Morgunblaðið - 12.11.2020, Síða 44

Morgunblaðið - 12.11.2020, Síða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 ✝ SvanheiðurÓlöf Friðþjófs- dóttir, ávallt köll- uð Svana, fæddist í Rifi á Snæfellsnesi 8. september 1939. Hún lést á Dval- arheimilinu Höfða á Akranesi 30. október 2020. For- eldrar hennar voru Friðþjófur Guð- mundsson f. 1904, d. 1987, og Halldóra Kristleifs- dóttir, f. 1912, d. 1999. Systkini hennar eru Ester, f. 1933, Sæv- ar, f. 1936, Kristinn Jón, f. 1941, og fósturbræður Haf- steinn Björnsson, f. 1949, og Sæmundur Kristjánsson, f. 1943. Svana var gift Jóhanni Lár- ussyni, f. 26.6. 1937, d. 8.3. 1991. Börn þeirra eru: 1) Erlingur, f. 1961, kvæntur Láru Hreinsdóttur, börn þeirra: Agnes, sambýlismaður 1980 flutti fjölskyldan á Akra- nes og þar bjó hún til dauða- dags. Fyrri hluta ævinnar vann Svana aðallega í fiski, til langs tíma hjá Fiskverkun Kristjáns Guðmundssonar í Rifi. Á Akra- nesi vann Svana lengst af á Dvalarheimilinu Höfða, auk þess að vinna í Akraprjóni og við ýmis þjónustustörf. Hennar stóra áhugamál var alls konar handavinna, sauma- skapur og prjónaskapur. Árið 1992 sótti hún fyrsta myndlist- arnámskeið sitt og eftir hana liggja falleg málverk. Hún tók virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara á Akranesi, FEBAN, á meðan heilsan leyfði. Hún hafði mjög gaman af að ferðast bæði innanlands og utan. Útförin fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 12. nóvember 2020, kl. 14. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nán- ustu aðstandendur viðstaddir en streymt verður frá athöfn- inni. Hlekkur er aðgengilegur á vef Akraneskirkju, https://www.akraneskirkja.is Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat Sveinn G. Sveins- son, Jóhann og Þóra. 2) Frið- þjófur, f. 23.9. 1963, d. 4.7. 1971. 3) Margrét, f. 1967, gift Magnúsi Gunnarssyni, börn þeirra: Gunnar, sambýliskona Rannveig Guð- mundsdóttir, börn þeirra eru Sigur- borg María og Magnús Logi. Bríet Ósk, sambýlismaður Vil- hjálmur Ingþórsson, og Sóley María. 4) Friðgerður, f. 1972, börn hennar: Kristrún, Haukur og Edda, barnsfaðir Guðni Gunnarsson. Svana ólst upp í Rifi, en 17 ára gömul fór hún til Ísafjarð- ar og stundaði nám við Hús- mæðraskólann Ósk á Ísafirði. Frá 1957 til 1980 bjó hún ýmist í Reykjavík, Akranesi eða vest- ur í Rifi á Snæfellsnesi. Árið Elsku móðir mín kvaddi að kvöldi 30. október sl. Mamma var mikil félagsvera og hafði mjög gaman af því að vera innan um fólk og var hrókur alls fagnaðar þar, hún reytti af sér brandarana og hló mikið. Hún hafði skemmtilegt skop- skyn, hún var mjög orðhnyttin og fljót að svara fyrir sig, stund- um um of hreinskilin. Hún var mjög skapstór og gat verið mjög þrjósk og ef hún ákvað eitthvað var ekki aftur snúið. Hún gat líka verið ótrúlega stríðin og fengum við nokkrum sinnum að kenna á því. Eitt at- vikið sem er oft rifjað upp er þegar kötturinn okkar, Mýra, kom inn í stofu með lifandi mús. Mamma var í heimsókn og ég var rétt ókomin heim. Hún stakk upp á því við krakkana mína að setja músina í skókassa og síðan gefa mér hana að gjöf. Hún vissi að ég væri svo logandi hrædd við mýs. Enda kom það á daginn, ég hoppaði upp á borð og öskraði þegar ég opnaði pakkann. Öllum var mikið skemmt nema mér. Amma hló hæst. Þegar pabbi féll frá var mamma aðeins 51 árs og tók hún því af miklu æðruleysi. Þá kom fram hversu