Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 60

Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 60
FÓTBOLTI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is „Það sem ég hef lært af þessum leikmönnum er að þeir eru ennþá hungraðir. Ef þú hefur þetta hung- ur þá skiptir aldurinn engu máli,“ sagði vígreifur Erik Hamrén, þjálf- ari íslenska karlaliðsins í knatt- spyrnu, á blaðamannafundi í Búda- pest í gær fyrir hreinan úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM næsta sumar. Leikurinn fer fram á Púská Aréna klukkan 19:45 í kvöld. Hamrén var að svara spurningu ungversks blaðamanns um hvort þetta væri síðasti séns þessarar kynslóðar íslenska landsliðsins að komast á stórmót, það þriðja í röð hjá þessum ótrúlega sigursæla hópi. „Að mínu mati erum við að fara að spila við mjög gott lið. Ungverjar hafa verið sterkir í Þjóðadeildinni sérstaklega og við eigum von á erf- iðum leik,“ bætti Hamrén við. Ís- lenska liðið er þó klárt í slaginn. Tími til að láta verkin tala Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson svaraði einnig spurn- ingunni um framtíð hópsins: „Við er- um ekki hættir, ekki nærri því. Ég lít ekki á þetta sem einhvern síðasta dans, það myndi bara setja of mikla pressu á okkur,“ sagði fyrirliðinn. Það verður nú samt að teljast líklegt að leikurinn í kvöld, og mögulega Evrópumeistaramótið næsta sumar, verði einmitt það fyrir nokkra af okkar reyndustu mönnum. Fimmtán af þeim 23 leikmönnum sem skipa hópinn eru þrítugir eða eldri. Kári Árnason er 38 ára, Hannes Þór Hall- dórsson 36, Birkir Már Sævarsson 35 og Ragnar Sigurðsson 34. En það er líka akkúrat sú reynsla sem Aron Einar vonar að dugi til að koma lið- inu yfir línuna í kvöld. „Við höfum reynsluna úr stóru leikjunum sem komu okkur á EM og HM og vonandi hjálpar það. Í svona leikjum er þetta yfirleitt þannig að sá sem gerir fæst mistök stendur uppi sem sigurvegarinn.“ Ísland og Ungverjaland mættust auðvitað á EM í Frakklandi sumarið 2016. Sá leikur fór 1:1 en Ungverjar jöfnuðu metin seint eftir að Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í forystu. „Mótið var góð reynsla og við vilj- um upplifa annað eins aftur. Þess vegna viljum við vinna á morgun, það verður erfitt en nú er kominn tími til að láta verkin tala á vell- inum.“ Þjálfari Ungverja ekki með Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins, verður ekki á hliðarlín- unni í kvöld og ekki heldur annar af aðstoðarmönnum hans, Giovanni Constantino. Þeir eru báðir með kór- ónuveiruna en á hliðarlínunni verður hinn aðstoðarmaðurinn, Cosimo Ing- uscio. Rossi telur að fjarvera hans muni engin áhrif hafa, enda þurfti hann ekki að draga sig í hlé fyrr en á þriðjudagskvöld. „Ég held að fjar- vera mín muni ekki hafi áhrif á leik- inn. Allur okkar undirbúningur gekk snurðulaust fyrir sig. Ég var ekki mikið frá leikmönnunum og ég verð með þeim á morgun í anda,“ sagði Ítalinn á blaðamannafundi Ungverja og staðfesti að allir leikmenn hópsins væru heilir heilsu og klárir í slaginn. Íslensku strákarnir ekki hættir Morgunblaðið/Eggert Hungur Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Guðlaugur Victor Pálsson fagna á Laugardalsvelli eftir sigurinn gegn Rúmeníu í október.  