Morgunblaðið - 12.11.2020, Side 43

Morgunblaðið - 12.11.2020, Side 43
tuga, Benedikt Lövdahl. Benna var svo margt til lista lagt. Hann var vel lesinn og fróður. Hann hafði gaman af því að segja sögur og kunni þá list að hrífa fólk með sér inn í atburðarás skemmtilegr- ar sögu. Hann naut sín úti í nátt- úrunni. Hann var hæfileikaríkur listamaður og kom það meðal annars vel fram í fallegum mál- verkum hans. Hann naut þess að hlusta á tónlist. Hann hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og átti auð- velt með að viðra þær. Hann var fyndinn og einstaklega orðhepp- inn og hafði skemmtilega sýn á flesta hluti. Benni var bóhem. Hann var ætíð fallega klæddur og elegant og lagði mikið upp úr því. Við er- um þakklátar fyrir allar sögurnar, öll fallegu listaverkin og músík- ina. Farðu í friði, vinur okkar. Systkinum Benna, öðrum ætt- ingjum og vinum sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Lóa vinkona okkar, Bjarni, Ireti, Pétur, Anna Kristín, Ása Diljá og Dagbjört Lóa, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Það hefur verið gott og gefandi að vera nærri ykkur undanfarna daga og vikur og sjá þann mikla samhug og ást sem þið sýnið hvert öðru. Við dáumst að styrk ykkar og æðruleysi á þessum erf- iðu tímum. Hvíldu í friði, kæri Benni vinur okkar. Ása og Hugrún. Þegar ég og Bjarni, sonur Benedikts, urðum bestu vinir fyr- ir að verða 25 árum síðan, vafðist einnig utan um mig allt þetta góða fólk sem gerði og hefur gert Garðsenda 15 að einstöku húsi um áratuga bil. Á miðhæðinni þurfti maður að slá frá sér þrálát en hugljúf boð Guðrúnar um eina kleinu til viðbótar og að sjálfsögðu að fara yfir helstu mál líðandi stundar með Bjarna eldri. Í risinu fékk maður dýrindis- mat hjá Lóu en risið hefur alltaf verið einstök veröld þar sem hægt var að fá ís á þriðjudegi. Þar kynntist ég Benedikt, eða Benna, sem var og hefur alltaf verið svo miklu meira en bara pabbi vinar míns. Hann var líka vinur minn. Ég kíkti stundum til Bjarna á kvöldin þar sem stefnan var að horfa á sjónvarpið eða leika sér í Sega Mega-drive tölvunni. Stund- um enduðu samt Bjarni og Lóa saman í sófanum að horfa á sjón- varpið á meðan ég og Benni þut- um um götur og stræti á einhverri glæsireið í nýjasta bílatölvuleikn- um sem hann var búinn að kaupa sér. Benni var ímynd svala pabbans sem kunni að meta hasarmyndir og spilaði tölvuleiki. Þetta fannst mér alltaf óendanlega svalt og valhoppaði ég nánast af kæti í hvert sinn sem ég stefndi í Garðs- endann því ekki bara var gaman að hitta vin sinn, heldur líka Benna og hitt frábæra fólkið í Garðsendanum. Árin liðu og við hittumst sjaldnar en hvert samtal var eins og framhald af einhverju sem hefði gerst daginn áður og hlátrasköllin mikil. Benni var maður sem vann sig upp í lífinu og gerði vel við sig og sína. Hann elskaði ekkert meira en Bjarna sinn og lagði mikið upp úr því að gera hann að góðum, traustum og duglegum manni sem allir geta vottað um að hafi tekist. Benni var líka afar fær málari og fékk ég hann til að mála eina mynd handa mér sem hefur hang- ið á vegg hjá mér sem stofuprýði í áratug. Og þar verður hún áfram. Ég reyndar stóð ekki við mitt að kenna honum helstu trixin í ein- um tölvuleik sem áttu að vera launin fyrir verkið en ég bæti úr því seinna meir þegar við hitt- umst hinum megin. Þín verður sárt saknað, Benni. Hvíl í friði. Tómas Þór. MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 ✝ Pétur Bjarna-son fæddist í Reykjavík 20. sept- ember árið 1955. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 26. október 2020. For- eldrar Péturs voru Jón Bjarni Krist- insson, f. 11.2. 1922, d. 19.8. 1975, og Erna Árnadótt- ir, f. 15.12. 1922, d. 18.5. 2008. Systkini Péturs eru: María Sophía, f. 20.5. 1944, d. 19.1. 1991. Anton, f. 17.7. 1949, og Guðrún, f. 30.9. 1952, d. 24.10. 