dugleg og sjálfstæð hún var. Hún gerði það sem þurfti að gera, minnkaði við sig og fór að sinna sínum áhugamál- um. Lét gamla drauma rætast, lærði að mála og fór að ferðast. En eftir hana liggja margar mjög fallegar myndir af æsku- stöðvunum hennar, Rifi. Það eru margar ljúfar minn- ingar sem hafa komið upp í hug- ann síðustu vikurnar. Mér er mjög minnisstæð ferð okkar á Snæfellsnesið á fallegum sumar- degi 2017 sem var þín síðasta ferð á Rifið. Við fengum okkur sjávarréttasúpu í Gamla-Rifi og fórum á alla staði sem voru þér kærir. Á heimleiðinni sagðir þú mér frá brúðkaupsferð ykkar pabba. Það var dagsferð í berja- mó undir Jökli með tengdafor- eldra þína í aftursætinu. Þú hafðir gaman af að rifja upp gamla tímann, sérstaklega eftir að þú veiktist. Við áttum sameiginlegt áhugamál sem var handavinnan, þar varstu búin að kenna mér allt sem ég kann og við eyddum löngum stundum í að skoða handavinnuuppskriftir og skiptast á ráðum og hugmynd- um. Það lék allt í höndunum á þér, snillingur í höndunum, töfr- aðir fram síðkjólana og útskrift- ardressin á okkur systurnar. Þú varst óhrædd að prófa nýja hluti eins og mála postulín, gera fal- lega leirmuni, búa til skartgripi og fleira. Takk fyrir allt, elsku mamma, ég á eftir að sakna þín mikið. Ég veit að pabbi, Friðþjófur bróðir, amma og afi og allir hinir taka vel á móti þér í Sumarlandinu. Minning þín lifir meðal okkar sem þig þekktu. Þín dóttir Margrét (Magga). Hér langar mig að minnast móður minnar. Mamma var sterkur persónuleiki, í senn skemmtileg og dulin. Hún hugs- aði ávallt vel um sína, hún var góður kokkur og mjög handlag- in. Mamma saumaði mikið og ég man reyndar aldrei eftir mömmu öðruvísi en með handa- vinnu inni í stofu eða við sauma- vélina. Þau pabbi voru góð sam- an og pössuðu upp á að ég fengi það sem ég þurfti. Heima var alltaf opið fyrir vinkonur mínar og þótti mér alltaf vænt um það og mamma sagði aldrei neitt þótt við vinkonurnar værum inni í teygjó, að gera karamellu í eld- húsinu eða hvað sem okkur datt í hug. Mér er minnisstætt 12 ára afmæli mitt þar sem mamma gerði fullt af mjög góðum pylsu- pítsum og húsið var fullt af vin- konum. Svo vildi mamma líka alltaf fylgjast með hvað við vor- um að gera en hún var mjög for- vitin. Vinkonum mínum fannst ég voða dekruð en mér fannst þetta bara eðlilegt þá. Hún var alltaf opin fyrir að leiðbeina mér í handavinnu og man ég eftir að ég kláraði heilu krosssaums- myndirnar sem hún keypti fyrir mig á einni helgi. Þá sátum við saman að gera handavinnu, ég hef verið svona 9-12 ára. Þetta var notalegur tími. Mamma var ekki upptekin við að vera eins og aðrir og klæddi sig eins og henni fannst best og reykti það sem henni fannst best, bæði pípu og vindla. Það vakti mikla athygli vinkvenna minna að mamma mín reykti pípu eða vindla, en það var týp- ísk hún. Hún lét aldrei segja sér fyrir verkum. Eftir að pabbi féll frá er ég var 19 ára kom tími sem við vor- um mikið tvær einar. Mamma var mér mikill stuðningur í þeirri sorg að missa pabba og ég held að henni hafi líka fundist gott að hafa mig heima á þessum erfiðu tímum. Við dunduðum okkur heima og hlustuðum mikið á tónlist, en hún var mikill tón- listarunnandi. Hún föndraði mikið hjá eldri borgurum, það var hennar líf og yndi síðustu ár- in og vildi alltaf sýna gestum af- raksturinn. Mamma elskaði barnabörnin og er ég bjó á Akranesi