Morgunblaðið - 12.11.2020, Síða 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020
✝ Rebekka Elínfæddist 14. maí
1937. Hún lést 3.
nóvember 2020 á
Hjúkrunarheim-
ilinu Nesvöllum.
Foreldrar henn-
ar voru Guðfinnur
Sigmundsson vél-
smíðameistari, Ísa-
firði síðan Keflavík,
f. 30. okt. 1898 að
Oddsflöt í Grunna-
vík, d. 24. des. 1986, o.k.h. Guð-
ríður Ásgeirsdóttir, f. 6. jan.
1907, Ísafirði, d. 11. júlí 1988.
Bræður: Beck, Karl Reynir og
Guðlaugur Valgeir.
Rebekka giftist 4. jan. 1958
Kristjáni Einarssyni flugum-
ferðarstjóra á Keflavík-
urflugvelli, f. að Tjörnum í Vest-
ur-Eyjafjallahreppi 17. febrúar
1934.
Foreldrar hans: Einar Jóns-
son bóndi o.k.h. Kristbjörg Guð-
mundsdóttir.
Þau hjón bjuggu í Njarðvík.
Fyrst í Grænási frá 1958, en síð-
an í áratugi að Hlíðarvegi 72.
Börn þeirra: a) Kristín, f. 16.
vörður, fyrst í Bókasafni Njarð-
víkur og eftir sameiningu bæj-
arfélaganna í Bókasafninu í
Keflavík, þar til hún lét af störf-
um fyrir aldurs sakir.
Starfaði í nokkur ár í félags-
skap enskumælandi málfreyja á
Keflavíkurflugvelli, nú ITC,
m.a. sem formaður fyrsta slíka
klúbbsins á Íslandi.
Rebekka sat í safnaðarstjórn
Grænássafnaðar í Njarðvíkum.
Hún var formaður Kvenfé-
lags Njarðvíkur í nokkur ár, og
síðar í fyrstu stjórn Skógrækt-
arfélags Suðurnesja. Varamað-
ur um tíma í bæjarstjórn Njarð-
víkur.
Helstu áhugamál hennar voru
garðrækt og bókmenntir.
Hún greindist með alzheimer-
sjúkdóminn milli sextugs og sjö-
tugs. Eftir stutta legu á sjúkra-
húsi fékk hún inni á hjúkr-
unarheimili Hrafnistu í
Njarðvík þar sem hún dvaldi til
dauðadags.
Útför verður frá Ytri-Njarð-
víkurkirkju í dag, 12. nóvember
2020, klukkan 14 að viðstöddum
aðeins nánustu aðstandendum.
Útför hennar verður streymt
á
https://www.facebook.com/
groups/kvedjumreg
Virka slóð á streymi má nálg-
ast á
https://www.mbl.is/andlat
júní 1958, búsett í
Njarðvík, gift Að-
alsteini Valdimars-
syni og á fjögur
börn, Kristján,
Guðríði Dögg,
Petru Mjöll og
Bjarka, auk sjö
barnabarna.
b) Guðfinnur
tölvunarfræðingur,
f. 16. okt. 1960, bú-
settur í Ungverja-
landi, kvæntur Jane Ann Leu-
enberger, c) Loftur Guðni
lögreglufulltrúi, f. 4. okt. 1961,
búsettur í Reykjavík, kvæntur
Kikku K.M. Sigurðardóttur og á
tvö börn, Dagmar Lukku og Sig-
urð Galdur.
d) Anna Guðríður, f. 21. júlí
1965, búsett á Akureyri, gift
Sigtryggi Gíslasyni, á tvö börn,
Elínu Björgu og Ívar Örn.
Rebekka lauk landsprófi frá
Gagnfræðaskóla Ísafjarðar.
Vann síðan m.a. hjá Gefjuni í
Reykjavík og á Hagstofu Ís-
lands, en eftir giftingu við bók-
hald, við kennslu í Gerðahreppi
o.fl. áður en hún gerðist bóka-
Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum í dag elsku
mömmu sem kvaddi þennan heim
3. nóvember eftir langvarandi
veikindi.
Mamma var yndisleg kona og
þau orð sem fyrst koma í huga
okkar þegar við hugsum til henn-
ar eru umhyggja, vinátta, gleði
og dugnaður. Við vorum fjögur
systkinin og pabbi í vaktavinnu
þannig að mamma var mikið ein
með okkur. Hún var í fullri vinnu,
virk í félagssamtökum sínum og
um tíma í námi með vinnu, þrátt
fyrir þetta náði hún að halda
heimili og voru alltaf kvöldverð-
irnir borðaðir saman.
