Morgunblaðið - 12.11.2020, Side 63

Morgunblaðið - 12.11.2020, Side 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Hrekkjavökuvika í Sambíóunum Sjáðu nokkrar að frægustu Hrollvekjum allra tíma Ánokkuð óvæntan hátt stóð breskakvikmyndin Minjagripurinn á toppiárslista hins virta kvikmynda-tímarits Sight & Sound yfir bestu kvikmyndir ársins 2019 og skaut þar með ósk- arsverðlaunahafanum Sníkjudýr og kvikmynd- um frá stórhöfundum eins og Martin Scorsese og Quentin Tarantino ref fyrir rass. Upphefðin er mikil þar sem Sight & Sound stendur fyrir nokkurs konar rjóma háfleygrar kvikmynda- umfjöllunar. Fyrir skemmstu rataði Minjagripurinn í sýn- ingarsali Bíós Paradísar þrátt fyrir að meira en ár sé liðið frá frumsýningu hennar þar ytra (og fyrir því eflaust margvíslegar ástæður, heims- faraldur og tímabundin lokun bíósins þeirra á meðal). Þetta eru mikil fagnaðartíðindi því hér er á ferðinni margbrotin kvikmynd sem unun er að berja augum á hvíta tjaldinu. Minjagripurinn er tregafull þroska- og ástar- saga en sögusvið hennar eru Lundúnir við upp- haf níunda áratugarins. Julie er rúmlega tví- tugur kvikmyndanemi sem býr í eigin íbúð en foreldrar hennar eru stórefnaðir bændur. Hún kynnist Anthony, dularfullum manni sem er þó nokkuð eldri, og með þeim takast ástir. Frá upphafi er valdajafnvægið innan sambandsins býsna skakkt – Julie er ung, óörugg og leitandi en Anthony veraldarvanur, hrokafullur og stjórnsamur. Tilhugalíf þeirra einkennist af ferðum á listasöfn og fornfræga veitingastaði þar sem þau súpa á eðalvíni og skeggræða list og tilgang hennar. Anthony segist vinna fyrir bresku utanríkisþjónustuna en flest í frásögn hans er sveipað dulúð og óáreiðanleika. Fyrr en varir er Anthony fluttur inn í íbúð Julie og líf þeirra samofin. Sambandið er flókið og ein- kennist í senn af sársauka og ástríðu. Anthony beitir óhikað brögðum til að ná sínu fram og nýtir sér óöryggi Julie til að stýra henni. Má sjá fyrirmyndir Anthonys í söguhetjum Alfreds Hitchcocks, til að mynda í Vertigo þar sem Scottie er á höttum eftir fullkominni ímynd kvenleikans í hugskoti sínu. Julie er þó á engan hátt óvirkur aðili og finn- ur í Anthony eiginleika sem hún lítur upp til og virðist þarfnast. Atburðum vindur fram og við áhorfendum blasir snúinn vefur fíknar og með- virkni. Þó sneiðir Minjagripurinn algerlega hjá klisjum og kunnulegum mynstrum sem fylgja svo gjarnan frásögnum um fíknisjúkdóma og er það afar vel. Einhverjum kann að finnast erfitt að horfa upp á framvinduna og skilja ákvarðanir Julie og samsama sig henni. Að- stæður sem þessar þekkjum við þó flest úr mannlegri tilveru, þótt litbrigðum hennar sé sjaldnast lýst jafn vel í listaverkum. Frásögnin er aldrei einstrengingsleg þar sem sjónarhorn Julie er útgangspunkturinn og aðrir þættir eins og stéttarstaða persónanna (ávallt mik- ilvæg, ekki síst í bresku samfélagi) og þroski listamannsins (í anda listamannasagna á borð við Æskumynd listamannsins eftir James Joyce) eru ekki síður burðarmiklir. Náttúrulegur leikur Minjagripurinn er sjálfsævisögulegt verk og byggt á atburðum úr lífi Jóönnu Hogg, leik- stjóra kvikmyndarinnar. Joanna er Julie í frá- sögninni. Við fyrsta áhorf var gagnrýnandi ekki meðvitaður um þessi beinu tengsl mynd- arinnar við líf Hogg (þótt eflaust hafi læðst grunur að þar sem frásagnir um listamenn og miðilinn sjálfan standa höfundum einatt nærri) en það spillti ekki fyrir. Þessi vitneskja er því á engan hátt nauðsynleg til að njóta verksins – en hún varpar ljósi á óræðan galdur þess – og magnar hann við frekari áhorf. Frammistaða leikara og samleikur þeirra er gífurlega nátt- úrulegur og studdur með efnistökum sem treysta áhorfendum til að draga sínar álykt- anir og nema undirtexta. Hogg skrifar engin samtöl í handrit sín heldur vinnur hún með leikurum á tökustað sem skapa senurnar með henni. Þetta er á engan hátt merkjanlegt í myndinni, sem er enn frekar vitnisburður um kraft hennar. Raunsæi myndarinnar er enn fremur flækt með notkun á Super-8-myndefni úr fórum Hogg frá 9. áratugnum og upplestri á ástarbréfum rituðum af raunverulegri fyr- irmynd Anthonys. Minningar og áferð þeirra verða á undraverðan hátt áþreifanlegar í sögu- heimi myndarinnar. Í Minjagripnum tekur Hogg stökk frá fyrri myndum að klassískari frásagnargerð, sem er lituð af einstakri natni og naumhyggju í stíl- brögðum. Í tveimur síðustu myndskeiðum myndarinnar leyfir hún sér þó að hrópa á áhorfendur með mikilfengleika bíósins. Hið fyrra er tvöfalt sporskot (e. tracking shot) þar sem myndavélin ferðast í smáskömmtum að aðalpersónunni, á meðan flóð tilfinninga kraumar innra með henni, en hún er í leikstjórnarhlutverki og stendur bak við myndavél sem ferðast frá henni á sviði kvik- myndaskólans. Snilld. Endaskotið er enn til- komumeira. Þar horfum við aftan á Julie í fjar- mynd þar sem hún stendur í myrku kvikmyndaverinu og tröllvaxnar útidyr þess opnast rólega og náttúrusýn bresku sveit- arinnar kemur í ljós. Myndskeiðið virkar sem kvikmyndaleg andhverfa málverka rómantísku stefnunnar og virkar táknrænt fyrir tímamótin sem persónan stendur á. Endirinn er þó ekki enn eitt dæmi um óræð örlög söguhetju við lok listrænnar kvikmyndar, því von er á framhaldi á næsta ári. Vonandi leggur Minjagripurinn, seinni hluti líka leið sína niður á Hverfisgötu. Filmu minninga flett af sársaukanum Margbrotin „[H]ér er á ferðinni margbrotin kvikmynd sem unun er að berja augum á hvíta tjaldinu,“ skrifar rýnir um ensku kvikmyndina The Souvenir, eða Minjagripinn, sem frumsýnd var í fyrra og er nú í Bíó Paradís. Hér má sjá Tom Burke og Honor Swinton Byrne í kvikmyndinni. Bíó Paradís Minjagripurinn/The Souvenir bbbbm Leikstjórn og handrit: Joanna Hogg. Kvikmynda- taka: David Raedeker. Aðalleikarar: Honor Swinton Byrne, Tom Burke, Tilda Swinton. Bretland, 2019. 120 mín. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.