var hún ávallt boðin og búin að hjálpa okkur. Henni þótt ósköp vænt um að hafa okkur nálægt sér og nýttum við þennan tíma vel. Hún var hjá okkur mörg jól og hún var alveg jafn spennt og börnin að opna pakkana og var mikil gleði í kringum hana á þeim stundum. Eftir að við fluttum frá Akranesi hugsaði hún ávallt um að hafa til eitthvað sem börnun- um fannst gott eins og grjóna- graut eða kleinur og þeim fannst gott að koma til ömmu. Síðan sagði hún oft eitthvað sem hitti í mark þótt hún áttaði sig ekki á því sjálf, eins og þegar hún sagði að eitthvað kostaði bara „kúk og kanil“, það fannst barnabörnun- um svo fyndið og tala enn um það. Síðustu árin fékk mamma góða umönnun frá starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands og Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi, þar sem margir þekktu hana frá árunum er hún vann þar. Það er margs að minnast en mamma var hjartahlý og góð kona þótt henni hafi ekki alltaf tekist að sýna það. Elsku mamma, nú kveð ég þig í hinsta sinn. Takk fyrir þann tíma sem við fengum saman tvær einar og með börnum mín- um. Þetta eru allt ljúfar minn- ingar sem lifa með okkur. Þín dóttir Friðgerður. Móðir mín Svanheiður Ólöf lést 30. október síðastliðinn, en hún varð 81 árs. Hún var fædd og uppalin í Rifi á Snæfellsnesi og var alla tíð mjög stolt af því að vera Rifsari, þótt hún hafi ekki alltaf verið tilbúin til að viður- kenna það. Móðir mín var hörkudugleg, hugrökk og mjög sjálfstæð kona sem var alltaf tilbúin að takast á við nýjar áskoranir í lífinu. Besta dæmið um það var þegar hún sem 17 ára sveitastelpa ákvað að fara í Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði en þar dvaldi hún í eitt ár. Vera hennar á Ísafirði var henni dýrmætt veganesti fyrir lífið en hún talaði oft um þennan tíma og minntist hans með gleði. Þessi lífssýn að upplifa nýja hluti og fara ótroðnar slóðir ein- kenndi líf hennar. Líf móður minnar var ekki alltaf dans á rósum og hún þurfti svo sannarlega að hafa fyrir líf- inu. Þegar hún er rúmlega 30 ára gömul (1971) missir hún Friðþjóf bróður minn sem var tæplega 7 ára gamall en hann drukknaði ásamt Bergþóri, 6 ára gömlum frænda okkar. Á þess- um tímum var aðhlynning eins og áfallahjálp ekki til staðar og fólkið reyndi sjálft að vinna úr sínum áföllum. Þegar móðir mín er rúmlega 50 ára gömul (1991) fellur faðir minn, Jóhann, skyndilega frá, langt fyrir aldur fram. Áföll eins og þessi reynast flestum erfið og sama var um móður mína, hún vildi sjaldan ræða þessa hluti og hélt þeim að mestu fyrir sjálfa sig. Hún bar þetta með sér í gegnum lífið og vildi ekki fá aðstoð til að vinna úr sorginni, því hún ætlaði að kom- ast í gegnum þetta án afskipta annarra. Þrátt fyrir áföll í lífinu naut móðir mín þess að lifa lífinu. Hún var mikil félagsvera og hafði mjög gaman af því að vera í góðum félagskap og elskaði að vera innan um fólk. Hún var yf- irleitt í aðalhlutverki þegar við hittumst, talaði mikið, sagði brandara og hló. Móðir mín hafði alla tíð mjög gaman af því að ferðast og ég man eftir mörgum ferðalögum um Ísland þegar ég var að alast upp. Ég man t.d. eftir því þegar við fórum í ferðalag á Trabant- bílnum okkar um Vestfirðina. Þá gistum við alltaf í tjaldi, annað kom ekki til greina, vorum við því með mikinn farangur og stundum þurftum við bræðurnir að fara út úr bílnum og ýta hon- um upp brekkurnar. Í