1990. Pétur ólst upp í Vesturbæn- um, gekk í Melaskóla og Haga- skóla, fór síðan í Verzlunarskól- ann og lauk verslunarprófi. Stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hann nam myndlist í Aachen í Þýskalandi og öðlaðist MA-gráðu við Nat- ional Higher Institute for Fine Arts í Antwerpen í Belgíu þar sem hann lærði málmsteypu. Pétur starfaði sem myndhöggvari og var með eigið verkstæði í Hafn- arfirði fyrir m.a. bronssteypu. Hann sinnti kennslu í Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og Listaháskólanum. Skapaði vegleg málmlistaverk, hélt einkasýn- ingar og tók þátt í samsýn- ingum. Pétur kvæntist 26. maí 1979 Sigríði Jóhannesdóttur, f. 24.9. 1955. Börn þeirra eru a) Jón Bjarni, f. 2.3. 1982, kvæntur Berglindi Veigarsdóttur, f. 18.5. 1984, börn Margrét Lilja, f. 23.1. 2007, og Anna María, f. 14.12. 2012. b) Skúli Steinar, f. 17.10. 1986, og c) Guðrún María, f. 11.3. 1992, sambýlismaður Jeff Chris Hallström, f. 24.2. 1992. Útför Péturs fór fram í kyrr- þey. Elsku pabbi okkar, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur systkinin og studdir okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Á öllum íþróttamótum og tónleikum sem við tókum þátt í varst þú á hliðarlínunni að hvetja okkur áfram með upptökuvélina á lofti. Þú hafðir mjög gaman af því að ferðast, þá sérstaklega um landið, og eigum við fjölskyldan margar yndislegar minningar úr appelsínugula húsbílnum. Fyrir utan öll flottu lista- verkin sem þú gerðir varstu mjög handlaginn og sama hvað það var þá gast þú það, eins og að smíða, gera við, elda og baka. Það er erfitt að hugsa út í það að geta ekki hringt í þig þegar við þurfum á þinni aðstoð að halda við ýmsa hluti því þú varst alltaf með ráð eða mætt- ur til að hjálpa okkur. Þú varst mjög stríðinn, hlýr og hógvær, auk þess hafðir þú gott auga og sterkar skoðanir á mörgum hlutum. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt og gert fyrir okkur, við söknum þín og elskum þig mjög mikið. Kveðja, börnin þín, Jón Bjarni, Skúli Stein- ar og Guðrún María. Kær vinur okkar til áratuga, Pétur Bjarnason, er látinn eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það er mjög sárt og mikil eft- irsjá af góðum vini, öðlingi og frábærum listamanni. Pétur vann að list sinni hér heima en ákvað árið 1984 að halda utan til frekara náms í höggmyndalist. Fyrir valinu varð Fachhochschule í Aachen í Þýskalandi. Á þeim tíma bjuggum við fjölskyldan í Aachen. Eins og oft vill verða á meðal Íslend- inga vissu skyldmenni Péturs af okkur í Aachen, og höfðu þau samband til að kanna, hvort við gætum tekið á móti Pétri, þegar hann kæmi. Það er alltaf erfitt að koma einn í ókunna borg í ókunnu landi með framandi tungumáli. Auðvitað var sjálfsagt að taka á móti þessum unga manni. Við glöddumst mjög og hlökkuðum til að fá nýjan landsmann í bæ- inn, það voru mjög fáir Íslend- ingar í Aachen á þessum árum. Dag einn haustið 1984 flaug Pétur Bjarnason frá Íslandi og kom svo með járnbrautarlest til Aachen. Hann hringdi, kynnti sig frjálslega og sagðist vera ljóshærður með rauðan bak- poka. Hann var auðþekktur, flottur ungur maður og frá þessum fyrsta fundi okkar varð ævilöng vinátta, sem aldrei hefur borið skugga á. Í byrjun árs 1985 kom eig- inkona Péturs, Sigríður Jó- hannesdóttir, með son þeirra Jón Bjarna þá 3ja ára. Mikil gleði var að fá þessa litlu fjöl- skyldu til Aachen. Eftir fáein ár í Aachen fluttu Sigga og Pétur til Antwerpen í Belgíu, þar sem Pétur hóf nám hjá National Higher Institute For Fine Arts og öðlaðist þar MA- gráðu. Árið 1988 fluttu þau aftur heim til Íslands og þá lágu leið- ir okkar saman aftur. Eftir heimkomuna fluttu Sigga og Pétur í hús sitt í Garðabænum, þar bættust börnin Skúli Steinar og Guðrún María í fjölskylduna og hafa þau búið þar alla tíð síðan. Pét- ur varð mjög eftirsóttur lista- maður og verk hans eru víða í samfélaginu. Hann var valinn listamaður Garðabæjar árið 1992. Það er mikil eftirsjá af