Bæjarins besta - 21.03.1990, Síða 7
BÆJARINS BESTA
Kjallaragrein:
Kristni H.
Gunnarssyni svarað
Guðmundur B. Jónsson skrifar:
IEINUM af fastaþáttum
Kristins H. Gunnarssonar
í fjölmiðlum, þar sem hann
er að skrifa um gjafir á upp-
fyllingu fyrir Vélvirkjann sf.
tekur hann eftirfarandi með:
„Mér þykir taka í hnúkana
þegar forstjóri vélsmiðju ber
bœjarfulltrúum á brýn nei-
kvæð viðhorf. Sannar það að
sjaldan launar kálfur ofeld-
ið. Ég hef ekki séð annað en
vélsmiðjur hér í bæ komist
upp með að framvísa ótrúleg-
um reikningum vegna vinnu
við tæki bœjarins og félagar
Víðis í bœjarstjórn hafa
gleypt þá alla án þess að hafa
„neikvœð viðhorf ‘ afneinum
sérstökum þrótti. Mér finnst
ekki sjálfsagt að borga V2
milljón fyrir viðgerð á tœki
sem gera átti við fyrir 100 þús
kr. Mér finnst heldur ekki
sjálfsagt mál að borga 80 þús
kr. fyrir viðgerð á vörubíls-
hurð þegar ný hurð kostar 40
þús kr. svo ég nefni tvö dœmi
og er af nógu að taka í þess-
um efnum“ (Tilv.lýkur).
Ég vil, að það komi fram,
að Vélsmiðja Bolungavíkur
hf. vann áðurgreind verk, en
ekki aðrir. Eins og þetta er
sett fram liggja allir undir
þessu ámæli. Ég hvorki vil
né get legið undir því að hafa
stolið af bænum stórum upp-
hæðum. Bæði er að ég var í
hreppsnefnd, bæjarstjórn og
ótal nefndum og ráðum fyrir
Bolungavík og heildarsam-
tök sveitarfélaganna, og ég
hélt, að ég hefði leyst þau
störf samviskusamlega af
hendi og hefði enn trúnað.
Nú er annað að koma í ljós
eftir þessa grein og vil ég, að
bæjarstjórn taki þessi við-
skipti til athugunar og fái
hlutlausa kunnáttumenn til
að meta þessi verk, og ef
þetta hefur verið of dýrt hjá
okkur skulum við endur-
greiða bænum þann mismun
strax.
Bærinn hefur ekki skipt
mikið við okkur. í sambandi
við Volvo vörubifreið og Cat
vél, þá erum við þjónustuað-
ilar fyrir bæði þessi tæki.
Meðan á viðgerð stóð var oft
haft samband við þá aðila
sem sjá um viðhaldið og þeir
ákváðu þessa viðgerð. Eftir-
farandi verklýsing var send
með reikningi:
Bæjarsjóður CAT vél.
1. Smíða tjakkstangir,
gert við auga.
2. Gert við álhús fyrir ás-
þéttingu f. hjólöxul, soðið og
rennt.
3. Réttur öxull fyrir
bremsur í einu hjóli.
4. Gert við lok fyrir
stjörnugír, soðið og rennt
(mikið sprungið og viðgert
áður og þá soðið með rústfrí-
um vír og torveldaði það við-
gerð nú).
5. Festiboltar fyrir tjakka
viðgerðir.
6. Renndar 4. stk.
bremsuskálar og stillt upp
bakplan (mikið rifnar og
seinrennt vegna þunga skál-
anna og því seinunnið).
7. Tjakkar teknir úr, þétt-
ingar endurnýjaðar og kom-
ið fyrir.
8. Allar bremsur teknar,
borðar hnoðaðir á og gengið
frá. (Skálar voru mjög fastar
á).
9. Aukinn tími við rennsli
vegna þess að ekki var hægt
að rífa öll hjól í einu.
10. Braket fyrir bremsu-
öxla voru bogin, hituð og
rétt.
11. Endurnýjaðar þétting-
ar fyrir hjólnaf.
12. Sett olía á stjörnugíra
og bætt á drif.
Kostnaöaráætlun á nýja
vörubílshurð:
Hurð kr. 75.000., sprautun
kr. 25.600, taka úr gömlu og
setja í nýju hurðina (læsingu,
rúður, innrabyrði o.fl.) kr.
18.500. Samtals kr. 119.200.
Viðgerð á gömlu hurðinni:
Ytra byrði kr. 15.000.,
sprautun kr. 25.700. Að auki
var gamla byrðið tekið af,
töluverð ryðbæting á hurð
sem sást ekki fyrr en hún var
tekin í sundur. Ryðvörn og
fleira sem var gert um leið
við bílinn. Samtals ca. kr.