seinni tíð var hún óhrædd við að ferðast ein til útlanda, þótt hún talaði bara íslensku eins og hún sagði sjálf, en þá lét hún sig hafa það og hélt út í óvissuna. Mér eru líka mjög minnisstæðar allar heimsóknir hennar til Nor- egs þegar við bjuggum þar, allt- af var hún spennt að skoða nýja staði og upplifa eitthvað nýtt í hvert skipti sem hún heimsótti okkur. Móðir mín bjó yfir miklum listrænum hæfileikum. Hvers kyns handavinna var alltaf mik- ilvægur hluti af hennar lífi. Í seinni tíð nýtti hún sína listrænu hæfileika einnig til að forma og skapa fallega hluti úr leir og mála postulín. Eftir hana liggja einnig fjölmörg málverk en flest viðfangsefni þeirra sótti hún í landslagið og umhverfið í Rifinu og á Snæfellsnesi. Blessuð sé minning móður minnar. Erlingur S. Jóhannsson. Leiðir okkar Svönu, tengda- móður minnar, lágu saman í rúm 30 ár og þótt hvíldin væri kær- komin er söknuður í huga okkar sem þekktum hana. Við Svana vorum afskaplega ólíkar og í fyrstu voru samskipti okkar stirð en smám saman fundum við taktinn og áttum farsæla sam- leið. Hún var föst fyrir og þrjósk en líka gamansöm og dásamlega hláturmild. Svana var forvitin um fólk og málefni og þótt hún væri ekki allra þá áttu þeir sem voru undir í samfélaginu alltaf rúm í hennar hjarta og henni var mjög umhugað um þá. Það gátu verið nágrannar, heimilisfólk á Dvalarheimilinu eða gamlir sveitungar. Svana var hrein og bein og kom til dyranna eins og hún var klædd og lá ekki á skoðunum sínum. Stundum held ég henni hafi hreinlega þótt hressandi að láta aðeins um sig blása. Þá skipti litlu hver viðmælandinn var og mér er minnisstætt þegar hún og Agnes, þá 5 ára, þrættu um hvor ósiðurinn væri verri, það að borða snjó eða reykja. Man ekki hvort þær urðu sam- mála, sennilega ekki, en þær létu báðar af þessum ósiðum sínum fljótlega eftir þetta. Ævileið hennar var torveld og þung áföll settu mark sitt á sál- arlíf hennar. Hún varð ekkja rétt rúmlega fimmtug og stærsta áfall hennar var eflaust þegar annar sona hennar lést af slysförum tæplega 7 ára gamall. Í þá daga tíðkaðist ekki að veita áfallahjálp, best að þegja sorg- ina í hel og halda áfram með lífið. Stundum velti ég því fyrir mér hvernig líf hennar hefði orðið ef hún hefði fengið aðstoð en það er krefjandi og þungbært að bera sorgina með sér í gegnum lífið. Svana var mjög listfeng, saumaði, heklaði og prjónaði, bjó til skartgripi, málaði á postulín og málaði fallegar myndir sem hlutu eftirtekt. Ef aðstæður hefðu verið öðruvísi og tíminn annar hefði hún eflaust orðið listamaður. Hún vann alla tíð láglaunavinnu, í fiski, við sauma- skap, á veitingastöðum og sein- ast í eldhúsinu á Dvalarheim- ilinu Höfða á Akranesi. Hún hafði því ekki mikið á milli hand- anna en að eigin sögn skorti hana aldrei neitt. Það var ekki annað hægt en að dást að útsjón- arsemi hennar, hún gat leyft sér margt og keypti sjaldan neitt nema að eiga fyrir því. Við eyddum saman fjölmörg- um jólum, bæði í Ósló og á Laug- arvatni og þá dvaldi hún gjarnan hjá okkur í nokkra daga. Þá var spilað á spil á hverju kvöldi og ekki slegið slöku við í þeim efn- um enda mikils vert að kenna barnabörnunum að spila. Ég á eftir að sakna hennar, blessuð sé minning hennar. Lára Hreinsdóttir. Amma Svana á Akranesi hef- ur alla tíð verið ein af mínum uppáhalds. Hún var með ein- stakan húmor, smitandi hlátur og góða nærveru. Hún