Morgunblaðið - 12.11.2020, Blaðsíða 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020
Eins og með önnur mann-anna hugverk fer frum-tómantísk tónlist FranzP. Schuberts misvel í
menn, jafnvel þótt flestir hylli
aðalkost þessa skammlífasta (1797-
1828) undrabarns Vínarborgar:
lagræna fegurð og fjölbreytni svo
af öðrum ber, fyrr og síðar. Enda
frumherji ljóðasöngs (samdi yfir
600 lög, þ. á m. óbrotgjarna bálka
eins og Die schöne Müllerin, Win-
terreise og Schwanengesang) auk
ótrúlegs fjölda annarra spilaðra
verka – á aðeins 20 árum.
Syngjandi melódismi Schuberts
flæðir reyndar einnig svo óspart í
ósungnum smíðum hans, að hvarfl-
ar að hlustanda hvort honum hafi
yfir höfuð verið fært að fremja
„ljóta“ melódíu. Það – sett á bak-
spegilsodd – kann einmitt að vera
versti dragbítur
hans, einkanlega í
samanburði við
Beethoven sem
leyfði sér oft alls
konar grallaraskap
eða jafnvel hrana-
leika; jafnan þó til
að skapa markvissar
andstæður við lag-
rænan ljúfleika og
auka spennu í fram-
vindu.
Það er kannski helzt þessa sem
maður saknar hjá Schubert sem
hefndist fyrir að deyja langt fyrir
aldur fram, enda hefði hann efalít-
ið bætt úr því hefði honum enzt
aldur til. Fyrir utan að hafa líka
ætlað sér að nema kontrapunkt
hjá einum færasta raddfærslu-
fræðingi Vínar 1828.
Úr einleiksgrein píanósónatna
standa eftir liðlega tuttugu undur-
falleg verk eftir Schubert sem
flest hafa þennan óviðjafnanlega
andmjúka draumtöfrablæ er hrífur
enn unnendur hans lengst upp úr
skónum, jafnvel þótt
sumir píanista
seinni tíma hafi
stundum gert sér
far um að „drama-
tísera“ þau hér og
þar með t.a.m. ýkt-
um styrkbrigðum,
skraufþurru stacc-
ato og öðru eftir því
– líkt og til að
skyggnast fram á
þau efri ár tónskáldsins sem aldrei
urðu.
Meðferð Eddu Erlendsdóttur á
sónötunum þrem frá 1817 er síður
en svo mörkuð af slíkri (ugglaust
vel meintri) viðleitni. Áferðin er
almennt elskulega mjúk og innileg,
með hófstilltum en því meira sann-
færandi rúbatóum er ljá hljóm-
borðssöng Schuberts formræna
mælsku við hæfi. Látlaus mótunin
hyglar jafnframt undir niðri sér-
stæðu einkenni höfundar að þræða
óvenjuvíðförla stigu tónteg-
undaskipta; á tilurðartíma mörg-
um til ama þótt nú þyki augljóst
merki um frjóa sköpun og til-
raunaþörf.
Um upptökuna segir diskheftið
fátt annað en „tekið upp í París“
og hvergi af hverjum. En ef rétt
er til getið gæti leikurinn hafa
verið hljóðritaður af heimilisflygli
píanistans þar syðra með húsbónd-
ann Olivier Manoury við upp-
tökutækin. Enda ber ómvistin
keim af notalegri stofuheyrð – sem
reyndar á býsna vel við tónsmíðar
er voru í öndverðu einmitt hugs-
aðar sem „Hausmusik“ í góðra
vina hópi.
Hér fer eyrnayndi af efstu
gráðu. Og vonandi móðgar það
engan þótt maður játi að hafa líka
lagt það á einkamælistiku vöggu-
söngs undir svefninn á lægsta
styrk, sem prófraun fyrir endur-
nærða morgunvakningu í niður-
drepandi Covid-krísu. Hverri það
og tókst – með bravúr!
Morgunblaðið/Ómar
Píanóleikarinn „Hér fer eyrnayndi af efstu gráðu,“ skrifar gagnrýnandinn
um nýjan disk Eddu Erlendsdóttir, þar sem hún leikur sónötur Schuberts.
Geisladiskur
Edda Erlendsdóttir: 3 Schubert
píanósónötur bbbbn
Schubert: Three sonatas from 1817.
Edda Erlendsdóttir píanó. Teknar upp í
París jan. 2020. Útg.: ERMA 200.010.
Lengd: 68:19.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Sungið á hljómborð
Spennusögur eiga sér gjarnanfyrirmyndir í raunveruleik-anum en eru umfram alltskáldsögur. Það á ekki við
um glæpasöguna Grafin undir gisti-
húsi, sem er í grunninn sönn og
spennandi frásögn Ryans Greens af
ótrúlegum brota-
ferli Dórótheu Pu-
ente í Bandaríkj-
unum.
Heimili, þar
sem óregla ræður
ríkjum, er ekki
heppilegur staður
fyrir börn og eftir
því sem ómegðin
er meiri má ætla
að uppeldið versni
með hverju barninu sem bætist við.
