Morgunblaðið - 12.11.2020, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun: selena.is
able & Eve London náttföt og náttserkir
úr umhverfisvænni Bómull
og náttúruefninu Modal
Jólavörurnar
komnar í hús
Frí
heimsendin
um land allt
g
Vefverslun
selena.is
Stærðir:
10/S, 12/M,
14/L, 16/XL.
Náttföt
23.800 kr.
Náttserkur
14.800 kr.
Talið er að eitt af hverjum fimm börnum sendi
nektarmyndir af sjálfum sér og þegar Rebekka
Ellen Daðadóttir var þrettán ára gömul sendi
hún nektarmyndir á jafnaldra sinn. Nekt-
armyndirnar enduðu á klámsíðu og í sex ár upp-
lifði Rebekka mikla skömm og kvíða vegna máls-
ins. Rebekka kom fram í
fréttaskýringaþættinum Kompási á dögunum
þar sem hún sagði frá sinni reynslu og í kjölfarið
kom hún fram í viðtali í morgunþættinum Ísland
vaknar á K100.
Rebekka er tuttugu og tveggja ára gömlu í
dag og segir hún mikla þörf á opinni umræðu um
hefndarklám í samfélaginu.
„Þegar ég var þrettán ára þá var snapchat
rosalega nýtt og það kom svona tíska að senda
nektarmyndir. Ég gerði það og afleiðingarnar
voru þær að hún fór í dreifingu og endaði síðan
inni á klámsíðu þegar ég var á fyrsta ári í
menntaskóla,“ sagði Rebekka í Ísland vaknar.
Umræðan aldrei tekin í grunnskóla
„Þetta var svona umræða sem var aldrei tekin
í grunnskóla, það var engin forvörn fyrir þessu
og það er svona helsta ástæðan fyrir því að ég er
að opna þessa umræðu núna. Af því að það er
ekki talað um þetta við börn né foreldra,“ sagði
hún.
Málum sem þessum hefur fjölgað gríðarlega á
borði lögreglu og spyr Jón Axel hvað geti orsak-
að það.
„Þetta eru oft aðilar sem eru kannski að þykj-
ast, koma undir öðru nafni, þykjast vera jafn-
aldrar en eru kannski bara fullorðnir ein-
staklingar. Orsökin er í raun bara sú að maður
veit ekki betur, sérstaklega þegar maður er
svona lítið barn. Hvernig á maður að vita hvar
mörkin liggja?“ segir Rebekka.
Rebekka segir enga forvörn vera gegn hefnd-
arklámi og segir umræðuna allt of lokaða.
„Það hefur aldrei verið rætt um þetta. Í sam-
félaginu er eins og umræðan hafi komið upp en
hún hefur aldrei fest sig. Það hefur aldrei verið
bundin kynfræðsla í grunnskólum um þessi mál
eða haldin nein námskeið fyrir foreldra um
hvernig á að bregðast við ef barnið þeirra verð-
ur fyrir þessu,“ segir hún.
Þarf að ræða við börnin
fyrr heldur en seinna
Sólborg Guðbrandsdóttir sem heldur úti
instagramreikningnum „Fávitar“ hefur und-
anfarin ár verið að auka og opna fræðslu um
hefndarklám. Kristín segir hana hafa orðið fyrir
bakslagi vegna þess að foreldrum barna hafi
fundist umræðan vera orðin of mikil.
„Já ég get alveg skilið það, en ég veit líka að
hún er búin að fara mikið í félagsmiðstöðvar og
þar er það svolítið þannig að krakkar geta farið
ef þau vilja. Í staðinn fyrir að þetta sé haldið í
grunnskólum þar sem krakkarnir eru skyldugir
til þess að mæta í tíma,“ segir Rebekka.
Kristín veltir því þá fyrir sér hvort raunin sé
ekki sú að foreldrar þurfi einfaldlega að heyra
erfiðu hlutina líka til þess að geta tekist á við
vandamálið.