Eitt af mörgum áhugamálum
mömmu var garðyrkja, hún elsk-
aði að moldvarpast í garðinum og
garðurinn bar þess vel merki.
Eins var hún umhverfisvæn,
langt á undan sinni samtíð.
Hún var frábær amma og tók á
móti öllum barnabörnunum með
hlýju knúsi og dekri.
Hún var límið okkar og tengdi
okkur, fjölskylduna, saman. Öll
komum við á Hlíðarveginn til
mömmu og pabba til að hittast og
öll fjölskyldumatarboð voru þar
eftir að við systkinin vorum farin
að heiman. Oft var Hlíðarvegur-
inn eins og umferðarmiðstöð. All-
ir voru velkomnir hvort sem það
vorum við fjölskyldan eða okkar
vinir.
Síðustu árin var mamma mikið
veik, með alzheimer. Við vonum
svo sannarlega að nú sé hún á
betri stað þar sem hún er ekki
lengur týnd inni í sjálfri sér.
Elsku mamma, lífið verður
tómlegt án þín sem alltaf hefur
verið stór og mikilvægur hluti af
okkar lífi. Við eigum eftir að
sakna þín skelfilega mikið og þú
verður alltaf til í huga okkar og
hjarta.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli frá Uppsölum.)
Þínar dætur,
Anna Gauja og Kristín.
Elsku amma.
Mér þykir það vænt um þig að
það er mjög sárt að kveðja, en um
leið svo gott að vita að þjáningum
þínum er loks lokið.
Þið afi hafið alla mína ævi ver-
ið eins og eins konar tré lífsins
fyrir mig, afi stofninn og þú
greinarnar sem umlykja og halda
utan um fjölskylduna og fólkið í
kringum ykkur, en það er líklega
faðmlag þitt sem ég kem til með
að sakna mest því að þegar eitt-
hvað bjátaði á bjargaði knús frá
þér öllu.
Það var aldrei komið að tóm-
um kofunum hjá ykkur afa, hvort
sem það var að morgni um helgi
þegar ofnbakað brauð með
skinku og osti var á boðstólum,
kaffileyti þegar þú varst enga
stund að henda í vöfflur með
rjóma eða þá að kvöldi til þegar
ég kom í heimsókn og við sátum
þrjú að horfa á sjónvarpið og
ræða heimsins málefni og borða
ís, eða narta í hnetur og rúsínur
fram eftir.
Þú varst alltaf fljót að sjá
björtu hliðarnar og hlúðir að öll-
um þeim sem leituðu til þín til að-
stoðar á hvern þann hátt sem þú
gast og viðkomandi þurfti. Þú
varst sannur trúnaðarvinur og
gast alltaf hjálpað mér í mínu
hugarangri og vísað mér í rétta
átt að lausnum.
Þegar ég átti stefnumót og þú
vissir af því hvattir þú mig til að
kíkja í heimsókn og velja blóm
handa stúlkunni og við völdum
saman fallegar rósir sem alltaf
slógu í gegn enda garðurinn ykk-
ar afa alveg einstaklega fallegur
og blómin nærð af miklum kær-
leik.
Síðustu ár var sárt að horfa
upp á þig innilokaða í þínum veik-
indum en alltaf var gott að fá
knús frá þér. Þó hlýnaði mér allt-
af í hjartanu þegar ég var að
ræða prakkarastrik dætra minna
og kallaði þær púka, alveg eins og
amma þeirra væri, nema það að
þú varst Krókspúki, en mínar
stúlkur bara litlar púkalínur.
Loksins hefur þú fengið þína
hinstu hvíld, losnað þínum þraut-
um frá og ert komin til okkar
lausnara í þá dýrð sem hjá og í
honum býr.
Hér leyfi ég síðasta erindinu í
Dýrðarsöng að ýta þér úr vör í
þína hinstu för:
Ástvini sé ég, er unni ég hér,
Árstraumar fagnaðar berast að mér.
Blessaði frelsari, brosið frá þér,
það verður dásamleg dýrð handa mér.
(Þýð. Lárus Halldórsson)
Kristján Carlsson Gränz
Ég hitti Rebekku fyrst fyrir
tæpum þrjátíu árum þegar ég fór
að stinga saman nefjum við Loft
son hennar. Hún tók mér ákaf-
lega vel og fljótlega urðum við
hinar bestu vinkonur. Henni
leiddist ekki sagan af því þegar
ég fór ásamt góðum vinum mín-
um á bókasafnið til að skoða hina
verðandi tengdamóður. Hún vissi
auðvitað ekki hver ég var en mér
leist vel á hana svo ég hélt áfram í
tilhugalífinu með Lofti, því það
var augljóst að með honum fengi
ég þessa líka fínu tengdamóður.