kippti sér lítið upp við álit annarra, gerði iðulega það sem hana langaði til og sagði það sem henni fannst. Eins og þegar hún seldi hjólið sem hún fékk í afmælisgjöf af því að hún varð sjóveik á því og hélt svo áfram að keyra þessa 100 metra út í kjörbúð. Hún talaði líka stanslaust þegar maður reyndi að horfa á sjónvarpið þannig að erfitt var að ná því sem átti sér stað á skjánum. Oft- ar en ekki voru það fréttir af fólkinu á skjánum en hún var forvitin um fólk og kunni margar sögur. Allt þetta gerði hana að skemmtilegustu ömmu sem ég get hugsað mér. Hún var einnig góð og umhyggjusöm, tók alltaf á móti manni brosandi með op- inn faðminn og ljómaði þegar hún sagði: „Nei ert þetta þú Agnes mín?“ Bauð svo upp á grjóthart hlaup sem hafði runnið út fyrir um það bil þremur árum, hló heil ósköp þegar ég hafði orð á því og setti hlaupið aftur inn í skáp. Það var alltaf svo gaman að vera með ömmu af því að þú vissir aldrei hvað henni gat dott- ið í hug. Einu sinni gengum við marga hringi í Nettó til að geta farið aftur og aftur og smakkað á ýmsum vörum sem verið var að kynna og komum svo pakksadd- ar heim í kvöldmat. Við stopp- uðum oft í Eden í Hveragerði á leiðinni upp á Laugarvatn, þar keypti amma alltaf ís og skaf- miða. Ég man ekki hvort við unnum nokkurn tímann eitthvað en það skiptir heldur ekki máli. Minningin um einstaka ömmu lifir og mun ég alltaf sakna henn- ar. Takk fyrir allar góðar stund- ir, hlátur og gleði, elsku amma Svana. Agnes Erlingsdóttir. Amma Amma Svana, sú eina sanna. Mér fannst hún alltaf ljúf og góð, þó hún væri meira þekkt fyrir sinn húmor og kjaftaslúður. Hjá ömmu voru alltaf blóm og gott skjól, uppá Skaga í kyrrð og ró. Nammiskálar hjá ömmu tæmdust hratt og sjaldan var drukkið kalt vatn. Amma var hress og kúl og þótti skemmtilegt að sofa út. Amma var algjör nagli og lifði lífinu af krafti. Amma uppá Skaga, þín verður saknað, takk fyrir ást og minningar. þín Kristrún. Svanheiður Ólöf Friðþjófsdóttir Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Elskulegur sonur minn og okkar ástkæri, BÁRÐUR GUÐMUNDSSON frá Vík í Mýrdal, sem lést 7. nóvember, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 14. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir útförina. Streymt verður frá útförinni á facebookslóðinni: Víkurprestakall í Suðurprófastsdæmi. Sérstakar þakkir fær heilbrigðisstarfsfólk fyrir fallega og góða umönnun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð langveikra barna. Ester Guðlaugsdóttir Guðlaugur Guðmundsson Ásta Hallsdóttir Guðbjörg Guðmundsdóttir Ester Elín Bjarnadóttir Björgvin Rúnarsson Ester Guðlaugsdóttir Elva Ösp Helgadóttir Sólon Tumi Steinarsson Ágúst Atli Ólafsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNAR AÐALBJÖRNSSON ýtustjóri, Sunnuvegi 2, Þórshöfn, lést á dvalarheimilinu Nausti, Þórshöfn sunnudaginn 8. nóvember. Útförin verður gerð frá Þórshafnarkirkju laugardaginn 14. nóvember klukkan 14. Vegna fjöldatakmarkana geta bara nánustu ættingjar verið viðstaddir útförina. Útförinni verður streymt. Streymið má finna á facebook undir minningarsíða Arnars Aðalbjörnssonar. Sigríður Kristín Andrésdóttir Gunnur A. Jóhannsdóttir Arna Arnarsdóttir Aðalbjörn Arnarsson Jóhanna Sigríður Jónsdóttir Ölver H. Arnarsson Anna María Gísladóttir og öll afa- og langafabörnin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.