mikl- um listamanni og öðlingi. Sorg- in er mest hjá eiginkonunni Siggu, traustri, tryggri og ást- ríkri konu, sem hefur stutt og styrkt sinn mann alla tíð, svo og börnin þrjú. Við vottum þeim öllum okkar einlægustu samúð og biðjum þeim blessunar á sorgarstundu. Lucinda og Grímur Ingi. Haustið 1972 hittumst við í fyrsta skipti, hópur ungs fólks sem var að hefja nám í Verzl- unarskóla Íslands. Á næstu tveimur árum var ofinn vefur vináttu og væntumþykju sem hefur haldið til dagsins í dag. Hópurinn valdist saman í 4. bekk G og einn í þessum hópi var Pétur Bjarnason. Við komum úr ýmsum áttum. Vorum eins og mismunandi púsl, hvert með sínu sniði og á einhvern undraverðan hátt smullum við öll saman og úr varð heilstæð mynd. Nú vantar tvö púls í myndina. Við munum samt hvernig það var og gleymum ekki. Við munum ljóshærða krull- aða strákinn, skemmtilegan og lausan við allt yfirlæti. Við munum glaðlynda ljúflinginn sem virtist ekkert hafa fyrir því að teikna snilldarskop- myndir sem var laumað borð af borði í tímum, með kersknum texta sem var skrifaður með fallegustu rithönd sem við höfð- um séð. Við munum Pétur og hvíta Land Roverinn með hliðar- bekkjunum, oftar en ekki full- setinn skólafélögum. Hvort sem var til að snattast innanbæjar eða fara í útilegur. Alltaf var Pétur til og alltaf með. Við munum þvælingsferð í Þórsmörk á frambyggða Rússa- jeppanum, yfir Krossá og allir urðu votir í fæturna. Pétur fet- aði ekki endilega troðna slóð en alltaf sjálfum sér samkvæmur. Við munum partí sem Pétur bauð til í stóra kjallaranum á Einimelnum. Okkur tókst að töfra fram smá hvítvín eða ann- að, svo þegar fólk tíndist heim á leið eftir hávaða og gaura- gang kvaddi móðir hans okkur með orðunum: „Passið þið ykk- ur bara krakkar mínir að skemmta ykkur ekki of mikið.“ - Yfirvegun og umbyrðarlyndi og við skildum að nokkru úr hverju Pétur var gerður. Það var eðlilegt framhald að Pétur færi í listnám. Bæði list- fengur og handlaginn. Hann lærði hér heima í Þýskalandi og í Belgíu. Og við getum glatt okkur við fallegu bronsmyndirnar hans sem eru víða um borgina og landið. Í okkar augum fá þær fá annað vægi og fyrirferðar- meiri tilveru eftir að Pétur hef- ur kvatt. Pétur og Sigga reistu sér sumarhús við Þingvallavatn og þar naut sín handlagni Péturs sem gat endalaust byggt og bætt. Hann var frábær pabbi og stóð með börnunum sínum þremur í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Okkur finnst við hafa misst mikið en sárastur er missir Siggu og barnanna þeirra. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að þau finni styrk til þess að tak- ast á við þennan missi. Við munum okkar góða vin og félaga. F.h. Vina og skólafélaga í 4-G í Verzló. Jón Bjarni, Vilmundur og Fannar. Við Deddi ólumst upp í Skjólunum, hann í Sörlaskjóli og ég í Kaplaskjóli. Skjólin voru nýbyggð og mikill krakka- skari ólst upp í hverfinu. Þar var alltaf eitthvert fjör að finna, s.s. í fjörunni, í móanum, á leikvellinum inni í hverfinu, áramótabrennan og svo mætti lengi telja. Ég minnist þess að fjölskylda Dedda átti 8 mm kvikmyndasýningavél og öðru hvoru voru sýndar kvikmyndir sem svo mörgum þótti einstakt að fá að horfa á. Við Deddi stofnuðum meira að segja leynifélag sem hét Bláa haus- kúpan. Þegar við vorum tólf ára byggðu fjölskyldur okkar hvor sinn sumarbústaðinn í Svína- hlíð við Þingvallavatn og styrktist þá vináttan enn frekar í veiði- og bátsferðum. Þegar við fengum bílpróf og eignuðumst jeppa tókum við Deddi og fleiri félagar upp á að ferðast um landið. Við lentum í ýmsu veseni og eftirminnileg- um atvikum á þessum ferðalög- um okkar. Alltaf var Deddi skemmti- legi, jákvæði og úrræðagóði ferðafélaginn. Eitt sinn fórum við á skíði í Kerlingarfjöllum á Willys-jeppa sem var orðinn hálfgert hró. Uppi í fjalli þurfti Deddi að erindast niður í tjald- ið okkar og fór á jeppanum. Eitthvað hefur hann dvalið lengur en til stóð því þegar hann kom aftur innti ég hann eftir hvað hefði tekið svona langan tíma. „Jú,“ sagði hann, „festingin á annarri afturfjöðr- inni brotnaði og ég þurfti að fá aðgang að suðugræjum í skíða- miðstöðinni.