Oft er bent á vandamál í þessa veru
og reynt að bregðast við eftir því sem
aðstæður leyfa en úrræðin voru allt
önnur og verri, þegar Dóróthea, sem
sagan hverfist um, fæddist 1919 í
Kaliforníu, sjötta barnið af sex.
Engum er hollt að alast upp við
barsmíðar og kynferðislegt ofbeldi
samfara mikilli fátækt og hungri oft
og tíðum. Hvað þá að vera á mun-
aðarleysingjaheimilum og mismun-
andi fósturheimilum um árabil án um-
hyggju, kærleika og ástar. Slíkur
jarðvegur fóstraði Dórótheu og hún
bar þess merki alla tíð.
Sumir gefast upp, þegar mótlætið
er algjört, en aðrir snúa vörn í sókn,
tvíeflast og finna leiðir til betra lífs.
Lög og regla þvælast ekki fyrir Dóró-
theu og eftir því sem aðferðir hennar
gefa meiri ávöxt þeim mun stórtæk-
ari verður hún. Mikið vill meira og
græðgin stjórnar för.
Grafin undir gistihúsi rifjar upp
ótrúlega sögu í mjög svo spennandi
og vel skrifaðri frásögn í einni af síð-
ustu þýðingum Gísla Rúnars heitins.
Efnið er áhugavert, einbeittur brota-
viljinn leynir sér ekki og ekki síður er
áhugavert að lesa um viðbrögð yfir-
valda á langri leið glæpa, sem lauk
ekki fyrr en fyrir um 30 árum. Stund-
um er sagt að raunveruleikinn sé
besti skáldskapurinn og sannleik-
urinn í umræddri bók er lyginni lík-
astur.
Ryan Green „Grafin undir gistihúsi
rifjar upp ótrúlega sögu í mjög svo
spennandi og vel skrifaðri frásögn.“
Sannleikurinn er
lyginni líkastur
Spennusaga
Grafin undir gistihúsi bbbbn
Eftir Ryan Green.
Gísli Rúnar Jónsson þýddi.
Bókaútgáfan Ugla 2020. Kilja, 174 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Óþreyjufullir aðdáendurAuðar Övu geta glaðstákaflega í þessu bóka-flóði því nú er þar að
finna nýja skáldsögu eftir Auði
sem skilur engan eftir ósnortinn.
Um er að ræða sannkallaðan óð til
einnar af mikilvægustu stéttum
mannkynsins, óð til ljósmæðra.
Bókin fjallar um ljósmóður, eina
af mörgum í ætt hennar, sem býr í
íbúð sem hún erfði eftir aðra ljós-
móður, einstæða ömmusystur sína.
Söguhetjan hefur lítinn áhuga á að
breyta því sem
var og lifir og
hrærist í um-
hverfi ömmu-
systur sinnar en
hreyfir þó við
pappírum sem
þar er að finna,
þremur hand-
ritum að bókum
sem verða eins
og nokkrar
hliðarsögur við bókina sem hér um
ræðir, Dýralíf.
Ljósmæðrunum báðum er tíð-
rætt um ljósið og myrkrið enda
söguhetjan okkar komin af ljós-
mæðrum, og jafnvel einum -föður,
langt aftur í ættir, en á foreldra
sem reka útfararþjónustu. Þannig
mætast dauðinn og lífið í aðal-
persónu Dýralífs sem veltir hvoru
tveggja fyrir sér.
„Til þess að geta dáið þarf mað-
urinn fyrst að fæðast.“
Bókin er með þeim allra feg-
urstu sem ég hef lesið, ef svo má að
orði komast, enda hverfist bókin í
kringum fegursta orð tungumáls-
ins, orðið ljósmóðir. Þá snýst um-
fjöllunarefnið að stórum hluta um
það fallegasta sem hægt er að
hugsa sér, nýtt líf sem hefur ekki
spillst af heiminum í kringum það.
Persónur bókarinnar eru hver
annarri áhugaverðari en Auður
leyfir þó lesandanum ekki að vita
of mikið um hverja persónu og
jafnvel of lítið. Þannig vantar ör-
litla dýpt í þeim efnum og lesand-
inn er skilinn eftir með ótal spurn-
ingar.
Þrátt fyrir að eftirvænting fyrir
því sem gerist næst vakni ekki
endilega við lesturinn þá langar
lesandann sífellt í meira, fleiri
blaðsíður, einmitt vega fyrr-
nefndrar fegurðar. Þrátt fyrir að
Auður fjalli um ýmsa erfiðleika í
bókinni, og líf sem er sannarlega
ekki dans á rósum, þá lætur hún
lesandanum líða vel og skilur hann
eftir með trú á það góða í veröld-
inni. Von og vellíðan er einmitt það
sem heimsbyggðin þarf á að halda
akkúrat núna og því kemur Dýralíf
eins og kölluð.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Auður Ava „Bókin er með þeim
allra fegurstu sem ég hef lesið […]
enda hverfist bókin í kringum feg-
ursta orð tungumálsins …“
Óður til ljósmæðra
Skáldsaga
Dýralíf
bbbbn
Eftir Auði Övu Ólafsdóttur.
Benedikt, 2020. Innbundin, 208 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Himinn Hettupeysa
kr. 6.990.-
Himinn Jogging buxur
kr. 5.990.-