80.000,-
Vélsmiðja Bolungavíkur
hf. gerði engin tilboð í þessi
verk og var ekki beðin um
þau. Eins og sjá má var ný
hurð dýrari og bara tvær
tjakkstangir í Cat vél kostuðu
kr. 260 þúsund í Reykjavík.
Þegar bæjarstjórn skoðar
viðskipti bæjarins við Vél-
smiðju Bolungavíkur hf. má
skoða um leið t.d. útboð
vegna nýja skólans o.fl. Mér
telst til að þið hafið sparað
1.7 milljónir króna vegna
þess hve við vorum ódýrari
en önnur tilboð og kostnað-
aráætlanir.
Það er ágætt að hafa að-
hald eins og sum málmiðn-
aðarfyrirtæki hafa, hjá ein-
um bæjarfulltrúanum
sérstaklega, en sá sami er
alltaf með blaðaskrif um að
semja beri við einn aðila
þegar um trésmíðavinnu er
að ræða og verður mjög
sncfsinn, þegar það er ekki
gert.
í sambandi við viðskipti
bæjarins við Vélsmiðju Bol-
ungavíkur hf. get ég upplýst,
að s.l. 8 ár hafa þau verið
136 verk, frá þremur á ári
upp í rúm 20. Meðaltal 19,4
eða 2,4 verk í mánuði. Hluti
af viðskiptum við okkur er
cfni, hjólbarðar o.fl., sem
aðrir eru ekki með. Við-
skipti bæjarsjóðs þ.e. við-
gerðir o.þ.h. voru 3,75% af
veltu Vélsmiðju Bolungavík-
ur hf. á árinu 1989 og hafnar-
sjóðs 1%. Það skal tekið
fram, að söluskattur var
greiddur af þessum upphæð-
um og hleypir það verðinu
mikið upp. Við getum ekki
komist upp með neinn und-
andrátt eins og bæjaryfirvöld
eru sökuð um, en það er mál
sem aðrir hljóta að rann-
saka, ef bæjarsjóður lækkar
vélar niður í hálft gjald þeg-
ar það hentar. Það getum við
ekki gert.
Einnig vil ég segja, að allt
uppfyllingarefni og annað
sem við höfunt keypt af bæn-
um hefur verið á fullu verði
og þegar við byggðum nýj-
ustu húsakynnin okkar á
versta stað í bænum hvað
grunn snertir á lóðinni næst
Pósti & síma, þá var einnig
port á lóðinni, sem við þurft-
um að byggja upp á nýjum
stað. Ég veit ekki um aðra,
sem hafa þurft að leggja út í
kostnað til að fá lóð.
Síðast þegar ég heyrði, að
Kristinn væri að fylgjast með
rekstri smiðjanna og bíla-
verkstæðanna, var hann að
fá uppgefið hjá bæjarskrif-
stofunni, hver viðskipti
þeirra við bærinn væru. Nið-
urstöður úr þeirri athugun
voru, að það væru mjög svip-
uð viðskipti við þessi fyrir-
tæki og sætti Kristinn sig vel
við það. Þegar könnunin var
gerð var Vélsmiðja Bolunga-
víkur hf. með 19 starfsmenn,
en hin fyrirtækin með örfáa.
Jafnaðarmennska það. Hann
gleymdi að spyrja, hvað fyr-
irtækin borguðu í bæjarkass-
ann.
Eftir könnunina, sem gerð
var um árið, bauð ég Kristni
að koma og fylgjast með hér
hjá okkur. Hann hefur aldrei
komið. Ég þykist vita, að
hann treysti okkur. Svo
vinna hér nánustu samstarfs-
menn hans í Alþýðubanda-
laginu, svo hann gæti fengið
allar upplýsingar.
Ég vona að Kristinn og
aðrir bæjarfulltrúar komi og
fái réttar upplýsingar, ef
þeim liggur eitthvað á hjarta
um viðskipti, sem bærinn á
við Vélsmiðju Bolungavíkur
hf. Mér leiðast svona skrif og
þau fá mikið á mig. Enn-
fremur jaðrar þetta við at-
vinnuróg og við höfum alltaf
haft viðskipti utan bæjarins
einnig, en ég lái engum að
skoða þau viðskipti, þegar
menn sjá svona skrif, sem
hljóta að skaða þetta fyrir-
tæki, ef einhverjir taka mark
á þessum skrifum. —frh. ♦
Útsölukjötið
er komið aftur!
Verslið hagkvœmt
0PIÐ:
MÁNUDAGATIL
FIMMTUDAGA
KL. 9-18.
FÖSTUDAGA KL. 9-19
LAUGARDAGA
KL. 10-13.
VÖRUVAL
LJÓNINU SKEIÐI — SÍMI 4211
BÚÐ SEM STENDUR UNDIR NAFNI
- ódýrara en þig grunar.