Rebekka var einstaklega
hjálpfús og greiðasöm og nutum
við góðs af því fjölskyldan oft og
mörgum sinnum. Börnin okkar
Lofts eru yngstu ömmubörnin
hennar og hún var þeim einstak-
lega hugljúf amma.
Rebekka heimsótti okkur Loft
til Kaupmannahafnar til að að-
stoða við fæðingu yngra barns-
ins. Heimsborgarinn í henni kom
þar í ljós því hún ferðaðist um alla
borgina á hjóli eða í strætó og
stundum var ég ekki viss um að
hún myndi rata heim. En hún
kom alltaf til baka með sögu af
fólki sem hún hitti á ferðalagi
sínu. Meðal annars fór hún í
hannyrðaverslun á Amager og
hitti þar fyrir afgreiðslukonu sem
hún hafði hitt mörgum árum áður
þegar hún var á ferð í borginni á
námskeiði fyrir bókaverði. Þær
mundu eftir hvor annarri og
spjölluðu heillengi saman eins og
gamlar vinkonur.
Hún var sjálfstæð og ákveðin
hún Rebekka og fór ekki í mann-
greinarálit, spjallaði við alla sem
vildu og það var einmitt sá eig-
inleiki hennar að spjalla og hjálpa
sem margir muna eftir frá störf-
um hennar á bókasafninu.
Þegar veikindin tóku yfir
breyttust samverustundirnar, en
voru samt mikilvægar og gefandi
þótt minnið færi þverrandi hjá
Rebekku. Alzheimers er sjúk-
dómur sem tekur minni fólks í
burtu en getur á sama tíma gert
fólk nánara, það má alveg tala um
að þá dvelji fólk í núinu en ekki í
fortíð eða framtíð. Hún talaði
gjarnan um Hornstrendinginn í
sér þegar hún varð vanmáttug
gagnvart sjúkdómnum og fann að
hún var ekki eins og hún átti að
sér að vera.
Rebekka var glaðlynd og
reyndi iðulega að sjá jákvæðu
hliðarnar á lífinu. Dæmi um það
er þegar ég fór með henni í minn-
ispróf þar sem hún átti að end-
ursegja sögu af sjóskaða. Í end-
ursögn Rebekku var þetta orðin
skemmtisigling og það var meira
að segja harmonikkuleikari um
borð.
Þegar Rebekka veiktist fór
hún að segja mér fleiri sögur frá
Ísafirði, þaðan sem hún var ætt-
uð. Eftir því sem leið á sjúkdóm-
inn hafði hún mig með í sögunum
og þannig fór ég oft með henni til
Ísafjarðar í huganum. Eitt sinn
er ég var á ferð fyrir vestan
hringdi ég í hana þar sem ég var
stödd á æskuslóðum hennar. Hún
sagði mér frá húsum og staðhátt-
um og leikjunum sem hún fór í
með bræðrum sínum og frænd-
systkinum og hve dásamlegt það
var að leika sér í fjörunni eða
uppi á fjalli. Þannig var hún
stödd með mér á Ísafirði, í síman-
um. Ísafjörður var alltaf ofarlega
í huga hennar og var eitt af því
síðasta til að fara.
Við skemmtum okkur oft sam-
an og hlógum mikið, enda var Re-
bekka bæði skemmtileg og fynd-
in. Þá mynd af henni geymi ég í
hjarta mínu, þar sem hún situr
með mér við eldhúsborðið á Hlíð-
arveginum og við skröfum og
drekkum kaffi. Þannig man ég
hana best, elsku ömmu barnanna
minna og mömmu hans Lofts.
Kristjáni, Lofti, Kristínu, Guð-
finni, Önnu og öðrum ættingjum
og vinum færi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Við mun-
um hana Rebekku saman.
Kikka Sigurðardóttir.
Elsku amma mín, eins leitt og
það er að kveðja þig þá er ég
glaður að þú hefur fengið að fara
en þú skilur eftir þig allar góðu
minningarnar. Ég mun alltaf
muna hversu ljúf og góð þú varst
við mig þegar ég var hjá þér og
afa.