Úrslitaleikurinn gegn Ungverjum um sæti á EM fer fram í Búdapest í kvöld 60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 Anton Sveinn McKee og liðsfélagar hans í Toronto Titans eru komnir áfram í undanúrslit atvinnumanna- deildarinnar í sundi sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi þessa dagana. Toronto Titans hafnaði í sjöunda sæti stigakeppninnar en alls kom- ust átta lið áfram í undanúrslitin sem hefjast 14. og 15. nóvember. Anton stóð sig mjög vel í deildar- keppninni, safnaði 87 stigum fyrir sitt lið og var fimmti stigahæsti sundmaður Toronto Titans af 32 liðsmönnum. bjarnih@mbl.is Sá fimmti stigahæsti Ljósmynd/Simone Castrovillari Góður Anton Sveinn McKee stendur sig afar vel í Ungverjalandi. Enska knattspyrnusambandið reiknar með því að bresk yfirvöld taki ákvörðun í dag um hvort leyfa skuli íslenska karlalandsliðinu að ferðast til Englands fyrir fyrirhug- aðan landsleik þjóðanna í Þjóða- deildinni á miðvikudag í næstu viku. Óvíst er hvort England má bjóða íslenska liðið velkomið þar sem ekki má ferðast frá Danmörku til Englands um þessar mundir og Ísland leikur við Danmörku í Kaup- mannahöfn þremur dögum fyrr. Sambandið hefur beðið um undan- þágu fyrir íslenska hópinn. Morgunblaðið/Eggert Faraldurinn Kári Árnason og Harry Kane í einvígi á Laugardalsvelli. Enskir taka ákvörðun í dagVináttulandsleikir karla Malta – Liechtenstein.............................. 3:0  Helgi Kolviðsson er landsliðsþjálfari Liechtenstein. Danmörk – Svíþjóð................................... 2:0 Ítalía C-deild: Perugia – Padova .................................... 3:0  Emil Hallfreðsson lék fyrstu 71 mínút- una fyrir Padova. Danmörk Bikarkeppni: Köge – Midtjylland .................................. 0:1  Mikael Anderson lék allan leikinn með Midtjylland. VSK Aarhus – Horsens ........................... 2:4  Ágúst Eðvald Hlynsson og Kjartan Henry Finnbogason léku allan leikinn með Horsens. Slagelse – Lyngby ................................... 0:9  Frederik Schram lék fyrstu 73 mínút- urnar fyrir Lyngby. Nyköbing – Esbjerg ................................ 1:0  Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leik- mannahópi Esbjerg. Ólafur H. Kristjáns- son þjálfar liðið.  Midtjylland, Horsens, Lyngby og Ny- köbing eru komin áfram. Noregur Bikarkeppni: Stabæk – Vålerenga................................ 1:2  Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga.  Vålerenga er komið áfram í undanúrslit.  Þýskaland Magdeburg – RN Löwen .................... 31:33  Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist- jánsson eitt.  Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen og Alexander Petersson var ekki með. Lemgo – Balingen ............................... 26:32  Bjarki Már Elísson skoraði 10 mörk fyrir Lemgo.  Oddur Gretarsson skoraði tvö mörk fyrir Balingen. Erlangen – Stuttgart........................... 34:25  Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Stuttgart og Elvar Ásgeirsson ekkert. Danmörk Bikarkeppni: Mors – Holsterbro ................................35:31  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark fyrir Holsterbro. Aalborg – Bjerringbro/Silkeborg..... 30:27  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg.  Mors og Aalborg eru komin í undanúrslit. Ajax – Aarhus United.......................... 21:29  Thea Imani Sturludóttir skoraði eitt mark fyrir Aarhus United. Svíþjóð Guif – Varberg..................................... 32:25  Daníel Freyr Ágústsson var ekki með Guif. Lugi – Alingsås .................................... 24:25  Aron Dagur Pálsson skoraði þrjú mörk fyrir Alingsås. Sviss Kadetten – Basel.................................. 35:19  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar lið Kadett- en Schaffhausen.   