Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 64

Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 64
Efni bókarinnar skiptist í17 kafla, sá fyrsti heitirBubbi verður til 1978-1980, sá síðasti Annáll. Milli þeirra eru 15 kaflar kenndir við tímabil í ævi Bubba, hljóm- sveitir sem hann ýmist stofnaði eða starfaði í og plötur og bækur sem hann hefur gefið út. Níu líf Bubba fá sinn kafla. Frásögnin er í tímaröð og spannar 40 ára feril eins og undirtitill bókar ber með sér. Á nokkrum stöðum er bein frásögn Bubba sem brýtur upp krónólógíuna; þar birtist sjónar- horn hans á ýmis lög o.fl, yfirleitt á einni opnu í senn. Umbrot bókar er mjög óhefðbundið. Skærir litir eru áberandi á bókarkápu og saurblöðum, myndopna við hver kaflaskil hverf- ist úr svarthvítu á vinstri síðu í skærlita hægri síðu og einnig heil- síðumynd við upphaf kaflans (frá- bær er myndin gegnt síðu 211), sömuleiðis margar innskotsgreinar í meginmál. Myndir eru fjölmarg- ar og segja sína sögu og bókinni þarf að snúa á ýmsa vegu til að lesa myndatextana. Á hverri opnu er meginmálið í nokkrum efnis- greinum sem raðað er óreglulega upp og þær eru ekki í samfellu. Beinar tilvísanir í samferðamenn Bubba eru feitletraðar og dreift víða um bókina og á flestum síðum eru feitletranir á einstökum orðum eða setningum; þær eru fremur tilviljanakenndar og ekki til bóta, snuða stundum athyglina. Bubbi varð ungur þjóðsagnaper- sóna og sumir kalla hann „goð- sögn“ í merkingunni „þekktur maður sem ljómi leikur um“ eða eitthvað í þá áttina. Hann hefur lifað svo hratt að ævisaga hans kom út 1990 og enn er maðurinn í fullu fjöri! Bókin sýnir glögglega að Bubbi hefur verið afkastamikill með afbrigðum, samið ótal lög og texta og gefið út tugi hljómplatna og nokkrar ljóðabækur, rit um veiðiskap, barnabók auk annars. Músíkin hans er á mjög fjöl- breyttu litrófi ef svo má segja, allt frá hráu og hörðu rokki yfir í bráðfallegar melódíur. Hann túlk- ar líka Bellmann með ágætum svo ekki vantar fjölhæfnina. Frá upphafi hefur Bubbi verið umdeildur og milli tanna á fólki. Hann var á allan hátt ögrandi, bæði í tónlist, orðfæri og fram- komu. Einna mesta athygli fékk þó virðingarleysi hans fyrir borg- aralegum dyggðum og hömlulaus fíkniefnaneysla sem engin fjöður er dregin yfir í bókinni. „Enginn þolir drykkinn nema jötnar“ sagði Grímur gamli Thomsen um gleð- skapinn í höll Goðmundar konungs á Glæsivöllum. Ætli megi ekki segja slíkt hið sama um neyslu Bubba? Hún var í slíku óhófi að býsna margir hefðu horfið á vit feðra sinna. En hann stóð þetta af sér og hefur sýnt mörgu ungmenni í myrkviðum fíkniefna að leiðin til baka er fær en til þess að rata hana þarf bæði vilja og þrek – og bakhjarl. Bubbi var uppreisnarmaður á fyrri árum eins og sjá má í textum hans og ljóðum sem að sínu leyti eru uppgjör við fortíðina, samtal við fyrri tíð í ljósi reynslunnar; hann hefur mildast en uppreisnar- menn eru eins og skátar: einu sinni skáti, alltaf skáti. Kostuleg er lýsing á þátttöku Bubba í sjón- varpsþætti vegna 80 ára afmælis Dagsbrúnar þar sem róttækling- urinn Bubbi stórmóðgaði Guð- mund jaka og skoraði stig hjá sjónvarpsrýni Þjóðviljans sem varð til þess að greindir menn sögðu upp blaðinu (127-8)! Nú seg- ist Bubbi vera hægri miðjumaður (212). Ef ferill Bubba er dæmi- gerður fyrir íslenska plötuútgáfu þá virðist dagljóst að fyrirtæki í þeirri grein hafa staðið á brauðfót- um og nú er raunar allt á hverf- anda hveli í þeim efnum: geisla- diskurinn að syngja sitt síðasta, að sagt er, vínyllinn á uppleið, en tón- listarútgáfa að öðru leyti komin á netið. Mér sýnist Bubbi hafa stað- ið þetta allt af sér og hann er enn að. Hver hefði trúað því fyrir 40 ár- um að Bubbi fengi riddarakross fálkaorðunnar? Hver hefði