Ég var alltaf svo heppinn að
eiga svona góða ömmu sem elsk-
aði mig svo mikið og sem ég elsk-
aði jafn mikið til baka. Þú dekr-
aðir mig alltaf, sem mér þykir
mjög vænt um. Núna er tíminn til
að hugsa bara um góðu minning-
arnar eins og þær að fara með
þér og afa á bókasafnið og fá að
velja bók að lesa og vídeóspólu til
að horfa á heima hjá ykkur. Eins
hvað þú varst góð að baka vöfflur,
en í næstum því hverri heimsókn
minni baðstu mig að hringja heim
til mín og bjóða mömmu og pabba
líka. Og þú gerðir líka besta
grjónagraut í heimi.
Stundum sé ég eftir því að hafa
ekki verið duglegri að heimsækja
þig á Nesvöllum eftir að þú veikt-
ist en ég varð samt alltaf glaður
að sjá þig og leið vel með hvað þú
mundir lengi eftir mér þrátt fyrir
að veikindin ágerðust.
En ég vil ekki muna eftir þér
veikri í hjólastólnum vitandi ekki
almennilega hvað var í gangi í
kringum þig. Ég vil frekar minn-
ast þín sem bestu langömmu í
heimi sem elskaði mig svo mikið
og þótti vænt um mig. Þær minn-
ingar held ég fast í. Ég vona að
núna líði þér loksins vel og að þú
vitir að ég mun sakna þín ofsa-
lega mikið.
Kristján Sindri.
Rebekka Elín
Guðfinnsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
PÉTUR BJARNASON
myndhöggvari,
lést mánudaginn 26. október
á krabbameinsdeild Landspítalans
við Hringbraut. Útförin fór fram í kyrrþey.
Sigríður Jóhannesdóttir
Jón Bjarni Pétursson Berglind Veigarsdóttir
Skúli Steinar Pétursson
Guðrún María Pétursdóttir Jeff Chris Hallström
Margrét Lilja og Anna María
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓSKAR Þ. ÞORGEIRSSON KEMP,
Sóltúni 7, 105 Reykjavík,
lést föstudaginn 23. október á Hrafnistu,
Sléttuvegi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Ásbjörg Helgadóttir Kemp
Helga R. Óskarsdóttir
Kolbrún Ósk Óskarsdóttir
Sigurbjörg Ása Óskarsdóttir Kristmundur Rafnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINN BJÖRGVIN EYSTEINSSON,
Þambárvöllum, Strandabyggð,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, sunnudaginn 8. nóvember.
Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 14. nóvember
klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins
nánustu aðstandendur viðstaddir. Jarðsett verður í
heimagrafreit á Þambárvöllum.
Sigrún Magnúsdóttir
Bryndís Sveinsdóttir
Elsa Hrönn Sveinsdóttir
Magnús Sveinsson
Birkir Þór Sveinsson
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞÓRARINN ÞORVALDSSON
frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði,
lést á Landspítalanum Fossvogi
laugardaginn 7. nóvember.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 20. nóvember
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á:
promynd.is/thorarinn
Anna Kristín Elísdóttir
Bergþór Þórarinsson
Gunnar Þórarinsson
Reynir Þórarinsson Ólöf Guðmundsdóttir
Sigríður Gróa Þórarinsdóttir Axel Gunnarsson
Oddur Valur Þórarinsson Sigurbjörg Gróa Vilbergsdóttir
og afabörn
PÁLL HELGI JÓNSSON BUCH
frá Einarsstöðum
í Reykjahverfi
lést föstudaginn 23. október. Bálför hefur
farið fram og útför mun fara fram síðar.
Guðrún Benediktsdóttir
Kristján Heimir Buch Helena Ýr P. Maitsland
Benedikt Smári Þórólfsson Mille Toft Sørensen
Halldór Fannar Þórólfsson Kristín Jóhanna Stefánsdóttir
Sigríður Drífa Þórólfsdóttir Birkir Þór Stefánsson
Kristófer Leó Smárason
Árný Helga Birkisdóttir
Stefán Þór Birkisson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTJANA INDRIÐADÓTTIR,
Mimma frá Gilá,
saumakona,
Hátröð 7, Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 4. nóvember.
Starfsfólki er þökkuð ástúðleg og kærleiksrík umönnun.
Vegna aðstæðna verða eingöngu nánustu aðstandendur
viðstaddir útför. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar,
kt. 660612-1140, reikn. 515-14-407333.
Gylfi Sveinsson Sigríður Anna Þorgrímsdóttir
Guðbjörg Sveinsdóttir
Kristín Sveinsdóttir Einar Oddgeirsson
Jóna Sveinsdóttir Lárus Óli Þorvaldsson
Sveinn Goði Sveinsson Silja Viem Thi Nguen
barnabörn og barnabarnabörn