Meistaradeild Evrópu Zaragoza – Nizhnij Novgorod ........... 78:75  Tryggvi Snær Hlinason spilaði í 12 mín- útur og tók tvö fráköst.   KNATTSPYRNA EM U21 árs karla: Víkingsvöllur: Ísland – Ítalía ...............13:15 Í KVÖLD! Þegar Ísland og Ungverjaland mætast í leikn- um mikilvæga í dag verður það í tólfta skipti sem þjóðirnar mætast í A-landsleik karla í knattspyrnu. Hafa Ungverjar sjö sinnum unnið, Íslendingar þrisvar og einu sinni hefur orðið jafntefli. Fjórir þessara leikja voru vináttuleikir en hinir annaðhvort í HM eða EM. Síðasta viðureign liðanna ætti að vera knatt- spyrnuunnendum í fersku minni enda mættust þau á EM í Frakklandi 2016. Í dag reyna liðin einmitt að komast aftur í lokakeppni EM. Í Frakklandi fyrir fjórum árum og fimm mán- uðum betur gerðu þjóðirnar 1:1-jafntefli. Eina skiptið sem þau hafa skilið jöfn var á stóra sviðinu í Marseille. Gylfi Þór Sigurðsson skor- aði markið úr vítaspyrnu og var leikurinn í 2. umferð riðlakeppninnar. Vippa Arnórs í Laugardal Að öðru leyti hefur Íslendingum gengið illa gegn Ungverjalandi á þessari öld og hafa Ung- verjar unnið fjóra leiki af fimm. Á tíunda áratugnum kom hins vegar kafli þar sem Íslendingum gekk vel að snúa Ung- verja niður. Sú skemmtilega hrina hófst þegar Ísland vann heldur óvæntan sigur, 2:1, í Ung- verjalandi í júní 1992 í undankeppni HM. Ís- lenska landsliðið hafði heldur sjaldan unnið góð lið á útivelli í mótsleikjum og vakti sigurinn mikla athygli fyrir vikið. Þorvaldur Örlygsson og Hörður Magnússon skoruðu mörkin. Kom Rúnar Kristinsson þar við sögu, faðir Rúnars Alex sem er í leikmannahópnum í dag. Mark- vörðurinn varði skalla Rúnars eftir fyrirgjöf Andra Marteinssonar en markanef Harðar brást honum ekki og skoraði hann af stuttu færi. Eina markið á landsliðsferli Harðar, sem hafði hins vegar hrellt markverði duglega á Ís- landsmótinu. Í keppninni vann Ísland einnig heimaleikinn og þá 2:0. Eyjólfur Sverrisson, faðir Hólmars sem er í leikmannahópnum í dag, skoraði fyrra markið og Arnór Guðjohnsen vippaði knett- inum glæsilega í netið í síðara markinu. Þriðji sigurinn kom á Laugardalsvelli í júní 1995 og var í undankeppni EM 1996. Ungverjar komust 1:0 yfir en Ísland vann 2:1. Guðni Begs- son, núverandi formaður KSÍ, og Sigurður Jónsson skoruðu mörkin. Báðir skiluðu þeir af- ar góðu verki fyrir landsliðið um langa hríð en skoruðu sjaldan í landsleikjum og því athyglis- vert að þeir skyldu skora í sama leiknum. Sig- urður skoraði þrjú mörk í 65 landsleikjum og Guðni eitt í 80 landsleikjum. Guðni jafnaði og var æsingurinn svo mikill að honum nægði ekki að koma boltanum einu sinni yfir marklínuna með skoti heldur fylgdi á eftir með skalla. Sigurður skoraði sigurmarkið af yf- irvegun eftir skallasendingu Ólsarans Ólafs Adolfssonar. kris@mbl.is Sætur sigur Íslands fyrir 28 árum  Ísland vann Ungverjaland þrívegis á tíunda áratugnum  Jafnt á EM 2016 Morgunblaðið/Kristinn Skoruðu Guðni Bergsson (7) og Sigurður Jóns- son (4) í landsleik á tíunda áratugnum. Masters-mótið í golfi, eitt af risa- mótum fjórum í karlaflokki, hefst á Augusta National í Georgíuríki í Bandaríkjunum í dag. Mótið fer ár- lega fram á Augusta í apríl og er þá ávallt fyrsta risamót ársins hjá körlunum í íþróttinni. Í apríl á þessu ári var mótinu hins vegar frestað vegna kórónuveir- unnar. Engir áhorfendur verða leyfðir á mótinu og er það í fyrsta skipti í sögu þess en mótið var fyrst haldið árið 1934. Óvenjuleg tímasetning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.