trúað því að höfundar minningargreina í Morgunblaðinu vísuðu í ljóð eftir Bubba? Það hafa þeir gert oftar en þúsund sinnum (185)! Flestir hafa farið í jarðarför þar sem lag eftir hann er sungið. Og að sama skapi hefðu margir látið segja sér þrisvar að Bubbi Morthens kæm- ist í heiðursflokk listamanna sem Alþingi ákveður. Þann sess fékk hann 2018. Ýmsir hafa sagt að þar endi menn að loknum löngum degi en svo er ekki um Bubba. Hann er á fullri ferð! Margir leika hann í uppfærslu Borgarleikhússins á Níu lífum. Einn þeirra sagði að hann hefði hæfileika „til þess að fara upp fyrir glassúrinn, upp fyr- ir öll kerfi sem samfélagið heldur sér í til þess að láta hlutina ganga upp. Við þurfum kerfin, en við þurfum að fara upp fyrir kerfin til þess að eitthvað óvænt komi og streymi í gegnum okkur, sköp- unarkrafturinn. Það kann hann.“ (236). Þetta er mjög læsileg og áhuga- verð bók og á köflum bráð- skemmtileg fyrir áhugamenn um músík, þjóðfélagsmál, pólitískar hræringar, umrót tímans og aldar- far, skrifuð á lipru máli. Frá harki til heiðurslauna Morgunblaðið/Eggert Ævi- og tónlistarsaga Bubbi Morthens. Ferillinn í fjörutíu ár bbbbn Eftir Árna Matthíasson. JPV útgáfa, 2020. Kilja í stóru broti, 271 bls, með heimilda-, mynda- og nafnaskrá. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Söguhetjan Bubbi Morthens á fimmtugsafmæli sínu 6. júní árið 2006, með Rúnar Júlíusson sér við hlið. Bókin er sögð „bráðskemmtileg fyrir áhugamenn um músík, þjóðfélagsmál, pólitískar hræringar, umrót tímans og aldarfar“. Höfundurinn „Þetta er mjög læsileg og áhugaverð bók,“ segir um bók Árna Matthíassonar um feril Bubba. 64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Hugurinn einatt hleypur minn er heiti nýrrar bókar með kvæðum Guðnýjar Árnadóttur (1813-1897), sem kölluð var Skáld-Guðný, og ít- arlegri ritgerð um kveðskap henn- ar og ævi eftir Helga Hallgrímsson og Rósu Þorsteinsdóttur. Ritstjóri bókarinnar, Magnús Stefánsson, sá um útgáfuna en útgefandi er Félag ljóðaunnenda á Austurlandi. Stór hluti af kvæðum Guðnýjar hefur varðveist í handriti sem skráð var í Hornafirði árið 1876 og er nú í Héraðsskjalasafni Austfirð- inga. Afkomendur Guðnýjar í Lóni og Hornafirði hafa líka varðveitt kvæði eftir formóður sína. Sam- kvæmt upplýsingum frá ritstjóra bókarinnar hefur lítið áður birst af kvæðum Guðnýjar en hér kemur fyrir sjónir lesenda allt sem varð- veist hefur af kveðskap hennar. Kvæðunum er skipt í sex kafla í bókinni. Fyrst kemur kvæði um ævi hennar og síðan tvær rímur. Þær eru ólíkar rímum sem karlar höfðu ort um aldir, Guðný yrkir um villtu dýrin í Fljótsdal og ætlar þeim mannlega eiginleika. Þá kemur kafli með vísum yfir hjónanöfn, alls 105 vísur og ljóðabréf sem er 58 vís- ur. Í fjórða kaflanum birtast erfi- og huggunarkvæði. Síðustu tveir kaflarnir eru gamankvæði og lausavísur. Kvæði af hrafni og tófu er helsta gamankvæðið og lausavís- urnar eru 35 að tölu. Rúmlega þriðjungur bókarinnar er síðan ítarleg ritgerð um æviferil Guðnýjar og kveðskap hennar. Höf- undar eru Helgi Hallgrímsson nátt- úrufræðingur og Rósa Þorsteins- dóttir þjóðfræðingur. Guðný var alin upp við mikla fá- tækt og átti að mörgu leyti erfiða ævi en skildi eftir sig mikinn fjár- sjóð í ljóðum, rímum og lausavísum. Hún var fædd á Valþjófsstað en uppvaxtarárum eyddi hún að mestu á Kappeyri í Fáskrúðsfirði. Með manni sínum var Guðný síðan í hús- mennsku á mörgum bæjum á Hér- aði og þar fór hún að sinna ljósmóð- urstörfum. Eftir 1870 flutti Guðný til sonar síns að Hvalnesi í Lóni og þar átti hún heima til æviloka. Bók með kvæðum Skáld-Guðnýjar  Allt sem varðveist hefur eftir hana Hvalnes Skáld-Guðný bjó þar síðustu æviárin hjá syni sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.