“ Þessi viðgerð dugði vel og lengi eftir það. Það var í einu þessara ferða- laga sem Deddi hitti Siggu sína og fljótlega stækkaði fjölskyld- an. Sigga og Deddi bjuggu sér framtíðarheimili tiltölulega ung í Ásbúðinni. Ég man hvað mér fannst þau vera stórhuga og samhent í framtíðaráformum sínum. Stórt skarð hefur myndast við skyndilegt fráfall Dedda. Hugur okkar er hjá Siggu og fjölskyldu. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kjartan og Auðna. Elsku Pétur er fallinn frá. Okkar kynni af Pétri hófust á unga aldri þegar við kynntumst Jóni Bjarna, sem Pétur kallaði ævinlega Jónba, og vorum við tíðir gestir á heimili fjölskyld- unnar í Ásbúðinni. Á unglings- árunum áttum við margar góð- ar stundir í bílskúrnum þar sem Pétur og Sigga leyfðu okk- ur að taka okkar fyrstu skref í tónlist. Í kringum magnara og trommusett voru ýmis verk Péturs, mislangt komin í sköp- unarferlinu. Bílskúrinn varð okkar at- hvarf þar sem tilraunir voru gerðar, mistök voru leyfileg og sjálfsmyndir mótuðust. Ekkert verður til í tómarúmi og er alls óvíst að hljómsveitin okkar hefði orðið til ef ekki væri fyrir Pétur og Siggu og bílskúrinn heima hjá Jóni Bjarna. Áhugi Péturs og stuðningur við tónlistarsköpun og æfingar okkar drengjanna átti sér eng- in takmörk. Í lok æfinga átti hann það til að biðja okkur að sýna sér afraksturinn. Þá tók hann sér stöðu í dyragættinni í hlutverki listrýnisins, kveikti sér í vindli og hlustaði. Gaf hann okkur svo álit sitt um það sem vel var gert eða það sem betur mætti fara. Það var verð- mætt fyrir unga tónlistarmenn að slík virðing væri borin fyrir sköpunarferlinu, viðhorf sem við höfum búið að allar götur síðan. Í seinni tíð hélt Pétur áfram að styðja við bakið á okkur. Hann skutlaði okkur út um hvippinn og hvappinn, hvatti okkur áfram og mætti á ógrynni tónleika. Sá stuðningur náði jafnvel út fyrir landstein- ana. Þegar okkur bauðst að halda tónleika í Aachen í Þýskalandi, þar sem Pétur hafði stundað nám, kom ekki annað til greina en að hann og Sigga fylgdu okkur stolt þang- að. Hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða okkur og þáði ekkert nema ánægjuna fyrir. Okkur er ávallt minnisstætt þegar Pétur talaði um að í list- inni kæmist maður vonandi aldrei á endastöð heldur væri það leiðin þangað sem skipti mestu máli. Við verðum því ævinlega þakklátir að leiðir okkar Péturs lágu saman. Haukur Heiðar Hauksson, Jón Þór Sigurðsson og Skúli Z. Gestsson. Kær vinur minn og skóla- bróðir, Pétur Bjarnason mynd- höggvari, er fallinn frá. Listræn sýn hans og sköp- unarkraftur birtust í verkum hans, í gegnum eldinn, hitann, massann, víddirnar og formið. Á mörgum plönum. Hann sam- einaði andstæða póla – hann var fullkomið jafnvægi jing og yang. Hann hafði mýkt og harða skel. Næmni og hörku. Hann var ævinlega hjálplegur og greiðvikinn vinur. Hann var hér og er nú þar. Farinn á ann- að plan. Ég votta Siggu og börnunum þeirra mína dýpstu samúð. Ragnhildur Stefánsdóttir. Pétur Bjarnason Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR, Skarðshlíð 14, Akureyri, sem lést 3. nóvember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. nóvember klukkan 13:30. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir útförina. Streymt verður frá útförinni á facebookslóðinni: jarðarfarir í akureyrarkirkju – beinar útsendingar. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarhlíðar fyrir gott atlæti síðustu árin. Ingi Hólmar Jóhannesson María Ingadóttir Daníel Guðjónsson Laufey Ingadóttir Kristján V. Kristjánsson Bryndís Sæunn Ingadóttir Ingibjörg Ingadóttir Bergþór Aðalsteinsson Agnes Ingadóttir Þór Sigurðsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.