Bæjarins besta - 21.03.1990, Page 5
BÆJARINS BESTA
5
Elliheimilið á Mánagötu: Eigum við að loka augunum áfram eða á loksins að gera eitthvað
raunhæft til að leysa vanda vistmanna þar?
Hlíf I verið vísað til öldrun-
arráðs.
Kosningamál
í 20 ár
Ráðið tók á fundi 5. mars
jákvæða afstöðu til skýrslu
nefndarinnar á almennan
hátt og segir í fundargerð að
ráðið telji „brýnt að fundin
verði lausn á þeim mikla
vanda er varðar málefni vist-
manna á Elliheimilinu við
Mánagötu" en gaf ekki út
neina afstöðu til framkom-
inna tillagna. Snorri Her-
mannsson formaður öldrun-
arráðs sagði í samtali við BB
að á næstu fundum í ráðinu
yrði fjallað um þær nánar og
búast mætti við að eftir
nokkrar vikur yrði óskað eft-
ir nánari útfærslu á einhverri
þeirra, þ.e. kostnaðar- og
frmakvæmdaáætlunum.
„Þetta er búið að vera kosn-
ingamál f 20 eða 30 ár og
margar tillögur hafa komið
fram en ekkert hefur verið
gert“ sagði Snorri. „Það eru
engir peningar til. Við fórum
fram á fjármagn, 1,5 m.kr.
til endurbóta á eldhúsinu en
því miður fékkst það ekki.“
Smári Haraldsson sagði í
samtali við blaðið að ástæð-
an fyrir því að þessi tillaga
var felld væri sú að í skoðun
væri að fá mat fyrir vistmenn
elliheimilisins sendan frá
sjúkrahúsinu eða Hótel ísa-
firði og ekki þætti rétt að
leggja mikið fé í eldhúsið ef
af þvf yrði.
Elliheimili eða
sjúkrahús
Að sögn þeirra bæjar- og
öldrunarráðsfulltrúa sem BB
hefur talað við er staðan nú
sú að allir vilja leysa vand-
ann með einhverjum hætti
en tíma getur tekio að kom-
ast að samstöðu um eina til-
lögu. Fyrst og fremst þarf að
sætta öndverð sjónarmið um
hvort leggja eigi fé í einhvers
konar húsnæði fyrir þennan
hóp aldraðs fólks eða hvort
réttar sé að leggja fólk sem
þarf mikla aðstoð við dagleg-
ar þarfir inn á legudeild
sjúkrahússins, þ.e. þegar
hún verður tilbúin innan ein-
hverra ára. Það má því búast
við því að enn á ný snúist
umræðan um það hvort elli-
heimili eigi rétt á sér eða
ekki. Ýmsir telja að ekki sé
þörf á sérstöku heimili fyrir
þetta fólk þar sem það sé
orðið það veikburða að það
þurfi stöðugrar læknisþjón-
ustu við og hópurinn sé ekki
stærri en svo að legudeildin
ætti að geta tekið við hon-
um.
Það er hins vegar skoðun
margra, að aldrað fólk eigi
rétt á að geta eytt síðustu
árum ævinnar á heimili þar
sem það nýtur persónulegrar
og heimilislegrar umönnun-
ar og legudeildir sjúkrahúsa
séu ekki boðlegir kostir fyrir
það fólk sem er andlega ernt
þó líkaminn sé farinn að gefa
sig.
Nú eru kosningar í nánd
enn á ný og vera má að
vegna þeirra haldist þessi
umræða vakandi enn um
sinn og einhverjar ákvarðan-
ir verði teknar. Það væri
sorglegt til þess að vita að
hún koðni niður jafnskjótt
og þær eru yfirstaðnar. Vist-
menn elliheimilisins hljóta
að eiga meira skilið en það
að eina framkvæmdin á ár-
inu í málum þeirra verði sú
að meindýraeyðir eitri fyrir
skordýraplágunni í eldhús-
inu á heimili þeirra fyrir vor-
ATRAUSTUM GRUNNI
HÖFUM Á LAGER: ALHLIÐA
RUSLAKASSA, EINFALDA OG TVÖFALDA.
Vélsmiðj a
Bolungavíkur
VERSLUN
VÉLSMIÐJA
BLIKKSMIÐJA
BÍLAVERKSTÆDI
RENNISMÍÐI
BILAMÁLUN
SMURSTÖÐ
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
© 7370