Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.03.1990, Side 8

Bæjarins besta - 21.03.1990, Side 8
8 BÆJARINS BESTA Ég mundi vilja snúa við máltækinu, sem Kristinn notar, og segja: Hvar væri bærinn án íbúanna og þeirra dugnaðar og skatta, sem þeir greiða í bæjarkassann? Ég vona að Kristinn og aðrir bæjarfulltrúar skipti áfram við okkur, eins og þeir hafa alltaf gert. Með þakklæti fyrir birting- una. f.h. Vélsmiðju Bolungavíkur hf. Guðmundur B. Jónsson, fram kvæmdastj óri. Hefur þú áhuga á lifandi og fjölbreyttu starfi? Okkur vantar nú þegar blaðamann til starfa á Bæjarins besta. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurjón í símum 4560 og 4570 eða ! 4277 á kvöldin BÆJARINSBESIA - lifandi blað. Fyrstu verðlaun í samkeppni um heiti á þennan furðufugl eru 25.000 krónur. Djúpferðir h.f.: Kaupa Brimrúnu á 6,8 m.kr. Stofnfundur Djúpferða h.f. verður haldinn á sunnudag BOÐAÐ hefur verið til stofnfundar Djúpferða h.f. þann 25. mars á Hótel Isafirði. Aðdragandinn að stofnun þessa fyrirtækis er sá að í byrjun desember boð- uðu nokkrir áhugamenn um bætta ferðaþjónustu til fund- ar á Hótel Isafirði og var til- gangurinn með fundarboð- inu sá að kanna hug manna til stofnunar hlutafélags í þeim tilgangi að reka hrað- skreiðan farþegabát. Á fundinum voru stofnað- ar tvær nefndir, bátakaupa- nefnd og markaðs- og rekstr- arnefnd, og hafa þær nú skilað niðurstöðum. Álit þeirra er að heppilegt sé að festa kaup á bát Eyjaferða, Brimrúnu, og að brúttóinn- koma á bátinn geti orðið um 2,5 m.kf. með 40% nýtingu. í kynningu frá væntanlegu hlutafélagi segir að Brimrún uppfylli þau skilyrði sem sett voru hvað varðar verð og út- búnað. Gert hefur verið til- boð í bátinn að upphæð 6,8 milljónir króna með fyrir- vara um stofnun hlutafélags. Gerð hefur verið gróf rekstraráætlun fyrir Djúp- ferðir þar sem gert er ráð fyrir að tekið verði kaup- leigulán að upphæð 3,1 m.kr. til fimm ára og að hlutafé nemi 4 m.kr. Áætlað er að rekstrar- og lántöku- kostnaður verði tæplega 2,4 m.kr. Áætlunin er byggð á upplýsingum frá Hótel Isa- firði, Ferðaskrifstofu Vest- fjarða og Djúpbátnum h.f. UMFI: Hvað á fuglinn að heita? U.M.F.Í. býður grunnskólunum til samkeppni um heiti á tákni 20. landsmótsins 20. LANDSMÓT UMFÍ fer fram 12.-15. júlí í sumar í Mosfellsbæ. í tilefni þess hefur U.M.F.Í. boðið til hugmyndasamkeppni um nafn á tákn mótsins um allt land. Táknið er meðfylgjandi teikning af furðufugli eftir Halldór Baldursson og verð- ur það notað í auglýsinga- teiknimyndir og kynningar á mótinu. Rétt til þátttöku hafa allir grunnskólanemar á landinu og heimilt er að senda fleiri en eina tillögu frá hverjum þátttakenda. Skilafrestur er til 1. apríl. Fyrstu verðlaun eru 25.000 krónur og auk þess verða veitt 50 aukaverðlaun sem verða bolir með tákni lands- mótsins. Tillögur á að senda til Landsmótsnefndar UMFÍ, Tindastóli, Álafoss- vegi, pósthólf 275, 270 Mos- fellsbæ. ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ Á NÓTUNUM?______________________ ÞJÓNUSTUSÍÐA BB ER ÁHRIFAMIKILL OG ÓDÝR VETTVANGUR AUGLÝSENDA. KANNAÐU MÁLIÐ! Vigur verður væntanlega einn af viðkomustöðum Brimrúnar. Isafjörður: Námskeið í næringarfræði og mataræði NÁMSKEIÐ í næringar- fræði og matarræði verður haldið á ísafirði dag- ana 26.,27. og 28. mars n.k. í Grunnskólanum. Á nám- skeiðinu sem hefst kl. 20 alla dagana verður rætt um alla matarflokka, kolvetni, syk- ur, prótein, eggjahvitu, fitu og vökva. Einnig verður rætt um meltingu, upptöku og frásog næringaefna í meltingarkerf- ínu. í lok námskeiðs verða síð- an almennar umræður og fyrirspurnir. Kennari og leiðbeinandi verður Magni Björnsson. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá Hansínu og Helgu í síma 3621 sem einnig skrá þátt- takendur. Fréttatilkynning F.O.S.Vest: Fordæmir hækkanir á vöru og þjónustu STJÓRN Félags opin- berra starfsmanna á Vestfjörðum fordæmir hækkanir á vöru og þjónustu- gjaldskrám ýmissa opinberra stofnana og fyrirtækja þ.m.t. sameignafyrirtækja ríkis og sveitarfélaga, sem átt hafa sér stað þvert ofan í umsamin markmið og algjörar for- sendur þjóðarsáttar. Forsvarsmenn aðildarfé- laga að þessari þjóðarsátt hafa lagt sig fram við að sannfæra félaga sína um nauðsyn þess að taka ábyrg- an þátt í þessari tilraun í trausti þess, að allir taki á sig þá „frystingu óréttlætis“ sem í henni felst, þrátt fyrir að launanefnd geti fært gild rök fyrir réttmæti leiðréttingar launa. Því er það skýlaus krafa að þessar hækkanir verði þegar í stað dregnar til baka og að- ilar sýni þann drengskap að standa við gefin fyrirheit. Verði það ekki gert er ljóst að forsendur samkomulags- ins eru brostnar og hlýtur að verða tekið mið af því við fyrsta rauða strikið í maí næstkomandi. í Ijósi ofanskráðs lýsir stjórn F.O.S.Vest. yfir full- um stuðningi við afstöðu Starfsmannafélags Selfoss og yfirlýsingu viðræðunefndar Samflots frá 1. maí 1990. Stjórn F. O. S. Vest

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.