„Jú algjörlega, þetta er rosalega mikilvæg
umræða sem þarf að taka við börnin fyrr heldur
en síðar. Eins og þú segir, það eru sjö ára gömul
börn sem eru að senda af sér nektarmyndir,
þetta er eitthvað sem þarf að taka á mjög
snemma,“ segir Rebekka þá.
Fullkominn vettvangur fyrir
þá sem vilja níðast á börnum
Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður
hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu, segir að þessum málum sé að fjölga.
Hann segir að börnin séu mun yngri en fólk tel-
ur og það þurfi að ræða við þau fyrr en seinna.
Einnig þurfi að fylgjast vel með tölvunotkun hjá
börnum og foreldrar verði að vita hvað þau eru
að gera, hvaða vini þau eru með á samfélags-
miðlum og brýna fyrir þeim að senda ekki af sér
kynferðislegar myndir.
Þegar samfélagsmiðillinn snapchat byrjaði
töldu allir að þær myndir eða myndbönd sem
send væru þar í gegn myndu hverfa og enginn
gæti séð þau aftur. Jón Axel veltir því fyrir sér
hvort það sé enn í dag raunin, að börn treysti því
að efnið fari ekki lengra. Þetta sé því fullkominn
vettvangur fyrir þá sem ætli sér að níðast á
börnum.
Eins og fyrr sagði glímdi Rebekka við mikinn
kvíða í sex ár eftir að í ljós kom að myndin af
henni fór í dreifingu. Hún hefur í dag unnið sig
upp úr þeim kvíða og vill nýta sér sína reynslu til
þess að brýna fyrir börnum og foreldrum
hversu alvarlegt þetta sé í raun og veru.
Hjálpaði henni að leggja fram kæru
„Á bilinu þrettán til sextán ára þá var ég bara
ein með þetta á öxlunum, það var enginn sem
vissi þetta. Foreldrar mínir vissu þetta ekki, ég
var ekki búin að tala um þetta við neinn. Af því
að ég upplifði rosalega mikla skömm. Mér leið
eins og ég hefði gert eitthvað sem var bannað og
ef ég myndi segja foreldrum mínum frá þessu
þá yrðu einhverjar afleiðingar. Svo ég ákvað að
segja bara alls ekki neitt við þau. Síðan kemur
þetta upp á klámsíðuna þegar ég er á fyrsta ári í
menntaskóla og þá frétta foreldrar mínir þetta
og fengu viðeigandi hjálp fyrir mig hjá sálfræð-
ingum.
Ég held líka að það hafi hjálpað mér mjög
mikið að komast í gegnum þetta að ég lagði fram
kæru á hendur foreldrum barnsins sem dreifði
þessum myndum af mér. Það lét mig átta mig á
því að þetta var ekki mér að kenna, þetta var
honum að kenna og fólkinu sem hélt áfram að
dreifa myndinni af mér,“ segir Rebekka.
Í dag heldur Rebekka úti instagram-
reikningnum „Mín eign“ sem er vettvangur fyr-
ir þolendur sem vilja opna sig eða fræða sig um
málefnið. Hún stefnir síðan að því að vera með
fræðslu fyrir börn og foreldra bæði í grunn-
skólum og félagsmiðstöðvum.
„Hvernig á maður að vita hvar mörkin liggja“
Rebekka Ellen Daðadóttir ræddi við þau Kristínu Sif, Jón Axel og
Ásgeir Pál í morgunþættinum Ísland vaknar um mikilvægi þess
að opna umræðuna um hefndarklám í samfélaginu. Sjálf varð
hún fyrir því að nektarmynd af henni fór í dreifingu á netinu
þegar hún var aðeins þrettán ára gömul og endaði á klámsíðu.
Skjáskot/Kompás
Rebekka Ellen Daðadóttir Vill opna um-
ræðuna um hefndarklám í samfélaginu.