Morgunblaðið - 12.11.2020, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020
Um er að ræða glæsilega villi-
bráðarveislu sem samanstendur af
köldum forréttum, heitum aðal-
réttum og eftirréttum. Varan af-
hendist köld í fallegum umbúðum
með leiðbeiningum um meðferð og
upphitun.
Kaldur forréttaplatti
Blóðbergsgrafin gæs með aðal-
bláberjasósu, heitreyktur skarfi
með gráðostafrauði, hrein-
dýraterrine með títuberjasósu,
gæsalifrarmús með trönuberjum
og rauðlaukssultu, léttreyktur
svartfugl með sesam-vinaigrette,
andasalat með perum, hrefnusalat
með trufflum, þurrkuð hrein-
dýrapylsa.
Aðalréttur og meðlæti
Gæsabringur, svartfuglabringur,
dádýrafilet, villisveppasósa, bakað
rótargrænmeti, beikonkartöflu-
mús, eplasalat, melónu- og mangó-
salat, berjasoðnar perur og sperg-
ilkálssalat.
Eftirréttur
Bláberja-, sólberja- og
rabarbaraterta.
Allar nánari upplýsingar eru
veittar í síma 514-8000 eða á veit-
ingar@grand.is
Villibráðar-
veisla heim
Nú þurfa villibráðarunnendur ekki að örvænta leng-
ur þótt hlaðborðið fræga hjá Úlfari Finnbjörns á
Grand hóteli hafi verið blásið af því nú er hægt að
panta veisluna heim.
Villibráð eins og hún gerist best Það eru fáir jafn flinkir og fróðir um meðhöndlun villibráðar og Úlfar Finn-
björnsson matreiðslumaður á Grand hóteli. Nú er hægt að fá hlaðboðið hans beint heim.
Það er eldhúsgyðjan María Gomez
á Paz.is sem á heiðurinn af upp-
skriftinni og hún segir þessa snúða
vera með þeim betri sem hún hafi
bakað. Það er því fátt annað að
gera en að draga fram hrærivélina
og skella í nýbakaða snúða.
Danskir kanilsnúðar
Snúðadeig
35 g pressuger (fæst í mjólkurkæli
verslana)
3 dl ylvolg nýmjólk
1 msk sykur
1 tsk kardimommur (hægt að nota í
duftformi eða kardimommudropa)
1 tsk vanilluextrakt eða vanilludropar
1 dl grísk jógúrt
1 egg
150 g Bertolli-smjör
1 tsk fínt borðsalt
650 g hveiti
Fylling
175 g Bertolli-smjör
3 msk kanill
50 g sykur
100 g púðursykur
1 msk kartöflumjöl
Annað
1 egg til penslunar
Snúðadeig
Byrjið á að velgja mjólkina í
skál í örbylgjuofni svo hún sé yl-
volg.
Setjið næst sykur, vanilludropa,
kardimommur og ger út í hana og
látið standa í 5 mín. eða lengur.
Bætið svo grískri jógúrt og eggi
út í og hrærið vel saman með
gaffli eða písk.
Setjið svo helming af hveiti eða
325 g og salt saman í hrærivélar-
skál og hrærið saman létt.
Stillið nú á hnoð með króknum
og hellið blautefnunum út í hræri-
vélarskálina með hveitinu.
Bætið smjörinu smátt og smátt
við meðan deigið blandast en hér
er það mjög blautt.
Nú má bæta rest af hveitinu við
eða hinum 325 g og hnoða í eins
og 3-5 mínútur eða þar til deigið
er búið að hringa sig um krókinn.
Látið hefast á volgum stað, best
í gluggakistu yfir miðstöðvarofni í
eina klst.
Fyllingin
Hrærið smjörið upp og bætið
svo kanil og sykri saman við ásamt
kartöflumjölinu og hrærið allt vel
saman og leggið til hliðar.
Snúðagerð
Skiptið deiginu í þrjá jafna
hluta.
Fletjið svo hvern þeirra út í
þunnan ferning eða eins og ca A4-
blað að stærð.
Smyrjið þunnu lagi af fyllingu
yfir allt deigið, passið að hún
skiptist jafnt á þrjá deighluta.
Svo í stað þess að rúlla upp eins
og með hefðbundna kanilsnúða
legg ég deigið bara inn að næstum
miðju og svo þannig aftur svo það
sé svona flatt.
Skerið í snúða og raðið á bök-
unarplötu.
Megið leyfa þeim að hefast aftur
undir stykki í 10 mín. en þarf ekki.
Penslið svo með hrærðu eggi.
Bakist við 200°C blástur í 15-17
mínútur.
Dásemdarsnúðar
að dönskum hætti
Sumar uppskriftir eru svo girnilegar að maður bókstaflega ræður ekkert við
sig. Þessi uppskrift er í þeim flokki og sjálfsagt margir sem geta ekki beðið
eftir að prufa að baka þessa dásamlegu dönsku kanilsnúða.
Ljósmynd/María Gomez
Ennþá betri Það þekkja ef-
laust flestir kanil-giffla sem
hægt er að fá í rauðu pok-
unum og er svo gott að eiga
inni í skáp ef gesti ber að
garði. Þessir eru eins og þeir,
nema bara svo miklu betri.
Piparkökukúlur kallast þær og
eru það heitasta heitt í sælgæt-
isgeiranum um þessar mundir.
Um er að ræða piparkökur sem
búið er að hjúpa með dökku,
hvítu eða hefðbundnu súkkulaði
og útkoman er alvarlega ávana-
bindandi.
Piparkökukúlurnar hafa fengið
frábærar viðtökur að sögn for-
svarsmanna Til hamingju en sér-
fræðingar í sælgætismálum (sem
eru þó nokkrir hér á landi) segj-
ast vart muna viðlíka viðtökur á
sælgæti.
Eins og einn viðmælanda mat-
arvefjarins hafði á orði smakkast
piparkökukúlurnar eins og jólin
og skyldi því enginn undrast vin-
sældir þeirra enda landsmenn
farnir að þrá aðventuna með öll-
um sínum kósíheitum og góðgæti.
Hættulega góðar Piparkökukúlurnar eru sagðar hættulega góðar.
Súkkulaðihúðaðar
piparkökur slá í gegn
Of gott til að vera satt kann marg-
ur að segja en þetta er engu að
síður í boði þar sem nýtt fyrirtæki,
Private Dining, býður nú viðskipta
vinum að fá kokka og þjóna í
heimahús af mörgum af þekktustu
veitingastöðum landsins þar sem
eldað er fyrir viðskiptavini og
þeim þjónað til borðs.
Matreiðslumaður mætir um
klukkutíma áður en gestirnir
mæta og byrjar að elda. Þjónn
leggur á borð, ber fram matinn,
lýsir réttunum og sér til þess að
fullkomna upplifunina. Til að
toppa herlegheitin er gengið frá
eldhúsinu og matarborðinu þannig
að ekki þarf að hafa neinar
áhyggjur og gestgjafinn getur not-
ið kvöldsins með gestunum. Að
auki notar starfsfólk grímur og
hanska og gætt er vel að öllum
sóttvörnum.
Ljóst er að hér er kominn
spennandi kostur fyrir matgæð-
inga sem ekki hefur verið í boði
hingað til. Heimasíða Private Din-
ing er privatedining.is.
Fáðu kokkinn heim