagt. Listmálari alveg prýðilegur, viðgerðarmaður af bestu gerð, ráðgjafi í bílaviðskiptum og sögu- maður góður. Hjálplegur við vini sína og úrræðagóður. Palace var hans lið í enska boltanum, þ.e.a.s. Buckingham Palace. Síðasta veiðiferð ljónatemjar- ans var norður í Bakká í haust þar sem hann töfraði upp tvo laxa með hjálp Stóru-Bertu. Við hittum bændur og ljónatemjari virti þá fyrir sér drjúga stund. Síðan dásamaði hann lömbin þeirra og kvað þau vera miklu stærri en lömbin sunnan heiða. Það fór vel í Strandamenn. Um kvöldið var grillaður lax og sögur. Ljónatemjarinn setur ekki fleiri laxa í pokann sinn. Við höf- um misst kæran vin en mestur er harmur Lóu, yndislegrar eigin- konu. Megi almættið veita henni og fjölskyldunni styrk á erfiðum tímum. Ásgeir Þór og Jón L. Árnasynir. Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. (V. Briem) Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahóp okkar sem stofnuðum Siglingafélagið Ými 4. mars 1971. Elsku Benni, sem við kveðjum í dag, var einn af 14 stofnendum fé- lagsins. Við sem hlökkuðum svo til að halda upp á 50 ára stofn- afmælið eftir fjóra mánuði. Við sitjum eftir hugsi, hnípin og sorg- mædd. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til elsku Benna:Benni á fullu að taka þátt í starfi Æskulýðsráðs Kópavogs (þar sem ég starfaði) á Álfhóls- vegi 32, fyrir ofan KRON, mjólk- urbúðina og fiskbúðina. Þar réð ríkjum góður vinur okkar, Sigur- jón Ingi Hilaríusson, æskulýðs- fulltrúi í Kópavogi og kennari okkar við Gagnfræðaskóla Kópa- vogs. Hann hafði frumkvæði að stofnun Ýmis og stofnaði hann með okkur. Það var alltaf einhver notaleg glettni og gamansemi í gangi þegar þeir Sigurjón komu saman. Kómískar örsögur með til- heyrandi hlátri gengu oft á milli þeirra vinanna. Það var eins og þeir væru stilltir inn á sérstaka glettnistíðni. Einkennandi fyrir stórhug og drauma brautryðjendanna, fyrir tíma tölvu, gervihnatta og verald- arvefjar, er skráning Benna í fundargerðarbók Ýmis í lok mars 1971: „Ég legg til að kosin verði nefnd til að kanna strauma og veðráttu í kringum Ísland að sum- arlagi, sérstaklega við Reykjanes- röstina, Langanes og Hornbjarg, og kanna hvort það væri mögu- legt fyrir þrjá viðvaninga að sigla kringum landið.“ Við vorum öll viðvaningar. Það leið þó ekki á löngu þar til farið var að sigla þessar sjóleiðir, og einnig á milli landa, sem okkur dreymdi ekki um á þessum tíma. Náið samstarf var á milli Ýmis og Brokeyjar. Það gerðist fyrir tilstilli Sigurjóns og Reynis Karls- sonar, æskulýðsfulltrúa Reykja- víkur. Þeir komu einnig á sterk- um tengslum við æskulýðsfulltrúa Glasgowborgar. Við tókum á móti æskulýðskór Glasgow og félögum úr siglingafélaginu Gairloch Boat Club í Glasgow. Þau tóku síðan á móti okkur. Næstu þrjú ár fóru þrír hópar á vegum félaganna til Glasgow. Benni og Valdi fóru í 1. og 3. ferðina. Benni var duglegur að senda póstkort til okkar sem heima sátum í seinni ferðinni til að leyfa okkur að fylgjast með. Við lærðum að velta skútum og rétta skútur við, á Clyde-ánni. Þar var sjórinn ögn hlýrri en hér heima. Við kynntumst skútum í Glasgow sem við höfðum ekki kynnst áður. Við komum að móttökunum og ferðunum eins og einn maður. Þarna naut Benni sín vel. Haldið var upp á 40 ára afmæli Ýmis 2011, í nýju glæsilegu fé- lagshúsi við Vesturvör. Frá þeim tíma hefur hópurinn hist reglu- lega til að rifja upp gömul ævin- týri. Benni var alltaf með - og allt- af var stutt í kátínuna, gamansemina, glettnina og gleðina. Fyrir hönd stofnfélaga Sigl- ingafélagsins Ýmis sendi ég elskulegri eiginkonu Benna og fjölskyldu innilegustu samúðar- kveðjur. Við varðveitum yndisleg- ar minningar um yndislegan vin. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Valgerður Snæland Jónsdóttir, ritari Sigl- ingafélagsins Ýmis 1971-1973. Fallinn er frá góður vinur svo allt of fljótt. Við Benni ólumst upp í Kópa- vogi, kynntumst 12 ára í þéttum og góðum vinahóp og unglingsár- in voru ljúf og eftirminnileg. Minningarnar eru góðar og margar: skemmtilegar veiðiferðir er við vorum að reyna að ná tök- um á þeirri list, fyrsta utanlands- ferðin, siglingar, æskulýðsráð, og svo vorum við í hóp góðra vina sem stofnuðu Siglingafélagið Ými í mars 1971. Þó stundum liði langur tími án þess að við hittumst var samt eins það hefði verið í gær en undanfar- in misseri höfum við verið í góðu sambandi og talað saman í síma oft í mánuði og rifjað upp gamla daga. Benni var góður málari og á ég eftir hann fallega vatnslitamynd frá Námaskarði. Takk fyrir vináttuna, gleðina, húmorinn og skemmtisögurnar. Innilegar samúðarkveðjur, Lóa, Pétur Bjarni og fjölskyldur. Blessuð sé minning Benna. Stefán Hans Stephensen. Á bökkum Norðurár kynntist ég Benna og Lóu fyrst. Það var skemmtilegur veiðitúr. Viðkynn- ing jókst næstu ár, ekki síst fyrir það að við Lóa urðum – fyrir til- viljun – starfsfélagar í um áratug á tveimur vinnustöðum. Veiðitúr- arnir urðu margir og eftirminni- legir. Benni var prýðisveiðimað- ur. Athugull, reyndur og sá oft aðra fleti í veiði sem venjulegum mönnum datt ekki til hugar, enda var hann örvhentur. Það var ósköp þægilegt að hafa hann sér við hlið þegar vindátt var rang- sælis fyrir rétthenta menn. Veiðiferðum fjölgaði og þar naut Benni sín afar vel – enda mikið náttúrubarn. „Alltaf gaman hjá okkur,“ sagði hann iðulega og lék við hvern sinn fingur. Skemmtilegur, brosandi og al- sæll. Hafði vitaskuld staðfastar skoðanir á hvar best væri að leita fanga. Hann fékk uppnefnið „ljónatemjari“ vegna sérstaks kastlags með gamalli Hardy-tví- hendu sem hann átti og kallaði „Stóru Bertu“. Líkaði honum uppnefnið vel og gekkst upp í því. Hann var ávallt kallaður ljóna- temjari eða „liontamer“ meðal laxveiðimanna. Vinabönd styrktust við Benna og Lóu síðustu tvo áratugi og var ég orðinn heimalningur hjá þeim og kynntist vel nánustu fjöl- skyldu þeirra. Á heimili þeirra hef ég átt ógleymanlegar stundir. Fyrir mörgum árum sagði Benni að nú væri farið að síga á síðari hluta lífs okkar. Stakk upp á því að sá sem lifði hinn myndi skrifa minningarorð um hinn látna. Ég samsinnti því en sagði að hugs- anlega myndi honum ekki líka mín grein. Ég myndi hefja hana með þessum orðum: „Benni var ekki allra …“ og næsta setning yrði „Benni batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn hans“. Þetta líkaði honum vel og hló. Í sjálfu sér er þetta að mörgu leyti ágætis lýsing á honum. Benni var „lífskúnstner“; sterkur persónu- leiki, með sterk lífsviðhorf, stað- fastur, mikið hörkutól og þverari en allt sem þvert er. Það var allt í lagi því hann tók rökum. Hann hafði mikla kímnigáfu og var skemmtilegur. Var rökfastur og mikill sagnamaður. Átti til að vera langorður og ansi ítarlegur í frásögn. Benni sá oft nýjar leiðir í málum þar sem allt var komið í óefni. Umfram allt gat hann einn- ig verið ljúfur sem lamb, barn- góður og mikill dýravinur. Vinur sem mátti treysta þegar mikið lá við. Benni leit ekki á lífið sem vin- sældakosningu. Safnaði ekki vinum en átti þó marga trausta vini. Gerði til þeirra kröfur og endurgalt vin- skapinn ríkulega. Vinátta er í senn einföld og flókið fyrirbæri. Margir mestu heimspekingar mannsandans allt frá Forn- Grikkjum hafa velt henni fyrir sér. Hún telst til helstu dyggða mannsins. Andlát vinar míns er mér afar sárt og þungbært og brutust fram miklar tilfinningar. Elsku Lóa. Ég dáist að æðru- leysi þínu eftir lát Benna. Vissi alltaf að þú værir heilsteypt og vönduð. Yndisleg, með gott hjarta eins og nafna þín í nátt- úrunni. Huggun harmi gegn á ég þig enn að. Gylfi Gautur Pétursson. Í dag kveðjum við vin okkar og samferðamann til margra ára- Benedikt Ragnar Lövdahl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.